Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.10.2014, Qupperneq 27

Fréttablaðið - 16.10.2014, Qupperneq 27
FIMMTUDAGUR 16. október 2014 | SKOÐUN | 27 Eldvörp eru um 10 km löng gígaröð um fjóra kílómetra vestan við Bláa lónið og Svartsengi. Gígaröðin myndaðist í Reykjaneseldum á 13. öld. Þegar farið er um ysta hluta Reykjanesskagans er ekki erfitt að ímynda sér hvað gengið hefur á í þessum miklu jarðeld- um. Hvergi í heiminum eru ummerki eldvirkn- innar á mótum tveggja jarðskorpu fleka jafn sýni- leg og þarna. Eldvarpasvæðið er kynngi- magnað þar sem saman fer áhuga- verð jarðfræði og forvitnileg saga. Sjálf gígaröðin er stórkostleg og ekki erfitt að gera sér í hugarlund þá krafta sem þarna hafa verið að verki eftir að hafa fylgst með myndun gígaraðar í sprungugos- inu í Holuhrauni. Um Eldvarpa- svæðið liggja auk þess gamlar alfaraleiðir og áhugaverðar göngu- leiðir eins og Árnastígur, Skips- stígur og Prestastígurinn. Skammt austan við aðalgíginn eru Tyrkja- byrgin svokölluðu, hátt í 400 ára gamlar fornleifar sem gaman og fróðlegt er að skoða. Mikil verðmæti felast í því að eiga slíka perlu tiltölulega ósnortna í nágrenni við þéttbýlið, m.a. með tilliti til framtíðarmögu- leika í ferðaþjónustu og útivist. Óumdeilanleg sérstaða HS Orka hyggur á tilraunaboranir Í Eldvörpum, nánast ofan í gíga- röðinni og hefur Skipulagsstofnun nýlega birt álit sitt eftir að hafa fjallað um matsskýrsluna vegna þeirra. Í henni er því haldið fram að ekki verði hróflað við gígunum sjálfum og er því haldið á lofti eins og framkvæmdirnar muni ekki hafa nein áhrif. Í áliti Skipulagsstofnunar segir hins vegar eftirfarandi: „Stofnunin er sammála því sem komið hefur fram í framlögðum gögnum um mikilvægi óraskaðra og lítt raskaðra svæða eins og Eldvarpasvæðisins til útivistar og ferðamennsku í nágrenni höfuð- borgarsvæðisins. Auk þess telur Skipulagsstofnun jarðfræðilega sérstöðu Eldvarpasvæðisins óum- deilanlega en svæðið er á náttúruminjaskrá vegna stórbrotinnar jarðfræði. Ljóst er að áhrif af gerð borplana og borun rannsóknarhola verður neikvæðari því nær sem farið er Eldvarpagígaröðinni og að eðli málsins samkvæmt verða umhverfisáhrif meiri eftir því sem fleiri holur verða boraðar og fleiri borplön útbúin. Skipulagsstofnun telur að hvort sem ráðist verði í borun þriggja borhola á þremur borplönum eða fimm hola á fimm plönum verði sjónræn áhrif og áhrif á landslag staðbundið tals- vert neikvæð vegna umfangs plananna og staðsetningar þeirra í og við þá landslagsheild sem Eld- varparöðin er.“ Stóra mótsögnin Gallinn við álit Skipulagsstofnun- ar er hins vegar sá að þar kemur hvergi skýrt fram hvort hún sé mótfallin þessum borunum eða hlynnt þeim. Sem þýðir þá vænt- anlega að HS Orka mun hefja bor- anir á þeim forsendum að Skipu- lagsstofnum hafi ekki verið þeim mótfallin. HS Orka og Grindavíkurbær stofnuðu fyrir nokkru svokallað- an jarðvang undir nafninu Reykja- nesjarðvangur (Geopark), sem sagður er m.a. þjóna því hlutverki að hafa aðdráttarafl á ferðamenn, sem flestir koma jú til landsins til að upplifa ósnortna náttúru. Hún er því undarleg, sú