Fréttablaðið - 16.10.2014, Qupperneq 30
16. október 2014 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 30
Undanfarnar vikur hefur
verið mikil umræða um
fyrirhugaða hækkun
virðisaukaskatts á bækur
og telja íslenskir bóka-
útgefendur að að þeim
sé vegið. Í umræðunni
virðist gleymast að þessi
atvinnugrein hefur getu
til hagræðingar og ligg-
ur það fyrst og fremst í
tæknibreytingum þegar
kemur að rafbókum.
Að mínu mati þurfa bókaút-
gefendur að horfast í augu við að
rafræn útgáfa (leiga eða kaup)
er líklega það sem koma skal, að
minnsta kosti þegar horft er til
kennslubóka bæði á framhalds-
skólastigi, háskólastigi og jafnvel
hluta skáldsagna.
Bókaútgefendur hafa bent á að
rafræn útgáfa sé lítið ódýrari en
hefðbundin bókaútgáfa. Ég tel að
birgðahald, prentun og dreifing
vegi þyngra en af er látið. Raf-
bókavæðing hefur möguleika á
að ná betur til yngri lesenda með
minni tilkostnaði. Yngri lesend-
ur sækja sér nú þegar efni gegn-
um netið, sjónvarpið eða símann.
Þegar kemur að fræðibókum og
kennslubókum ætti rafbókin að
geta haslað sér völl bæði á fram-
haldsskólastigi og sér í lagi á
háskólastigi.
Háskólastigið hefur ákveðna
sérstöðu þegar kemur að kennslu-
efni. Þar er um hærri fjárhæðir
að tefla og líftími bóka þar er mun
styttri – sem gerir útgáfu þeirra
á prenti óhagkvæmari til lengri
tíma litið. Um 75% þeirra eru
erlendar og þar með innfluttar og
kemur langstærsti hluti þeirra frá
Bretlandi og Bandaríkjunum.
Umræðan hefur verið að nem-
endur útvegi sér auknum mæli
námsefni á netinu, oft án end-
urgjalds. Hættan hér er að það
námsefni uppfylli ekki þau
gæðaviðmið sem háskóla-
stigið gerir í raun kröfu
um eða á að gera.
Hvar liggur
ávinningurinn?
Fjárhagslegur ávinningur
af notkun rafbóka fer vax-
andi, auk þægindanna sem
klárlega eru fyrir hendi.
Segja má að sú kynslóð
sem nú vex úr grasi hafi ekki eins
sterk tengsl við prentaða bók. Sú
aðferðafræði sem hefur verið að
hasla sér völl hjá þeim sem bjóða
upp á rafrænt námsefni er að
bjóða það til leigu til dæmis í 180
til 360 daga. Verðlagning rafræna
efnisins hefur líka verið að mót-
ast og er verð rafbókar oft 60%
af verði prentaðrar, sem gerir að
sjálfsögðu innflutning hennar að
mun dýrari valkosti.
Sjá dæmi í þessum hlekk: http://
www.coursesmart.co.uk/options-
futures-and-other-derivatives-
global/john-hull/dp/9781447919230
Hvar liggja heildarhagsmunirnir?
Vandinn í dag liggur í því að það
færist í vöxt að nemendur kaupi
færri bækur og jafnvel engar
bækur. Það hefur að sjálfsögðu
áhrif á gæði námsins sem háskól-
ar landsins hafa síður vilja ræða
sérstaklega síðustu árin þar sem
fjárframlög til þeirra hafa verið
skert.
Kennsluefni er að lækka í verði
með tilkomu rafbókanna – Hverjir
hagnast?
Höfundarréttur er varinn;
Nemandi borgar minna; Gæði
náms aukast ef fleiri nemendur
nálgast kennsluefnið.
Hvar liggur hindrunin?
Safna þarf upplýsingum um hvaða
titlar/bækur séu lagðir til grund-
vallar í námskeiðum á háskóla-
stigi. Þetta nær til skyldulesning-
ar auk hliðsjónarbóka.
