Fréttablaðið - 04.02.2015, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 04.02.2015, Blaðsíða 26
Reykjavík cocktail weekend MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 20152 Þegar hvirfilbyljir ganga yfir Kúbu koma heimamenn sér í gott skjól og gera sér glaðan dag með líflegri tónlist, sveittum dansi og eðalveigum. Þótt Íslend- ingar upplifi ekki reglulega hvirfil- bylji grúfir myrkrið og kuldinn yfir landsmönnum stóran hluta vetrar og því meira en viðeigandi að slá upp góðu stormpartíi hér á landi. Havana Club, Maradona Social Club og skemmtistaðurinn Aust- ur bjóða skjól fyrir íslensku roki og myrkri í tilefni Reykjavík Cocktail Weekend föstudaginn 6. febrúar. Það er Erpur Eyvindarson sem sér um skipulag Havana Club Stormpartísins á Austur og lofar hann miklu fjöri enda gjörþekkir hann Kúbu og fjöruga stemningu meðal landsmanna. „Kúbumenn eru ekkert að mæta í vinnu eða skóla á meðan óveðrið stendur yfir heldur leita skjóls fyrir veðrinu. Á þessum tímum verða því oft til helvíti góð partí þar sem blandast iðulega saman lifandi tónlist, dans, romm, domino-spil og vindlar. Sannkölluð toppstemn- ing. Okkur fannst því held- ur betur viðeigandi að slá upp góðu stormpartíi hér á landi enda meira og minna vont veður hér allt árið. Því er upplagt að slá því saman við kokteilfestivalið sem eru jólin hjá þeim sem njóta þess að þefa af góðum drykk.“ Óvæntar uppá- komur Boðið verður upp á ljúffenga kokteila, frábæra lifandi tón- list og skrautleg- an mannskap sem kyndir upp í Kúbu- stemmaranum að sögn Erps. „Hið kynngimagnaða og stórkostlega Mara- dona Social Club- latínband fýrar upp í tónlistinni. Band- ið inniheldur með- limi úr öllum áttum; frá Fox Train Saf- ari, Langa Sela og Skuggunum, Maf- íubandi Tómasar R., Sóldögg og fleiri góðum böndum.“ Auðvitað verð- ur boðið upp á frá- bæra dr yk k i að hætti Kúbumanna. „Þeir fyrstu sem koma í var inn á Austur frá hvirfil- bylnum fá frían drykk og svo verð- ur kúbanskt verðlag á drykkjum eftir það. Við munum bjóða upp á Fidel sem er sjö ára gamalt Ha- vana Club, blandað í engi feröl og með límónu. Virkilega hressandi drykkur. Einnig verður boðið upp á Havana Breezy sem er þriggja ára Havana Club blandað í Sprite. Ekki má gleyma Cuba Libre og svo auð- vitað alvöru Mojito og þá meina ég ekkert Bónus-sull. Oft eru barþjón- ar hér á landi að bjóða upp á Flo- rida-romm úr dós með arfa, sykur- skertum sítrónu-Svala, Sanitas- sódavatni og klökum úr flúorvatni ofan af Miðnesheiði. Við hins vegar bjóðum upp á þennan kúbanska drykk með kúbönsku rommi eftir hefðum eyjarskeggjanna sem gerðu hann frægan.“ Skemmtilegt lið úr dansheim- inum og fólk sem á rætur að rekja til Kúbu og Karíbahafsins hafa boðað komu sína á föstudaginn. „Það verða óvæntar uppá komur í boði, sumar planaðar en aðrar bara gerast af sjálfu sér eins og í alvöru stormpartíi.“ Húsið verður opnað kl. 21 og ókeypis er inn. Allir Havana Club-drykkir verða á Kúbuverði til miðnættis. Saga rommsins Daginn eftir mun Erpur vera með Havana Club master class í gamla Morgun- blaðshúsinu við Ing- ólfstorg kl. 17. „Öll vín- umboðin sem taka þátt í Reykjavík Cocktail Weekend verða þar með alls konar kynn- ingar og ég mun dokt- or s me n nt a me n n í rommi. Ég mun skauta í gegnum sögu Kúbu og rommsins en þessir tveir hlutir eru tengdir órjúfanlegum böndum. Boðið verður upp á smökkun á eð- alrommi, þar á meðal Havana Club – Sel- eccion de Maestros. Það eru gullnir drop- a r sem fá st ei n- göngu í fríhöfninni hér á landi, sérvalið og blandað af romm- meisturum Havana Club og er jafnframt uppáhaldsromm okkar félaganna.“ Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Jónatan Atli Sveinsson, s. 512-5446, jonatan@365.is, s. 512-5446, Gunnhildur Geira, geira@365.is, s.512-5036 Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson. Kúbversk stemning í stormpartíi Skemmtistaðurinn Austur mun bjóða landsmönnum skjól frá roki og myrkri á föstudaginn þegar Havana Club Stormpartí verður haldið. Erpur Eyvindarson stýrir partíinu og lofar miklu fjöri enda gjörþekkir hann Kúbu og þá stemningu sem ríkir meðal þarlendra. Meðal ljúffengra drykkja sem Austur mun bjóða upp á eru Cuba Libre, Mojito og Havana Breezy. Auðvitað verður boðið upp á frá- bæra drykki að hætti Kúbverja. 0 3 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :0 0 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 A 0 -5 7 1 8 1 3 A 0 -5 5 D C 1 3 A 0 -5 4 A 0 1 3 A 0 -5 3 6 4 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 0 5 6 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.