Fréttablaðið - 12.03.2015, Blaðsíða 6
12. mars 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6
LÖGREGLUMÁL Tollurinn stöðvaði á
dögunum tvö kíló af sterum sem
reynt var að koma til landsins.
Tollverðir stöðvuðu póstsendingu
frá Hong Kong sem innihélt stera í
duftformi. Sendingin var stíluð á
einstakling innanlands. Tollstjóri
hefur kært innflutninginn til lög-
reglu.
Sterunum var pakkað inn í
matvælaumbúðir og áttu það sam-
eiginlegt með öðrum álíka sending-
um að koma frá Hong Kong.
Árið 2014 var stærsta einstaka
sterasendingin stöðvuð en um var
að ræða þrjú kíló af lyfjum í duft-
formi sem reyndust við nánari
athugun vera tvær tegundir stað-
deyfilyfja. Sú sending kom einnig
frá Hong Kong á sínum tíma.
„Það virðist vera nokkuð um það
að þessar sendingar séu að koma frá
Hong Kong,“ segir Kári Gunnlaugs-
son yfirtollvörður. „Magnið sem er
flutt inn hefur verið breytilegt á
milli ára en það sem hefur verið
flutt inn það sem af er þessu ári er
um tveir þriðju af magninu sem var
flutt inn í fyrra. Þetta er sjötta send-
ingin sem við stöðvum á þessu ári,“
segir Kári. - srs
Það
virðist vera
nokkuð um
það að þessar
sendingar séu
að koma frá
Hong Kong.
Kári Gunnlaugsson yfirtollvörður.
1. Hvað heitir nýr ráðuneytisstjóri í um-
hverfi s- og auðlindaráðuneytinu?
2. Í hvaða landi er fótboltamaðurinn Sölvi
Geir Ottesen með samning?
3. Hvað hefur hluthöfum í félögum skráð-
um í Kauphöllinni fækkað mikið frá 2007?
SVÖR:
1. Sigríður Auður Arnardóttir. 2. Kína.
3. Úr 7.000 í 1 .400.
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is
vi
lb
or
ga
@
ce
nt
ru
m
.is
Þvottavél:
verð frá kr. 139.900
Þurrkari:
verð frá kr. 114.900
Íslenskt stjórnborð
Íslenskar leiðbeiningar
Besta vörumerkið í Þýskalandi 2015
Við bjóðum takmarkað magn af Miele þvottavélum
og þurrkurum á sérstöku tilboðsverði.
Gildir á meðan byrgðir endast.
TILBOÐ
Tollstjóri hefur kært sterasendingu til lögreglu. Flestar stera- og lyfjasendingar koma frá Hong Kong:
Meira magn stera í tolli en allt síðasta ár
STERAR Tollverðir lögðu hald á tvö
kílógrömm af sterum. MYND/TOLLSTJÓRI
Skrifstofustjóri skrifstofu skatta-
mála í fjármála- og efnahagsráðu-
neytinu, Maríanna Jónasdóttir, er í
framboði til stjórnar Vátrygginga-
félags Íslands. Aðalfundur er hald-
inn í dag. Maríanna er fyrrverandi
stjórnarformaður Lífeyrissjóðs
starfsmanna ríkisins og hefur
jafnframt gegnt öðrum trúnaðar-
störfum fyrir sjóðinn.
Maríanna nýtur stuðnings líf-
eyrissjóðsins í framboði sínu, en
A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna
ríkisins á 6,42 prósent í fyrirtæk-
inu. Líkt og önnur tryggingafyrir-
tæki lýtur VÍS eftirliti Fjármála-
eftirlitsins og því hafa vaknað upp
spurningar um hvort til hagsmuna-
árekstra kæmi ef Maríanna hlyti
kjör til stjórnar.
„Við þekkjum Maríönnu afskap-
lega vel. Hún starfaði lengi í stjórn
lífeyrissjóðsins og oftar en ekki
sem formaður eða varaformað-
ur. Þegar sú hugmynd kom upp,
þá var svona gengið úr skugga
um það hvort þetta samrýmdist
hennar stöðu innan fjármálaráðu-
neytisins. Það kom svar að þeir
sæju enga meinbugi á því. Og þá
stöndum við á bak við framboð
hennar,“ segir Árni Stefán Jóns-
son, for maður stjórnar Lífeyris-
sjóðs starfsmanna ríkisins.
