Fréttablaðið - 18.10.2014, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 18.10.2014, Blaðsíða 88
18. október 2014 LAUGARDAGUR| MENNING | 56 „Þetta verður í rauninni bland í poka, óperuaríur, ljóð og íslensk sönglög,“ segir Jóhann Kristins- son barítónsöngvari sem kemur fram á lokatónleikum tónleika- raðarinnar Eflum ungar raddir í Kaldalóni annað kvöld. Jóhann er við nám í Berlín, þar sem hann sækir einkatíma hjá barítónsöngvaranum Christian Oldenburg en skrapp heim til að halda þessa tónleika og fylgjast með föður sínum, Kristni Sig- mundssyni, í hlutverki Filippus- ar konungs í óperunni Don Carlo. „Já, ég kom heim á þriðjudaginn og fór beina leið niðrí Hörpu þar sem við Steinunn æfðum okkur saman og svo fylgdist ég með æfingum á Don Carlo, þannig að ég hef eiginlega búið í Hörpu þessa vikuna,“ segir Jóhann og hlær. Hann er reyndar ekki óvanur því að sækja æfingar hjá Óperunni því hann hefur verið í kjarnakór hennar síðan 2012 og söng hlutverk Morales í uppsetn- ingu hennar á Carmen í fyrra. Auk þess söng hann hlutverk séra Torfa í tónleikauppfærslunni á óperunni Ragnheiði í Skálholti í fyrrasumar. Jóhann hefur búið í Berlín í nokkra mánuði og líkar vel en viðurkennir að heimþráin sæki stundum að honum. „Þetta er eig- inlega í fyrsta skipti sem ég leyfi mér að búa í útlöndum,“ segir hann. „Það gengur ágætlega þótt ég sé stundum þjakaður af heimþrá, en það er bara eðlilegt, held ég. Svo kemur maður heim í nokkra daga og þá fer maður að sakna Berlínar.“ Þótt Jóhann hafi ekki búið erlendis fyrr er hann ekki óvanur því að dvelja lengri eða skemmri tíma utanlands, oft í sambandi við verkefni föður hans í óperuhúsum úti um allan heim. „Mamma hefur reynt að fara á allar frumsýningar hans og ég fór oft með. Það má senni- lega rekja áhuga minn á óperu- söng til þeirrar reynslu að mæta á frumsýningar í Metropolitan og Bastillunni í París og slíkum óperuhúsum. Áhuginn kviknaði svo fyrir alvöru þegar ég var fimmtán ára og heimsótti pabba í San Francisco þar sem hann söng Mefistóteles í La damnation de Faust eftir Hector Berlioz. Ég held ég hafi verið hjá honum í mánuð, mætti á fyrstu sýninguna og fannst þetta svo sem allt í lagi og ákvað að fara aftur. Þá fannst mér þetta ennþá betra og svo fór ég aftur og aftur, held ég hafi séð sex sýningar, og nú er þetta uppá- haldsóperan mín.“ Jóhann fór þó ekki strax í söng- nám, segist hafa laumusungið í fimm ár áður en hann ákvað það, en tónlistarástin fékk aðra útrás. „Eftir menntaskólann ákvað ég að drífa mig bara í söngskólann. Ég byrjaði reyndar sem trommu- leikari í metalbandi fimmtán ára og fór fljótlega að semja lög og taka þau upp. Plöturnar eru nú orðnar þrjár, en það er allt annars konar tónlist en óperu- tónlistin. Ætli hún flokkist ekki sem einhvers konar popptónlist, ég kann ekki alveg að flokka hana. Ég er enn að semja og mun aldrei hætta því, það er mín aðal- ástríða.“ Spurður hvort raddir þeirra feðga séu svipaðar segist Jóhann ekki geta neitað því. „Já, við erum frekar líkir, ég er aðeins bjartari náttúrulegra en ég veit ekki hvernig pabbi hljómaði á mínum aldri. Það eru til upptök- ur með honum síðan hann var um þrítugt og þar erum við svolítið líkir.