Fréttablaðið - 16.10.2014, Side 54
16. október 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 42
BÆKUR ★★★ ★★
Fuglaþrugl og naflakrafl
Þórarinn Eldjárn– Myndir: Sigrún
Eldjárn
VAKA-HELGAFELL
Systkinin Sigrún og Þórarinn Eld-
járn hafa nú sent frá sér spán-
nýja myndlýsta ljóðabók fyrir
börn, Fuglaþrugl og nafnakrafl.
Samstarf þeirra
á þessu sviði er
landsmönnum
vel kunnugt og
má sem dæmi
nefna bækurn-
ar Óðfluga og
Heimsk ringla
sem tóku þátt
í uppeldi kyn-
slóðarinnar sem
nú er farin að
stofna fyrirtæki
og gefa sjálf
út bækur. Þær
bækur hafa
verið endurút-
gefnar nokkr-
um sinnum en
vissulega er
gleðiefni þegar
ný systir fæð-
ist.
Fuglaþrugl og naflakrafl
er eins og nafnið gefur til kynna
stútfull af alls konar bulli. Hug-
myndaflug Þórarins virðist óþrjót-
andi brunnur og það sem honum
dettur í hug er með ólíkindum. Oft
er eins og ljóðaformið leiði hann
áfram, eitt orð kalli á annað og úr
verði einhvers konar heilaspuni
sem Sigrún tekur svo við og mynd-
lýsir. Augljóst er að bæði hafa þau
gaman af leiknum og það skín í
gegn við lestur bókarinnar.
Þórarinn er hagyrðingur mikill,
þekkir bragfræðina inn og út og
ætla má að vísurnar velti upp úr
honum. Og stundum [nú er ungur
gagnrýnandi á hálum ís] er eins
og það hafi hreinlega gerst, því
sjáanlegur munur er á ljóðunum
hvað innihald og framsetningu
varðar. En því til varnar má segja
að þannig breikki hugsanlega les-
endahópur bókarinnar, einföldustu
ljóðin höfða ekki til foreldranna
og orðaflækjur hinna flóknustu
kunna börnin kannski ekki jafn
vel að meta.
Glettni og gamansemi einkenna
ljóðin umfram
annað. Þórar-
inn er, líkt og
flestir vita,
afar vel máli
farinn og hann
hefur líka skoð-
anir á málfari
landans – ja
eða öllu heldur
dýranna – en
hvimleið þykir
honum lenska
sú að haninn
segi gaggalagú
og kýrnar segi
mu, því hið rétta
sé að sjálfsögðu
að kýrnar segi
MÖ og haninn
gaggalagÓ. Sjálf-
ur leikur hann
sér með málið og
er óhræddur við að nota slangur
og styttingar, en þar hann hefur
vissulega margt til síns máls. Orð
eins og „sneddí“ er tilbrigði við
málið sem ætti ekki að deyja út
ógleymt, þrátt fyrir að vera ekki
skjalfest og þinglýst í Íslenskri
orðabók.
Halla Þórlaug Óskarsdóttir
NIÐURSTAÐA: Ljóðabókin, uppfull af
hugarórum og heilaspuna, er tilvalin
til að auka orðaforða barna og kynna
bragfræðina fyrir þeim. Einstök
glettni í orðum og myndum.
Bullið í honum Þórarni
ÞÓRARINN ELDJÁRN „Hugmyndaflug Þórarins virðist óþrjótandi brunnur og það
sem honum dettur í hug er með ólíkindum.“ FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Listasafn Íslands fagnar 130 ára
afmæli safnsins í ár og efnir til
afmælishátíðar með fjölbreyttri
dagskrá sem mun standa út árið.
Í tilefni afmælisins býður Lista-
safn Íslands allri þjóðinni ókeypis
aðgang í safnið dagana 16. til 19.
október, um leið og Vasulka-stofa
verður formlega opnuð sem ný
deild í safninu til heiðurs Steinu og
Woody Vasulka. Safnið gefur einn-
ig út bók um Vasulka-hjónin sem
er fyrsta íslenska útgáfan um verk
þeirra. Opnun Vasulka-stofu á sér
langan aðdraganda og það er Krist-
ín Scheving sem hefur haft veg og
vanda af framkvæmd hennar.
„Innan safnsins hefur árum
saman átt sér stað umræða um að
þar þyrfti að gera meira fyrir raf-
listir og það er ótrúlega gleðilegt
að við skulum vera búin að koma
stofunni á legg,“ segir Kristín.
„Ég hef verið að vinna með Steinu
í nokkur ár og við fórum að ræða
möguleikann á því að opna svona
stofu 2010 eða 2011. Ræddum það
síðan við Halldór Björn Runólfs-
son, forstöðumann Listasafns
Íslands, og hann tók svo vel í þessa
hugmynd, enda hafði hann sjálfur
viljað gera meira fyrir raflistir
og list Vasulka-hjónanna, að nú er
hún orðin að veruleika, öllum til
mikillar ánægju.“ Í tengslum við
opnun Vasulka-stofu verður gest-
um boðið að skoða stóra innsetn-
ingu af verkum Steinu og Woodys
Vasulka í safninu.
Kristín segir fleiri lönd vera í
sömu hugleiðingum varðandi verk
Vasulka-hjóna og raflist almennt.
