Fréttablaðið - 04.02.2015, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 04.02.2015, Blaðsíða 2
4. febrúar 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 2 ið. Gámaþjónustan fékk þar af leið- andi verkið til ársins 2019. Íslenska gámafélagið óskaði eftir því að fá afhent gögn um tilboð Gámaþjónustunnar til að glöggva sig á tilboðinu. Sveitarfé- lagið neitaði að afhenda þau gögn. Íslenska gámafélagið skaut mál- inu til úrskurðarnefndar um upp- lýsingamál og vildi fá afhent téð gögn. Úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að sveitar- félaginu bæri að afhenda gögnin. Enn neitaði sveitarfélagið að veita fyrirtæki í samkeppni við Gámaþjónustuna upplýsingar um tilboðsgerð hennar. Því hefur verið höfðað mál til þess að fá úr þessu skorið fyrir dómstólum. L ögfræðingar Sambands íslenskra sveitarfélaga og samtaka iðnaðarins hafa sagt það mikil- vægt að upplýsingar sem þessar skuli ekki afhentar samkeppn- isaðila. Það myndi grafa undan fyrir komulagi útboða hins opin- bera. - sa E M M N N E M M E N N Í / S ÍA / / N M 6 0 0 3 7 0 0 3 7 0 0 3 TRÚ „Þetta hefur verið mikil eyði- merkurganga,“ segir Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði um langa bið Ásatrúarfélagsins eftir að fá að reisa hof sem senn mun verða að veruleika. Hofið verður undir Öskjuhlíð- inni skammt austan við veitinga- staðinn Nauthól. Hilmar segir ásatrúarmenn ekki ætla að steypa sér í skuldir og að byggt verði í tveimur áföngum; fyrst rísi hofið sjálft ásamt tengibyggingu yfir í safnaðarheimili sem þeir sjái fyrir sér að byggja eftir um ára- tug. Hilmar segir að nú verði haf- ist handa við að flytja til gróður á lóðinni. „Við tökum það sem er lífvænlegt og færum það í reit- inn okkar uppi í Heiðmörk. Síðan byrjum við að fleyga okkur ofan í klöppina,“ segir hann. Að sögn Hilmars teygir bygging- arsagan sig aftur til ársins 2003. Fyrst var Ásatrúarfélaginu ætluð lóð í svokallaðri Leynimýri, í hlíð- inni sunnan undir Perlunni. „Við vorum færð þaðan því við vorum í aðflugslínu,“ útskýrir hann. Aðspurður segir Hilmar nú flest formsatriði varðandi hofið í höfn. „Þetta er allt að smella. Ég býst við að hofið verði tilbúið haustið 2016,“ segir allsherjargoð- inn sem reiknar með að þá verði flutt úr núverandi félagsheimili Ásatrúarfélagins í Síðumúla. Mikil fjölgun hefur verið í Ása- trúarfélaginu síðustu árin. Tæp- lega 2.400 manns eru nú skráðir í félagið sem taldi 280 liðsmenn árið 1998. „Stærsta breytingin varð árið 2000 og síðan hefur þetta verið upp á við,“ segir Hilmar, sem kveðst ekki eiga von á öðru en að sú þróun haldi áfram þegar söfn- uðurinn hefur loks byggt hofið. „Það mun að minnsta ekki draga úr fjölguninni.“ Hofið verður helgidómur ása- trúarmanna. „Þar fara fram allar athafnir á vegum félagsins fyrir þá sem þess óska,“ segir Hilmar. Mikil fjölgun hafi verið á brúð- kaupum að vetrarlagi og hofið geri félagið óháðara árstímum. „Svo getum við kannski opnað fyrir gestum og gangandi meira en verið hefur.