Fréttablaðið - 16.10.2014, Qupperneq 10
16. október 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 10
VERÐ FRÁ:
210 hestafla dísilvél, 8 þrepa sjálfskipting með takkaskiptingu í stýri og loftpúðafjöðrun með Terrain Response drifbúnaði á öllum
hjólum gera Land Rover Discovery 4 að einum öflugasta og þægilegasta jeppa sem völ er á. Meðal nýjunga eru breyttur framendi
með nýjum aðalljósum, breytt afturljós, start/stopp ræsibúnaður og Meridian 380W hljómtæki.
Þú færð allar nánari upplýsingar um verð og búnað á www.landrover.is
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
6
4
4
3
9
*M
ið
að
v
ið
u
pp
ge
fn
ar
v
ið
m
ið
un
ar
tö
lu
r
fr
am
le
ið
an
da
u
m
e
ld
sn
ey
tis
no
tk
un
í
bl
ön
du
ðu
m
a
ks
tr
i.
Á LAND ROVER DISCOVERY 4
Discovery 4 S – verð frá: 11.890.000 kr.
Eldsneytisnotkun 8,8 l/100 km* í blönduðum akstri.
BL Sævarhöfða 2, sími 525 8000
SKOÐAÐU ÞIG UM
landrover.is
ÚKRAÍNA, AP Í Úkraínu hefur und-
anfarið komist í tísku að setja
stjórnmálamenn og embættis-
menn í ruslið. Og það bókstaflega,
í sumum tilvikum að minnsta
kosti.
Sjáist þeir úti á götu mega þeir
eiga von á því að múgur manns
sópist að þeim og kasti hvers kyns
rusli í þá, eða grípi þá jafnvel
og hendi þeim ofan í ruslagáma.
Myndböndum af slíku er dreift
á samfélagsmiðlunum og hljóta
góðar viðtökur.
„Ruslatunnuhreinsanir“ er
orðið, sem notað er um þetta, og
er þá greinilega verið að vísa með
harla óskammfeilnum hætti til
hinna alræmdu „hreinsana“ Stal-
íns í Sovétríkjunum.
Almenningur virðist að minnsta
kosti búinn að fá sig fullsaddan
af ráðamönnum. Eftir að Viktori
Janúkóvitsj forseta var steypt af
stóli síðasta vetur hafa umbætur
í stjórnkerfinu verið afar hægar
og ekkert lát virðist vera á spill-
ingunni.
„Fólk hefur ekki séð neinar
raunverulegar breytingar. Fólk sér
ekki neitt réttlæti,“ segir Maxim
Latsyba, yfirmaður óháðrar rann-
sóknarstofnunar í stjórnmálafræði
í Úkraínu. „Þegar samfélagsmiðl-
arnir eru skoðaðir þá má sjá alls
kyns teikningar, ljósmyndir og
brandara um þessi mál. Það sýnir
að fólk er ánægt með þetta.“
Í lok næstu viku verða þingkosn-
ingar haldnar í Úkraínu, en stemn-
ingin í landinu virðist þess eðlis að
þeir sem hæst hafa um fáránleika
stjórnmálanna eiga mesta mögu-
leika á kjöri.
Einhver átök hafa haldið áfram
í austurhluta landsins, þrátt fyrir
samþykkt um vopnahlé í apríl. Þar
á stjórnarherinn í höggi við upp-
reisnarmenn, sem vilja tengjast
Rússlandi nánari böndum.
Vopnahléið, þótt takmarkað sé,
hefur engu að síður orðið til þess
að draga athyglina að stjórninni í
Kænugarði og sú athygli hefur ekki
alltaf komið sér vel fyrir stjórnina.
„Neytendur eru farnir að velta
fyrir sér örlögum gjaldmiðilsins
og horfum á verðbólgustökki og
öll veltum við því fyrir okkur hvað
það verður sem tekið verður frá
Úkraínubúum á komandi vetri,“
skrifar dálkahöfundurinn Jegor
Strúsjkín í vikuritið Kommentarí.
gudsteinn@frettabladid.is
Pólitíkusar í ruslið
Almenningur í Úkraínu virðist búinn að fá sig fullsaddan af stjórnmálamönnum
og embættismönnum. Þingkosningar eru á dagskrá 26. október.
VATNI SKVETT Á ÞINGMENN Margir þeirra hafa undanfarið orðið fyrir dálítið
meiri óþægindum en að blotna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
STJÓRNSÝSLA „Bæjarráð Bolungar-
víkur telur eðlilegast að aðsetur
sýslumannsins á Vestfjörðum sé á
Ísafirði ef víkja á frá þeirri stefnu
sem mörkuð var í upphaflegri til-
lögu að aðalskrifstofa sýslumanns-
ins verði í Bolungarvík,“ segir í
fundargerð ráðsins frá fundi þess
síðastliðinn þriðjudag.
Bæjarráðið benti á Bolungarvík
sem mögulega staðsetningu fyrir
embættið en gerði þó enga kröfu
þess efnis. - nej
Sýslumaður á Vestfjörðum:
Ísafjörður tal-
inn heppilegur
FERÐAÞJÓNUSTA Hönnun nýrr-
ar Vestmannaeyjuferju er
vel á veg komin og er hún um
margt frábrugðin Herjólfi sam-
kvæmt heimildum Eyjar.net sem
fjallaði um málið í gær.
Opinn fundur um hönnun og
smíði ferjunnar verður haldinn
í Höllinni á Heimaey á morg-
un. Fram kemur á Eyjar.net að
þar verði fyrirliggjandi hönnun
kynnt.
- nej
Hönnun vel á veg komin:
Ný ferja til Eyja
kynnt á föstudag