Fréttablaðið - 04.02.2015, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 04.02.2015, Blaðsíða 12
4. febrúar 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 12 Ég nota SagaPro Hjálmar Sveinsson, verkefnastjóri „Nú vakna ég úthvíldur“ www.sagamedica.is Sama góða varan í nýjum umbúðum E N N E M M / S IA • N M 6 49 16 KJARAMÁL Biðstaða er í launadeilu starfsmanna við Norðurál. Vil- hjálmur Birgisson, formaður Verka- lýðsfélags Akraness, segir deilunni mjög fljótt hafa verið vísað til Ríkis- sáttasemjara. Næsti sáttafundur er boðaður níunda þessa mánaðar. „Það er alveg ljóst að enn er him- inn og haf á milli deiluaðila,“ segir hann. Á vef verkalýðsfélagsins hefur verið greint frá því að Norðurál hafi hafnað nær öllum kröfum starfs- manna, en boðið 2,5 prósenta launa- hækkun, auk 75 þúsund króna ein- greiðslu og tengingu við hækkanir sem um kann að semjast á almenn- um vinnumarkaði. Kröfur starfs- manna hljóða hins vegar meðal annars upp á 20,9 prósenta hækkun byrjunarlauna, úr 206 þúsund krón- um í 249 þúsund og að tekið verði upp vaktakerfi sem byggist á þrí- skiptum átta tíma vöktum, á sömu launum og starfs- menn fá nú greidd fyrir 12 tíma vaktir. „Það er ekki mikil hreyfing á þessu en við erum alltaf vongóðir á meðan menn tala enn þá saman,“ segir Vilhjálmur. Einhugur sé um baráttumálin meðal starfsmanna. „Grundvallaratriði er að fyrirtæki í þessum geira hafa hagnast mjög vel og Norðurál, eitt glæsilegasta fyrir- tæki á Íslandi, hefur hagnast nær öll ár frá byrjun. Og í því viljum við fá hlutdeild, því að allir græða ef þeir sem starfa í þessum fyrir- tækjum fá góð laun. Sveitarfélögin fá hærri útsvarstekjur, ríkið meiri skatttekjur og verslun og þjónusta blómstrar á þeim svæðum sem slík- ar verksmiðjur starfa,“ segir Vil- hjálmur. Því skipti miklu máli að ná sem mestu út úr þessum fyrir- tækjum. „Og það er hlutverk okkar í verkalýðsfélögunum að gera það.“ Hvað varðar aðgerðir til að þrýsta á um lausn deilunnar segir Vilhjálm- ur eðli starfseminnar hjá Norðuráli setja vinnustöðvunum ákveðin tak- mörk. Ál er brætt í kerum sem þola ekki að vera stöðvuð í lengri tíma en fáeinar klukkustundir því þá storknar í þeim málmurinn og þarf að endurnýja kerin með ærnum til- kostnaði. Hinn 1. apríl geti starfs- menn hins vegar kosið um aðgerðir. „Og að sjálfsögðu munum við beita hverjum þeim tækjum og tólum sem við höfum til að ná fram sann- gjarnri leiðréttingu á launum þeirra sem þarna starfa.“ Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, sem fer fyrir samninga- nefnd fyrirtækisins segir best fara á því að halda samningaviðræðum við samningaborðið, en ekki í fjöl- miðlum. Málið sé í eðlilegum far- vegi hjá Ríkissáttasemjara. olikr@frettabladid.is VILHJÁLMUR BIRGISSON HJÁ NORÐURÁLI Svona renna álkubbarnir úr mótunum hjá Norðuráli. Starfsemi álvera er viðkvæm með framleiðsluferli sem þolir illa truflanir. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Himinn og haf er á milli deilenda Verkalýðsfélag Akraness segir grunnlaun byrjenda í stóriðju Norðuráls til skammar. Farið er fram á ríflega fimmtungshækkun þeirra. Ríkissáttasemjari miðlar málum. 0 3 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :0 0 F B 0 5 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 A 0 -4 D 3 8 1 3 A 0 -4 B F C 1 3 A 0 -4 A C 0 1 3 A 0 -4 9 8 4 2 8 0 X 4 0 0 5 A F B 0 5 6 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.