Fréttablaðið - 04.02.2015, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 04.02.2015, Blaðsíða 6
4. febrúar 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 6 1. Hvað heitir nýr sendiherra Banda- ríkjanna á Íslandi? 2. Hvaða erlenda fréttastofa fékk leyfi til að senda út morgunþátt við gos- stöðvarnar í Holuhrauni? 3. Hversu mikið hefur stuðningur Pírata aukist frá kosningum? SVÖR: 1. Robert Barber. 2. Bandaríska fréttastofan ABC. 3. Meira en tvöfaldast, úr 5 prósentum í tæp 12 prósent. Lyfjaval.is • sími 577 1160 20% afsláttur af öllum pakkni ngum Afslátturinn gildir í febrúar. Lyfjaauglýsing PI PA R\ TB W A W A \T BW PA R\ PI P • SÍ A SÍ A S Í •• 15 0 59 88 0 59 8 15 0 Skeifunni 11B • Reykjavík • Sími 519 7550 • promennt@promennt.is • promennt.is TÖLVUNÁMSKEIÐ FYRIR BYRJENDUR OG 60+ Sími 519 7550 Námskeið sérsniðið fyrir byrjendur og lítt vana tölvunotendur. Hæg yfirferð með reglulegum upprifjunum og endurtekningum í umsjá þolinmóðra kennara. Í lok námskeiðs eiga þátttakendur að vera færir um að skrifa texta í Word ritvinnslu- forritinu, setja hann snyrtilega upp og prenta, nýta sér internetið og meðhöndla tölvupóst. Einnig er kennt á ýmsa samskiptamiðla eins og Facebook. VIÐFANGSEFNI • Windows – Grunnatriði tölvunnar • Æfingar í að skrifa texta í tölvu og prenta út (ritvinnsla í Word) • Internetið til gagns og gamans. Upplýsingaleit og vinnsla á internetinu • Tölvupóstur. Æfingar í að senda og taka á móti tölvupósti (viðhengi o.fl.) • Facebook og Skype fyrir þá sem vilja og hafa áhuga Námskeið 1. Hefst: 5. feb. • Lýkur: 26. feb. • Kennt: þri. og fim. (sjö skipti) kl.13–16. Námskeið 2. Hefst: 4. mars. • Lýkur: 25. mars. • Kennt: mán. og mið. (sjö skipti) kl. 13–16. Verð: 34.900 kr. Kennsluhefti á íslensku innifalið. Vinsælt og gagnlegt námskeið þar sem tekið er fyrir það helsta sem almennir notendur þurfa að kunna um stafrænar myndavélar. Yfirfærsla mynda í heimilistölvuna, skipulag myndasafns, einfaldar lagfæringar, myndir prentaðar og sendar í tölvupósti. Hefst: 16. feb. • Lýkur: 25. feb. • Kennt: mán. og mið. (fjögur skipti) kl. 13–16. Verð: 22.900 kr. Kennsluhefti á íslensku innifalið. TÖLVUNÁMSKEIÐ FYRIR BYRJENDUR OG 60+ STAFRÆNAR MYNDAVÉLAR OG TÖLVAN 60+ VELFERÐARMÁL „Það vantar úrræði ef eitthvað bregður út af. Þannig að hún geti haldið sinni rútínu,“ segir Arndís Einarsdóttir, móðir Hrafn- hildar Sigurvinsdóttur. Hrafnhildur sem er 22 ára gömul er hreyfihöml- uð með töluverða þroskahömlun, mikla hvatvísi og mjög skert sárs- aukaskyn. Á föstudaginn í síðustu viku datt hún á heimili sínu og fót- brotnaði illa. Þar sem Hrafnhildur er með viðkvæm bein og brotnar auðveldlega þarf að passa sérstak- lega vel upp á hana og eftir fótbrot- ið má hún ekki stíga í fótinn í sex vikur. Hrafnhildur fer í dagvistun á hverjum degi þar sem hún er frá klukkan hálf níu á morgnana til fjögur á daginn auk þess sem hún er í skammtímavistun á Holtavegi aðra hverja viku. Vegna fótbrotsins kemst hún ekki í dagvistunina þar sem starfsmenn geta ekki tryggt öryggi hennar vegna manneklu. „Hún getur ekkert gert sjálf, það þarf að hjálpa henni með allt af því