Fréttablaðið - 16.10.2014, Síða 36
FÓLK|
KANN REGLURNAR
Joshua veit allt um
gallabuxur en líka að
hverju viðskiptavinurinn
er að leita.
MYND/GVA
eru auðvitað mismunandi í vextin-
um en það góða við Levi‘s-gallabuxur
er að þær eru hannaðar með það að
leiðarljósi. Ég lít á mjaðmir og rass
kvenna og finn réttu gallabuxurnar út
frá vextinum. Ástæða þess að konum
finnst erfitt að kaupa buxur er að þær
hafa slæma reynslu af því. Ég heyri
oft að strengurinn í mittið sitji illa og
þegar þær beygja sig kemur píparinn
í ljós. Strengurinn má ekki að vera of
hár en heldur ekki of lágur. Ef buxurn-
ar eru of háar í mittið verður rassinn
dropalegur, eins og hann sé að síga
niður,“ útskýrir Joshua.
GAMLA, GÓÐA SNÚRAN
„Konur þurfa auk þess að taka einu
númeri minna af gallabuxum en þær
telja. Nútímagallabuxur eru þynnri en
þær voru. Efnið er blandað pólýester
og teygju. Þegar kona mátar buxur
þarf hún að hugsa um hvernig þær
verða eftir viku en þá hafa þær víkkað
um heilt númer. Svo á ekki að þvo
gallabuxur oft. Alltaf skal þvo þær á
röngunni, nota fljótandi þvottaefni,
ekkert mýkingarefni og alls ekki setja
þær í þurrkara. Bara gamla, góða
snúran,“ segir Joshua.
Þegar hann er spurður hvaða snið
séu helst í tísku, svarar hann: „Alls
konar gallabuxur eru alltaf í tísku en
svokallaðar „skinny“ buxur hafa verið
mjög vinsælar. Í mínum huga á maður
að velja gallabuxur eftir karakter og
vexti. Leggjalöng stúlka á auðvitað
að sýna leggina og ganga í þröngum
buxum. Öðrum fer betur að vera í
buxum sem eru lausari um lærin.
Annars er hið klassíska snið, Levi‘s
501, mest seldu gallabuxur í heim-
inum. Gallabuxur eru fyrir allan aldur.
Ég hef afgreitt konur yfir áttrætt sem
eru flottar í gallabuxum.“
VÍGVÖLLUR TUNGUNNAR
Joshua segir að það taki hann 5-10
mínútur að aðstoða karlmann í buxna-
leit á meðan það tekur að minnsta
kosti hálftíma að sannfæra konur.
„Karlmenn hafa þrennt í huga þegar
þeir koma inn í búðina, lit, snið og
þægilegheit. Konur eru hins vegar
alltaf að pæla í rassinum á sér og
hafa miklar áhyggjur af rassvösum
eða hvernig þeir liggja. Maður lendir
stundum á vígvelli tungunnar þegar
maður reynir að sannfæra konur í
gallabuxnaleit,“ segir buxnahvíslar-
inn hlæjandi og bætir við: „En þegar
maður nálgast þær rétt er það aldrei
vandamál. Það á að vera gaman að
kaupa sér buxur. Mitt hlutverk er að
finna réttu buxurnar og að viðskipta-
vinurinn gangi ánægður út.“
SKEMMTILEGT STARF
Joshua starfaði lengi hjá G-Star á
meðan sú verslun var starfandi hér
og síðan í verslun Sævars Karls. „Ég
hef farið á mörg námskeið hjá galla-
buxnaframleiðendum og hef sogið
í mig allar upplýsingar. Þegar ég fer
í innkaupaferðir læri ég líka margt.
Mér finnst þetta ótrúlega skemmtilegt
starf og hlakka alltaf til mánudaga,“
segir Joshua sem bíður spenntur eftir
jólaösinni en hann er ætíð reiðubúinn
að aðstoða fólk í gallabuxnaleit.
Þegar Joshua er ekki í vinnunni
dansar hann samkvæmisdansa og
stefnir á keppni á nýju ári. „Svo er ég
með betri tölvuleikjaspilurum hér á
landi,“ segir Joshua sem á íslenska
móður en föður frá Filippseyjum sem
skýrir nafnið hans.
■ elin@365.is
TUPPERWARE
LAGERSALA
Allt að
60% afsláttur!
Opið alla virka daga
í október kl. 13:00-18:00
Mirella ehf – heildverslun
Háholt 23, 270 Mosfellsbær
Sími: 586 8050 / Netfang: mirella@simnet.is
Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook
Jakkar
kr. 10.900.-
Litir: brúnt og svart
Str. 40-56/58
TÍSKA