Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.10.2014, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 16.10.2014, Qupperneq 34
16. október 2014 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 34 Landsmót hesta- manna fara fram annað hvert ár og eru á meðal mestu viðburða m a n n l í fs og íþrótta í land- inu öllu. Staða íslenska hestsins er einstök. Grip- urinn er annálað- ur og hylltur víða um lönd. Enda framfarir í hrossarækt og sýning- um síðustu áratuga hreint afrek sem hefur tryggt hestinum okkar sterka stöðu til langrar framtíðar. Landsmótahald er mikið verk og keppast nokkur svæði um að fá mótin til sín í hvert sinn. Skiljan- lega, enda fylgir mótahaldinu mikil uppbygging og umsvif á mörgum sviðum. Hvert svæði hefur fjöl- margt til síns ágætis og um tíma leit út fyrir sátt um að mótin yrðu haldin til skiptis sunnan heiða og norðan, á Vindheimamelum í Skagafirði og á Gaddstaðaflötum á Hellu. Þann- ig væri hægt að byggja upp öflug svæði sem gætu gengið að því vísu í áætlunum sínum hvenær næsta mót færi fram á svæðinu. Þessu breytti sú ákvörðun stjórnar Landssambands hesta- manna að halda mótið í Víðidalnum í Reykjavík fyrir tveimur árum. Nú er þeim sjónarmiðum teflt fram í grein í Fréttablaðinu í vikunni af þeim Gunnari Arnarsyni og Krist- björgu Eyvindardóttur að mótun- um skuli fundinn varanlegur stað- ur í Víðidalnum, og margar ágætar ástæður tíndar til málinu til stuðn- ings. Engar brigður skulu af okkur bornar á að sómi sé af mótahaldi á höfuðborgarsvæðinu, nema síður sé. Þar er allt til alls og fjölmenni borg- arinnar á bak við. Hins vegar vakn- ar spurningin: þarf allt að sogast til Reykjavíkur? Þarf líka að fara með Landsmótið þangað eftir áratuga vel heppnað mótahald úti á landi sem hefur getið af sér mikla uppbygg- ingu t.d. á Gaddstaðaflötum á Hellu sem öll hestamannafélögin á Suður- landi, utan eitt, standa að og eiga? Fráleit nálgun Nei, er okkar svar við því. Það er fráleit nálgun og ákvörðun um það væri afleit. Fjölmennustu mótin eru haldin á Gaddstaðaflötum á Hellu og þau mót skila ávallt hagnaði. Þá er búið að byggja upp prýðilega aðstöðu á svæðinu og stórhuga áætlanir uppi um að bæta hana enn frekar. Hesthúspláss er í nágrenninu fyrir öll keppnishross eins og sýndi sig í sumar þegar ágangsveður varð til þess að öll hrossin voru hýst. Hótel og gistihús eru á næsta leiti, enda iðar allt í kringum ferðaþjón- ustu á svæðinu, auk þess sem fjöldi kraftmikilla hestabúgarða er allt í kring um Gaddstaðaflatir. Svæðið á Hellu hefur allt upp á að bjóða í miðri mekku íslenskr- ar hrossaræktar. Um það er mikil samstaða í héraðinu öllu að standa dyggilega við bakið á landsmóts- svæðinu á Gaddstaðaflötum, enda skiptir mótahaldið miklu fyrir Suð- urlandið allt. Við skorum á stjórn Landssam- bands hestamanna að halda áfram að finna landsmótum hestamanna stað úti á landi, enda hefur höfuð- borgin upp á fjöldamargt annað að bjóða þó Landsmót hestamanna bætist ekki líka við í flóru borgar- lífsins. Það skiptir hins vegar okkar byggðir miklu máli að halda glæsi- leg landsmót með reglulegu milli- bili, greininni og héraðinu öllu til mikils framdráttar. Höfuðborgin og hestamennskan Menntamálaráðherra fer nú um landið og kynnir hvít- bók sína sem sett var fram í sumar. Framsetning Ill- uga á gögnum opnaði augu mín enn frekar fyrir því hvað við stöndum frammi fyrir mikilli áskorun sem er menntun barna og ung- menna. Hvítbókinni er ætlað að vera grundvöllur að umræðu og samráði við alla þá sem hag hafa af og áhuga á eflingu menntunar í landinu. Í hvítbókinni er lagt mat á stöðu okkar í dag og er þá stuðst við gögn úr niðurstöðum úr PISA-könnunum. Sett