Fréttablaðið - 16.10.2014, Side 41

Fréttablaðið - 16.10.2014, Side 41
 | FÓLK | 7 Velkomin í okkar hóp! Alltaf frábær árangur! Sjá nánar á jsb.is Viltu léttast, styrkjast og losna úr vítahringnum? Innritun hafin á síðustu TT námskeið fyrir jól Fundur 19. október kl. 16:30. Örfá pláss laus! 42,3 kg farin! 51,2 kg farin! ● LÍFGA UPP Á Munstraðar herðaslár sækja verulega í sig veðrið um þessar mundir en það má að miklu leyti rekja til haust- og vetrarlínu Burberry sem var kynnt í febrúar síðast- liðnum. Íslend- ingar virðast ætla að taka vel í þessa sveiflu enda nota- leg tilhugsun að geta sveipað um sig þykkri ullarslá á hrollköldum vetrarkvöldum. Þær eru ekki síð- ur klæðilegar og lífga verulega upp á hvers kyns fatnað. ÁHRIF FRÁ BURBERRY Herðaslár sækja í sig veðrið. Tískan í dag leyfir nánast allt og á tísku- sýningum fyrir vorið 2015 sáust allar útgáfur þannig að nú er bara að velja þá gerð taglsins sem hentar best hverju sinni. Lágt tagl Þessi greiðsla getur bæði gengið hversdags og við fín tilefni en hún er létt og frjálsleg. Greiðslan er ekki áber- andi þannig að hún dregur ekki athygli til sín. Hversdags hentar betur að hafa taglið laust og láta hárið falla frjálst í kringum andlitið. Þegar greiðslan er not- uð við hátíðlegri tilefni ætti að sleikja hárið allt vel aftur í taglið og festa það vel. Skiptingin á hárinu ætti að vera rétt, öðrum hvorum megin við miðju. Millihátt tagl Þessi útgáfa gefur stelpu- legra yfirbragð. Þegar taglið er staðsett á miðju, aftanverðu höfðinu hreyfist hárið mest. Það er einnig í beinni línu við augun sem gefur andlitinu nátt- úrulega upplyftingu og lætur konuna virðast yngri. Hátt tagl Þetta er pönkaðasta taglið. Það ætti að staðsetja efst á hvirflinum þar sem hárið skiptist á náttúrulegan hátt. Til þess að forðast að líta út fyrir að vera á leiðinni í ræktina með þessa greiðslu ætti alltaf að greiða það slétt aftur. TAGL Í ÖLLUM HÆÐUM Taglið er alltaf klassísk greiðsla sem auðvelt er að skella í. Það fer eftir duttlungum tískuspekúlanta í hvaða hæð taglið á að vera en miðað er við þrjár mismunandi útgáfur sem hver hefur sína kosti. … í Grikklandi til forna æfðu menn naktir? Orðið gymnasi- um þýðir nakinn á grísku. … meðal Bandaríkjamaður á sjö gallabuxur? … fyrir seinni heimsstyrjöldina þótti ekki sæmandi að konur klæddust stuttbuxum? … meðal amerísk kona eyðir fimmtán milljónum í föt um ævina? Hún kaupir 271 skópar, 185 kjóla og 145 töskur. … flest föt eru búin til úr bóm- ull? Bómullar- notkun varð þó ekki útbreidd fyrr en í kringum 1800. Önnur algeng fataefni eru hör, pólýes- ter og nælon. … 10-25 prósent vestrænna kvenna nota ekki brjósta- haldara? 75-85 prósent nota brjóstahaldara í vitlausri stærð. … vintage fatnaður er 20 til 100 ára? Retro er nýlegur fatn- aður sem minnir á fyrri tíð. VISSIR ÞÚ AÐ JANET JACKSON Hérna er Janet með fallegt hátt tagl á réttum stað.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.