Fréttablaðið - 16.10.2014, Síða 38

Fréttablaðið - 16.10.2014, Síða 38
FÓLK|TÍSKA NÝR KJÓLL Á HVERJUM DEGI TÍSKULEGUR MEISTARAMÁNUÐUR Ásdís Þórólfsdóttir spænskukennari er hálfnuð með meistaramánaðaráskorun sína. Sú snýst um að klæðast mismun- andi kjól á hverjum degi mánaðarins. ÞRIÐJUDAGSKJÓLL Hér er kjóllinn sem Ásdís klæddist á þriðjudaginn en hann keypti hún í Gyllta kettinum. Ég á ekki 31 kjól og er því skemmtilega nauðbeygð til að kaupa mér nokkra slíka,“ segir Ásdís, sem hefur það sem af er októbermánuði klæðst sextán kjólum úr eigin eigu og enn á hún nokkra til viðbótar. „Nú þarf ég að fara að skipuleggja mig vel næstu daga.“ Innt eftir því hvernig þessi meistaramánaðaráskorun hafi komið til svarar Ásdís: „Ég er spænskukennari og í spænsku 200 er ég að kenna nemendum mínum um fötin. Þann 1. októ- ber setti ég hópnum mínum fyrir það verkefni að lýsa fötum sínum þann daginn. Ég fékk kennaranema til að taka mynd af mér eins og dúkkulísu fyrir Face- book-síðu hópsins og skrifaði við myndina á spænsku að ég væri í rauðum kjól með svörtum doppum. Þarna í byrjun október voru allir að tala um meistara- mánuð. Þeir ætluðu að gera armbeygjur, borða chia-graut og lesa skáldsögur. Ég hugs- aði með mér að það gæti verið mín áskorun að klæðast nýjum kjól á hverjum degi,“ segir Ás- dís. Hún byrjaði fyrst á að setja myndir af sér á Facebook. „Þótt meistaramánuður snúist mikið um að vera egósentrískur fannst mér það fullmikið og ákvað því að búa til Pinterest-síðu sem musteri um kjólana mína,“ segir hún glettin. INNIKJÓLAR Á SUNNUDÖGUM Ásdís segist ekki hafa áttað sig á því í byrjun hversu marga kjóla hún ætti í raun en þeir eru yfir tuttugu talsins. „En ég er líka búin að fara í rifna kjóla, gamla kjóla og á sunnudögum passa ég mig á að nota innikjólana sem ég nota til að skúra í,“ segir hún. Ásdís er á leið til Rómar með samstarfsfélögum sínum úr Menntaskólanum við Hamrahlíð og hlakkar til að komast á kjóla- markaði þar ytra. „Fólk hefur spurt mig hvort ég geti ekki fengið lánaða kjóla en mér finnst það gera lítið úr þessari frábæru ástæðu minni til að afsaka kjóla- kaup,“ segir hún og hlær. BÖRNIN TAKA MYNDIRNAR Fyrstu myndirnar af Ásdísi voru teknar inni á skrifstofu í ullar- sokkum og inniskóm. „Ég fékk skammir frá vinkonum mínum fyrir þessi ósmekklegheit og hef reynt að bæta mig með ullar- sokkana. Svo hef ég líka verið að þróa myndirnar með því að finna skemmtilegan bakgrunn fyrir þær. Ég er búin að vera með hús nágrannakonunnar, bókasafnið í Norræna húsinu og fjöruna. Núna þegar ég fer til Rómar er stefnan að taka myndir með Péturskirkjuna og Colosseum í baksýn.“ HIPPALEG MEÐ MIKIÐ HÁR Ásdís gengur töluvert í kjólum og finnst skemmtilegir hippa- legir og litríkir kjólar. „Nemend- urnir segjast þekkja mig úr fjar- lægð á litríkum kjólum og miklu hári,“ segir Ásdís kímin. Kjólar voru henni þó ekki alltaf jafn hugleiknir. „Ég var alger stráka- stelpa þegar ég var lítil og þoldi ekki kjóla. Amma saumaði einu sinni jólakjóla á mig og systur mína og ég grét á jólunum yfir að þurfa að klæðast kjól, fimm ára gömul. Kannski er ég að jafna þetta út núna,“ segir hún og hlær. ■solveig@365.is Þeir sem vilja skoða kjóla Ásdísar geta farið á www.pinterest.com/asdisog- hugi/oktoberkjólar-ásdísar Á BÓKA- SAFNI Kjóllinn er úr Kjólum og konfekti. Á BÍLA- STÆÐI Kjóll úr Spútnik. Í GARÐINUM Kjóll keyptur í Rauðakrossbúð í London. VIÐ HÚS NÁGRANNAKONU Kjóllinn var innarlega í skápnum. Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur s: 571-5464 my style Smart föt, fyrir smart konur Stærðir 38-52 Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna Nýjar vörur í hverri viku Stærðir 38-58 LAGERHREINSUN Í FLASH Sjá fleiri myndir á Kjólar og skokkar áður 17.990 nú 7.990 kr. Áður 14.990 nú 5.000 kr.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.