Fréttablaðið - 18.10.2014, Síða 44

Fréttablaðið - 18.10.2014, Síða 44
KYNNING − AUGLÝSINGJólahlaðborð LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 20144 Fyrstu hefðbundnu jólahlaðborðin voru hald-in hér á landi árið 1980 en Wilhelm Wessman átti frumkvæði að þeim þegar hann starfaði sem aðstoðarhótelstjóri á Hótel Sögu. Fyrsta árið var það haldið á veitingastaðnum Grillinu og stóð yfir í tvo daga. Viðtökurnar urðu góðar og ári síðar var byrjað viku fyrir jólin og gekk það einnig vel að sögn Wilhelms. „Þessi fyrstu ár buðum við upp á hlað- borð að dönskum sið. Við buðum meðal annars upp á síld, graflax og reyktan lax, svínasteik, reykt svíns- læri, lifrakæfu með beikoni og sveppum, ýmis salöt og ljúffenga eftirrétti. Við buðum líka upp á þjóð- lega rétti á borð við hangikjöt, steikt lambalæri auk sviða- og grísasultu.“ Sjálfur kynntist Wilhelm jólaglögg og jólahlað- borði á æskuheimili sínu en faðir hans, Elof Wessm- an, var ættaður frá Broby á Skáni í föðurætt og Kaup- mannahöfn í móðurætt. „Hann lagaði alltaf jóla- glögg í aðdraganda jólanna en þeim sið kynntist hann á uppvaxtarárum sínum í Svíþjóð. Þar var til siðs að nota jólaglögg sem hitagjafa áður en lagt var að stað til kirkju snemma á jóladagsmorgun en til þeirra ferða voru notaðir opnir hestasleðar. Hver fjölskylda átti sína uppskrift og var hennar vel gætt.“ Allt tómt hér Jólahlaðborð á veitingastöðum er danskur siður sem rekja má til stríðsáranna 1940-1945. „Á þeim árum var allur matur skammtaður og erfitt að fá hráefni til að laga hátíðarrétti. Þá byrjaðu fjölskyldur, vinir eða heilu hverfin í Kaupmannahöfn að taka sig saman og slá í púkk. Þannig átti einn síld, annar grísalæri og sá þriðji reykta grísasíðu o.s.frv. Síðan var feng- ið lánað félagsheimili eða veitingahús undir fagn- aðinn en þá keyptu gestir öl og snafsa af veitinga- manninum.“ Eftir stríð héldu veitingamenn í Dan- mörku þessum sið áfram og buðu upp á jólahlaðborð í desember. Sjálfur segist Wilhelm hafa kynnst þessum sið í lok áttunda áratugarins en þá var nánast útilok- að að fá borð á veitingahúsum Kaupmannahafnar allan desembermánuð. Á sama tíma stóðu hins vegar öll veitingahús í Reykjavík tóm, frá lok nóvember og fram á þorra. „Ég horfði því öfundaraugum til þeirra þegar ég sá hvernig þeir mokuðu inn peningum á meðan varla sást hræða hjá okkur.“ Árið 1982 tók Wilhelm við veitinga- og ráðstefnurekstri Hótels Sögu og fékk um leið Gunnar Stein Pálsson markaðsmann í lið með sér. „Hann hjálpaði mér að markaðssetja jóla- hlaðborð Hótel Sögu og við lögðum mikla fjármuni í þá herferð fyrir jólin 1982 og næstu árin þar á eftir. Við sendum til dæmis öllum húsmæðrum á höfuð- borgarsvæðinu jólakort og fengum í kjölfarið mikið af fjölskyldufólki til okkar. Seinna bættust fyrirtæk- in í hópinn þegar þau hófu að venja komur sínar til okkar. Ég fullyrði að þessa mikla markaðssetning okkar hafi átt hvað stærstan þátt í útbreiðslu jóla- hlaðborða fyrstu árin og gert þau að föstum lið í jóla- haldi landsmanna.“ Frumherji í jólahlaðborðum Wilhelm Wessman gekk illa að fá borð á veitingahúsum í Kaupmannahöfn í desember á áttunda áratugnum. Danir fjölmenntu þá á jólahlaðborð á veitingahúsum borgarinnar og honum fannst upplagt að færa þá hefð heim til Íslands enda flestir veitingastaðir tómir á sama tíma. Með mikilli markaðsherferð fyrstu árin tókst að festa jólahlaðborðin í sessi sem fastan lið í jólahaldi landsmanna. Jólahlaðborð á Hótel Sögu slógu í gegn. MYND/BRYNJAR GAUTI Ljúffengar veitingar á Hótel Sögu um miðjan níunda áratuginn. MYND/ÚR EINKASAFNI Wilhelm Wessman til hægri ásamt Jakobi M. Harðarsyni veitingastjóra. MYND/VILHELM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.