Fréttablaðið - 18.10.2014, Side 44
KYNNING − AUGLÝSINGJólahlaðborð LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 20144
Fyrstu hefðbundnu jólahlaðborðin voru hald-in hér á landi árið 1980 en Wilhelm Wessman átti frumkvæði að þeim þegar hann starfaði
sem aðstoðarhótelstjóri á Hótel Sögu. Fyrsta árið var
það haldið á veitingastaðnum Grillinu og stóð yfir
í tvo daga. Viðtökurnar urðu góðar og ári síðar var
byrjað viku fyrir jólin og gekk það einnig vel að sögn
Wilhelms. „Þessi fyrstu ár buðum við upp á hlað-
borð að dönskum sið. Við buðum meðal annars upp
á síld, graflax og reyktan lax, svínasteik, reykt svíns-
læri, lifrakæfu með beikoni og sveppum, ýmis salöt
og ljúffenga eftirrétti. Við buðum líka upp á þjóð-
lega rétti á borð við hangikjöt, steikt lambalæri auk
sviða- og grísasultu.“
Sjálfur kynntist Wilhelm jólaglögg og jólahlað-
borði á æskuheimili sínu en faðir hans, Elof Wessm-
an, var ættaður frá Broby á Skáni í föðurætt og Kaup-
mannahöfn í móðurætt. „Hann lagaði alltaf jóla-
glögg í aðdraganda jólanna en þeim sið kynntist
hann á uppvaxtarárum sínum í Svíþjóð. Þar var til
siðs að nota jólaglögg sem hitagjafa áður en lagt var
að stað til kirkju snemma á jóladagsmorgun en til
þeirra ferða voru notaðir opnir hestasleðar. Hver
fjölskylda átti sína uppskrift og var hennar vel gætt.“
Allt tómt hér
Jólahlaðborð á veitingastöðum er danskur siður sem
rekja má til stríðsáranna 1940-1945. „Á þeim árum
var allur matur skammtaður og erfitt að fá hráefni til
að laga hátíðarrétti. Þá byrjaðu fjölskyldur, vinir eða
heilu hverfin í Kaupmannahöfn að taka sig saman
og slá í púkk. Þannig átti einn síld, annar grísalæri
og sá þriðji reykta grísasíðu o.s.frv. Síðan var feng-
ið lánað félagsheimili eða veitingahús undir fagn-
aðinn en þá keyptu gestir öl og snafsa af veitinga-
manninum.“ Eftir stríð héldu veitingamenn í Dan-
mörku þessum sið áfram og buðu upp á jólahlaðborð
í desember.
Sjálfur segist Wilhelm hafa kynnst þessum sið
í lok áttunda áratugarins en þá var nánast útilok-
að að fá borð á veitingahúsum Kaupmannahafnar
allan desembermánuð. Á sama tíma stóðu
hins vegar öll veitingahús í Reykjavík tóm,
frá lok nóvember og fram á þorra. „Ég
horfði því öfundaraugum til þeirra þegar
ég sá hvernig þeir mokuðu inn peningum
á meðan varla sást hræða hjá okkur.“
Árið 1982 tók Wilhelm við veitinga-
og ráðstefnurekstri Hótels Sögu og
fékk um leið Gunnar Stein Pálsson
markaðsmann í lið með sér. „Hann
hjálpaði mér að markaðssetja jóla-
hlaðborð Hótel Sögu og við lögðum mikla fjármuni
í þá herferð fyrir jólin 1982 og næstu árin þar á eftir.
Við sendum til dæmis öllum húsmæðrum á höfuð-
borgarsvæðinu jólakort og fengum í kjölfarið mikið
af fjölskyldufólki til okkar. Seinna bættust fyrirtæk-
in í hópinn þegar þau hófu að venja komur sínar til
okkar. Ég fullyrði að þessa mikla markaðssetning
okkar hafi átt hvað stærstan þátt í útbreiðslu jóla-
hlaðborða fyrstu árin og gert þau að föstum lið í jóla-
haldi landsmanna.“
Frumherji í jólahlaðborðum
Wilhelm Wessman gekk illa að fá borð á veitingahúsum í Kaupmannahöfn í desember á áttunda áratugnum. Danir fjölmenntu þá á
jólahlaðborð á veitingahúsum borgarinnar og honum fannst upplagt að færa þá hefð heim til Íslands enda flestir veitingastaðir tómir
á sama tíma. Með mikilli markaðsherferð fyrstu árin tókst að festa jólahlaðborðin í sessi sem fastan lið í jólahaldi landsmanna.
Jólahlaðborð á Hótel Sögu slógu í gegn. MYND/BRYNJAR GAUTI
Ljúffengar veitingar á Hótel Sögu um miðjan níunda áratuginn. MYND/ÚR EINKASAFNI
Wilhelm Wessman til hægri ásamt Jakobi M. Harðarsyni veitingastjóra. MYND/VILHELM