Fréttablaðið - 16.10.2014, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 16.10.2014, Blaðsíða 8
16. október 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 NÁTTÚRA Vel gengur að smíða tröppur og palla fyrir gesti sem koma til að skoða Hjálparfoss og umhverfi hans. Á vef Skógrækt- ar ríkisins kemur fram að lagð- ir verða vel afmarkaðir stígar og ætti svæðið því að þola betur sívaxandi straum ferðamanna. Gróður hafði mjög látið á sjá við Hjálparfoss allra síðustu ár. Foss- inn er í landi Skógræktar ríkisins og tekur Skógræktin þátt í umsjón svæðisins ásamt sveitarfélaginu, Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Áætlað er að framkvæmdirnar við fossinn kosti um sex milljónir króna. Ragnheiður Elín Árnadótt- ir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, undirritaði í lok maí reglugerð um úthlutun styrkja vegna átaks til uppbyggingar á ferðamanna- stöðum sumarið 2014. Markmiðið var að styrkja sérstaklega fram- kvæmdir á gönguleiðum og göngu- stígum sem lægju undir skemmd- um. Hjálparfoss var einn þeirra staða. - jhh Náttúran mun þola betur ágang ferðamanna: Byggja tröppur og palla við Hjálparfoss FOSSINN Hjálparfoss er á Suðurlandi og er einn af fallegustu fossum landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 20% AFSLÁTT UR Gildir í október Lyfjaauglýsing SJÁVARÚTVEGUR Afli í úthafs- karfa hefur aldrei verið minni síðan íslensk skip hófu beina sókn á karfaslóðina á Reykja- neshrygg. Vertíðinni þetta árið er lokið og fengust aðeins 2.436 tonn af úthafskarfa. Í fyrra var aflinn hins vegar 8.617 tonn. Á vel- mektarárum úthafskarfaveiða Íslendinga frá 1994 til 2004 var heildarafli íslensku skipanna á bilinu 28.000 til 47.000 tonn, og fór yfir 57.000 tonn árið 1996 þegar mest var. Það ár var heild- arveiði allra þjóða 140.000 tonn. Kristján Kristinsson, sérfræð- ingur á Hafrannsóknastofnun, segir að þegar allt er talið hafi veiðin því minnkað um 100.000 tonn frá 1996. Spurður hvort um ofveiði sé að ræða, eða hvort skýringarnar séu flóknari, segir Kristján ljóst að það hefur verið veitt langt umfram ráðleggingar Alþjóða- hafrannsóknaráðsins (ICES) síð- astliðin tíu ár eða svo, og langt umfram afrakstursgetu stofns- ins. Vísitölur úr úthafskarfa- leiðöngrum frá 1999 sýni það, en hún hefur lækkað umtalsvert frá árinu 2001 þegar hún var hæst, eða úr einni milljón tonna í 280.000 tonn. Með samkomulagi árið 2011, sem var tekið meðal allra aðila innan NEAFC nema Rússa, var ákveðið að draga úr veiðum, og að árið 2014 yrði aflamarkið það sama og ráðleggingar ICES. Rússar standa hins vegar utan þessa samkomulags og setja sér einhliða aflamark, sem útskýrir að stórum hluta að afli er mun meiri en ráðgjöf ICES. Kristján slær hins vegar þann varnagla að veiðar á úthafskarfa séu öðrum veiðum ólíkar; afli eða aflabrögð virðist segja lítið um ástand stofnsins. Í fyrra voru aflabrögð gríðarlega góð og hratt gekk hjá öllum þjóðum að ná sínum kvóta. Árið áður voru þau mjög léleg, en þokkalega gekk árin 2009-2011. - shá Afli Íslendinga af úthafskarfa hefur fallið úr 57.000 tonnum frá því þegar best lét árið 1996 niður í tæp 2.500 í ár: Veiði á úthafskarfa aldrei minni síðan bein sókn hófst Í HÖFN Í fyrra tók það skip HB Granda innan við hálfan mánuð að klára úthafs- karfakvóta sinn og veiði var góð. MYND/HGGRANDI DÓMSMÁL Tólf ára drengur í Reykjavík þarf ekki að hitta kyn- móður sína gegn vilja sínum segir kærunefnd barnaverndar- mála sem þar með staðfestir ákvörðun Barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Drengurinn var settur í fóstur tveggja ára gamall og býr nú hjá fósturföður sínum. Kynmóðir hans hafði áður umgengni við drenginn tvisvar á ári í þrjár klukkustundir í senn. Drengur- inn á sammæðra yngri systur sem einnig er undir forsjá Barna- verndarnefndar. Fram kemur í úrskurði að umgengni við móður- ina valdi drengnum truflun og umgengni við hana fari augljós- lega gegn hagsmunum hans. - gar Tólf ára drengur í Reykjavík: Ekki neyddur á fund kynmóður ÁKVÖRÐUN STENDUR Umgengni veldur truflun. