Fréttablaðið - 04.02.2015, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 04.02.2015, Blaðsíða 48
4. febrúar 2015 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 24 BAKÞANKAR Viktoríu Hermannsdóttur MICHAEL KEATON TIlnefndur sem besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í Birdman. ÓSKARSTILNEFNDIR HITTUST Í STJÖRNUHÓFI Tímaritið Hollywood Reporter hélt á mánudag hóf til heiðurs þeim sem eru tilnefndir til Óskarsverð- launanna í ár. Athöfnin fór fram á Beverly Hilton-hótelinu í Los Angeles og að sjálfsögðu var Jóhann Jóhannsson þar á meðal. Hann er tilnefndur til Óskarsins fyrir tónlist sína í The Theory of Everything. JÓHANN JÓHANNSSON Tónlistarmaður- inn Jóhann Jóhannsson var að sjálfsögðu á meðal gesta. NORDICPHOTOS/GETTY AMERICA FERRERA Á meðal við- staddra var leikkonan sem er þekktust fyrir sjónvarpsþættina Ugly Betty. SJÖUNDA TILNEFNINGIN Robert Duvall er tilnefndur í sjöunda sinn til Óskarsins fyrir aukahlutverk í The Judge. LAURA DERN Leikkonan er tilnefnd fyrir aukahlutverk sitt í Wild. Hún var síðast tilnefnd fyrir þrettán árum fyrir Rambling Rose. COMMON Rapp arinn er tilnefndur fyrir lag í mynd- inni Selma. Með honum er leikstjórinn Ava DuVernay. MARION COTILLARD tilnefnd sem besta leikkonan fyrir hlutverk sitt í Deux jours, une nuit. RACHEL ZOE Bandaríski stílistinn er þekktur fyrir að störf sín í Hollywood. Í því góða og oftast vinalega landi sem við búum í, þar sem reglur og viðmið eru í hávegum höfð, hefur alveg gleymst að ræða eitt. Og það eru kossavenjur landans. ÞAÐ hefur algjörlega farist fyrir að skapa almennt regluverk fyrir kossa. „Kossa?“ Kann einhver að spyrja og já, þá á ég ekki við eldheit ástaratlot para (sem fólk ætti bara að stunda heima hjá sér, það er ekk- ert meira óþolandi en fólk sem er alltaf í sleik á almannafæri, en þetta var útúrdúr), heldur það þegar fólk heilsar manni með koss á kinn. ÉG HELD að þessi siður, það er að heilsa fólki með koss á kinn, sé til- tölulega ungur hér á landi og kann það að skýra að einhverju leyti ólíkar aðferðir fólks til iðkunar hans. EFTIR því sem ég kemst næst þá eru engar tilteknar reglur um það hvernig þessi athöfn á að fara fram og þetta er oft uppspretta afar vandræða- legra augnablika. „Kyssa eða ekki kyssa?“ er nefnilega spurning sem fólk lendir í, í alltof mörgum aðstæðum. HVER kannast ekki við það að einhver kunningi kemur á móti þér og gerir sig lík- legan til þess að kyssa þig á kinn. Jú, gott og vel. Þú kyssir á móti til að vera kurteis en alltof oft lendir maður í því að kyssa eyrað eða hárið á einhverjum í vandræða- gangi af því að aðilinn kyssir ekki held- ur leggur vanga við vanga. Og svo öfugt. Sumir kyssa líka báða vanga og stundum oftar en tvisvar. ÞAÐ ER algjörlega ómögulegt að vita hve- nær fólk tekur upp