„Í fæðingarlandi Woodys, Tékk-
landi, stefna menn á að opna slíka
stofu og hafa fylgst vel með því
sem við erum að gera hérna. Í
Vasulka-stofu verða síbreytileg-
ar sýningar og við erum að sanka
að okkur efni, bæði um þeirra
verk og svo er stefnan að fara að
safna upplýsingum um öll íslensk
raflistaverk. Norskir aðilar sem
eru staddir hér núna í tilefni af
málþinginu fengu ríkisstyrk til
að gera það sama þar. Verkefni
þeirra heitir Videokunstarkivet og
þeir eru í óða önn að safna upplýs-
ingum um öll norsk raflistaverk.
Þannig að við erum að skoða það
sem þar er búið að gera og eins á
öðrum Norðurlöndum.“
Kristín segir varðveislu raf-
listaverka hafa verið upp og ofan
í gegnum tíðina. „Því miður þá
gleymist stundum að uppfæra og
halda í verk. Það hefur stundum
verið vandamál að finna gömul
verk, þau hafa kannski lent í köss-
um niður í kjallara eða upp á háa-
loft eftir að listamenn fara frá
okkur og það er orðið mjög brýnt
að gera þetta núna.“
Steina og Woody hafa sjálf
haldið vel utan um sín verk, að
sögn Kristínar, þannig að þau eru
aðgengileg. „Þau hafa verið mjög
dugleg að halda utan um allar upp-
lýsingar. Ég fékk afhent skjal með
1.400 færslum um verk og ýmis-
legt sem þeim tengist, heimildar-
myndir og annað, þannig að ég
hef góða yfirsýn yfir þeirra verk.
Í framtíðinni er svo stefnt að því
að setja öll raflistaverk á stafrænt
form. fridrikab@frettabladid.is
Átak í söfnun og varð-
veislu rafl istaverka
Vasulka-stofa verður opnuð í Listasafni Íslands í dag til heiðurs Steinu og
Woody Vasulka. Opnunin er liður í átaki safnsins til varðveislu og skráningar raf-
og stafrænnar myndlistar. Kristín Scheving hefur yfi rumsjón með verkefninu.
STÓR
DAGUR
Steina og
Woody
Vasulka verða
viðstödd opn-
unina í dag.
Með þeim á
myndinni er
Kristín Schev-
ing, sem
hefur haft
yfirumsjón
með undir-
búningnum.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
AFMÆLISVEISLA LISTASAFNS ÍSLANDS
Fimmtudagur
16. október, kl. 16
OPNUN
VASULKA-STOFU
Í tilefni af 130 ára
afmæli Listasafns Ís-
lands verður Vasulka-
stofa opnuð, sem deild
í safninu, af Illuga
Gunnarssyni, mennta-
og menningarmála-
ráðherra. Um leið er
gestum boðið að líta
á stóra innsetningu
af verkum Steinu og
Woodys Vasulka í
safninu. Listamenn-
irnir verða viðstaddir
athöfnina ásamt
forseta Íslands, Ólafi
Ragnari Grímssyni.
Föstudagur 17.
október, kl. 12.15
HÁDEGISLEIÐ-
SÖGN MEÐ
SAFNSTJÓRA
Hádegisleiðsögn
með Halldóri Birni
Runólfssyni, safnstjóra
Listasafns Íslands,
um Vasulka-stofu og
innsetningu Vasulka-
hjónanna.
Laugardagur 18.
október, kl. 11–17
ÞÉR ER BOÐIÐ Í
AFMÆLIÐ MITT!–
FJÖLSKYLDUDAGUR
Í SAFNINU
Kl. 11.30 Lifandi
leiðsögn með sögum
og tónum. Hlíf Sigur-
jónsdóttir, fiðluleikari
og dóttir listamanns-
ins Sigurjóns Ólafs-
sonar, leiðir gesti á
ævintýralegan hátt
um sýninguna Spor í
sandi.
Frá kl. 12.30 Vídeó-
portrett: þátttöku-
gjörningur. Vertu fyrir-
mynd í verki Snorra
Ásmundssonar.
Kl. 13.00 „Við
eigum afmæli í dag“
– afmælissöngur og
kaka í boði fyrir gesti
safnsins.
Kl. 13.00 / 13.30 /
14.00 / 14.30 Innlit
í listaverkageymslur
safnsins. Ólafur Ingi
Jónsson forvörður
og Dagný Heiðdal,
deildarstjóri listaverka-
deildar, leiða gesti á
bak við tjöldin.
Kl. 16.00 Hugskot
– Björk Viggósdóttir
ræðir við gesti um
verk sitt Samhljóm
í Hugskoti, nýju
fræðslu- og upp-
lifunarrými safnsins.
Takið þátt í skemmtilegri
myndlistargetraun fyrir
unga sem aldna– vegleg
verðlaun í boði.
Sunnudagur 19.
október, kl. 11–17
SUNNUDAGUR
Í SÖFNUNUM
Safn Ásgríms Jóns-
sonar, Bergstaða-
stræti 74
Kl. 14.00 Rakel
Pétursdóttir safna-
fræðingur leiðir gesti
um safn Ásgríms.
Listasafn Sigurjóns
Ólafssonar, Laugar-
nestanga
Kl. 15.00 Birgitta
Spur, fyrrverandi safn-
stjóri, leiðir gesti um
sýninguna Spor í sandi
– Æskuverk Sigurjóns
Ólafssonar.
LILITH Úr vídeóverki Steinu Vasulka– Lilith 1987.
MENNING
VERIÐ VELKOMIN Í NETTÓ
GRANDA OG MJÓDD
DAG SEM NÓTT