Fréttablaðið - 16.10.2014, Side 72

Fréttablaðið - 16.10.2014, Side 72
16. október 2014 FIMMTUDAGUR| SPORT | 60 DOMINOS KVENNA GRINDAVÍK– HAUKAR 59-71 (27-28) Stig Grindavíkur: Rachel Tecca 22 (11 frák.), María Ben Erlingsdóttir 10, Petrúnella Skúladóttir 9, Jeanne Lois Figeroa Sicat 8, Pálína Gunnlaugs- dóttir 6, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 2, Ingibjörg Jakobsdóttir 2. Stig Hauka: LeLe Hardy 22 (17 frák., 9 stolnir), Sylvía Rún Hálfdanardóttir 14 (9 frák.), Inga Rún Svansdóttir 9, Guðrún Ósk Ámundadóttir 7, Auður Íris Ólafsdóttir 5, Sólrún Inga Gísladóttir 5, María Lind Sigurðardóttir 4, Dýrfinna Arnardóttir 3, Dag- björt Samúelsdóttir 2. HAMAR– BREIÐABLIK 57-77 (35-36) Stig Hamars: Andrina Rendon 14 (10 frák.), Sal- björg Ragna Sævarsdóttir 13, Þórunn Bjarnadóttir 10 (8 stoðs.), Katrín Eik Össurardóttir 7, Kristrún Rut Antonsdóttir 6, Heiða B. Valdimarsdóttir 4, Sóley Guðgeirsdóttir 3. Stig Breiðabliks: Unnur Lára Ásgeirsdóttir 17 (15 frák.), Arielle Wideman 17 (13 frák., 11 stoðs.), Jóhanna Björk Sveinsdóttir 17 (11 frák., 6 stoðs.), Berglind Karen Ingvarsdóttir 9, Aníta Rún Árnadóttir 6, Kristbjörg Pálsdóttir 5, Ingunn Erla Kristjánsdóttir 4, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 2. SNÆFELL– VALUR 90-85 (51-43) Stig Snæfells: Kristen McCarthy 27 (8 frák., 6 stoðs., 6 stolnir), Hildur Sigurdardottir 19 (7 frák., 6 stoðs.), Gunnhildur Gunnarsdóttir 15, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 9, Hugrún Eva Valdimars- dóttir 9, Berglind Gunnarsdóttir 6, Alda Leif Jónsdóttir 3, María Björnsdóttir 2. Stig Vals: Joanna Harden 31, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 14, Guðbjörg Sverrisdóttir 12, Margrét Ósk Einarsdóttir 8, Ragnheiður Benónísdóttir 7 (11 frák.), Fanney Lind Guð- mundsdóttir 4, Sara Diljá Sigurðardóttir 3, Sóllilja Bjarnadóttir 3, Kristrún Sigurjónsdóttir 3. KEFLAVÍK– KR 99-61 Tölfræðin barst ekki áður en blaðið fór í prentun í gærkvöldi. Stig liðanna: Snæfell 6, Haukar 4, Keflavík 4, Grindavík 4, Valur 4, Breiðablik 2, KR 0, Hamar 0. FÓTBOLTI Þegar Lars Lagerbäck skrifaði undir samning við KSÍ í október 2011 byrjaði hann um leið að skrifa nýjan kafla í íslenska knattspyrnusögu. Íslenska karlalandsliðið hefur yfirstigið margar hindranir og náð ótal áföngum síðan Svíinn yfirveg- aði tók til starfa. Batamerkin sáust fljótlega og úrslitin fylgdu í kjöl- farið. Eftir þrjá leiki í síðustu undan- keppni var Ísland búið að vinna jafn marga leiki og það vann í tveimur undankeppnum þar á undan. Ísland vann sigur á liði frá Austur-Evrópu á útivelli – ekki einn, heldur tvo. Ísland kom til baka og náði jafntefli eftir að hafa verið 4-1 undir gegn sterku liði Sviss á útivelli. Ísland fór taplaust í gegnum fjóra síðustu leiki undan- keppninnar og komst í fyrsta sinn í umspil um sæti á stórmóti. Draumurinn um sæti á HM í Brasilíu varð að engu í Zagreb þar sem Ísland tapaði fyrir frábæru liði Króata. Og svo virtist sem vonbrigðin sætu enn í leikmönn- um liðsins í vináttulandsleikjunum í ár. Spilamennska íslenska liðsins í leikjunum gegn Svíþjóð, Wales, Austurríki og Eistlandi var flöt og það virtist þungt yfir liðinu. En frammistaðan og úrslitin í þeim leikjum gleymdist þegar Ísland sýndi á sér sparihliðarnar gegn Tyrklandi í fyrsta leik und- ankeppni EM 2016. Niðurstað- an var 3-0 sigur