Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.10.2014, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 16.10.2014, Qupperneq 12
16. október 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 12 MENNTAMÁL „Fjöldatakmarkanir í framhaldsskóla skerða aðgengi fólks að menntun og koma harðast niður á ungu fólki á landsbyggð- inni,“ sagði Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, á Alþingi í gær, í sérstakri umræðu um framhaldsskólann. Samkvæmt áformum mennta- málaráðherra fá þeir sem orðnir eru 25 ára og eldri ekki aðgang að bóknámsbrautum í framhaldsskól- um á næsta ári. Við það fækkar heilsársnemendum framhaldsskól- anna um 916, sem þýðir tæplega fimm prósenta fækkun. Mest fækkun nemenda verður í Fjölbrautaskólanum á Snæfells- nesi, 18 prósent, og Fjölbrautaskól- anum á Tröllaskaga en þar fækkar nemendum um 17 prósent. Oddný telur stjórnvöld skamm- sýn. Metnaðarleysi einkenni vinnubrögðin, alla framtíðarsýn skorti í mennta- og byggðamálum. Hún benti á að störfum úti á landi myndi fækka um leið og nemend- um skólanna fækkar. „Við þetta sparast fjármagn sem á að nota til að mæta karasamning- um kennara,“ sagði Oddný. Illugi Gunnarsson menntamála- ráðherra neitaði því að það væri verið að skera niður til framhalds- skólans í fjárlögum næsta árs. Þvert á móti væri verið að auka framlögin til framhaldsskólans. Illugi sagði að hann teldi skyn- samlegast til lengri tíma litið að horfa á framhaldsskólana sem ungmennaskóla og hafa önnur úrræði fyrir þá sem væru eldri. Þá þyrftu þeir ekki að setjast á skóla- bekk með 16 ára unglingum. Það væri hægt að fara aðrar leiðir til þess að komast í háskóla en fara í framhaldsskóla. Þá ítrekaði Illugi að þeir sem væru 25 ára gætu komist í verk- nám enda væri meðalaldur verk- námsnemenda 25 ár. - jme Mun fækka um 5 prósent Möguleikar ungs fólks á landsbyggðinni til náms eru skertir, segir þingmaður. Ráðherra segir að í fjárlög- um fái framhaldsskólar landsins aukið fé á næsta ári. ILLUGI GUNNARSSON ODDNÝ HARÐARDÓTTIR NEMENDUM FÆKKAR Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að framhaldsskólarnir hætti að taka við nemendum sem eru orðnir 25 ára. Við það fækkar nemendum skólanna um fimm prósent. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN VIÐSKIPTI GáF, samstarfsverkefni sveitarfélaga á NA-landi með það markmið að kaupa Grímsstaði á Fjöllum, skuldar um tíu millj- ónir króna. Engin starfsemi er í félaginu. Markmið félagsins er að leigja kínverska auðjöfrinum Huang Nubo jörðina. Tvö sveitarfé- lög, Akureyri og Norðurþing, íhuga stöðu sína í félaginu. Oddur Helgi Halldórsson, stjórn- armaður í GáF, segir að engin starfsemi sé í félaginu og stjórnar- seta í félaginu sé launalaus. Þær skuldir sem félagið býr við í dag séu vegna ákveðinna verkefna sem voru unnin í upphafi. Kristján Þór Magnússon, sveit- arstjóri Norðurþings, telur sveit- arfélagið þurfa að kanna stöðu sína í félaginu. „Við verðum að svara þeirri spurningu hvort þetta sé eitt af hlutverkum sveit- arfélaga að kaupa jarðir til þess að leigja þær út. Þetta verður skoðað með nýrri stjórn þegar hún tekur við,“ segir Kristján Þór. Undir þetta tekur Logi Einars- son, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri. „Það er mín skoðun að Akureyri eigi alvarlega að íhuga stöðu sína í þessu tilviki.“ - sa Skuldsett félag í eigu norðlenskra sveitarfélaga: Markmiðið félagsins að leigja Nubo jörð GRÍMSSTAÐIR Á FJÖLLUM Líklegt þykir að ekkert verði úr kaupum sveitarfélaga á jörðinni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.