Það er enginn gagnagrunnur
til sem heldur utan um bækur
á E-formati sem nær til virkra
kennslubóka á háskólastigi á
Íslandi. Sama gildir um kennslu-
bækur á framhaldsskólastigi.
Hver væri draumastaðan?
Virkar kennslubækur á fram-
halds- og háskólastigi í boði á einu
svæði eða í gegnum eina veitu þar
sem öll formöt koma fram.
1 Hér er spurningin hvort menntamálaráðuneytið eigi að
draga sig í hlé og láta einkaaðila
spreyta sig við að miðla náms-
efni rafrænt til nemenda en að
svo stöddu er enginn innlendur
aðili að miðla virku námsefni á
framhalds- og háskólastigi á raf-
rænu formi.
2 Vilja stjórnvöld hafa einhver áhrif á hvernig efninu verður
miðlað til framtíðar til dæmis í
gegnum einhverja sameiginlega
veitu, ef til vill í samstarfi við
aðila á Norðurlöndunum þar sem
nám á háskólastigi er svipað að
uppbyggingu og hér? Hér gæfist
til dæmis tækifæri til að inn-
heimta svokallað námsefnisgjald
milliliðalaust samhliða skrásetn-
ingargjaldinu.
Ég held að í ljósi þeirra tækni-
breytinga sem við höfum verið að
sjá undanfarin misseri sé mikil-
vægt að móta skýra stefnu til
framtíðar í þá veru að aðgengi
okkar að námsefni sé með hag-
kvæmum hætti hvort sem það er
á prenti eða því miðlað rafrænt.
Umræðan í þætti Kast-
ljóss þann 6. október síð-
astliðinn er áhugaverð.
Þar voru rifjuð upp rúm-
lega 70 ára gömul sam-
keppnisbrot Mjólkursam-
sölunnar (MS) sem var
sökuð um að setja Korp-
úlfsstaði, bú Thors Jens-
ens, á hausinn. Eins og
venjulega báru stjórn-
málamenn enga ábyrgð,
bara Mjólkursamsalan, sem var
á þessum tíma dreifingaraðili á
mjólk fyrir á þriðja tug mjólk-
urbúa um allt land. Ég hef ekki
lesið mér sérstaklega til um
hvers vegna lög um jöfnun flutn-
ingsgjalds voru sett á. Líklega
var það til að tryggja næga mjólk
fyrir höfuðborgarsvæðið. Lang-
stærsta bú landsins, sem hafði
stærðarhagkvæmni í rekstri, gat
ekki borgað gjald sem var jafnt
dreift á alla selda mjólkurlítra í
landinu. Korpúlfsstaðabúið hlýt-
ur að hafa verið illa rekið.
Það var fleira. Í Kastljósi segir
Valdimar Hafsteinsson í Kjörís
að Mjólkurbú Flóamanna (MBF)
hafi beitt fjölskyldu hans ofbeldi.
Fyrst með því að stöðva osta-
framleiðslu föður hans og síðan
með því að fara í samkeppni við
Kjörís um ísgerð. Mjólkurbú
Flóamanna, sem var stærsta
mjólkurbú landsins á þessum
tíma, beitti líka bolabrögðum
með því að hætta niðurgreiðslu
á smjöri til þess að setja rekst-
ur Kjöríss á hausinn. Eðlilega
fannst Valdimari fúlt að Mjólk-
urbú Flóamanna hefði ákveð-
ið að beita stjórnvaldsaðgerð og
hætta niðurgreiðslum á smjöri
til ísgerðar. Þáttagerð-
armaður Kastljóss áttaði
sig ekki á að hvorki MBF
né MS gátu tekið stjórn-
valdsákvarðanir. Það var
í höndum þáverandi land-
búnaðarráðherra, sjálf-
stæðismannsins Ingólfs
Jónssonar á Hellu.
