Fréttablaðið - 04.02.2015, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 04.02.2015, Blaðsíða 30
Reykjavík cocktail weekend MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 20156 tugnum en hann er afar vinsæll þar í landi svo og í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Til eru nokkur afbrigði af Margarita, til dæmis með jarðarberjum eða hindberj- um. 5. Caipirinha Þessi drykkur kemur frá Brasilíu og heimamenn kynntu hann vel á heimsmeistaramótinu í knatt- spyrnu á síðasta ári. Í drykknum er romm, púðursykur og límónu- safi. Heimamenn nota Cachaca, áfengan drykk sem er unninn úr sykurreyr, en þar sem erfitt er að fá þann drykk í öðrum löndum hefur romm verið notað. Fyrst var þessi drykkur gerður árið 1918 til að lækna spænsku veikina. 4. Mint Julep Kokteillinn er drykkur Derby- kappreiðanna í Kentucky í Banda- ríkjunum. Í honum er bourbon, smávegis vatn, sykur og mikil fersk minta. Drykkurinn hefur verið þekktur frá því á nítjándu öld, fyrst var notað gin, koníak eða viskí í hann. Bourbon-útgáf- an er frá árinu 1938. 3. Mai Tai Þ e s s i k o k- teill er sagð- ur hafa verið fundinn upp í Oak land í Bandaríkjun- um. Drykkur- inn var mjög vinsæll á sjötta áratugnum og kom fyrir í frægri bíómynd, Blue Hawaii, þar sem aðalleik- arinn var enginn annar en Elvis Presley. Drykkurinn hefur suð- rænt og ávaxtaríkt bragð. Í honum er dökkt romm, Curacao-appels- ínulíkjör, síróp og límónusafi. Uppfinningamaður er sagður hafa boðið vinum sínum upp á þennan drykk í heimsókn til Tahítí. Síðan er drykkurinn talinn eiga rætur að rekja þangað. 2. Mojito Mojito er einn vinsælasti kokteill í heiminum í dag. Ferskt mintu- bragðið er hressandi á heitum sumardögum. Romm, límónusafi, sykur, sódavatn og fersk minta er uppistaðan í drykknum. Stund- um er sprite notað í staðinn fyrir sódavatn. Í ekta Mojito þarf að merja mintuna, það má alls ekki skera hana en með því næst hið rétta bragð. Indíánar til forna not- uðu ferska mintu í lækningaskyni, til dæmis til að lækna skyrbjúg og blóðkreppusótt. Mojito er þó rakinn til Kúbu. Talið er að rithöfundurinn Ernest Hemingway hafi gætt sér á hressandi kok- teilum eins og Mojito þegar hann dvaldi á Kúbu. 1. Cosmopolitan Hinn fallega rauði Cos- mopolitan-kokteill hefur orðið afar vinsæll á síðustu 20-30 árum. Í drykknum er vodka, triple sec-líkjör, límónusafi og trönuberjadjús. Hann er heims- borgari en svolítið kvenlegur en kokteillinn varð sérstaklega vin- sæll þegar þættirnir Sex and the City voru sýndir en skvísurnar þar drukku ótæpilega af honum. Þar var hann kallaður Cosmo. Barþjónn á strandbar í Flórída er sagður hafa fundið hann upp í kringum 1985. Aðrar heimild- ir herma að hann hafi fyrst verið gerður á bar í Minneapolis árið 1975. Á öllum virðulegum börum þarf alltaf að vera til Mart-ini, Screwdriver, Bloody Mary og Tom Collins, jafnvel Mimosa og Bellini. Þetta eru gamalgrónir vinsælir drykkir. Eftirfarandi tíu kokteilar hafa þó á síðustu árum fylgt nýjustu tísku og straumum og orðið afar vin- sælir. Þeir eru þó í mikilli sam- keppni við léttvín og bjór. 10. Apple Martini Þessi dr yk kur sem oftast er kallaður Apple- t ini hefur orðið mjög vinsæll að undan förnu en hann er tilbrigði v i ð h i n n venjulega þurra Mart- ini. Vodka er notað í þenn- an drykk, epla- snafs og sítrónu- safi. Apple tini er í miklu uppáhaldi hjá sjónvarpsmann- inum Conan O’Brian. 9. Long Island Iced Tea Það er ekkert te í þessum kokteil. Þetta er vinsæll drykkur hjá mörgum karlmönnum. Í drykkn- um er romm, vodka, tequila, kók og sítrónusafi. Uppruni drykkjar- ins er umdeildur. Talað er um að hann hafi verið fundinn upp á Long Island árið 1920. Nútíma út- gáfan er þó sögð hafa verið fund- in upp í barþjónakeppni í New York árið 1972. 