Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.10.2014, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 16.10.2014, Qupperneq 42
FÓLK|TÍSKA PABBI ALLTAF VEL TIL FARA „Ég fór fyrst að pæla í hverju ég klæddist þegar ég byrjaði að vinna hjá Gucci fyrir löngu, en bara af því að það var ætlast til þess af mér að vera fínn í tauinu þar. Auk þess var pabbi minn alltaf vel til fara svo lík- lega hef ég tekið eitthvað upp eftir honum.“ VEGNA GÓÐRA UNDIRTEKTA HÖFUM VIÐ ÁKVEÐIÐ AÐ FRAMLENGJA HAUSTTILBOÐ OKKAR TIL 20. OKTÓBER AFSLÁ TTUR25% AF ÖL LUM INNRÉ TTING UM TIL 20 . OKT. friform.is GÓÐ KAUP Mán. - föst. kl. 9-18 • Laugardaga kl. 11-15 Kí ki ð á m yn di r o g ve rð á F ac eb oo k Laugavegi 178 (Bolholtsmegin) | Sími 555 1516 Opið virka daga kl . 11–18. Opið laugardaga k l. 10–16. 2 litir: blátt og svart. Verð 9.900 kr. Stærð 36 - 46. Nýtt kortatímabil. Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is Terry Devos klæðist því sem honum líður vel í og kaupir fallegar flíkur þegar hann rekst á þær. Hann er frá Úganda en hefur búið hér á landi í átta ár. Terry hannar föt fyrir Skyrtu en fyrirtækið opnaði nýlega verslun þar sem hann og fleiri vilja deila því sem þeir hafa lært í tískubransanum í gegnum árin með öðrum. Hvernig lýsir þú stílnum þínum? Ég hef aldrei hugsað sérstaklega út í það en ætli ég vilji ekki bara láta mér líða vel og vera frjáls í fötunum sem ég klæðist – hvað ætli sá stíll kallist? Ég veit það alla vega ekki. Ertu tískumeðvitaður? Ég hugsa um tískuna en það er aðallega vegna þess að ég vinn í tískubransanum og ég hef alltaf verið hrifinn af fallegum hlutum og þeir höfðað til mín. Hefur þú lengi pælt í tískunni? Ég myndi ekki segja það, ég fylgi til dæmis ekki tískubólum. Ég fór fyrst að pæla í hverju ég klæddist þegar ég byrjaði að vinna hjá Gucci fyrir löngu, en bara af því að það var ætlast til þess af mér að vera fínn í tauinu þar. Auk þess var pabbi minn alltaf vel til fara svo líklega hef ég tekið eitthvað upp eftir honum. Hvar kaupir þú fötin þín? Hvar sem er, allt sem vekur áhuga minn og ég hef efni á kaupi ég. Eyðir þú miklu í föt? Satt að segja geri ég það ekki vegna þess að alla mína ævi hef ég unnið í einhverju tískutengdu þannig að ég hef fengið flest allt sem ég á frítt. Hverju klæðist þú þegar þú ferð út á lífið? Það fer eftir tilefninu. Ef það er eitt- hvað eftir vinnu fer ég bara eins og ég er klæddur þá stundina. Ég reyni að ofhugsa ekki útlitið, ef mér líður vel í því sem ég er í þarf ég ekki að hafa sérstaklega fyrir því og fara í einhverjar aðgerðir. Ef til- efnið er hátíðlegra fer ég eflaust í jakkaföt eða eitthvað fínna. Uppáhaldsflíkin? Blazerar eru upp- áhaldið mitt, þeir láta hvaða druslu sem er líta betur út … Bestu kaupin? Skór! Verstu kaupin? Ég keypti einu sinni úr sem virkaði ekki. Uppáhaldshönnuðurinn? Minn al- gjörlega uppáhalds er Ozwald Boating. Ég elska hvernig hann notar liti og snið á fallegan máta. Hverju verður bætt við fataskápinn fyrir veturinn? Ég hef nú ekki keypt mér neitt fyrir veturinn í töluverðan tíma en ég gæti þurft að fá mér úlpu frá 66°Norð- ur þar sem sú sem ég á er orðin ansi gömul. Hver er þinn helsti veikleiki þegar kemur að tísku? Hmm, látum okkur sjá, ég elska úr þannig að ef ég á að nefna eitt- hvað sem ég fell fyrir og kaupi ef ég hef efni á því þá eru það úr. Áttu þér tískufyrirmynd? Hef aldrei spáð í það, en ef það er einhver þá er það Ozwald Boating. FYLGIR EKKI TRENDUM HERRATÍSKA Terry Devos hefur unnið fyrir bæði Gucci og Dolce & Gabbana auk fleiri tískurisa. Hann er listrænn stjórnandi og yfirhönnuður hjá Skyrtu en þar má fá sérsaumaðar skyrtur meðal annarra fallegra flíka og fylgihluta. M Y N D /ST EFÁ N FLOTTUR Í TAUINU Terry Devos segist ekki hlaupa eftir tískubólun- um en hefur alltaf verið hrifinn af fallegum hlutum og flíkum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.