Fréttablaðið - 16.10.2014, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 16.10.2014, Blaðsíða 32
16. október 2014 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 32 Það er sérkennilegt að hlusta á og lesa svör og athugasemdir þeirra aðila sem ekki greiða virðis- aukaskatt, t.d. í ferða- þjónustu. Maður brosir nú bara þegar sagt er: „Allt- of skammur fyrirvari,“ o.s.frv. Er ekki einu sinni áður búið að falla frá hækkun VSK vegna of skamms fyrirvara? Var þetta ekki sama kveinið og um fyrirhugaðan náttúrupassa, sem dó drottni sínum fyrir fæðingu? Hvað hafa þessir ferðaþjónustu- aðilar tilkynnt sínum birgjum erlendis um þá staðreynd að gjaldtaka verði hafin inn á náttúruperlur Íslands og að auki verði um mögulega hækkun á VSK að ræða? Af hverju að leyna viðskiptavinum sínum því sem nær öll þjóðin og erlendir ferða- menn skilja að muni verða að veruleika? Hvaða sanngirni er í því að öll rútufyrirtæki, Bláa lónið, Jarðböðin, allir sundstað- ir, hvalaskoðunarfyrirtæki, ferð- ir með eða án leiðsögu, laxveiði, hótel, gistiheimili og bókaút- gefendur, menning hvers konar o.s.frv., séu ekki í sama VSK- umhverfi eins og allir aðrir rekstraraðilar? Velta í þeim greinum sem ekki bera VSK nemur tugum milljarða, já tugum milljarða á ári. Af hverju þessi mismunun? Af hverju allar þess- ar undanþágur í VSK-umhverfi? Stenst slík mismunun stjórnar- skrá? Drög í fjárlögum sem nú liggja fyrir eru alveg óskiljan- leg ný túlkun á orðinu einföldun, þ.e. úr tveimur VSK-þrepum í tvö VSK-þrep? En niðurfelling vöru- gjalda er til fyrirmyndar og ber að þakka. Einföldum VSK-umhverfið og setjum alla rekstraraðila, án nokkurra undantekninga, t.d. í 15% virðisaukastig. Af hverju ekki að einfalda þetta umhverfi í eitt skipti fyrir öll, eins og er á stefnuskrá núver- andi ríkisstjórnar? Það sem nú liggur fyrir sem drög í fjárlög- um er öllum þeim sem fylgst hafa með alveg óskiljanleg ný túlkun á orðinu „einföldun“. Það er mörgum atvinnugrein- um „skotið undan“ vegna þess hve sterk ítök/áhrif viðkomandi aðilar eða samtök hafa innan dyra hjá þeim sem vilja nú „ein- falda“ VSK-kerfið, slíkt er dapur- legt. Óskiljanlegt er að ný kyn- slóð alþingismanna skuli leggja til svona breytingar á VSK til ein- földunar og trúa því sjálf að um einföldun sé að ræða. Ég bjóst nú við stærri smjörklípu, átti jafnvel von á heilu smjörstykki í þessu máli. Það hefur enginn ráðamað- ur, mér vitandi, hvorki til vinstri eða hægri, lagt fram tölulegan útreikning á því ef allir yrðu settir í t.d. 15% VSK-umhverfi á Íslandi, eða 16% eða 17%. Af hverju skyldi ekki? Hagsmuna- tengsl? Af hverju er þetta ekki lagt fyrir og þá kemur í ljós hvort ríkið nær að anda án erfiðleika þ.e. tekjulega miðað við t.d 15% VSK þrep. Það má reikna frekar með því að tekjur ríkisins muni aukast til muna, því skilvirkni virðisaukaskatts mun aukast. Þora ráðamenn ekki? Þora ráðamenn ekki að fram- kvæma slíka „einföldun“ vegna hagsmuna einstakra atvinnu- og menningargreina? Það er eins og allir stjórnmálamenn séu hættir að framfylgja hugsjónum sínum þegar í valdastólana er komið. Eru allir að verða að sömu kenni- tölunni? Þorir enginn að standa í stafni og taka af skarið í þágu þjóðar? Það eru til aðferðir á rafrænni öld til hjálpar barna- fólki, láglaunafólki, öryrkjum og öðrum hópum sem verst koma út úr slíkum breytingum. Heldur fólk að Íslendingar hætti að kaupa t.d. bækur, sækja sundstaði, þjóðgarða eða aðra staði, fara í leikhús, á hljómleika o.fl. Og svo má líka fella niður alla boðsmiðana, hverju nafni sem þeir nefnast. Það fólk sem nú „lifir á boðsmiðum“ hefur alveg efni á því að greiða fyrir það sem það vill njóta. Það ætti að vera frítt fyrir Íslendinga inn á almenna sund- staði því þeir hafa þegar greitt með opinberu skattfé sínu upp- byggingu sundlauga í gegnum áratugi. En slíku er t.d. ekki fyrir að fara hvað varðar erlenda ferðamenn, þeir hafa ekkert greitt í slíka uppbyggingu og eiga því að borga miklu hærra gjald fyrir slíkan aðgang m/vsk. Þessi mismunun gengur ekki upp er varðar náttúru Íslands, því nær ekkert hefur verið greitt af opin- beru skattfé til verndunar eða uppbyggingar í áraraðir. Það yrði ein stærsta hreinsun í viðskiptaumhverfi Íslands ef komið yrði á einu þrepi virðis- aukaskatts. Ég undrast að sam- tök atvinnulífsins, neytendasam- tök sem og samtök alþýðunnar (ASÍ) skuli ekki beita sér fyrir leiðréttingu á því ósamræmi sem er á Íslandi í virðisaukaskattsum- hverfi. Fyrir hverja eru þessir forystumenn að vinna? Af hverju eru ekki allir í sama VSK-umhverfi ? SKATTUR Ólafur H. Jónsson náttúruverndarsinni ➜ Þora ráðamenn ekki að framkvæma slíka „ein- földun“ vegna hagsmuna einstakra atvinnu- og menn- ingargreina? Það er eins og allir stjórnmálamenn séu hættir að framfylgja hugsjónum sínum þegar í valdastólana er komið. Save the Children á Íslandi tamaris.eu tamaris.eu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.