Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.10.2014, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 16.10.2014, Qupperneq 4
16. október 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 1.404 fleiri fluttu frá Íslandi en til landsins árið 2011. Aðflutningsjöfnuður var hagstæðari 2012 þegar 319 fluttu af landi brott umfram aðflutta. VELFERÐARMÁL „Tilgangurinn með þessari vinnu er að gera meðferð afbrotamanna, sem brotið hafa gegn börnum, mark- vissa og draga þannig úr líkum á endurteknum brotum að lok- inni afplánun,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. Í nýju fjár- lagafrumvarpi er ekki gert ráð fyrir að haldið verði áfram með sérstakt úrræði sem sneri að því að byggja upp markviss meðferð- arúrræði fyrir fanga sem brotið hafa kynferðislega gegn börnum. Í apríl í fyrra skilaði nefnd, sem skipuð var af forsætisráðu- neytinu og Ágúst Ólafur Ágústs- son var í forsvari fyrir, frá sér tillögum sem sneru að úrbótum í þeim málaflokki sem snýr að kynferðisbrotum gegn börnum. Meðal þeirra tillagna sem nefnd- in lagði fyrir var að fá sérfræðing í stöðu innan Fangelsismálastofn- unar til þess að móta meðferð fyrir fanga sem brotið hafa gegn börnum. Í nýju fjárlagafrumvarpi er ekki gert ráð fyrir því að þess- ari vinnu verði haldið áfram. „Það er dapurlegt að sjá að stjórnarflokkarnir ætli að draga til baka þá fjármuni sem höfðu sérstaklega farið í að bregðast við því neyðarástandi sem blasti við,“ segir Ágúst Ólafur. Nefndin skil- aði frá sér tillögum sem sneru að bættum úrbótum í þessum mála- flokki. Samþykkt var að leggja 79 milljónir í tillögur nefndarinnar. Í nýju fjárlagafrumvarpi er ljóst að skorið verður töluvert niður í þeim tillögum. „Lögreglustjór- inn á höfuðborgarsvæðinu miss- ir 30 milljónir sem tryggja áttu skilvirk úrræði fyrir þolendur þessara brota, ríkissaksóknari missir 10 milljónir sem voru eyrnamerktar starfinu, lög- reglustjórinn á Suðurnesjum missir sínar 10 milljónir eins og Fangelsis málastofnun gerir og þá missir ríkislögreglustjóri sínar þrjár milljónir sem áttu að fara í þennan málaflokk,“ segir Ágúst. Meðal þess sem ekki er gert ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu er sérstök meðferð fyrir gerendur kynferðisbrota sem snúa að börn- um. Sérfræðingur hafði verið ráðinn í fulla stöðu hjá Fangelsis- málastofnun sem átti að vinna að því að búa til og kortleggja með- ferðir fyrir þennan hóp. „Hluti þessara fjármuna átti til dæmis að fara í að þróa bæði meðferðar- úrræði og áhættumat fyrir ger- endur en einnig í að þróa úrræði fyrir þá sem hugsanlega eru að hugsa um að brjóta á börnum. En það er vandi sem er auðvitað ekki leystur enda á eftir að dæma eitthvað af þessum gerendum fari málin til dóms,“ segir Ágúst. Sálfræðingurinn sem gegndi stöðunni hafði verið að móta starf- ið undanfarið ár og hafði einnig hafið vinnu með föngum. „Þetta var og er mikilvæg viðbót við okkar starf. Það hafa starfað hjá okkur á bilinu 1-3 sálfræðingar og það er ljóst að það er ekki hægt að ná að sinna mörg hundruð föng- um og fyrrverandi föngum með markvissum hætti með þeim fjölda,“ segir Páll. Hann segir stofnunina hafa bundið miklar vonir við þetta úrræði sem og önnur sem nefndin kom með. „Ég er algjörlega sam- mála niðurstöðum þessa vinnu- hóps en það er niðurskurður hér eins og annars staðar.“ Ágúst segir einkennilegt að skorið sé niður í þessum mála- flokki. Vandinn hafi verið brýnn og mikilvægt að leysa þessi mál. „Að þessi mál séu ekki í for- gangi er með ólíkindum en ekki eru þetta háar upphæðir sem um ræðir. En það er enn tími til að kippa þessu í liðinn því frumvarp- ið er í höndum einstakra stjórn- arþingmanna. Þeir geta breytt þessu ef þeir vilja,“ segir hann. viktoria@frettabladid.is Hætt við sérúrræði fyrir kynferðisbrotamenn Í nýju fjárlagafrumvarpi er ekki gert ráð fyrir að haldið verði áfram markvissu meðferðarúrræði innan Fang- elsismálastofnunar sem sneri að meðferð