ráðstöf- un þessara aðila, að ætla að stúta dýrmætustu jarðminjum svæðis- ins á sama tíma. Eða var þessum jarðvangi öllu fremur ætlað að fegra slæma ímynd í umhverfis- málum þegar búið væri að virkja allt sem hægt er að virkja á skag- anum – að þá hafi menn ætlað að slá um sig með Geopark-lógóinu? Maður spyr sig. Ógnin í Eldvörpum Fyrirsögnin er fengin úr viðtali við Söru Helenu Bjarnadóttur í sérblaði Geðhjálpar sem fylgdi með Fréttablaðinu 9. október sl. Sara Helena vísar til þess að eftir að hún greindist með þunglyndi var henni sagt að hún fengi ekki lyf við því fyrr en hún væri hætt í neyslu. Og hún er ekki sátt við að þetta hafi verið eina úrræðið fyrir óharðn- aðan ungling. Þetta er ekki eina frásögnin sem fjölmiðlar hafa birt á und- anförnum misserum um hvernig samfélagið tekur á vanda ung- linga sem leiðst hafa í neyslu. Margir þeirra glíma nefnilega við margþættan vanda og finnst víman eina lausnin við honum. Sum eru með greiningar eins og ADHD eða hafa orðið fyrir einelti og ofbeldi. Rannsóknir sýna að hafi einstaklingur orðið fyrir ofbeldi eru stórauknar líkur á því að hann verði aftur fyrir ofbeldi miðað við þá sem ekki hafa orðið fyrir áfalli. Taka þarf heilstætt á vanda þessara barna. Einnig hafa verið til umfjöll- unar atvik þar sem fullorðnir einstaklingar, karlmenn í mikl- um meiri hluta, nýta sér neyð þessara unglinga og því miður eru dæmi þess að þeir finni þá þegar þeir eru saman í afvötnun á Vogi. Það er því ekki að ástæðu- lausu að við í Rótinni höfum áhyggjur. Börn eiga rétt á að alast upp við öryggi og í lögum um réttindi sjúklinga stendur til dæmis að skylt sé að gera allt sem unnt er til að sjúkt barn fái að þroskast og njóta lífsgæða þrátt fyrir veikindi og meðferð, eftir því sem ástand þess leyfir. Auk þess eiga sjúk börn, sem dveljast á heilbrigðisstofnun, rétt á að hafa foreldra eða aðra nána vandamenn hjá sér og skal sköpuð aðstaða fyrir þá eftir því sem kostur er. Þá segir einnig í lögunum að umhverfi og aðbún- aður sjúkra barna á heilbrigð- isstofnunum skuli hæfa aldri þeirra, þroska og ástandi. http://www.althingi.is/lagas/ nuna/1997074.html Hagsmunir barnanna Rótin hefur áhyggjur af því að börn séu send til meðferðar á Vogi þar sem samgangur er við fullorðna og því ákváðum við að þessu sinni að beina spurningu til umboðsmanns barna en á heimasíðu embættisins segir að „umboðsmaður barna vinnur að því að bæta hag barna og ung- linga og á að gæta þess að tekið sé tillit til réttinda barna, þarfa og hagsmuna á öllum sviðum samfélagsins“. Spurning okkar til umboðsmanns barna er svo- hljóðandi: Í lögum nr. 74 frá árinu 1997 um réttindi sjúk- linga segir í 27. gr: „Umhverfi og aðbúnaður sjúkra barna á heilbrigðisstofnunum skal hæfa aldri þeirra, þroska og ástandi.