Fréttablaðið - 16.10.2014, Síða 20
16. október 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | FJÖLSKYLDAN 20
Nemendum í 5. bekk grunnskóla
í Gautaborg í Svíþjóð, sem fengu
tvo viðbótartíma í íþróttum á
viku, gekk betur í samræmdum
prófum í sænsku, ensku og stærð-
fræði en viðmiðunarhópum. Þetta
eru niðurstöður nýrrar rannsókn-
ar vísindamanna á heilbrigðisvís-
indasviði Gautaborgarháskóla.
Greint er frá niðurstöðunum í
ritinu Journal of School Health.
Í rannsókninni, sem tók til um
2.000 nemenda, var skoðaður
árangur fimmtu bekkinga í sam-
ræmdum prófum fjórum árum
fyrir breytinguna og svo fimm
árum eftir. Niðurstaðan var
borin saman við viðmiðunarhópa
í þremur skólum sem ekki fengu
tvo tíma í íþróttum á viku hjá
íþróttafélagi á staðnum til við-
bótar við tvo íþróttatíma í skól-
anum. Fleiri nemendur í íhlutun-
arhópnum náðu markmiðunum í
framangreindum námsgreinum
heldur en í viðmiðunarhópunum.
Í íhlutunarhópnum voru 408 nem-
endur.
Í fréttatilkynningu frá Gauta-
borgarháskóla segir að líkurnar
á að nemandi næði markmiðun-
um hefðu tvöfaldast með meiri
hreyfingu. Hjá viðmiðunarhópun-
um var ekki hægt að merkja betri
árangur, heldur jafnvel verri.
Tekið var tillit til jafns fjölda
stelpna og stráka, fjölda nem-
enda sem voru af erlendum upp-
runa auk tekna foreldra, atvinnu-
leysis og skólagöngu þeirra. Bent
er á að niðurstöðurnar séu í sam-
ræmi við niðurstöður annarra
rannsókna.
Vísi nda men ni r n i r segja
ánægjulegt að geta fært rök fyrir
því að hægt sé að bæta náms-
árangur barna með einföldum
aðgerðum.
ibs@frettabladid.is
Betri árangur í námi
með aukinni hreyfingu
Niðurstöður rannsóknar vísindamanna við Háskólann í Gautaborg sýndu að líkur
á að nemendur næðu markmiðum í náminu tvöfölduðust með aukinni hreyfingu.
Niðurstöður
stórrar rann-
sóknar á
Íslandi, Lífsstíll
7 til 9 ára
grunnskóla-
barna– íhlutun-
arrannsókn til
bættrar heilsu,
gefa til kynna
að þau sem
juku hreyfingu sína og borðuðu
hollari mat náðu marktækt betri
námsárangri í samræmdu prófi í
íslensku og stærðfræði við 9 ára
aldur heldur en börn í saman-
burðarhópi. Rannsóknin var gerð
í sex grunnskólum í Reykjavík,
þremur íhlutunarskólum og
þremur viðmiðunarskólum, frá
2006 til 2008.
Erlingur S. Jóhannsson, pró-
fessor í íþrótta- og heilsufræðum
við Háskóla Íslands, segir Katrínu
Gunnarsdóttur hafa skoðað gögn
úr rannsókninni í skólunum
sex og komist að fyrrgreindum
niðurstöðum í meistaraverkefni
sínu árið 2011.
„Niðurstöðurnar undirstrika
að heilsusamlegur lífsstíll barna
og unglinga eykur líkurnar á
góðum árangri þeirra í námi,“
segir hann.
GÓÐUR ÁRANGUR AF HEILBRIGÐUM LÍFSSTÍL
Í FÓTBOLTA Börnum sem fengu íþróttatíma til viðbótar við skólaíþróttir gekk betur í náminu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
ERLINGUR S.
JÓHANNSSON
➜ Vísindamennirnir segja
ánægjulegt að geta fært rök
fyrir því að hægt sé að bæta
námsárangur barna með
einföldum aðgerðum.
