Fréttablaðið - 04.02.2015, Page 12

Fréttablaðið - 04.02.2015, Page 12
4. febrúar 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 12 Ég nota SagaPro Hjálmar Sveinsson, verkefnastjóri „Nú vakna ég úthvíldur“ www.sagamedica.is Sama góða varan í nýjum umbúðum E N N E M M / S IA • N M 6 49 16 KJARAMÁL Biðstaða er í launadeilu starfsmanna við Norðurál. Vil- hjálmur Birgisson, formaður Verka- lýðsfélags Akraness, segir deilunni mjög fljótt hafa verið vísað til Ríkis- sáttasemjara. Næsti sáttafundur er boðaður níunda þessa mánaðar. „Það er alveg ljóst að enn er him- inn og haf á milli deiluaðila,“ segir hann. Á vef verkalýðsfélagsins hefur verið greint frá því að Norðurál hafi hafnað nær öllum kröfum starfs- manna, en boðið 2,5 prósenta launa- hækkun, auk 75 þúsund króna ein- greiðslu og tengingu við hækkanir sem um kann að semjast á almenn- um vinnumarkaði. Kröfur starfs- manna hljóða hins vegar meðal annars upp á 20,9 prósenta hækkun byrjunarlauna, úr 206 þúsund krón- um í 249 þúsund og að tekið verði upp vaktakerfi sem byggist á þrí- skiptum átta tíma vöktum, á sömu launum og starfs- menn fá nú greidd fyrir 12 tíma vaktir. „Það er ekki mikil hreyfing á þessu en við erum alltaf vongóðir á meðan menn tala enn þá saman,“ segir Vilhjálmur. Einhugur sé um baráttumálin meðal starfsmanna. „Grundvallaratriði er að fyrirtæki í þessum geira hafa hagnast mjög vel og Norðurál, eitt glæsilegasta fyrir- tæki á Íslandi, hefur hagnast nær öll ár frá byrjun. Og í því viljum við fá hlutdeild, því að allir græða ef þeir sem starfa í þessum fyrir- tækjum fá góð laun. Sveitarfélögin fá hærri útsvarstekjur, ríkið meiri skatttekjur og verslun og þjónusta blómstrar á þeim svæðum sem slík- ar verksmiðjur starfa,“ segir Vil- hjálmur. Því skipti miklu máli að ná sem mestu út úr þessum fyrir- tækjum. „Og það er hlutverk okkar í verkalýðsfélögunum að gera það.“ Hvað varðar aðgerðir til að þrýsta á um lausn deilunnar segir Vilhjálm- ur eðli starfseminnar hjá Norðuráli setja vinnustöðvunum ákveðin tak- mörk. Ál er brætt í kerum sem þola ekki að vera stöðvuð í lengri tíma en fáeinar klukkustundir því þá storknar í þeim málmurinn og þarf að endurnýja kerin með ærnum til- kostnaði. Hinn 1. apríl geti starfs- menn hins vegar kosið um aðgerðir. „Og að sjálfsögðu munum við beita hverjum þeim tækjum og tólum sem við höfum til að ná fram sann- gjarnri leiðréttingu á launum þeirra sem þarna starfa.“ Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, sem fer fyrir samninga- nefnd fyrirtækisins segir best fara á því að halda samningaviðræðum við samningaborðið, en ekki í fjöl- miðlum. Málið sé í eðlilegum far- vegi hjá Ríkissáttasemjara. olikr@frettabladid.is VILHJÁLMUR BIRGISSON HJÁ NORÐURÁLI Svona renna álkubbarnir úr mótunum hjá Norðuráli. Starfsemi álvera er viðkvæm með framleiðsluferli sem þolir illa truflanir. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Himinn og haf er á milli deilenda Verkalýðsfélag Akraness segir grunnlaun byrjenda í stóriðju Norðuráls til skammar. Farið er fram á ríflega fimmtungshækkun þeirra. Ríkissáttasemjari miðlar málum. 0 3 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :0 0 F B 0 5 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 A 0 -4 D 3 8 1 3 A 0 -4 B F C 1 3 A 0 -4 A C 0 1 3 A 0 -4 9 8 4 2 8 0 X 4 0 0 5 A F B 0 5 6 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.