Fréttablaðið - 04.02.2015, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 04.02.2015, Blaðsíða 38
 | 10 4. febrúar 2015 | miðvikudagur Tveir breskir ráðherrar hafa nýverið sagt að breyta þurfi reglum um frjálsa för ESB-borg- ara til að stöðva velferðartúrisma. Verði reglunum ekki breytt geti reynst nauðsynlegt fyrir Bretland að yfirgefa evrópska samstarfið. Þeir vilja m.a. hafa möguleika á að senda ESB/EES-borgara úr landi og að takmarka félagsleg réttindi þeirra. ESB-borgarar mega dvelja í öðrum ESB ríkjum á grundvelli reglna um sambandsborgara sem eiga sér ekki samsvörun í EES. Þeir eiga líka rétt á frjálsri för á grundvelli launþega- reglnanna sem einnig hafa verið teknar upp í ESS. En eru launþegareglurnar þannig að raunveruleg hætta sé á að ríkisborgarar annarra Evrópu- ríkja komi hingað til lands til að misnota velferðarkerfið? Launþegareglur EES ávísun á velferðarkerfi? Samkvæmt launþegareglunum fá þeir sem koma hingað til lands, án þess að hafa hug á að vinna, ekki dvalarleyfi nema sýna fram á að þeir hafi fram- færslueyri. Réttindi vinnandi EES-borgara til að dvelja hér ráðast af dvalar- tíma. Eftir fimm ár við störf fá þeir búsetuleyfi og verða ekki sendir úr landi þótt þeir missi vinnuna. Fjölskyldum þeirra er líka heim- ilt að vera hér á landi. Hafi EES- borgari unnið hérlendis skemur en fimm ár þegar hann missir vinnu er áframhaldandi dvalarleyfi bund- ið virkri atvinnuleit. Fjárhæð bóta er tengd tíma á vinnumarkaði. Tor- velt er að sjá verulega hættu á mis- notkun velferðarkerfis. Er til bóta að breyta reglunum? Sumar þeirra takmarkana sem bresku ráðherrarnir vilja eru til staðar í reglum ESB og spurning hvort þær nægi ekki til að vinna gegn misnotkun velferðarkerfa. Kröfur um mismunun í aðgangi að félagslegum réttindum yrði að telja andstæðar grunnreglum ESB. Þingkosningar eru í Bretlandi á þessu ári. Vera má að ráðherrarn- ir telji harðlínu líklega til að vinna atkvæði. Nú hefur dagblaðið Guardian upplýst að fjöldi þeirra bresku borgara er þiggja atvinnuleysis- bætur í öðrum ESB-ríkjum sé sami og fjöldi ESB-borgara er þiggja slíkar bætur í Bretlandi. Bretar sæki einkum til Írlands og Þýskalands þar sem bótakerfi sé betra. Austur-Evrópubúar sæki í sama skyni til Bretlands. Það á líka við um okkur sem njótum góðs af sam- eiginlegum evrópskum vinnumark- aði og sækjum á önnur mið þegar þrengingar eru heima fyrir. Þá njótum við þess öryggis að geta haft áframhaldandi dvalarleyfi í EES ríki þótt við missum vinnu. Það verður ekki bæði haldið og sleppt í þessum efnum. Í velsæld í vestrænum velferðarkerfum? Bjarnveig Eiríksdóttir HDL. LL.M. Evrópulög ehf./ Vík lögmannsstofa ehf. Hin hliðin Sennilega stuðlar fátt jafn vel að vernd almannahagsmuna og gagnsæið. Gildir það á flestum sviðum þjóðlífsins. Það er óumdeilt að gagnsæi leiðir til vandaðri starfs- hátta og aukins jafnræðis, hvort sem aðhald þess beinist að einkaaðilum eða opinberum aðilum. Gagnsæi er hornsteinn verðbréfamarkaðar. Leikreglum verðbréfamarkaðar um gagnsæi er ætlað að gera stöðu allra þátttakenda á verðbréfamark- aði jafna. Það þjónar þeim best sem eiga að öðrum kosti erfiðast með að nálgast upplýsingar. Að baki býr hugmyndin um fjárfestavernd. Fjár- festar, smáir sem stórir, eiga ekki að þurfa að velkjast í vafa um hvort sá sem er á hinum enda viðskiptanna hafi aðgang að öðrum og fyllri upp- lýsingum, hvorki varðandi fyrirtæk- ið sjálft eða viðskipti á markaði. Gagnsæið er krefjandi, en það er líka gefandi. Rannsóknir sýna að fjárfestar