Fréttablaðið - 16.10.2014, Síða 16

Fréttablaðið - 16.10.2014, Síða 16
16. október 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 16 Umgengni ferðamanna í skálum Ferða- félags Íslands er svo slæm að félaginu er nauðugur einn kostur að hafa húsin lokuð nema skálavarsla sé til staðar. Svo illa er gengið um að húsin liggja undir skemmdum. Svo þykkur er óþefurinn af rusli og salernum að fólk hrökklast frá. Stefán Jökull Jakobsson, yfirskála- vörður hjá Ferðafélagi Íslands, segir að þrátt fyrir skýrar reglur um umgengni, sem komið er á framfæri við ferða- menn, verði ekki lengur við unað. „Umgengnin er, satt best að segja, til háborinnar skammar. Það er rusl og óhreint leirtau á öllum borðum og á gólfum. Óþefurinn er mikill og enginn virðist taka til eftir sig, fólk einfald- lega bara nýtir sér aðstöðuna og sinnir í engu sjálfsögðum mannasiðum við að þrífa og taka til eftir sig,“ segir Stefán Jökull og vísar til aðkomunnar í nýjum skála FÍ á Fimmvörðuhálsi, Baldvins- skála. Hann bætir við að ástæðan fyrir nýjum skála á þessum stað hafi verið að eldri skáli sem byggður var 1974 eyði- lagðist á fáum árum vegna aukinnar umferðar á Fimmvörðuhálsi. Slæmri umgengni var um að kenna, enda húsið kallað „Fúkki“ vegna óþefsins sem þar var inni. Lýsingar Stefáns Jökuls á umgengni í einstökum skálum eru skelfilegar, og reyndar telur hann ekki mögulegt að koma þeim almennilega í orð. Fólk þurfi að koma á staðinn til þess að skilja hversu illa fólk gengur um. „Það er kamar við hliðina á Baldvinsskála og aðkoman þar var hræðileg. Saur og þvag um allt, rusl á gólfum og búið að brjóta klósettið.“ Stefán bætir við að slæm umgengni sé ekki bundin við skála FÍ, heldur sé vandamálið til staðar hjá öðrum félögum sem eiga og reka slíkar bygg- ingar. Skálar FÍ eru á 38 stöðum víðs vegar um land og allur almenningur getur nýtt þá óháð aðild að Ferðafélaginu. Regluleg skálavarsla er hins vegar ekki nema í nokkrum þeirra og útilokað að auka þá vöktun vegna kostnaðar. Hann nefnir að byggingarkostnaður skálanna sé hár; uppsetning Baldvinsskála kost- aði 25 milljónir króna. „Hugmyndafræðin var að húsið stæði fólki opið, bæði til að bæta aðstöðu og öryggi ferðamanna. Við horfum fram á það núna að óbreyttu að loka þessu húsi og öllum öðrum, sem gengur þvert á stefnu Ferðafélagsins,“ segir Stefán og leggur áherslu á orð sín með því að nefna að úr tveimur húsum uppi á hálendinu hefur kamínum verið stolið. „Ég þarf því miður að segja einnig að þeir sem ganga verst um eru Íslend- ingar, þótt erlendum ferðamönnum fylgi líka slæm umgengni. Þeirra umgengni er þó miklu betri en þó sinna þeir sjaldan þeirri gullnu reglu á fjöll- um, að taka með sér allt rusl sem til fellur,“ segir Stefán Jökull. Ekki er hér allt talið. Söfnunarbauk- ar í húsunum, þar sem ætlast er til að fólk greiði fyrir gistingu og afnot húsanna, eru svo gott sem tómir yfir árið þar sem enginn hirðir um að borga fyrir sig. svavar@frettabladid.is Umgengni skelfilegri en orð fá lýst Ferðafélag Íslands telur sér