hún má ekki stíga í fótinn,“ segir Arndís móðir hennar þegar blaða- mann ber að garði á heimili þeirra. Fjölskyldan býr í kjallaraíbúð þar sem eru tröppur og því erfitt að koma Hrafnhildi í hjólastólnum upp og niður tröppurnar. Þær mæðgur þurfa því að vera meira og minna heima allan sólarhringinn og fá enga auka aðstoð vegna aðstæðn- anna. „Það myndi til dæmis hjálpa mikið ef það kæmi einhver hér á morgnana og hjálpaði mér með hana fram úr þar sem maðurinn minn fer snemma í vinnuna,“ segir hún. Móðir Hrafnhildar þarf að lyfta henni í hjólastólinn og hjálpa henni við allar daglegar athafnir yfir daginn. Það þarf talsvert átak við að koma Hrafnhildi í stólinn því hún er með lága vöðvaspennu. Hrafnhildur virðist ekki kippa sér mikið upp við ástandið og situr skælbrosandi uppi í sófa með löpp- ina upp í loft og dregur fram spila- bunka þegar blaðamaður heilsar henni. Hjólastóllinn hennar er við Föst heima og fær ekki meiri aðstoð Fjölfötluð kona fótbrotnaði illa og er föst heima þar sem enga aukaaðstoð er að fá. Móðir hennar segir vanta úrræði í kerfinu bregði eitthvað út af en hún þarf að vera með henni heima allan daginn og hjálpa henni við allar daglegar athafnir. FASTAR HEIMA Meðan Hrafnhildur er fótbrotin komast þær mæðgur lítið sem ekkert út yfir daginn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA hliðina á sófanum og þar situr kött- urinn Lilla og heldur henni félags- skap. Arndís hafði samband við félags- þjónustuna þegar Hrafnhildur brotnaði en fékk þau svör að það yrði skoðað hvort væri hægt að finna einhver úrræði og var boðin hjálp við heimilisþrif en það er ekki það sem hún þarf á að halda. „Þann- ig að við erum bara fastar hér.“ Hrafnhildur er sem áður segir með viðkvæm bein og hefur brotn- að oft áður. Móðir hennar hætti að vinna fyrir fjórum árum þar sem það reyndist erfitt að samræma umönnun Hrafnhildar og vinnu. „Ef það er ekki frí, ekki starfs- dagur og hún er algjörlega hress þá rúllar þetta en það eru ekki margar vikur á ári,“ segir Arndís. „Það var alltaf eitthvað að koma upp á og þá þurfti ég að rjúka úr vinnu. Síðan þegar hún var í framhaldsskóla þá voru fríin svo löng og erfitt að dekka þau. Það eru fáir sem vilja hafa fólk í vinnu sem þarf alltaf að vera fara frá,“ segir hún og tekur fram að hún viti að þetta sé eins hjá foreldrum margra annarra fatl- aðra barna sem hafi þurft að hætta að vinna. Hrafnhildur hefur lengi beðið eftir búsetuúrræði en ekki fengið. „Hún var efst á lista sumarið 2013 en fékk ekki úthlutað og það hefur ekkert gerst síðan þá. Hrafnhildur er búin að vera í skammtímavistun aðra hverja viku í níu ár. Það hent- ar henni ekki lengur þar sem hún er orðin fullorðin kona og þarf sitt eigið heimili og rútínu sem er eins viku frá viku.“ viktoria@frettabladid.is EVRÓPUMÁL: 53 prósent lands- manna eru andvíg því að aðild- arumsókn Íslands að ESB verði dregin til baka samkvæmt könnun Capacent Gallup fyrir Já Ísland. Aldrei hafa fleiri verið hlynntir því að Ísland verði aðili að sam- bandinu, eða 46,2 prósent. 