Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.10.2014, Qupperneq 72

Fréttablaðið - 18.10.2014, Qupperneq 72
KYNNING − AUGLÝSINGJólahlaðborð LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 20148 MATNUM FALLEGA RAÐAÐ Það er ákveðin kúnst að raða fallega á hlaðborð. Gott ráð er að nota upphækkanir á borðið svo að hægt sé að raða diskum í mismunandi hæðir svo borðið virðist síður troðið og gestir geti auðveldlega komist að kræsing- unum. Þegar mikið magn matar er borið á borð, til dæmis þegar vina- hópar taka sig saman og halda jólahlaðborð í heimahúsi, er góð lausn að gera fleiri og minni rétti í stað þess að vera með fáa rétti og mikið af sömu tegund. Sniðugt er að gera tvær eða fleiri tegundir af kartöflum, vera með fjölbreytt úrval grænmetis, hrísgrjón og fleira og vera þá með færri stóra og þunga aðalrétti í boði. BRYDDAÐ UPP Á SAMRÆÐUM Í HÓP SLEGIÐ Á LÉTTA STRENGI Þegar stór hópur fer saman á jólahlaðborð getur verið skemmtilegt að vera með létta borðleiki til að hrista fólk saman. Dæmi um slíkan leik er þannig að þeir sem skipuleggja hann láta nokkra vel valda einstaklinga við hvert borð fá ákveðið verkefni, til dæmis að skála í tíma og ótíma, hlæja hátt án ástæðna, vera stöðugt að setja út á matinn eða haga sér á einhvern annan hátt undarlega. Þeir sem fá verkefni mega ekki láta aðra vita að þeir hafi verkefni. Ef vel tekst til skapar leikurinn umræðu og kátínu gesta, bæði þeirra sem ekkert hlutverk hafa og hinna. Lykillinn að því er að velja vel í hlutverkin, fólk sem er tilbúið að láta aðra hlæja að sér og tekur sig ekki of alvarlega. Á jólahlaðborði getur vel hent að við sitjum til borðs með einhverjum sem við þekkjum ekki. Margir eiga erfitt með að brydda upp á sam- ræðum við ókunnuga en það þarf þó ekki að vera flókið. Eftirfarandi ráð eru fengin af www.ehow. com Byrjaðu á að kynna þig fyrir sessunaut þínum. Flestir hafa gaman af að tala um sjálfa sig. Því ætti ekki að spyrja já og nei-spurninga heldur ein- hvers sem þarfnast smá útskýringa. Til dæmis mætti frekar spyrja: Hvers konar bækur lestu? frekar en: Hefurðu gaman af því að lesa? Einnig er sniðugt að bæta spurningu aftan við athugasemd, svo sem: Þetta er falleg handtaska. Hvar fékkstu hana? Eða: Þetta er girnilegt hlað- borð, hver er þinn uppáhaldsréttur? Þá er auðvitað sniðugt að tala um það sem er efst á baugi. Fylgstu því með fréttum áður en þú ferð á hlaðborðið og spurðu svo: Hvað finnst ykkur um nýjasta útspil ríkisstjórnarinnar? Þó gætu umræðuefni eins og pólitík, trúmál og hverskyns slúður virkað fráhrindandi. Reyndu líka að orða spurningar þínar liðlega svo þú virkir ekki hnýsinn. Náðu augnsambandi öðru hvoru en ekki stara. Hlæðu að bröndurum og brostu en kreistu þó ekki upp úr þér hláturinn. Jólin byrja 21. nóvember Jólin á Holtinu Það borgar sig að bóka tímanlega www.videy.com Matseðill Lystauki úr eldhúsinu Grafin gæs, hreindýrapaté og síld Endurgerður rækjukokteill með íslenskum humri í hátíðarbúning Andalæri „orange“ með möndlum, franskri pönnuköku og appelsínusósu Nautalundir „Wellington“, stökkar kartöflur á rósmarínspjóti og kremuð rauðvínssósa Eplakaka “tarte tatin” og vanilluís 8.900.- (5 rétta matseðill) Ferja siglir frá Skarfabakka og kostar 1.200.- fyrir hvern og einn Jólahátíð í Viðeyjarstofu Viðey er notalegur staður að heimsækja í kringum hátíðarnar. Íslenskur jólamatseðill í elsta steinhúsi á Íslandi. Friðgeir og félagar á Holtinu sjá um allar veitingar í Viðeyjarstofu Jólahátíðin er í boði alla föstudaga og laugardaga frá 21. nóvember til 13. desember. Fleiri dagsetningar í boði fyrir hópa. Upplýsingar og bókanir í síma 533 5055 og á videyjarstofa@videyjarstofa.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.