nauðugan einn kost að loka skálum sínum á hálendinu vegna umgengni ferðamanna. Skálar verða aðeins opnir ef skálavarsla er möguleg. Fólk hrökklast frá vegna óþefs. Enginn hirðir um að greiða fyrir gistingu og afnot af húsunum. Hugmyndafræðin var að húsið stæði fólki opið, bæði til að bæta aðstöðu og öryggi ferðamanna. Við horfum fram á það núna að óbreyttu að loka þessu húsi og öllum öðrum, sem gengur þvert á stefnu Ferðafélagsins. Stefán Jökull Jakobsson Meginreglan er sú að aðkoma sé þægileg og að skálarnir geti verið notarlegar vistarverur fyrir ferðafólk á fjöllum. Hrein- læti skiptir því miklu og tillitssemi við náungann er lykilatriði. ÁTTA EINFÖLD ATRIÐI SKULU Í HÁVEGUM HÖFÐ: ■ Ró skal vera komin á í skála á miðnætti ■ Farið er úr skóm í anddyri ■ Taka með sér rusl ■ Reykingar bannaðar í skálum ■ Ganga frá áhöldum í eld- húsi ■ Bæta í vatnspott á eldavél ■ Ganga frá skálunum eins og menn vilja koma að þeim sjálfir ■ Greiða fyrir gistingu EINFALDAR REGLUR GILDA Í ÖLLUM SKÁLUM FÍ NÁÐHÚSIÐ Óþefurinn hér innandyra verður ekki fangaður á mynd, en þessi mynd talar sínu máli. Saur og þvag um allt og allt brotið sem brjóta má. GULLNA REGLAN ÞVERBROTIN Á fjöllum eiga allir að vita að það sem þú tekur með þér, ferðu með aftur heim. MYNDIR/INGÓLFURBRUUN UPPVASKIÐ Dæmi eru um að allt leirtau, pottar sem pönnur, standi óhreint á borðum og bekkjum, innan um rotnandi matarleifar. Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is DÓMSMÁL Ummæli sem Bragi Guð- brandsson, forstjóri Barnavernd- arstofu, lét falla um Guðmund Tý Þórarinsson, forstöðumann Götu- smiðjunnar, og starfsemi hans voru dæmd ómerk í Héraðsdómi Reykja- víkur í gær. Bragi hyggst fara fram á ógildingu en hann segist aldrei hafa fengið stefnu málsins í hend- urnar. Ummælin sem Bragi lét falla urðu til þess að Götusmiðjunni var lokað árið 2010. Var Guðmundur, sem jafnan er kallaður Mummi, meðal annars sakaður um að hafa hótað börnum vistheimilisins ofbeldi og lim- lestingum. Bragi sagði Mumma hafa farið út fyrir öll vel- sæmismörk og að framganga hans hefði vald- ið börnum vist- heimilisins vanlíðan og óöryggi. Hann sagði að um stjórnunarvanda hefði verið að ræða sem síðar hefði farið að bitna á börnunum og skað- að þau. Því hefði verið gripið til þeirra aðgerða að loka meðferðar- heimilinu. Braga var gert að greiða Mumma 400 þúsund krónur í bætur auk þess að greiða allan sakarkostnað. Þetta nemur 650 þúsundum króna. Götusmiðjunni var formlega lokað í júnímánuði 2010 en Mummi hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu. Hann hefur nú ákveðið að opna Götusmiðjuna að nýju og segir brýna þörf fyrir meðferðarúrræði sem þessi fyrir ungmenni sem leiðst hafa út í heim áfengis og vímuefna. - sks Ummæli um ofbeldi og limlestingar Mumma í Götusmiðjunni dæmd ómerk: Ætlar að opna Götusmiðjuna á ný GUÐMUNDUR TÝR ÞÓRARINSSON ALVARLEGT Ásakanir for- stjóra Barna- verndarstofu voru alvar- legar og ollu því að Götu- smiðjunni var lokað.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.