8. Californication (California) Þessi kokteill er ekkert mjög ólík- ur Long Island Tea. Í honum er vodka, romm, tequila, gin og appelsínulíkjör. Hann er borinn fram í háu glasi og það er fyllt upp með appelsínu- og sítrónu- safa. Vinsælir sjóvarps- þættir bera þetta nafn, Californication. Einn- ig söng hljómsveitin Red Hot Chili Pep- pers um Californ- ication. 7. Pina Colada K lassísk u r, suð- rænn og svalandi dr yk kur. Blanda af rommi, kókosmjólk og ananassafa. Þessi blanda er ákaflega vinsæl í heitum löndum þar sem fólk f latmagar á strönd eða við sundlaug. Drykkurinn er borinn fram í stóru glasi með ýmsu skrauti. Talið er að Pina Col ada hafi verið fundinn upp í Púertó Ríkó árið 1952. Sérstakur Pina Colada-dagur er þar í landi 10. júlí ár hvert. 6. Margarita Margarita er einn vinsælasti kok- teill í Bandaríkjunum. Í honum er tequila, triple sec-líkjör og lím- ónusafi. Drykkurinn er alltaf bor- inn fram í víðu glasi og er salt sett á barmana. Uppruna drykkjarins má rekja til Mexíkós á fjórða ára- 10 vinsælustu kokteilarnir Sumir kokteilar urðu til sem drykkir til lækninga á árum áður. Uppskriftir þeirra gætu þó hafa breyst en margir njóta þess að drekka litríkan drykk úr fallegu glasi. Jafnt konur sem karlar eiga sér uppáhaldsdrykk og fara alltaf á sama staðinn þar sem barþjónninn þekkir þau. Litríkur kokteill í sól og hita. Það minnir óneitanlega á sumarið. MYND/GETTY Þeir Hrafnkell Ingi Gissurarson og Sigurhans Óskar Sigurhans- son hafa sett saman fimm kok- teila seðil líkt og hinir þátttöku- staðirnir þrjátíu í kokteilhátíð- inni Reykjavík Cocktail Weekend. „Ég á St. Thomas og After Dinner, Sigurhans Nordic Comfort og Lava Lagoon og svo gerðum við drykkinn Aurora saman,“ segir Hrafnkell, sem er yfirbarþjónn staðarins. Drykkirnir eru ýmist úr rommi, tequila, gini, viskíi eða bourbon. Þeir verða allir á til- boði á meðan á hátíðinni stendur og mun enginn þeirra kosta yfir 1.500 krónum. Forréttabarinn er vinsæll smáréttastaður og hefur Hrafn- kell þróað nokkra kokteila sem til eru á seðli hússins. Hann segir kokteilamenninguna unga hér á landi. Að hans mati fer hún þó vaxandi. „Mér finnst fleiri vilja prófa sig áfram með kokteila í stað þess að fara á hefðbundna happy hour. Það er óneitanlega meiri fjölbreytni í því og alltaf gaman að smakka eitthvað nýtt.“ Hátíðin hefst í dag og stend- ur til sunnudagsins 8. febrúar. Henni líkur með úrslitakeppni í Íslandsmóti barþjóna og keppni milli veitingastaða í kokteilgerð í Gamla bíói. Dómnefnd skipuð af Barþjónaklúbbi Íslands mun ganga á milli og smakka valda drykki af kokteilaseðlum þátt- tökustaðanna og velja þrjá bestu drykkina sem keppa svo til úr- slita. Vinningsdrykkurinn hlýt- ur nafnbótina Reykjavík Cocktail Weekend drykkurinn 2015. Allir helstu umboðsaðilar áfengra drykkja verða með kynn- ingu á sínum vörum á meðan á keppni stendur og á Hrafnkell von á góðri stemningu. „Við verð- um með Bombay-partí hjá okkur á fimmtudag. Það byrjar klukkan 20 og verður hægt að smakka til- boðskokteilana sem og aðra kok- teila hússins. Þar á meðal vinsæl- asta kokteilinn, Gamble. Forréttabarinn er til húsa að Nýlendugötu 14. Sjá nánar á for- rettabarinn.is Með í fyrsta sinn Forréttabarinn tekur þátt í Reykjavík Cocktail Weekend í fyrsta skipti í ár. St. Thomas (til vinstri) og Aurora eru á meðal drykkja á kokteilaseðli Forréttabarsins. MYNDIR/GVA 0 3 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :0 0 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 3 A 0 -4 8 4 8 1 3 A 0 -4 7 0 C 1 3 A 0 -4 5 D 0 1 3 A 0 -4 4 9 4 2 8 0 X 4 0 0 4 B F B 0 5 6 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.