1.450 manns voru í úrtaki Capa- cent Gallup og svöruðu 60 pró- sent. Þegar spurt var hvernig fólk myndi greiða atkvæði í þjóðar- atkvæðagreiðslu um aðild að sambandinu kom í ljós að naum- ur meirihluti er andvígur aðild. „Þá hefur verið hæg en örugg þróun undanfar- in misseri þar sem þeim sem styðja aðild fjölg- ar og að sama skapi fækkar þeim sem eru á móti. Þannig að munurinn er orð- inn mjög lítill,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, formaður Já Ísland. Nýverið boðaði utanríkisráð- herra að ný þingsályktunartillaga verði lögð fram á næstu dögum um að aðildarumsókn Íslands frá árinu 2009 verði dregin til baka. „Og þá kemur í ljós að af þeim sem taka afstöðu, sem eru um 89 pró- sent aðspurðra, eru 60 prósent sem vilja ekki að umsóknin verði dreg- in til baka. Þannig að þetta tvennt teiknar mjög til þess að það sé í andstöðu við vilja meirihluta þjóð- arinnar að draga umsóknina til baka,“ segir Jón Steindór. - hmp, ngy JÓN STEINAR VALDIMARSSON Meirihluti landsmanna á móti því að draga aðildarumsókn Íslands að ESB til baka samkvæmt könnun: Fylgjendum aðildar að ESB fjölgar Eftir birtingu könnunar Capa- cent Gallup um hug landsmanna til aðildarumsóknar að ESB sendi framkvæmdastjórn Heims- sýnar frá sér tilkynningu þar sem áréttað er mikilvægi þess að umsókn Íslands um aðild að ESB verði dregin til baka. „Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hefur þá skýru stefnu að Ísland eigi að standa utan ESB,“ segir þar. ➜ Vilja draga til baka Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is LÖGREGLA Lögreglan á höfuðborgar- svæðinu framkvæmdi í síðasta mán- uði á annan tug húsleita í óskyld- um fíkniefnamálum í Kópavogi og Breiðholti. Í tilkynningu frá lögregl- unni segir að lagt hafi verið hald á talsvert magn af kannabisefnum, en einnig amfetamín, MDMA og stera. Aðgerðirnar eru liður í að hamla gegn sölu, dreifingu og framleiðslu fíkniefna. Þórhildur Sunna Ævars- dóttir mannréttindalögfræðingur talaði um aðgerðir lögreglu í þættin- um Á Sprengisandi á Bylgjunni síð- asta sunnudag og sagði almenning þurfa að velta fyrir sér rétti sínum gagnvart lögreglunni. „Þegar lögregla mætir og biður um að fá að leita að fíkniefnum eftir ábendingu frá manneskju, er það lögmæt leið eða ekki?“ spyr Þórhild- ur Sunna og segir skorta ytra eftir- lit með lögreglu. „Það vantar heild- stæða hugsun og stefnumótun um það hvernig við ætlum að standa vörð um okkar réttindi,“ bendir hún á og segir að fólk viti að lögreglan má ekki biðja einstaklinga um að fá að leita á þeim eða heimilum þess nema að vel athuguðu máli. - kbg Fíkniefnadeild lögreglunnar í víðtækum aðgerðum á höfuðborgarsvæðinu: Tugir húsleita lögreglunnar FÍKNIEFNAMÁLIN TEKIN FÖSTUM TÖKUM Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu hefur gert á annan tug húsleita og lagt hald á kannabisefni, amfetamín, MDMA og stera. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR VEISTU SVARIÐ? 0 3 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :0 0 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 A 0 -5 2 2 8 1 3 A 0 -5 0 E C 1 3 A 0 -4 F B 0 1 3 A 0 -4 E 7 4 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 5 6 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.