eru fram tvö meginmarkmið: annars vegar að auka lestrarfærni grunnskóla- nema og hins vegar að auka hlutfall nemenda sem ljúka námi úr framhaldsskóla á tilsett- um tíma. Ég var viðstödd einn slíkan fund í Mos- fellsbæ og vildi með þess- ari grein m.a. þakka ráð- herra fyrir einstaklega vel framsettan fund. Fundur- inn var opinn öllum og var samtal og hvatning ráð- herrans til helstu forystu- manna skólamála á Íslandi og allra þeirra sem áhuga hafa á menntun í landinu. Þessi aðferð, að koma inn í sveitarfélögin til þess að hvetja skólafólk til góðra verka svo þró- uninni verði snúið við, finnst mér hreint frábær og mættu margir læra af ráðherranum að virkja bak- landið sitt. Lestrarhæfni hefur forspárgildi PISA-könnun sýnir fram á að gera má betur varðandi læsi ungs fólks á Íslandi, sérstaklega drengja. Bágur lesskilningur getur haft afar neikvæð áhrif á námsfram- vindu og þar með atvinnutæki- færi þeirra síðar meir. Samkvæmt PISA-könnuninni hefur hlutfall 15 ára nemenda sem ekki getur lesið sér til gagns hækkað úr 15% árið 2000 í 21% árið 2012. Staðan er verri meðal drengja þar sem þriðj- ungur þeirra á í erfiðleikum með lestur. Þessar staðreyndir hvetja mann til umhugsunar og hvítbókin er því sannarlega þarft innlegg og hvatning til okkar um betrumbætur í skólakerfinu. Ráðherra benti á töpuð tækifæri þeirra sem ekki ná tökum á læsi að lesa og nefndi einnig tapaðar fram- tíðartekjur sem er staðreynd þegar fólk flosnar upp úr námi. Ísland sker sig úr hópi helstu samanburð- arlanda í því hversu fáir ljúka námi úr framhaldsskóla á tilsett- um tíma en innan við helmingur íslenskra ungmenna sem innrit- ast í framhaldsskóla lýkur námi á skilgreindum námstíma. Jafn- framt sker Ísland sig úr varð- andi upphaf háskólagöngu en á Íslandi hefja nemendur að jafnaði háskólagöngu um tvítugt á meðan þeir byrja 18 eða 19 ára í OECD- löndunum. Á Íslandi er hlutfall fullorðinna sem ekki hafa lokið framhaldsskóla um 30% og er það hærra en í nágrannalöndunum. Hugsanlega getur stytting fram- haldsskólans haft á þetta áhrif. Tökum höndum saman Þetta eru stórar og miklar áskoranir og verkefni og eins og öll stór verk- efni kalla þau á að við vöknum og tökum öll höndum saman við lausn þeirra. Til þess að íslensk ungmenni hafi sömu tækifæri og sömu tekju- möguleika og jafnaldrar þeirra erlendis þá þurfa foreldrar og skóla- samfélagið að taka jafnan þátt í því lestrarátaki sem nú er að hefjast í öllum grunnskólum landsins. Það hlýtur að vera grunnurinn að betra samfélagi. Vaknaðu, það er kominn nýr dagur! Nú á haustdögum standa tónlistarkennarar í erfiðri kjarabaráttu. Samningar hafa verið lausir um átta mánaða skeið og þau smán- arlaun sem tónlistarkenn- arar hafa þegið fyrir vinnu sína hafa dregist langt aftur úr öðrum stéttum með sam- bærilega menntun. Ísland hefur á undanförn- um árum vakið athygli fyrir frjótt og spennandi tónlistar- líf og margir íslenskir lista- menn hafa getið sér gott orð á alþjóðavettvangi. Þessi gróska á rætur að rekja til þess góða starfs sem unnið hefur verið í tónlist- arskólum landsins. Tónlistarmenntun hefur verið almenn á Íslandi og skól- arnir hafa gegnt mikilvægu hlutverki sem mennta- og menningarstofnanir víða um land. Tónlistarmenntun er mikilvægur þáttur í grunnmenntun þjóðarinnar og það að iðka tónlist frá barnsaldri gerir fólk hæfara til þess að takast á við lífið á margvíslegan hátt. Þar læra menn góð vinnubrögð, að koma fram, gagnrýna hugsun og það að vinna í hóp auk þess að upp- lifa galdur tónlistarinnar sem gerir veröldina bærilegri. Ótal rannsóknir sýna fram á að tónlistarmenntun hafi jákvæð áhrif á aðra menntun, bæði í raungreinum