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR IÐNAÐUR Útflutningsverð á sölt- uðum grásleppuhrognum hefur hækkað um 5,5 prósent á fyrstu átta mánuðum ársins. Þannig fást nú 800 evrur fyrir tunnuna miðað við 450 evrur árið 2013. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Landssambandi smábátaeigenda. Öðru máli gegnir um kavíar en verð á honum hefur lækkað eftir verðhrun á hráefninu. Hvert kíló skilar nú um fjórtán prósent lægri fjárhæð í evrum talið en á sama tímabili árið 2013. - nej Kavíar hefur lækkað í verði: Meira grætt á út- flutningi hrogna SKIPULAGSMÁL „Það þarf að glæða miðbæinn lífi. Þetta er eitt af því sem gæti mögulega gert það,“ segir Ásdís Helga Ágústsdóttir, hjá Yrki arkitektum sem standa að því að breyta efri hæðum verslunar- og skrifstofuhússins á Strandgötu 31-33 í Hafnarfirði í fjölbýlishús. Skipulags- og byggingaráð Hafnarfjarðar hefur samþykkt að breyta deiliskipulagi svo áform Yrkis geti gengið eftir. Yrki gerði Hafnarfjarðarbæ og Landsbank- anum kauptilboð í húsið með fyrir- vara um samþykki fyrir íbúðum sem verða 20 til 25 talsins. Byggð verður inndregin fjórða hæð ofan á húsið og þar verða íbúðir sem og á annarri og þriðju hæð. Áfram verða verslanir á jarðhæðinni. Nágrannarnir eru ekki allir hrifnir og bárust fjölmargar athugasemdir, þar af níu skrif- legar. „Ef tillaga Yrkis arkitekta hefði verið uppi á borðinu árið 2004 hefði ég ekki einu sinni leitt hugann að því að kaupa lóðina að Gunnarssundi,“ segir í athuga- semd konu sem býr í Gunnars- sundi aftan við Strandgötu 31-33. Hún telji íbúðablokk í bakgarðin- um rýra verðgildi húss hennar og lífsgæði þeirra sem þar búa. „Ég tel að í þessu tilviki sé Hafnarfjarðarbær að fórna hags- munum íbúa Hafnarfjarðar fyrir hagsmuni fjárfesta sem vilja græða sem mest,“ segir konan og krefst þess að bærinn kaupi hús hennar verði breytingin sam- þykkt. „Að mínu mati er búið að eyði- leggja svolítið miðbæinn í Hafnar- firði með því að setja íbúðabyggð um næstum alla Strandgötuna,“ segir íbúi við Austurgötu. „Ekk- ert er að finna í gildandi deili- skipulagi né aðalskipulagi sem takmarkar eða kemur í veg fyrir að efri hæðum þessara húsa sé breytt í íbúðarhús með verslun og þjónustu í götuhæð,“ svarar skipulagssvið bæjarins í umsögn. Í aðalskipulagi segi að þar sem aðstæður leyfi megi gera ráð fyrir íbúðarhúsnæði, sérstaklega á efri hæðum bygginga. Þá segir skipulagssviðið málið ekki vera fordæmisgefandi því aðeins fjögur hús við norðan- verða Strandgötu gætu tekið slík- um breytingum. „Það væri alvar- leg hugsanavilla ef sótt væri um sambærilega stækkun við járn- varin timburhús, byggingar með bröttum mænisþökum eða hús sem bera til dæmis sterk einkenni hins íslenska afbrigðis af nota- gildisstefnunni.“ Skipulagssvið segir að umhverf- isgæði verði ekki skert. „Með breytingu í íbúðir, þá aukast að vísu líkur á umgangi fólks um lóð og næsta nágrenni eftir að vinnudegi lýkur, en nágranna- varsla og samkennd ætti frekar að aukast. Innsýn í íbúðir og skerð- ing á einkahögum fólks við slíkar aðstæður eykst ekki frá því sem nú er.“ gar@frettabladid.is Breytt í íbúðarhús þrátt fyrir hörð mótmæli nágrannanna Skipulags- og byggingaráð Hafnarfjarðar heimilar að efri hæðum verslunar- og skrifstofuhússins á Strandgötu 31-33 verði breytt í íbúðir og að fjórðu hæðinni verði bætt við. Nágrannarnir telja vegið að hagsmunum sínum. STRANDGATA 31-33 Þannig sjá Yrki arkitektar fyrir sér húsið eftir breytingar. Bætt verður inndreginni hæð ofan á húsið og svalir byggðar utan á húsið. Á innfelldu myndinni sést hvernig húsið lítur út í dag. MYND/YRKI ARKITEKTAR Í DAG Þannig lítur Strandgata 31-33 út í dag. Bærinn hefur haft skrifstofur á efri hæðunum sem nú eru hálftómar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.