og annar slíkur vannst í Ríga í Lettlandi á föstu- dagskvöldið. Þessir leikir voru bara for- smekkurinn að því sem koma skyldi. Á mánudagskvöldið náði íslenska landsliðið sínum bestu úrslitum frá upphafi þegar það lagði Holland, bronsliðið frá síð- asta HM, með tveimur mörkum gegn engu. Það voru ekki einungis úrslitin sem voru frábær, heldur var spila- mennskan fyrsta flokks. Varnar- leikurinn var sterkur, sóknar- leikurinn beittur, vinnusemin til fyrirmyndar, baráttan góð og skipulagið upp á tíu. Þegar þess- ir þættir eru til staðar geta góðir hlutir gerst. Það verður erfitt fyrir íslenska landsliðið að toppa Hollandsleik- inn sem verður væntanlega með tíð og tíma stærsta og glæsileg- asta varðan um þetta lið. En þetta eru ekki síðustu merkisúrslitin sem íslenska landsliðið á eftir ná á næstu árum. Liðið er á góðum aldri og skipað leikmönnum sem höndla pressu, álag og væntingar sem munu eflaust aukast í kjölfar sigursins á Hollandi. Leikmennirnir sem skipa lands- liðið eru góðir og vita af því. Fram- undan eru erfið verkefni, en liðið fær mann til að trúa að það geti leyst þau. Það er af sem áður var. FÖGNUÐUR Gylfi Þór og Aron Einar fagn a marki þess fyrrnefnda. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ UTAN VALLAR INGVI ÞÓR SÆMUNDSSON ingvithor@365.is STÆRSTA EN EKKI SÍÐASTA VARÐAN SIGUR Í AFMÆLISGJÖF Hildur Sig- urðardóttir átti afmæli í gær og leiddi sínar stelpur til sigurs. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Önnur umferð Dominos-deildar karla í körfubolta hefst í kvöld með fjórum leikjum, en umferðinni lýkur með fyrsta mánudags- leik vetrarins þegar Keflvíkingar taka á móti Stjörnunni. Það er ljóst að ósigruðu liðunum í deildinni fækkar um tvö í kvöld því þá mætast Snæfell og Haukar í Stykkishólmi annars vegar og lið Tindastóls og Þórs úr Þorlákshöfn í Síkinu á Sauðárkróki hins vegar en öll þessi fjögur lið unnu leiki sína í fyrstu umferðinni. Hinir tveir leikir kvöldsins eru síðan á milli Grindavíkur og Skallagríms, sem bæði bíða eftir fyrsta sigri sínum í deildinni og á milli Reykjavíkurliðanna ÍR og KR. KR-ingar þurftu ekki leikstjórnandann Pavel Ermolins- kij til að vinna Njarðvíkinga sannfærandi í fyrsta leik og Vesturbæingar virka ógnarsterkir. Allir fjórir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19.15. Ósigruðu liðunum fækkar um tvö Við höfum tekið meira en 80 æfingar og svo fáum við níu mínútur á sviðinu. Sif Pálsdóttir, fyrirliði íslenska kvennaliðsins SPORT FIMLEIKAR Augu margra munu beinast að kvennalandsliði Íslands í hópfimleikum í dag en það hefur þá keppni á Evrópu- meistaramótinu í hópfimleik- um sem fer nú fram hér á landi í fyrsta sinn. Ísland varð Evrópu- meistari árið 2010 og varði titilinn svo í Árósum fyrir tveimur árum. Liðið þykir því til alls líklegt nú þó svo að samkeppnin verði hörð. „Það hefur allt gengið rosalega vel hjá okkur. Við fengum gen- eralprufu í keppnissalnum í dag og var það mjög gaman,“ sagði fyrirliðinn, Sif Pálsdóttir, ein fremsta fimleikakona Íslands frá upphafi, í samtali við Fréttablað- ið í gær. Hún hætti eftir keppnina í Árósum en ákvað að gefa aftur kost á sér í liðið nú. „Ég hugsaði með mér að fyrst ég væri heil gæti ég ekki hugs- að mér að sleppa því að keppa á heimavelli. Það er geggjuð tilfinn- ing að fá að vera á heimavelli, þar sem maður þekkir alla í kringum íþróttina og áhorfendur á pöllun- um eru íslenskir.