og hugvísindum. Tónlistarkennarar eru breiður hópur fólks og flestir af okkar fær- ustu tónlistarmönnum eru í þeirra hópi. Ein af meginástæðum þess að íslenska tónlistarskólakerfið er eins sterkt og raun ber vitni er sá mann- auður sem starfar innan skólanna. Menntunarstig stéttarinnar er hátt og nemendur hafa aðgang að fær- ustu sérfræðingum á sínu sviði. Í fáum öðrum löndum kenna leiðandi hljóðfæraleikarar þjóðarinnar á framhaldsstigi og allt niður í grunn- stig. Það er gríðarlega mikilvægt að þessi hópur haldi áfram að kenna og miðla áfram dýrmætri þekkingu og reynslu. Þau eru mikilvæg- ar fyrirmyndir fyrir þá kyn- slóð tónlistarmanna sem er að vaxa úr grasi. Það er ekki hægt að ætlast til að sér- fræðingar sinni kennslu í sjálfboðavinnu, hvorki í tón- list né öðrum greinum. Launamisrétti verði leiðrétt Ekki er síður mikilvægt starf þeirra sem hafa helgað líf sitt kennslu og að hjálpa nemendum að feta sín fyrstu skref á tónlistarbrautinni. Í tónlist- arskólum landsins er unnið óeigin- gjarnt starf sem skilar árangri til frambúðar og lyftir menntunarstigi þjóðarinnar upp á annað plan. Tónlistarkennarar hafa farið fram á eðlilega launaleiðréttingu til jafns við þær stéttir sem vinna sambæri- leg störf. Tónlistarkennarar eru háskólamenntuð stétt og krefjast þess að sú menntun sé metin til launa til jafns við aðrar stéttir. Tónlistarkennarar hvetja sveitar- félögin til þess að leiðrétta það launa- misrétti sem skapast hefur á síðustu árum. Það er eðlilegt hlutverk sveit- arfélaga að fylgjast með launaþróun og leiðrétta þá stöðu sem þeir bera sjálfir ábyrgð á. Það eru engin rök sem geta réttlætt að tónlistarkenn- arar þiggi mun lægri laun en aðrir kennarar og stéttir með sambærilega menntun. Við hvetjum sveitarfélögin til þess að ljúka samningum við tónlistar- kennara og vinna að því að leiðrétta þann alvarlega launamun sem skap- ast hefur milli tónlistarkennara og annarra stétta. Kjarabarátta tónlistarkennara Sjálfstæðisflokkurinn bar í áratugi höfuð og herðar yfir aðra íslenska stjórn- málaflokka með víðsýnni og frjálshuga stefnuskrá, sem borin var fram af sannfæringu. Og fylgið brást ekki. Flokkurinn hafði for- ystu í flestum málum, sem vörðuðu þjóðarheill. Við myndun núverandi ríkis- stjórnar vakti það mikla furðu, að Sjálfstæðismenn skyldu samþykkja að fela Fram- sókn ábyrgð á bæði forsætis- og utanríkisráðuneytinu. Hið síðar- nefnda hefur lengi haft allan svip af hugsunarhætti þeirra. Þar er Sjálfstæðisflokkurinn nú fyrir- ferðarlítill áhorfandi og umhverf- ið breytt. Í stíl við þetta hafa for- ystumenn flokksins ekki treyst sér til að standa við mikilvægt loforð, gefið rétt fyrir síðustu alþingis- kosningar. Í Fréttablaðinu, 3. október sl. er sagt frá fundi Hönnu Birnu Krist- jánsdóttur með eldri Sjálfstæðis- mönnum. Þar taldi hún „rétt að draga til baka aðildarumsókn að Evrópusambandinu“ eins og utan- ríkisráðherra hefur lagt til. Þetta kom svo sem ekki á óvart. Þetta er bara staðfesting þess, að flokk- inn hennar skortir í dag það sem ég lýsi hér í fyrstu málsgreininni. Þess vegna hefur flokksforystan látið sér það sæma að læðast ófyr- irséð í bakpokann, sem kjósendur fengu með sér út í nýtt kjörtímabil og skipt þar um einn af þýðingar- mestu nestispökkunum, sem áttu að viðhalda hinu pólitíska þreki næstu árin. Hvað var í pakkanum? Þar var afstaðan til samningaumræðna við ESB. Við getum líkt henni við lag- skipta tertu. Neðsta lagið, grunnur- inn, hlýtur að vera orð formannsins Bjarna Benediktssonar: „Við höfum haft það sem hluta af okkar stefnuskrá að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál, og við munum standa við það.