á þessu því að aðferð- irnar eru svo misjafnar. Í löndum eins og Frakklandi eru til óskráðar reglur um þessar kossavenjur sem geta verið misjafn- ar eftir landshlutum. Hér á landi er ekkert kerfi til og því engin leið að vita hvernig á að bera sig að. HVERNIG væri nú að við myndum samein- ast sem þjóð í að útrýma óþarfa vandræða- legum eyrnakossum og finnum á þessu lausn. Hvernig væri að gefa bara gott knús í staðinn? Að kyssa eða ekki kyssa? Eitt af æskuheimilum bítilsins fyrrverandi, Pauls McCartney, fer á uppboð síðar í mánuðnum. Húsið, sem er á Western Avenue í Liverpool, er að sögn tónlistar- mannsins fyrsta húsið sem hann man eftir að hafa búið í og upp- hafsboð er 100.000 pund. Annað af æskuheimilum tón- listarmannsins, sem er á Forthlin Road númer 20, er nú í eigu The National Trust en McCartney á að hafa verið búsettur þar ásamt for- eldrum sínum þegar tónlistarferill hans hófst. Uppboðið fer fram þann 26. febrúar og verður haldið á barnum Cavern Club þar sem Bítlarnir spiluðu áður en þeir risu til frægð- ar og frama. Æskuheimili bítils til sölu ÁLFABAKKA AKUREYRI EGILSHÖLL KRINGLUNNI KEFLAVÍK o. siSAM m.a. BESTA MYND ÁRSINS Besti Leikari í aðalhlutverki - Bradley Cooper “THE BEST BRITISH FILM OF THE YEAR” “THE BEST FILM OF THE YEAR” “AN INCREDIBLY MOVING STORY” “AN INSTANT CLASSIC”“BENEDICT CUMBERBATCH IS OUTSTANDING” “A SUPERB THRILLER” “EXCEPTIONAL” INSPIRING “FASCINATING & THRILLING” B A S E D O N T H E I N C R E D I B L E T R U E S TO R Y O F A L A N T U R I N G T H E I M I T A T I O N G A M E BENEDICT CUMBERBATCH KEIRA KNIGHTLEY M.A. BESTA MYNDIN – BESTI LEIKARI Í AÐALHLUTVERKI BESTA LEIKKONA Í AUKAHLUTVERKI – BESTI LEIKSTJÓRI TILNEFND TIL 8 ÓSKARSVERÐLAUNA m.a. Besta myndin - Besti leikari í aðalhlutverki Besta leikkona í aukahlutverki - Besti leikstjóri MR. TURNER KL. 8 THE WEDDING RINGER KL 8 - 10.20 PADDINGTON ÍSL TAL KL. 5.30 TAKEN 3 KL. 10.20 NIGHT AT THE MUSEUM KL 5.30 ÖMURLEG BRÚÐKAUP KL. 5.30 - 8 - 10.20 ÍSL.TEXTI BÉLIER FJÖLSKYLDAN KL. 5.30 - 8 ENS.TEXTI SVAMPUR SVEINSSON 3D KL. 3.30 - 5.45 - ÍSL TAL SVAMPUR SVEINSSON 2D KL. 3.30 - 5.45 - ÍSL TAL MORTDECAI KL. 8 MORTDECAI LÚXUS KL. 10.25 THE WEDDING RINGER KL. 8 - 10.25 BLACKHAT KL. 10.25 TAKEN 3 KL. 8 - 10.25 TAKEN 3 LÚXUS KL. 8 THE HOBBIT 3 3D 48R KL. 8 THE HOBBIT 3 LÚXUS 3D 48R KL. 5 PADDINGTON ÍSL TAL 2D KL. 3.30 - 5.45 NIGHT AT THE MUSEUM 3 KL. 5.45 MÖRGÆSIR ÍSL TAL 2D KL. 3.30 MORTDECAI 10 TAKEN 3 10 HOBBIT 3 3D (48R) 10 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar 0 3 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :0 0 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 3 A 0 -6 5 E 8 1 3 A 0 -6 4 A C 1 3 A 0 -6 3 7 0 1 3 A 0 -6 2 3 4 2 8 0 X 4 0 0 7 B F B 0 5 6 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.