Æskulýðsrannsókn-
irnar Ungt fólk,
sem gerðar hafa
verið reglulega
meðal 14 til 16 ára
nemenda frá 1989,
sýndu að hreyfing
hefur bæði jákvæð
áhrif á líðan og
námsárangur. Um
var að ræða fyrstu
heildstæðu rannsóknirnar á högum
barna og ungmenna. „Þessar rann-
sóknir sýna að jákvæð tengsl eru á milli
hreyfingar og námsárangurs. Áhrifin
af hreyfingu eru bæði bein og óbein.
Þeim sem hreyfa sig líður betur og þeir
eru tilbúnari til að takast á við námið,“
segir Þórólfur Þórlindsson, prófessor
í félagsfræði, sem var forstöðumaður
Rannsóknarstofnunar uppeldis- og
menntamála sem hóf rannsóknirnar.
Hann tekur fram að ekki hafi verið um
íhlutunarrannsóknir að ræða.
„Rannsóknir sem gerðar hafa verið
á Íslandi styðja þessar niðurstöður
um tengsl hreyfingar og betri líðanar
og námsárangurs meira og minna.
Við vitum núna miklu meira um áhrif
hreyfingar á líðan fólks en við gerðum
fyrir nokkrum árum. Lífeðlisfræðin
hefur brúað bilið meira milli rann-
sóknanna,“ segir Þórólfur.
ÞÓRÓLFUR
ÞÓRLINDSSON
Yfir helmingur landsmanna hreyf-
ir sig aðeins einu sinni í mán-
uði eða sjaldnar í 20 mínútur eða
lengur. Þetta sýna niðurstöður
könnunar sem markaðsrannsókna-
fyrirtækið Maskína gerði fyrir
Herbalife í ágúst síðastliðnum.
Þátttakendur voru 18 ára og eldri
og voru þeir alls 592.
Alls kváðust 40,9 prósent hreyfa
sig einu sinni í mánuði í 20 mínút-
ur eða lengur en 14,2 prósent sögð-
ust aldrei hreyfa sig eða næstum
aldrei.
Einn af hverjum tuttugu Íslend-
ingum, eða 5,1 prósent, hreyfir sig
í samræmi við leiðbeiningar land-
læknis. Samkvæmt þeim er full-
orðnu fólki ráðlagt að hreyfa sig
í að minnsta kosti 30 mínútur á
hverjum degi. 35,8 prósent hreyfa
sig að meðaltali einu sinni í viku í
20 mínútur eða lengur en 4,1 pró-
sent hreyfir sig þrisvar í viku.
Alls sögðu 83 prósent líklegast
að þau myndu notast við blöndu af
góðu mataræði og hreyfingu ætl-
uðu þau sér að léttast.
Ný könnun á hreyfingu Íslendinga og viðhorfum til aðferða til að léttast:
5% fara eftir ráðum landlæknis
SKOKKAÐ Fullorðnum er ráðlagt að
hreyfa sig í að minnsta kosti 30 mínútur
á hverjum degi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
SYKURLAUST
STREPSILS
með jarðaberjabragði
Við eymslum og
ertingu í hálsi!
- nú sykurlaust og
með jarðaberjabragði
Strepsils Jordbær Sukkerfri munnsogstöflur. Inniheldur: 2,4-tvíklóróbensýlalkóhól 1,2 mg,
amýlmetakresól 0,6 mg. Ábendingar: Eymsli og erting í hálsi. Skammtar og lyfjagjöf: Fullorðnir og börn
6 ára og eldri: 1 munnsogstafla er látin leysast hægt upp í munni á 2-3 klst. fresti. Frábendingar: Ofnæmi
fyrir virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna. Varnaðarorð og varúðarreglur: Ekki nota stærri
skammt en ráðlagður er. Sjúklingurinn skal leita læknis ef hann er í vafa eða ef einkenni lagast ekki eða
versna innan nokkurra daga. Lyfið inniheldur ísómalt og maltitól sem geta haft væg hægðalosandi áhrif.
Sjúklingar með arfgengt frúktósaóþol, sem er mjög sjaldgæft, skulu ekki taka lyfið. Lesið leiðbeiningar
á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfishafi:
Reckitt Benckiser Healthcare A/S. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.
20
13
R
B
00
2
St
re
ps
ils