afbrotamanna sem brotið hafa gegn börnum. MEÐFERÐ AFBROTAMANNA Ein tillaga nefndarinnar var að búa til meðferðar- úrræði fyrir fanga sem brotið hafa gegn börnum. ÁGÚST ÓLAFUR ÁGÚSTSSON PÁLL WINKEL ➜ Meðal þess sem ekki er gert ráð fyrir í fjárlagafrum- varpinu er sérstök meðferð fyrir gerendur kynferðisbrota sem snúa að börnum. ALÞINGI Það þarf pólitískt þrek og kjark til að taka á málefnum Ríkisútvarps- ins, sagði Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, á Alþingi í gær. Hann sagði stofnunina í raun gjald- þrota og tímabært að endurskoða allt er varðar opinber hlutafélög. Karl sagði að auglýsingatekjur Ríkis- útvarpsins drægjust saman, kostnaður við dagskrárgerð ykist og aðhaldsaðgerð- ir skiluðu ekki árangri. „Ríkisútvarpið getur ekki lengur verið allt fyrir alla, að gera öllum til hæfis allan sólarhringinn gengur ekki lengur upp,“ sagði Karl. Þingmaðurinn sagði að það þyrfti að svara áleitnum spurningum. „Erum við tilbúin að setja tæpar 900 milljónir króna á ári í fréttaþjónustu RÚV, 300 milljónir í Rás 1, 200 milljónir í Rás 2 og 1,3 milljarða í annað sjónvarpsefni en fréttir?“ spurði hann og lauk máli sínu á því að menn yrðu að gera sér grein fyrir að uppsöfnuð fjárfestingarþörf RÚV næmi 1,5 milljörðum á næstu fjórum árum. - jme Segir að það þurfi pólitískt þrek og kjark til að taka á málum Ríkisútvarpsins: RÚV í raun og veru gjaldþrota KARL GARÐARSSON HEILBRIGÐISMÁL Lionshreyfingin hefur gefið Landspítalanum tvö tæki til augnlækninga, annars vegar sjónsviðsmæli sem leysir af hólmi eldra tæki spítalans og hins vegar nýtt tæki sem greinir augnsjúkdóma í nýfæddum og ungum börnum. Tækin tvö kosta samtals um tíu milljónir króna. Sjónsviðsmælirinn nýtist meðal annars við greiningu á gláku og til að fylgjast með fram- vindu sjúkdómsins. Með hinu tækinu er unnt að greina augn- sjúkdóma í nýfæddum og ungum börnum. - jme Lions gefur Landspítalanum: Fékk tvö augn- lækningatæki ALÞINGI „Er því eitthvað til fyrir- stöðu að forsætisnefnd biðji eld- hús þingsins um að hráefnis- kostnaður í hádegismat þingsins sé lækkaður úr 550 krónum í 248 krónur?“ spurði Jón Þór Ólafs- son, þingmaður pírata, á Alþingi í gær. Þingmaðurinn var að vísa til umræðu síðustu daga um að samkvæmt virðisaukaskatts- frumvarpinu væri gert ráð fyrir að hver máltíð einstaklings kost- aði 248 krónur. Jón Þór sagði að þingmenn yrðu að þekkja raun- veruleikann þegar þeir tækju ákvarðanir um skatta sem eiga að leggjast á mat. - jme Að þekkja raunveruleikann: Hráefnisverð verði lækkað JÓN ÞÓR ÓLAFSSON NÁTTÚRA Skjálftavirkni við Bárðar- bungu hefur aukist miðað við það sem verið hefur síðastliðnar tvær vikur. Þetta kom fram á fundi vís- indamannaráðs almannavarna sem haldinn var í gærmorgun. Skjálftarnir voru um 130 talsins síðastliðinn þriðjudag en gosið í Holuhrauni hefur haldist óbreytt og hraunflæði jafnt. Rúmmál sigsins í miðju Bárðar- bungu er nú metið 0,75 rúmkíló- metrar en það sígur enn um þrjátíu til fjörutíu sentimetra á dag. - nej Jafnt hraunflæði í gosinu: Skjálftavirkni hefur aukist AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kkolbeins@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Gæði fara aldrei úr tísku POTT OFNAR Snjólaug Ólafsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá BJART V-LANDS í dag og á morgun en dálítil væta víða annars staðar. Allhvasst eða hvasst um helgina með úrkomu í öllum landshlutum. Víða vægt næturfrost en hiti 0-9 stig yfir daginn, heldur hlýnandi um helgina. 2° 10 m/s 4° 3 m/s 4° 4 m/s 9° 11 m/s 6-15 m/s V-til, að 18 m/s syðst en hægara NA-til. Víða allhvass eða hvass vindur. Gildistími korta er um hádegi 21° 25° 5° 19° 16° 8° 20° 14° 14° 26° 18° 28° 26° 30° 22° 15° 16° 17° 5° 3 m/s 8° 6 m/s 3° 3 m/s 4° 7 m/s 2° 2 m/s 2° 2 m/s -4° 2 m/s 6° 8° 4° 3° 6° 8° 4° 8° 3° 4° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur LAUGARDAGUR Á MORGUN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.