verðlauna þau fyrir- tæki sem eru undir gagnsæiskröf- um, vanda sig við upplýsingagjöf og fylgja góðum stjórnarháttum. Þau búa að öðru jöfnu við lægri fjár- magnskostnað, oft svo um munar. Stjórnendur fyrirtækja þekkja þetta, ekki síst þeir sem hafa unnið í umhverfi verðbréfamarkaðar. Því ganga sum fyrirtæki enn lengra en lög og reglur og segja til um. Dæmi um þetta er ósk fyrirtækja um að fá stjórnarhætti sína vottaða. Rann- sóknarmiðstöð um stjórnarhætti hefur boðið upp á slíka vottun í samstarfi við Viðskiptaráð, Sam- tök atvinnulífsins og Kauphöllina. Hvorki lög né reglur reka fyrirtæk- in í slíka vottun. Metnaður fyrir vönduðum stjórnarháttum og sterk ásýnd gagnvart fjárfestum og ytra umhverfi eru drifkraftarnir. Meginstefið í viðbrögðum Evr- ópusambandsins við fjármála- kreppunni hefur verið að færa við- skipti upp á yfirborðið sem áður voru hulin. Langvarandi markaðs- svik á mörkuðum sem hafa verið undir takmörkuðu eftirliti, svo sem gjaldeyrismarkaði og millibanka- markaði, hafa einnig vakið yfirvöld til umhugsunar. Stórir alþjóðlegir bankar hafa verið sektaðir um fjár- hæðir sem nema á annað þúsund milljarða króna fyrir athæfi sitt á þessum mörkuðum. Sums staðar hafa verið stigin skref til aukins gagnsæis í verðmyndun og eftir lits á millibankamarkaði. Ekki kæmi á óvart að viðbrögðin yrðu á svip- aða lund á gjaldeyrismarkaði. Full ástæða er til að fylgjast vel með ákvörðunum um umgjörð þessara markaða erlendis og jafnframt huga að því hvort stíga megi skref til auk- ins gagnsæis hérlendis. Með hliðsjón af óumdeildum ávinningi gagnsæis er það áhyggju- efni hversu lítið gagnsæi er í kring- um afgreiðslu beiðna um undanþág- ur frá gjaldeyrishöftum, einkum ef haft er í huga hversu mikilvæg- ar ákvarðanir er um að ræða sem geta haft veruleg áhrif á umsækj- endur og íslenskt efnahagslíf, eins og nýleg dæmi sanna. Seðlabank- inn telur gagnsæi takmörkunum háð vegna þagnarskyldu gagnvart umsækjendum en hefur reynt að koma til móts við kröfu um aukið gagnsæi með birtingu upplýsinga um almenna framkvæmd undan- þágubeiðna á heimasíðu sinni. Umsækjendum er engu að síður nokkur vandi á höndum við mat á því hvort jafnræðis sé gætt í ákvörðunum bankans. Einfalt væri að draga úr tortryggni, t.d. með því að bjóða upp á fljótvirka kæruleið eins og Viðskiptaráð hefur lagt til. Einnig mætti hugsa sér að óháðum aðila á vegum stjórnvalda væri falið að fara kerfisbundið yfir ákvarðanir er varða stærri hagsmuni og aðrar ákvarðanir valdar af handahófi til að leggja mat á hvort gætt væri jafnræðis í afgreiðslu undanþágu- beiðna. Á þessu sviði sem öðrum er gagnsæið krefjandi, en ávinningur- inn ótvíræður. Gagnið af gagnsæinu Skoðun Páll Harðarson forstjóri Nasdaq OMX Bankamenn kepptu í knattspyrnu LIÐ H.F. VERÐBRÉFA SIGRAÐI Fótboltamót fjármálafyrirtækja var haldið laugardaginn 31. janúar. Íslensk verðbréf á Akureyri voru gestgjafar mótsins en það voru starfsmenn HF verðbréfa sem unnu í karlaflokki. Í kvennaflokki vann lið Arion banka. T æplega tíundi hluti fólks á vinnualdri hér á landi er öryrkjar. Þetta hlutfall, 9 prósent, er með því allra hæsta sem þekkist. Ísland er efst á lista yfir kostnað ríkja af örorku innan OECD. Árlegur kostnaður ríkis og lífeyrissjóða vegna örorkubyrðar á þessu ári er 55 milljarðar króna. Á fundi Samtaka atvinnulífsins (SA) í janúar sagði Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri að ef fram héldi sem horfði í þessum efnum yrði erfi tt að að manna hér ný störf innan fárra ára sem myndi