Viðreisnarstjórnin, sem
allir gamlir sjálfstæðis-
menn og kratar tala um
eins og himnaríki með rjóma, sat
á árunum frá 1959 til 1971. Allan
tímann var Ingólfur Jónsson við
völd sem landbúnaðarráðherra.
Greinilega, eins og skilja má á
Valdimar, hefur Mjólkurbú Flóa-
manna haft Ingólf í vasanum og
því getað beitt honum fyrir sig
gegn fjölskyldufyrirtæki Valdi-
mars. Það hefur ekki verið fallega
gert af Mjólkurbúinu og bráðum
50 árum síðar situr þetta enn í
Kjöríssystkinunum.
Þar sem heiftin er enn svo
mikil finnst mér merkilegt að þau
systkinin skuli vera í framvarð-
arsveit sjálfstæðismanna á Suður-
landi, en systir Valdimars, Aldís,
er fyrsti maður á lista Sjálfstæð-
isflokksins í bæjarstjórn Hvera-
gerðis og bæjarstjóri. Það hlýt-
ur að fara um Aldísi þegar hún
gengur inn í musteri flokksins við
Háaleitisbraut að sjá þar mynd af
manninum sem hlýddi skipunum,
væntanlega að ofan, og gerði allt
til að koma fjölskyldu hennar á
vonarvöl.
Tímabær umræða
Ég velti fyrir mér hvers vegna
fólk hafi þá viðleitni að leita
þangað sem illa er farið með það.
Ég skil ósköp vel að þau systkin
séu alveg brjáluð út í MS en ég
skil ekki hvers vegna þau starfa
síðan fyrir Sjálfstæðisflokkinn,
sem var svo innilega leiðitamur
Mjólkurbúi Flóamanna. Það er
til málsháttur um þetta: Þangað
leitar klárinn sem hann er kvald-
astur. Mannlegt eðli er erfitt að
skilja og þar sem ég er nú bara
bóndi en ekki sálfræðingur, verð
ég að lifa við að skilja þetta ekki.
En látum nú af tali um fornminj-
ar.
Umræðan um MS finnst mér
tímabær. Tvær afurðastöðvar
hafa komið fram og kvartað yfir
því að MS vilji ekki selja þeim
mjólk á lægra verði en MS borg-
ar mér fyrir afurðir mínar. En
hvers vegna kaupa þessar afurða-
stöðvar ekki bara beint af bænd-
um fyrst MS er svona ósann-
gjarnt í viðskiptum?
Ég vona að samkeppnisyfir-
völd nái sínu fram þannig að ASÍ
og BSRB hætti að ráðskast með
verðlagningu og þar með álagn-
ingu einokunarfyrirtækinu MS
á mjólkurvörum í gegnum verð-
lagsnefnd búvara. Ég á nefnilega
hlut í MS, fyrirtæki sem fær
aldrei að greiða arð og er með
lélega ávöxtun á eigið fé. Ég vil
fá 30%-50% ávöxtun á eigið fé á
ári eins og samkeppnisfyrirtækið
Hagar, dótturfélag Lífeyrissjóða
ASÍ og Samtaka atvinnulífsins,
fær. Samkeppni, já takk!
Hvers vegna eru Kjöríssystkin-
in enn í Sjálfstæðisfl okknum?
Hækkun vsk. á bækur –
og fer þá allt í vaskinn?
Því betri innri uppbygg-
ing ferðaþjónustunnar á
Íslandi, því meiri gæði. Í
sumar hafa væntanlega
komið fleiri ferðamenn til
landsins en nokkru sinni
fyrr og að sama skapi hefur
umræðan um hvers konar
þætti ferðaþjónustunnar
sjaldan verið meiri. Oftar
en ekki hefur umræðan
snúist um það sem miður
hefur farið – bæði hjá
ferðamönnunum sjálfum og
innri uppbyggingu í ferða-
þjónustunni. Mjög nýleg
dæmi um þetta er útlendi fjöl-
skyldufaðirinn sem fór á fólksbíl
upp á Langjökul með konu sína og
þrjú börn. Hvað fór úrskeiðis hér
sem orsakaði að hann lagði fjöl-
skyldu sína í hættu á þennan hátt?