“ Í öðru laginu getum við lesið allt önnur orð Hönnu Birnu: „Að sjálfsögðu mun Sjálfstæðisflokkurinn standa við það, að þjóðin fær að ákveða, hvort það verði gengið lengra í þessu máli.“ Ragnheiður Elín Árna- dóttir á þriðja lagið: „Eina leiðin til að komast að niðurstöðu er að spyrja þjóðina um það, hvert skuli halda núna.“ Illugi Gunnarsson kemur næst- ur „ … síðan verði þjóðaratkvæða- greiðsla og þjóðin fái að segja sinn hug. Þá eru allir menn og allir flokkar bundnir af þeirri niður- stöðu.“ Misheppnaður glassúr Þarna eru fjögur býsna samstæð lög, sem lofuðu góðu á sinni tíð og menn gleyptu við sem nesti út í nýtt kjörtímabil. En nú hefur flokkur- inn, að óvörum, skipt algjörlega um innihald pakkans. Þar er þó enn terta, en allmikið breytt, virð- ist hafa verið bökuð í allt of heitum ofni stjórnarráðsins. Bjarni Bene- diktsson hefur, þvert ofan í mikil- vægt loforð komið með gagnstæða fullyrðingu: „Það er hvorki stefna Sjálfstæðisflokksins né Framsókn- arflokksins að slík atkvæðagreiðsla fari fram.“ Ummæli Hönnu Birnu koma svo eins og misheppnaður „glassúr“ ofan á þetta. Sagan er í raun ótrúleg og að dómi margra ekki geðslegt eða hollt nesti fyrir flokksmenn, sem hafa verið aldir upp við kjörorð- ið: „Gjör rétt, þol eigi órétt.“ Þor- steinn Pálsson, fv. formaður Sjálf- stæðisflokksins, og einn virtasti stjórnmálaskýrandi landsins, sagði enda þegar þetta kom í ljós: „Menn kusu flokkinn út á þetta. Nú hefur formaðurinn ákveðið að svíkja þetta. Þetta er eitt stærsta kosn- ingaloforð, sem gefið hefur verið í íslenskum stjórnmálum, og þetta eru ein stærstu svik sem gerst hafa í íslenskum stjórnmálum.“ Bjarni hefur borið því við, að það hefðu verið „enn meiri svik“ að fara ekki eftir samþykktum flokksins, Með þeim orðum viður- kennir hann svik sín. Ég kann ekki að leggja mat á svik. Sá sem þau framkvæmir hlýtur alltaf að bera það nafn, sem þeim fylgir. Til þess að reyna að breyta afstöðu stjórnvalda og þá einkum Sjálfstæðisflokksins til samninga um Evrópuaðild voru mikil funda- höld á Austurvelli sl. vor og síðan afhentar undirskriftir 53.555 kjós- enda, sem vildu efna til þjóðar- atkvæðagreiðslu og töldu málið brýnna en svo, að einstakir stjórn- málaflokkar eða ríkisstjórnir eigi að ráða því. Þess vegna þurfi þjóð- arvilji að koma fram. Þetta var hins vegar eins og að skvetta vatni á gæs. Orð Hönnu Birnu sýna, að ráðamenn Sjálf- stæðisflokksins eru sem í her- kví. A.m.k. er tertan þannig gerð, að hún hlýtur að fara illa í maga þeirra sem aldir eru upp við að orð skuli standa. Enn alvarlegra er þó, að tillaga Gunnars Braga er á þingmálaskrá hans og ekki þarf að draga í efa, að þrýst verður á, að hún komi fram sem fyrst. Viðbrennd og ólystug terta Sjálfstæðisfl okksins STJÓRNMÁL Þórir Stephensen fv. dómkirkjuprestur og staðarhaldari í Viðey MENNTUN Eva Magnúsdóttir stjórnendaráð- gjafi og formaður fræðslunefndar í Mosfellsbæ LANDSMÓT Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri Rangárþings ytra Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri Rangárþings eystra Björgvin G. Sigurðsson sveitarstjóri Ásahrepps ➜ Ísland sker sig úr hópi helstu samanburðarlanda í því hversu fáir ljúka námi úr framhaldsskóla á tilsettum tíma… ➜ Tónlistarkennarar hvetja sveitarfélögin til þess að leiðrétta það launamisrétti sem skapast hefur á síðustu árum. ➜ Orð Hönnu Birnu sýna, að ráðamenn Sjálfstæðis- fl okksins eru sem í herkví. A.m.k. er tertan þannig gerð, að hún hlýtur að fara illa í maga þeirra sem aldir eru upp við að orð skuli standa. KJARAMÁL Freyja Gunnlaugsdóttir formaður samn- inganefndar Félags íslenskra hljóm- listarmanna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.