“ Samheldnin og liðsheildin mikil Undanfarin tvö skipti hefur kvennalið Gerplu unnið sér inn landsliðsréttinn fyrir Evrópu- meistaramótin en í þetta sinn voru úrtökuæfingar í upphafi árs og landsliðið svo sett saman af þeim bestu. Í liðinu eru kepp- endur frá Gerplu, Stjörnunni og Selfossi. „Við byrjuðum að æfa saman í júní og ríkir mikil samheldni og liðsheild í hópnum. Þetta styrkti tvímælalaust liðið auk þess sem að ég gæti ekki hugsað mér betra þjálfarateymi.“ Sif segir þó að tilfinningin fyrir mótið nú sé svipuð og fyrir önnur Evrópumót sem hún hefur tekið þátt í. „Þjálfarateymið okkar er með góða uppskrift sem hefur virkað, þó svo að verkefnið sé nýtt hverju sinni. Við vinnum allt- af með ákveðna punkta og helst vil ég nefna liðsheildina og góðan anda í liðinu sem tvo af mikilvæg- ustu þáttunum. En að sjálfsögðu skiptir líka miklu máli að gera flott stökk og góðar æfingar.“ Ása Inga Þorsteinsdóttir, yfir- þjálfari íslensku liðanna, sagði í Fréttablaðinu í gær að ljóst væri að úrslitin muni fyrst og fremst ráðast á lendingum. Sif tekur undir það. „Sérstaklega hjá þeim liðum sem eru með sömu stökk og sömu erfiðleikaeinkunn. Þá er þetta bara spurning um lendingarnar. En við þurfum líka að passa að skila af okkur góðum æfingum í dansinum.“ Bjóðum upp á flott ný stökk Hún segir að íslenska liðið muni byrja á að framkvæma erfið stökk í undankeppninni í dag og sjá hverju það skilar liðinu fyrir úrslitin á laugardaginn. „Við erum alltaf að reyna að þrýsta erfiðleikastuðlinum hærra og hærra enda er íþróttin í stöðg- uri þróun. Við ætlum að bjóða upp á nokkur flott ný stökk og við sjáum hvernig til tekst,“ segir Sif sem segir mikinn undirbúning að baki. „Við höfum tekið meira en 80 æfingar í þessu ferli og svo fáum við níu mínútur á sviðinu. Við munum passa okkur á því að njóta hverrar sekúndu.“ Undankeppni í yngri flokkum hófst í gær og undankeppni í eldri flokkum fer fram í dag. Úrslit- in ráðast hjá yngri keppendun- um á morgun og mótið nær svo hámarki á laugardag þegar úrslit ráðast í kvennaflokki, karlaflokki og flokki blandaðra kynja. eirikur@frettabladid.is Við njótum hverrar sekúndu Íslenska kvennalandsliðið í hópfi mleikum hefur keppni á Evrópumeistaramótinu í dag en mótið fer fram í Laugardalshöll. Kvennaliðið er tvöfaldur Evrópumeistari og fyrirliðinn, Sif Pálsdóttir, stefnir hátt með sitt lið. ÞRIÐJA GULLIÐ Á LEIÐINNI? Sif Pálsdóttir varð Evrópumeistari með kvennaliði Gerplu árin 2010 og 2012 en stefnir nú á titilinn með sameinuðu íslensku kvennalandsliði sem tekur þátt á EM sem fer fram í Laugardalshöllinni í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FIMLEIKAR Tíunda Evrópumótið í hópfimleikum hófst með pomp og prakt í Laugardalshöll í gærkvöldi. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís- lands, settið mótið, en að ræðu hans lokinni fór fram flott setningarathöfn með glæsilegum dansatriðum. Unglingaliðin riðu á vaðið í undan- keppninni í gærkvöldi, en fullorðins- liðin hefja leik í kvöld eins og kemur fram í viðtalinu við tvöfalda Evrópu- meistarann og fyrirliða kvennalands- liðsins, Sif Pálsdóttur, í greininni hér að neðan. - tom Veislan hafi n í Laugardalshöll SAMHÆFING Drengjalið Íslands með takta á gólfinu gærkvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.