hamla hagvexti. Þorsteinn sagði ljóst að veruleg- ur þjóðhagslegur sparnaður væri í því fólg- inn að hjálpa þessu fólki að komast aftur út á vinnumarkaðinn. Þeir sem hjálpa þessu fólki eru meðal annarra starfsmenn starfsendurhæfi ngar- sjóðsins VIRK. Í frétt Fréttablaðsins frá því í gær er greint frá því að frá stofn- un sjóðsins hafi 7.700 einstaklingar leitað sér aðstoðar þar. Þar af hafa 3.800 manns „útskrifast“ eða lokið þjónustu frá sjóðn- um. Þessir tæplega þrír fjórðu útskrifaðra hafa ýmist farið beint í launað starf, virka atvinnuleit eða í lánshæft nám. Á síðasta ári einu saman útskrifuðust 1.066 manns. Þrátt fyrir þetta hefur ríkið ekki lagt fjármagn í VIRK fyrir þetta ár og hið sama á við um árið 2014. Þetta er gert þrátt fyrir að í lögum sem sett voru árið 2012 sé mælt fyrir um að ríkið setji þriðjung í starfsemi sjóðsins á móti framlagi frá lífeyrissjóðum og Samtökum atvinnulífsins. Formaður stjórnar VIRK, Hannes G. Sig- urðsson, sagði í samtali við Fréttablaðið í september að ef ríkið tæki ekki þátt í fjár- mögnuninni þá falli niður sú forsenda og markmið sjóðsins að allir eigi rétt á þessari þjónustu. „Ef fram heldur sem horfi r mun starfsemin þurfa að byggjast á því að þeir einir eigi rétt á þjónustunni sem standa að fjármögnun,“ sagði Hannes. Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins, sagði einnig í samtali við Frétta- blaðið að ónógu fjármagni væri varið til starfsendurhæfi ngar. Mestu máli skipti að allir fái endurhæfi ngu við hæfi og að ekki sé bið eftir endurhæfi ngu þegar fólk er tilbúið að hefja hana. Dæmi séu um að fólk sem koma hefði átt aftur á vinnumarkað með úrræðum við hæfi hafi í staðinn fengið mat um örorku. Ráðherra málafl okksins, Eygló Harðardóttir, hefur lítið komið inn í þessa umræðu. Í samtali við Fréttablaðið í septem- ber ræddi hún um starfshóp til að endurskoða lögin. Hún sagði alla þurfa að leggja sitt af mörkum. En samkvæmt lögunum eiga einmitt allir að leggja sitt af mörkum. Ríkið borgar á móti lífeyrissjóðum og atvinnurekendum. Ákveðinn hluti af gjald- stofni tryggingargjalds skal renna til starfsendurhæfi ngarsjóða og skal framlagið greitt í október hvert ár. Samkvæmt þessu átti framlag ríkisins til VIRK að vera 1.100 milljónir í fyrra, en í fjárlögunum voru þeim ætlaðar 200 milljónir. Svo lágt fram- lag er þvert á lög og reglur og svo skammarlegt að stjórn VIRK afþakkaði pent. Markmið endurhæfi ngar hjá þeim sem einhverra hluta vegna hafa dottið út af vinnumarkaði er að hjálpa fólki til sjálfshjálp- ar. Líkt og framkvæmdastjóri SA sagði er þjóðhagslegur sparn- aður af því verulegur og ætti að vera öllum ljós. Við búum yfi r mikilli þekkingu og reynslu sem byggst hefur upp í gegnum árin, meðal annars í herbúðum VIRK. Íslenska ríkið eyðir í dag nær engu til starfsendurhæfi ngar. Það er skammarlegt. Íslenska ríkið eyðir í dag nær engu til starfsendurhæfingar: Fólki hjálpað til sjálfshjálpar Markaðshornið Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is Markmið endur- hæfingar hjá þeim sem ein- hverra hluta vegna hafa dottið út af vinnumarkaði er að hjálpa fólki til sjálfs- hjálpar. Íslenska ríkið eyðir í dag nær engu til starfsendur- hæfingar. Það er skammarlegt. 0 3 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :0 0 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 3 A 0 -5 7 1 8 1 3 A 0 -5 5 D C 1 3 A 0 -5 4 A 0 1 3 A 0 -5 3 6 4 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 0 5 6 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.