Síðan varð illa búinn ferðamaður
innlyksa úti í Gróttu þegar flæddi
að og hræðileg sár voru skilin eftir
í náttúrunni eftir utanvegarakstur.
Margt fleira neikvætt væri hægt
að nefna og einnig margt jákvætt
en þessum pistli er ætlað að vekja
athygli á einum innri þætti ferða-
þjónustunnar þar sem fagmennska
er höfð að leiðarljósi.
40 ára fagmennska
Leiðsögumenn hafa starfað sem
stétt innan ferðaþjónustunnar í rúm
40 ár en Félag leiðsögumanna var
stofnað árið 1972, að frumkvæði
leiðsögumanna sem unnið höfðu við
starfið um árabil. Starfið og stéttin
hefur gengið í gegnum súrt og sætt
en þó jafnt og þétt verið að vaxa og
eflast. Nám leiðsögumanna hefur
sömuleiðis þróast í áranna rás, í
samræmi við kröfur ferðaþjónust-
unnar, og er í stöðugri þróun. Nú er
svo komið að þrír skólar bjóða leið-
sögunám þar sem kennt er sam-
kvæmt námskrá menntamálaráðu-
neytisins: Leiðsöguskóli Íslands sem
staðsettur er í MK, Endurmenntun
HÍ og Endurmenntun HA, og í vor
hafa væntanlega útskrifast rúmlega
100 nýir leiðsögumenn. Að loknu
námi í þessum skólum geta nemend-
ur gengið í Félag leiðsögumanna en
við aðild að fagfélaginu öðlast þeir
rétt til að bera merki félagsins, sem
sýnir að þar er um fag-
menntaðan leiðsögumann
að ræða en eingöngu slík-
ir fá að bera merkið. Allir
sem starfa innan ferðaþjón-
ustunnar geta síðan gengið
í stéttarfélag félagsins, sem
fer með samningsrétt fyrir
hönd félagsmanna og semur
um laun sem að lágmarki
skal greiða fyrir störfin.
Eingöngu fagmenntaða
Allir ferðaþjónustuaðil-
ar sem vilja tryggja sem
best gæði í ferðum sem
þeir bjóða eru með fagmenntaða
leiðsögumenn í ferðum sínum,
enda kveða kjarasamningar leið-
sögumanna á um að það sé gert.
Í áranna rás hefur sú saga komist
á kreik að ekki sé til nægur fjöldi
leiðsögumanna til að anna leið-
sögn í landinu. Því er til að svara
að á skrá félagsins eru rúmlega 800
leiðsögumenn – en mun fleiri fag-
menntaðir leiðsögumenn hafa þurft
að snúa sér að öðrum störfum því
aðrir hafa verið ráðnir í þeirra stað.
Rútubílstjórar eru hafsjór þekking-
ar á því hvaða vitleysur og undar-
legu uppákomur eiga sér stað þegar
„hver sem er“ leiðsegir í ferð um
Ísland. Stundum eru það útlending-
ar sem hafa aldrei komið til Íslands
áður eða Íslendingar sem eru tilæk-
ir þá stundina og geta talað viðkom-
andi tungumál!
Fagmenntaðir leiðsögumenn
leiðsegja þannig að ferðamenn fá
sem réttasta mynd af landi og þjóð.
Þeir hafa lært það helsta sem snýr
að öryggismálum og slysavörnum,
og þeir sem fara með ferðamenn
í óbyggðir læra enn meira, þeir
þekkja innviði landsins og fylgjast
með fréttum. Allt þetta, og meira,
tryggir betur en ella að koma megi
í veg fyrir að erlendir ferðamenn
fari sér að voða – eða skaði land-
ið. Það sjá því allir að það er ekk-
ert nema ávinningur af því að engir
nema leiðsögumenn fagmenntaðir
á Íslandi leiðsegi í hópferðum um
Ísland – og síðan má nýta sér fag-
þekkingu þeirra á ýmsan máta til að
leiðbeina ferðamönnum sem kjósa
að ferðast á eigin vegum.
