Fréttablaðið - 16.10.2014, Side 71
FIMMTUDAGUR 16. október 2014 | MENNING | 59
„Bræður geta verið hreinskilnari
hver við annan,“ segir tónlistarmað-
urinn Unnar Gísli Sigurmundsson,
betur þekktur sem Júníus Meyvant.
Hann kemur fram á Iceland
Airwaves-hátíðinni ásamt tveimur
bræðrum sínum, þeim Guðmundi
Óskari og Ólafi Rúnari. Fjórði
bróðirinn, Einar, verður ekki með
í þetta sinn því hann er staddur í
Vestmannaeyjum þar sem bræð-
urnir ólust upp.
Júníus sló í gegn í sumar með
laginu Color Decay en Unnar segir
tónlistina vera sér í blóð borna.
„Það spila allir á hljóðfæri í fjöl-
skyldunni. Mamma og pabbi eru
líka tónlistarfólk þannig að það er
enginn skilinn eftir.“ En mun hann
einhvern tímann fá mömmu og
pabba til að troða upp með sér? „Við
gætum endurflutt eitthvað eftir
Mamas & the Papas, eða The Man-
son Family,“ segir hann og hlær.
Að sögn Unnars munu æfing-
ar með bræðrunum tveimur hefj-
ast fyrir alvöru í vikunni. Í hljóm-
sveitinni eru einnig þeir Kristófer
Rodriguez Svönuson og Árni
Magnús son. Guðmundur spilar á
gítar og hljóðgervla en Ólafur spil-
ar á píanó og hljóðgervla. Júníus
Meyvant treður upp alls sex sinn-
um á Airwaves, fjórum sinnum
með hljómsveitinni en tvisvar verð-
ur Unnar einn á báti, bæði „on“ og
„off-venue“.
Unnar vinnur nú að fyrstu plötu
sinni sem kemur út á næsta ári. „Þið
munuð heyra einhver lög fyrir jól og
í kringum Airwaves. Síðan kemur
út plata í framhaldi af því,“ segir
Unnar, sem er þegar búinn að semja
allt efnið á plötunni.
thorduringi@frettabladid.is
Bræður spila saman á Airwaves
Júníus Meyvant, sem sló í gegn í sumar, kemur nú fram ásamt bræðrum sínum tveimur.
MEYVANTSBRÆÐUR Unnar segir þá
bræður vera hreinskilnari en gengur og
gerist. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Scott Walker, sem gerði garðinn
frægan á sjöunda áratugnum með
bræðrum sínum í The Walker
Brothers, mun gera tónlistina
fyrir kvikmyndina The Child-
hood of a Leader.
Myndin er fyrsta verk leikar-
ans Bracy Corbet sem leikstjóri.
Robert Pattinson úr Twilight-
myndunum leikur aðalhlutverkið
en Tim Roth (Reservoir Dogs) og
Bérénice Bejo (The Artist) munu
einnig leika hlutverk.
Walker hefur búið til afar
framsækna og óvenjulega jaðar-
tónlist á undanförnum áratugum
eftir að hann gafst upp á miðju-
moði. Plata hans með drunu-
og hávaðasveitinni Sunn O))),
Soused, kemur út í næstu viku.
The Childhood of a Leader
fjallar um ungan Bandaríkja-
mann sem býr í Frakklandi árið
1918 en faðir hans vinnur fyrir
Bandaríkjastjórn við að koma
Versalasamningnum í kring. Það
sem maðurinn verður vitni að
mótar skoðanir hans en myndin
sýnir „fæðingu hræðilegs egós“.
Semur kvik-
myndatónlist
SCOTT WALKER Gafst alveg upp á
miðjumoðinu.
Söngkonan Ke$ha, 27 ára, er búin
að kæra upptökustjórann sinn Dr.
Luke, 41 árs, og vonast söngkon-
an til að losna undan samningi
við hann.
Tímaritið Us Weekly hefur
kæruna undir höndum en í henni
heldur söngkonan því fram að Dr.
Luke hafi beitt hana líkamlegu og
andlegu ofbeldi síðan hún skrif-
aði undir samning hjá honum
þegar hún var átján ára.
Ke$ha fór í meðferð gegn
átröskun í janúar síðastliðnum og
segir að Dr. Luke hafi oft neytt
hana til að drekka áfengi eða nota
fíkniefni svo hann gæti fengið
sínu framgengt kynferðislega.
Ke$ha segir að Dr. Luke hafi eitt
sinn gefið henni pillur og að næsta
dag hafi hún vaknað nakin í rúm-
inu hans, „aum, veik og mundi
ekki hvernig hún endaði þar“.
Ke$ha kærir
Dr. Luke
KE$HA Söngkonan hefur kært upp-
tökustjórann sinn og vill losna undan
samningi. NORDICPHOTOS/GETTY
Leikarinn Brad Pitt segir í við-
tali við Radio Times að hann hafi
fengið fyrstu byssuna sína þegar
hann var sex ára.
„Bróðir minn fékk byssu pabba
míns og ég fékk byssu afa míns
þegar ég var í leikskóla,“ segir
Brad um hefðir í sinni fjölskyldu.
Þegar hann var átta ára skaut
hann í fyrsta sinn af byssu. „Það
jákvæða er að faðir minn kenndi
mér að bera mikla virðingu fyrir
vopninu,“ segir Brad og bætir við
að hann sé ekki öruggur á heim-
ili sínu nema hann viti af byssu í
húsinu.
Fékk fyrstu
byssuna 6 ára
afsláttur í öllum verslunum
Lyfju dagana 16. – 19. október25%