“ Ásatrúarmenn eru afar ánægð- ir með staðsetningu hofsins í Foss- vogi. „Við höfum verið með helgi- hald á þessum stað og fólk er orðið mjög vant honum og við erum feikilega stolt af þessu svæði sem við berum mikla virðingu fyrir. Við erum að byggja inn í landslag- ið en ekki á móti því,“ segir alls- herjargoðinn. gar@frettabladid.is Eyðimerkurgöngunni lýkur loks í Öskjuhlíð Ásatrúarmenn eru nú að hnýta lausa enda til að geta hafið byggingu langþráðs helgidóms safnaðarins við Fossvog. Liðsmönnum Ásatrúarfélagsins fjölgaði um 750 prósent frá 1998 til 2014. Allsherjargoðinn telur þá þróun munu halda áfram. STAÐURINN Hér má sjá staðsetningu hofsins við göngustíginn rétt austan við Háskólann í Reykjavík. HOFIÐ „Margir sáu sjálfsagt fyrir sér að farið yrði í einhverja víkingaleikmynd. Ég er mjög ánægður með að það var meiri áhugi á að fara í áttina að tímaleysi náttúrunnar,“ segir arkitektinn Magnús Jensson um hugmyndafræðina að baki hofinu. MYND/MAGNÚS JENSSON. Við erum feiki- lega stolt af þessu svæði sem við berum mikla virðingu fyrir. Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði BANDARÍKIN, AP Suge Knight, fyrrverandi útgefandi rapptónlistar í Bandaríkjunum, lýsti sig saklausan af ákæru um morð og morðtilraun þegar mál á hendur honum var tekið fyrir í Kaliforníu í gær. Að því loknu kvartaði Knight undan verkjum fyrir brjósti og var í skyndingu fluttur á sjúkrahús. Frekari upplýsingar um líðan Suge Knight lágu ekki fyrir í gær, að sögn Johns Gardner, lögreglumanns í skerfaraumdæmi Los Angeles. Knight er gefið að sök að hafa orðið valdur að dauða manns þegar hann í síðustu viku bakkaði pallbíl sínum viljandi á tvo menn. Að atvik- inu loknu sögðu vitni hann hafa flúið af vettvangi á bíl sínum. - óká Rapp-útgefandinn Suge Knight var færður fyrir dómara: Sagðist saklaus og fékk brjóstverk FYRIR DÓMI Marion „Suge“ Knight var færður fyrir dóm í gær þar sem mál á hendur honum var tekið fyrir. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SVEITARSTJÓRNARMÁL Samband íslenskra sveitarfélaga tekur undir með Kópavogsbæ sem lækkaði laun starfsmanns eftir niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála. „Þessi niðurstaða er fengin eftir að hafa skoðað málið út frá þeim reglum sem gilda og kjarasamn- ingsbundnum ákvæðum. Niður- staðan er því faglegs eðlis,“ segir Halldór Halldórsson, formað- ur stjórnar Sambands íslenskra sveitar félaga. „Önnur sveitarfélög hafa verið að nota þessa aðferð og hafa m.a. lækk- að laun karl- manna með því til dæmis að segja upp akst- urssamningum til þess að jafna launakostnað,“ bætir Halldór við. Niðurstaða kærunefndarinnar var að háskóla- menntun karlmanns skipti ekki máli í því starfi sem hann gegnir og launamunur hans og konu í sambærilegu starfi verði ekki útskýrður með tilvísun í háskóla- nám hans. Kópavogsbær taldi að háskóla- menntun karlsins gerði hann að verðmætari starfsmanni sem rétt- lætti hærri laun hans. Kópavogsbær ákvað að una úrskurði kærunefndar jafnréttis- mála og setti karlmanninum laun á nýjan leik miðað við þær forsendur sem fram koma í úrskurði kæru- nefndarinnar. - ngy Háskólamenntun karlmanns var ekki talin réttlæta launamismunun: Launalækkun sögð faglegs eðlis ÖLFUS Kröfu Íslenska gámafélags- ins um að fá afhent gögn vegna útboðs um sorphirðu í Ölfusi í lok árs 2013 var hafnað í Héraðsdómi Suðurlands fyrir helgi. Taldi dómurinn ekki geta tekið afstöðu þar sem einkamál