“ Því spyrjum við, að gefnu til- efni, er það álit umboðsmanns barna að aðbúnaður barna á Sjúkrahúsinu Vogi uppfylli þessi skilyrði laganna? Á Landspítala er þess vand- lega gætt að öll meðferð barna og fullorðinna sé aðskilin, hvernig stendur á því að Sjúkra- húsið Vogur er undanþegið þess- ari mikilvægu reglu? Okkur ber að hafa ætíð hags- muni barnanna að leiðarljósi og í þriðju grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er það orðað svona: „Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar félagsmálastofnanir á vegum hins opinbera eða einkaaðila, dómstólar, stjórnvöld eða lög- gjafarstofnanir gera ráðstafanir sem varða börn“. „Þau sendu mig á Vog, þrettán ára gamla“ Tíu ár eru liðin síðan umfangsmikil breyting var gerð á lögum um sölu fasteigna. Ný heildarlög- gjöf var sett sem hefur að geyma eina stærstu neytendalöggjöf landsins. Megin efni laganna var vernd neytenda í almennt stærstu viðskiptum fólks á lífsleiðinni. Lögin áttu að fela í sér ríkar réttarbætur og neyt- endur m.a. að geta treyst að milli- göngunni sinntu einungis einstak- lingar sem hið opinbera hefði veitt réttindi á grundvelli margháttaðra strangra krafna, þ.e. hinn löggilti fasteignasali. Nú tíu árum síðar hefur flest það sem löggjafinn ætl- aði að tryggja farið úrskeiðis. Alvar- legum mistökum löggjafans má þar um kenna, en galopinn og óljós lagatexti hefur valdið ríkri óvissu um hvað sé gildandi réttur. Sé lík- ingamáli beitt hefur hljóð og mynd engan veginn farið saman við fram- kvæmd laganna undanfarin 10 ár. Vegna óskýrleika hafa eftirlits- aðilar lítið getað tekið á málum er varðar grundvallarþætti þeirrar neytendaverndar er lögin áttu að tryggja. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp sem samið var á árinu 2007 og illu heilli er síst betra en gildandi lög. Þar er lagt til að felld verði brott skylda fasteignasala sem opinberra sýslunarmanna að fylgja ströngum siðareglum gagn- vart neytendum. Auk þess er lagt til að lokað verði á ferli sem leitt hefur til að öll alvarlegustu svik gagn- vart neytendum sl. 10 ár hafa kom- ist upp! Fennt hefur í sporin og lærdóm- ur sem draga átti af hruninu, m.a. af skýrslu rannsóknarnefndar og nefndar um siðferði, virðist gleymd- ur. Félag fasteignasala, Neytenda- samtökin og Húseigendafélagið hafa í sameiningu bent á alvarlega ágalla frumvarpsins með engum árangri. Þegar svo illa hefur tekist til sem raun ber vitni við setningu grund- vallarlaga um fasteignaviðskipti í landinu ætti hver þingmaður að staldra við og gæta að því að bætt sé úr. Fólk á rétt á að því sé tryggð örugg umgjörð í almennt stærstu viðskiptum sínum á lífsleiðinni, því fer hins vegar fjarri í frumvarpinu. Alvarleg mistök löggjafans HEILBRIGÐISMÁL Guðrún Ebba Ólafsdóttir Kristín Pálsdóttir sitja í ráði Rótarinnar H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA ➜ Því spyrjum við, að gefnu tilefni, er það álit umboðsmanns barna að aðbúnaður barna á Sjúkrahúsinu Vogi upp- fylli þessi skilyrði? ➜ Félag fasteigna- sala, Neytenda- samtökin og Hús- eigendafélagið hafa í sameiningu bent á alvarlega ágalla frumvarpsins með engum árangri. ➜ Hún er því undarleg, sú ráð- stöfun þessara aðila, að ætla að stúta dýrmætustu jarð- minjum svæðisins á sama tíma. NÁTTÚRU- VERND Ellert Grétarsson varaformaður Náttúruverndarsam- taka Suðvesturlands FASTEIGNIR Grétar Jónasson hdl. og fram- kvæmdastjóri FF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.