Fréttablaðið - 18.10.2014, Qupperneq 72
KYNNING − AUGLÝSINGJólahlaðborð LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 20148
MATNUM FALLEGA
RAÐAÐ
Það er ákveðin kúnst að raða
fallega á hlaðborð. Gott ráð er
að nota upphækkanir á borðið
svo að hægt sé að raða diskum
í mismunandi hæðir svo borðið
virðist síður troðið og gestir geti
auðveldlega komist að kræsing-
unum.
Þegar mikið magn matar er borið
á borð, til dæmis þegar vina-
hópar taka sig saman og halda
jólahlaðborð í heimahúsi, er góð
lausn að gera fleiri og minni rétti í
stað þess að vera með fáa rétti og
mikið af sömu tegund. Sniðugt er
að gera tvær eða fleiri tegundir
af kartöflum, vera með fjölbreytt
úrval grænmetis, hrísgrjón og
fleira og vera þá með færri stóra
og þunga aðalrétti í boði.
BRYDDAÐ UPP Á SAMRÆÐUM Í HÓP
SLEGIÐ Á LÉTTA STRENGI
Þegar stór hópur fer saman
á jólahlaðborð getur verið
skemmtilegt að vera með létta
borðleiki til að hrista fólk saman.
Dæmi um slíkan leik er þannig að
þeir sem skipuleggja hann láta
nokkra vel valda einstaklinga við
hvert borð fá ákveðið verkefni, til
dæmis að skála í tíma og ótíma,
hlæja hátt án ástæðna, vera
stöðugt að setja út á matinn eða
haga sér á einhvern annan hátt
undarlega. Þeir sem fá verkefni
mega ekki láta aðra vita að þeir
hafi verkefni. Ef vel tekst til skapar
leikurinn umræðu og kátínu
gesta, bæði þeirra sem ekkert
hlutverk hafa og hinna. Lykillinn
að því er að velja vel í hlutverkin,
fólk sem er tilbúið að láta aðra
hlæja að sér og tekur sig ekki of
alvarlega.
Á jólahlaðborði getur vel hent að við sitjum til
borðs með einhverjum sem við þekkjum ekki.
Margir eiga erfitt með að brydda upp á sam-
ræðum við ókunnuga en það þarf þó ekki að vera
flókið. Eftirfarandi ráð eru fengin af www.ehow.
com
Byrjaðu á að kynna þig fyrir sessunaut þínum.
Flestir hafa gaman af að tala um sjálfa sig. Því
ætti ekki að spyrja já og nei-spurninga heldur ein-
hvers sem þarfnast smá útskýringa.
Til dæmis mætti frekar spyrja: Hvers konar bækur
lestu? frekar en: Hefurðu gaman af því að lesa?
Einnig er sniðugt að bæta spurningu aftan við
athugasemd, svo sem: Þetta er falleg handtaska.
Hvar fékkstu hana? Eða: Þetta er girnilegt hlað-
borð, hver er þinn uppáhaldsréttur?
Þá er auðvitað sniðugt að tala um það sem er
efst á baugi. Fylgstu því með fréttum áður en
þú ferð á hlaðborðið og spurðu svo: Hvað finnst
ykkur um nýjasta útspil ríkisstjórnarinnar?
Þó gætu umræðuefni eins og pólitík, trúmál og
hverskyns slúður virkað fráhrindandi.
Reyndu líka að orða spurningar þínar liðlega svo
þú virkir ekki hnýsinn. Náðu augnsambandi öðru
hvoru en ekki stara. Hlæðu að bröndurum og
brostu en kreistu þó ekki upp úr þér hláturinn.
Jólin byrja 21. nóvember
Jólin á Holtinu
Það
borgar sig
að bóka
tímanlega
www.videy.com
Matseðill
Lystauki úr eldhúsinu
Grafin gæs, hreindýrapaté og síld
Endurgerður rækjukokteill með íslenskum
humri í hátíðarbúning
Andalæri „orange“ með möndlum,
franskri pönnuköku og appelsínusósu
Nautalundir „Wellington“, stökkar
kartöflur á rósmarínspjóti
og kremuð rauðvínssósa
Eplakaka “tarte tatin” og vanilluís
8.900.- (5 rétta matseðill)
Ferja siglir frá Skarfabakka
og kostar 1.200.- fyrir hvern og einn
Jólahátíð
í Viðeyjarstofu
Viðey er notalegur staður að heimsækja í kringum hátíðarnar.
Íslenskur jólamatseðill í elsta steinhúsi á Íslandi.
Friðgeir og félagar á Holtinu sjá um
allar veitingar í Viðeyjarstofu
Jólahátíðin er í boði
alla föstudaga og laugardaga frá
21. nóvember til 13. desember.
Fleiri dagsetningar í boði fyrir hópa.
Upplýsingar og bókanir í síma 533 5055
og á videyjarstofa@videyjarstofa.is