hefði verið höfðað í Héraðsdómi Reykja- víkur milli beggja aðila og Gáma- þjónustunnar. Bendir dómurinn á að þegar mál hafi verið þing- fest verði dóms ekki krafist um þær kröfur sem eru gerðar í því í öðru máli. Það er álit dómsins að raunverulega sé um að tefla sama sakar efni í báðum málum og því ekki hægt að taka efnislega afstöðu í málinu að þessu sinni. Forsaga málsins er sú að árið 2013 fór fram útboð á sorphirðu sveitarfélagsins. Þrjú fyrirtæki skiluðu tilboðum í sorphirðuna og átti Gámaþjónustan lægsta tilboð- Íslenska gámafélagið og Ölfus mættust í Héraðsdómi Suðurlands fyrir helgi: Ölfus þarf ekki að afhenda gögn ÖLFUS Íslenska gámafélagið hefur í um eitt ár reynt að fá afhent gögn um útboð Ölfuss á sorphirðu. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA HALLDÓR HALLDÓRSSON UMHVERFI Talsverð gasmengun mældist í hádeginu í gær á norð- austurhorni landsins. Styrkur brennisteinsdíoxíðs var um 830 míkrógrömm á hvern rúmmetra á Vopnafirði. Þá mældust um 450 míkrógrömm við grunnskólann í Reykjahlíð í Mývatnssveit og rúm 370 míkrógrömm í Kelduhverfi. Í leiðbeiningum frá Umhverf- isstofnun eru 800 míkrógrömm á rúmmetra sögð óholl fyrir við- kvæma og einkenni frá öndunar- færum líkleg. Þá ber að forðast áreynslu utandyra. Í dag, mið- vikudag, berst mengun einkum austur frá eldstöðvunum að því er Veðurstofa Íslands greinir frá. - kbg Yfir 800 míkrógrömm: Gasmengun eykst á ný STJÓRNMÁL Frumvarp til laga sem leyfir staðgöngumæðrun í vel- gjörðarskyni á Íslandi verður lagt fram á Alþingi síðar í mánuðinum. Alþingi samþykkti þings ályktun um staðgöngu mæðrun í janú ar 2012 og var um haustið skipuðum starfshópi falinn undirbúningur frum varps um staðgöngumæðrun. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að Dögg Pálsdóttir, lekt- or við lögfræðideild HR, sem fer fyrir hópnum segi í frumvarpinu lagða áherslu á réttindi staðgöngu- móðurinnar. Þau séu tekin fram yfir rétt væntanlegra foreldra. Þannig er staðgöngumóðir skráð sem móðir barnsins sem hún elur, en gefur svo frá sér. - kbg Réttur staðgöngumæðra: Hefur rétt til að hætta við SÝRLAND Flugmaðurinn Mu’ath Al- Kasaesbeh frá Jórdaníu sem hefur verið í haldi Íslamska ríkisins frá því desember var í gær brenndur lifandi. Samtökin birtu myndband af morðinu á netinu, en olíu var hellt yfir hann og eldur borinn að. Al-Kasaesbeh var handsamað- ur eftir að flugvél hans brotlenti í Sýrlandi en síðustu vikur hafa átt sér stað viðræður um lausn hans. ISIS vildu fá Sajida al-Rishaw úr fangelsi, en hún var dæmd fyrir hryðjuverk í Jórdaníu. - skó Myndband birt á netinu: Brenndu fanga sinn lifandi Bibbi, verður skálmöld í Evrópu? „Já, það var að minnsta kosti allt vitlaust hér í Bilbao.“ Snæbjörn Ragnarsson (Bibbi) og félagar í Skálmöld eru lagðir af stað í tveggja vikna tónleikaferð um Suður-Evrópu. Fyrstu tón- leikarnir voru í spænsku borginni Bilbao í gærkvöldi. SPURNING DAGSINS 0 3 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :0 0 F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 A 0 -2 A A 8 1 3 A 0 -2 9 6 C 1 3 A 0 -2 8 3 0 1 3 A 0 -2 6 F 4 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 5 6 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.