Fagmennska
ferðaþjónustunnar
Í tengslum við allsherjar-
þing Sameinuðu þjóðanna
sem fram fór á dögun-
um boðaði Ban-Ki Moon,
aðalritari samtakanna,
leiðtoga ríkja heimsins til
fundar um loftslagsmál.
Tilefnið var að finna leið-
ir til að sporna við lofts-
lagsbreytingum af manna
völdum og leggja grunn að
nýrri stefnu Sameinuðu
þjóðanna í loftslagsmálum
fyrir loftslagsráðstefnuna
í París á næsta ári. Ban-
Ki Moon lét þar þau orð falla að
„aldrei hefðu svo margir leiðtogar
komið saman og heitið því að grípa
til aðgerða vegna loftslagsbreyt-
inga“ og átti þar bæði við leiðtoga
risavelda á borð við Bandaríkin
og Kína sem og litla Íslands. Það
er því almenn samstaða um að
aðgerða sé þörf en hvað er hægt
að gera?
Rúmlega fjórðungur af öllum
útblæstri gróðurhúsalofttegunda
er vegna samgangna, það er að
segja flutninga á fólki eða vöru
frá einum stað til annars. Um það
bil helmingur af því er tilkominn
vegna flutninga á vöru. Þar sem
Ísland er eyja í miðju Norður-Atl-
antshafi segir það sig því sjálft að
vöruflutningar til landsins fela í
sér gríðarmikinn útblástur gróð-
urhúsalofttegunda. Til landsins
er flutt mikið af vörum
sem ekki er hægt að fram-
leiða hér á landi af ýmsum
ástæðum en við höfum á
móti náð miklum árangri
við framleiðslu á annarri
vöru. Því er rétt að skoða
betur hvort Ísland geti
aukið innlenda framleiðslu
til að draga enn frekar úr
flutningi til hagsbóta fyrir
umhverfið. Í þessu felst
tækifæri til aðgerða.
Íslenskur landbúnaður
getur séð landsmönnum
fyrir umhverfisvænni kjötvöru og
grænmeti. Aðföng til landbúnað-
ar á Íslandi koma að litlu leyti að
utan. Þá hafa tilraunir hér á landi
við kornrækt bæði til manneldis og
ekki síður til fóðurgjafar gefið það
góða raun að miklar líkur eru á að
hægt verði að draga nokkuð úr inn-
flutningi á fóðri á næsta áratug.
Það er ekki bara verkefni þjóð-
arleiðtoga að bregðast við þeim
þeim vanda sem hlýnum jarðar
er. Þó vandamálið sé hnattrænt
geta allir lagt sitt af mörkum
til þess að leysa það. Með því að
leggja áherslu á að neyta umhverf-
isvænna matmæla sem fram-
leidd eru í nágrenninu er hægt að
draga úr útblæstri gróðurhúsa-
lofttegunda vegna vöruflutninga.
Þar skiptir íslenskur landbúnaður
miklu máli.
Landbúnaður
og loftslagsmál
UMHVERFIS-
MÁL
Hörður
Harðarson
formaður Félags
svínabænda
SKATTUR
Sigurður Pálsson
viðskiptafræðingur
SAMKEPPNI
Ómar Helgason
bóndi
FERÐA-
ÞJÓNUSTA
Bryndís
Kristjánsdóttir
leiðsögumaður og
stjórnarmeðlimur
Félags leiðsögu-
manna
➜ Rafbókavæðing hefur
möguleika á að ná betur til
yngri lesenda með minni
tilkostnaði.
➜ En hvers vegna kaupa
þessar afurðarstöðvar ekki
bara beint af bændum fyrst
MS er svona ósanngjarnt?