“ Er þá ekki draumurinn að taka við af honum þegar hann hætt- ir? „Taka við veldi Filippusar konungs?“ segir Jóhann og hlær. „Það er nú ansi háleitt markmið, ég verð bara feginn ef ég fæ eitt- hvað að gera.“ fridrikab@frettabladid.is Ég byrjaði reyndar sem trommuleikari í metalbandi fimmtán ára og fór fljótlega að semja lög og taka þau upp. Jóhann Kristinsson Plöturnar eru nú orðnar þrjár, en það er allt annars konar tónlist en óperutónlistin. Ætli hún flokkist ekki sem einhvers konar popptónlist. Óperusöngvarinn sem hóf ferilinn sem trommari í metalhljómsveit Jóhann Kristinsson syngur á síðustu tónleikum tónleikaraðarinnar Efl um ungar raddir annað kvöld. Hann stundar nám í óperusöng í Berlín en hefur líka gefi ð út þrjár plötur með eigin tónlist sem er allt annars eðlis. Hann hefur ekki langt að sækja sönghæfi leikana því faðir hans er Kristinn Sigmundsson og áhuginn á óperum kviknaði í heimsókn hjá pabba sem var að syngja í San Francisco. FR ÉT TA BL AÐ IÐ /V AL LI Prýði er sýning á smíðisgripum meðlima í Félagi íslenskra gull- smiða sem opnuð verður í Hönnun- arsafni Íslands í dag. Félag íslenskra gullsmiða heldur upp á níutíu ára afmæli sitt á þessu ári og er sýningin Prýði unnin í samstarfi félagsins og Hönnunar- safnsins af því tilefni. Á sýning- unni eru gripir eftir fjörutíu gull- smiði sem voru gefnar frjálsar hendur að smíða fyrir sýninguna eða velja úr eigin safni. Gullsmið- irnir eru á ólíkum aldri, þeir sem unnið hafa við fagið í áratugi og byggt upp atvinnurekstur og tekið til sín lærlinga, svo og yngra fólk sem sýnir við hlið meistara sinna og hefur á síðustu árum skapað sér nafn og sérstöðu með þátttöku í fjölda sýninga og rekstri vinnu- stofa eða verslana. Nýútskrifaðir gullsmiðir eru einnig meðal sýn- enda og þátttaka þeirra er mikil- vægur hluti þess sem sýningunni er ætlað að gera, að varpa ljósi á þá breidd sem ríkir í íslenskri gull- smíði í dag. Sýningarnefndin var skipuð þeim Eddu Bergsteinsdóttur, Höllu Boga- dóttur, Hörpu Þórsdóttur og Sif Ægisdóttur. Hönnun sýningarinn- ar var í höndum Helgu Sifjar Guð- mundsdóttur. Gullsmiðir sýna í Hönnunarsafni Sýningin Prýði verður opnuð í Hönnunarsafni Íslands í dag. LISTASMÍÐ Gripirnir á sýningunni eru unnir af fjörutíu gullsmiðum á ýmsum aldri. Stefán Máni rithöfundur fékk í byrjun október einhver eftirsótt- ustu glæpasagnaverðlaun Frakk- lands, aðalverðlaun glæpasagna- hátíðarinnar Festival du polar méditerranéen sem haldin er í Avignon ár hvert. Skáldsaga Stefáns Mána Feigð, sem kom út á Íslandi 2011 og nefnist í franskri þýðingu Présa- ges, var tilnefnd ásamt átta öðrum skáldsögum frá ýmsum Evrópulöndum. Hún bar síðan sigur úr býtum og tók Stefán Máni við glæsilegum verðlauna- grip úr hendi borgarstjóra Avig- non við hátíðlega athöfn undir berum himni í sól og blíðu. Í næstu viku kemur út fjór- tánda skáldsaga hans sem nefn- ist Litlu dauðarnir. - fsb Stefán Máni verð- launaður í Frakklandi Skáldsagan Feigð eft ir Stefán Mána hlaut á dög un- um ein eft irsóttustu glæpasagnaverðlaun Frakka. VERÐLAUNAHÖFUNDUR Stefán Máni er ekki óvanur verðlaunaviðtöku. Hér er hann með Blóðdropann sem hann hefur hlotið þrisvar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK MENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.