Fréttablaðið - 04.02.2015, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 04.02.2015, Blaðsíða 32
Reykjavík cocktail weekend MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 20158 SALT OG SÆTT MEÐ HANASTÉLINU 3 msk. púðursykur 2 tsk. ferskt timjan ¾ tsk. kosher salt eða sjávarsalt ½ tsk. kanill ½ tsk. rauður pipar, malaður ½ bolli pekanhnetur ½ bolli möndlur 1 ½ tsk. smjör 3 bollar litlar kringlur, ósaltar 1 bolli Rice Crispies-morgunkorn 1 msk. hlynsíróp Hitið ofninn í 180 gráður. Blandið sykri, 1 tsk. timjan, salti, kanil og rauðum pipar í litla skál. Bakið hneturnar og möndlurnar í tíu mínútur í ofni. Blandið svo hnetu- blöndunni við smjör í skál og hrær- ið kringlum, morgunkorni og sírópi saman við. Dreifið svo sykur- og kryddblöndunni yfir og veltið öllu vel saman svo blandan setjist utan á hneturnar. Dreifið úr á plötu og bakið aftur í tíu mínútur og hrær- ið einu sinni í. Takið út úr ofninum og dreifið þá 1 tsk. af timjan yfir og látið kólna. www.myrecipes.com GÚRKUGIN Gúrkugin er skemmtilegt tilbrigði við hið hefðbundna gin og tonic. Hér er þægileg uppskrift. ½ l gin 2 afhýddar gúrkur Tonic Sítrónusneið Hellið gininu í víða skál eða mæliglas. Afhýðið gúrkurnar og skerið í hæfi- lega bita. Bætið þeim út í skálina. Maukið með töfrasprota og geym- ið í ísskáp yfir nótt. Hellið vökvan- um í gegnum sigti. Fyllið glas með klökum. Hellið gúrkugininu upp að miðju. Fyllið með tonic, skreytið með sítrónu- eða lime-sneið. Það er gott að renna sítrónusneiðinni yfir glasröndina áður en hún er sett ofan í drykkinn. Eins getur verið flott að skreyta klakana með gúrkuhýði. Þá er eitt fínskorið hýði sett í hvert hólf í klakaboxinu og fryst. Mikilvægt er að fylla glasið af klökum. Ef of lítið er af klökum í glasinu er ginið fljótt að bræða þá sem verður til þess að drykkurinn þynnist út. 1. LEBOWSKI Ostborgari 150g 990 kr. Með frönskum og gosi 1450 kr. 2. WALTER Beikonborgari 150g 1290 kr. Með frönskum og gosi 1750 kr. 3. DONNY Bernaiseborgari 150g 1290 kr. Með frönskum og gosi 1750 kr. 4. THE OTHER LEBOWSKI Steikarborgari 150g 1590 kr. Búinn til úr nautalund. Með frönskum, bernaise og gosi 2090 kr. 5. BUNNY LEBOWSKI Kjúklingaborgari 1290 kr. Með gráðaostasósu og BBQ sósu. Með frönskum og gosi 1750 kr. 6. HONEY BOO Beikonborgari 150g 1290 kr. Hunangsgljáð beikon, BBQ sósa og japanskt mæjónes. Með frönskum og gosi 1750 kr. 7. THE NIHILISTS Kjúklingavængir 10stk. 1390 kr. Gráðaostasósa og BBQ sósa. 8. PIZZA 10” 1490 kr. Með gosi 1790 kr. 9. LAUKHRINGIR 1290 kr. 10. OSTASTANGIR 1290 kr. 11. JALAPENOBELGIR 1290 kr. Laugavegi 20a 101 RVK 552-2300 lebowskibar.is DÝRASTI KOKTEILLINN Þegar eigendur veitingastaðarins Gigi’s í London opnuðu í september á síðasta ári fannst þeim til- valið að bjóða upp á dýrasta kokteil sögunnar enda er staðurinn til húsa í Mayfair, einu dýrasta hverfi borgarinnar. Íbúar hverfisins og þeir sem gista á fjölmörgum fimm stjörnu hótelum sama hverfis ættu að hafa efni á einu glasi en kokteillinn, sem ber nafn veit- ingastaðarins, kostar tæp 9.000 pund sem samsvarar um 1,8 milljónum íslenska króna. Það er sama verð og lítill fjölskyldubíll kostar í Englandi og svipað og það kostar fyrir enska fjölskyldu að leigja einkaþotu fram og til baka til Miðjarðarhafsins. Drykkurinn var sérstaklega útbúinn fyrir leik- og söngkonuna frægu Grace Jones en hún og aðrir heimsfrægir gestir sóttu opnun staðarins. Framkvæmdastjóri veitinga- staðarins sagði við fjölmiðla að hann hefði viljað sýna Grace Jones sérstakt þakklæti fyrir að vera við- stödd opnunina. Kokteillinn dýri inniheldur meðal annars sérvalið hágæða kampavín og afar sjaldgæft koníak sem framleitt er í Armagnac-héraði í Suður-Frakklandi. Auk þess er glasið einnig skreytt gullflögum. Áður hafði kokteillinn Winston borið titilinn dýrasti kokteill heims en hann er seldur á Melbourne Crown Casino’s Club 23 í áströlsku borginni Melbourne. 0 3 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :0 0 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 3 A 0 -5 C 0 8 1 3 A 0 -5 A C C 1 3 A 0 -5 9 9 0 1 3 A 0 -5 8 5 4 2 8 0 X 4 0 0 6 B F B 0 5 6 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.