Í svari fjármálaráðuneytis-
ins við fyrirspurn Fréttablaðsins
kemur fram að sú óskráða regla
gildi í ráðuneytinu að starfsfólki
tveggja skrifstofa er ekki heimilt
að taka sæti í stjórnum eftirlits-
skyldra aðila. Það eru skrifstofur
efnahagsmála og fjármálamarkað-
ar og lögfræðisvið. Að öðru leyti
gildi ekki takmarkanir umfram
það sem kveðið er á um í starfs-
mannalögum um trúnaðarskyldur
og aukastörf.
Þá segir að gegni starfsfólk störf-
um í stjórnum eða á öðrum vett-
vangi utan ráðuneytisins og þar
er fjallað um mál sem einnig eru á
starfssviði viðkomandi í ráðuneyt-
inu skal það samkvæmt tilmælum
ráðuneytisins víkja þar sæti.
Sex eru í framboði til stjórnar
en einungis fimm stjórnarsæti eru
í boði. Af þessum sex frambjóðend-
um eru fjórar konur en tveir karl-
ar. Vegna laga um kynjakvóta eru
karlarnir öruggir inn í stjórnina en
ekki konurnar.
Eins og fréttavefurinn Vísir
greindi frá fyrr í vikunni gefur
núverandi stjórnarformaður, Hall-
björn Karlsson, ekki kost á sér til
setu í stjórn næsta árið.
jonhakon@frettabladidid.is
Skrifstofustjóri í
stjórnarframboði
Skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu býður sig fram til stjórnar Vátryggingafélags
Íslands. Nýtur stuðnings Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Stjórnarformaður líf-
eyrissjóðsins segir fjármálaráðuneytið ekki hafa gert athugasemdir við framboðið.
Í FRAMBOÐI Maríanna Jónasdóttir, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu, hefur
unnið lengi fyrir Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
LANDBÚNAÐUR Matvælastofnun
hefur gert samkomulag við tvo
dýralækna um að sinna tímabund-
ið almennri dýralæknaþjónustu á
Austurlandi og Norðausturlandi.
Fréttablaðið hefur greint frá
mikilli óánægju bænda á Norð-
austurlandi með dýralæknaþjón-
ustu Matvælastofnunar eftir að
ekki hafði tekist að fullmanna
þjónustusamninga á tveimur
svæðum landsins.
„Við bændur fögnum þessu,“
segir Hermann Aðalsteinsson,
bóndi á Lyngbrekku í Reykjadal.
- sa
Dýralæknaþjónusta tryggð:
Bændur fagna
samningum
VEISTU SVARIÐ?
Við þekkjum
Maríönnu afskaplega vel.
Hún starfaði lengi í stjórn
lífeyrissjóðsins og oftar en
ekki sem formaður eða
varaformaður.
Árni Stefán Jónsson, formaður stjórnar
Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins.
BELGÍA Leiðtogar Evrópusambandsins búa sig nú undir áróðursstríð
gegn „blekkingarherferð“ Vladimírs Pútín Rússlandsforseta varðandi
Úkraínu.
Á leiðtogafundi ESB í næstu viku stendur til að fela Federicu Mog-
herini, utanríkismálafulltrúa sambandsins, að undirbúa gagnaðgerðir
gegn því sem í drögum að ályktun er kallað „viðvarandi blekkingar-
herferðir Rússa“.
Það er Reuters-fréttastofan sem skýrir frá þessu. Mogherini á að fá
þrjá mánuði til að undirbúa aðgerðir sem eiga að styðja við fjölmiðla-
frelsi í Rússlandi og efla þar „evrópsk gildi“. - gb
Leiðtogar Evrópusambandsins undirbúa áróðursstríð:
Ráðast gegn blekkingum Pútíns
ÓNÝTT HEIMILI Tárvot eldri kona stendur fyrir utan húsið sitt, sem farið hefur illa
út úr átökunum í Úkraínu. NORDICPHOTOS/AFP
DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja-
víkur sýknaði ríkið af skaða-
bótakröfu konu sem vistuð var
í Byrginu þegar hún var ólög-
ráða. Hún segist hafa orðið fyrir
varanlegu tjóni af vistun og
meðferð þeirri sem forstöðu-
maður Byrgisins, Guðmundur
Jónsson, viðhafði þar.
Kröfuna byggði konan á því að
Byrgið hefði verið sjúkrastofn-
un og því fallið undir eftirlit
landlæknisembættisins. Héraðs-
dómur Reykjavíkur hafnaði því
að ríkið bæri ábyrgð og hafnaði
því skaðabótakröfunni. - vh
Ber ekki ábyrgð á Byrginu:
Ríkið sýknað af
skaðabótakröfu
1
1
-0
3
-2
0
1
5
2
2
:0
5
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
4
1
C
-4
5
0
0
1
4
1
C
-4
3
C
4
1
4
1
C
-4
2
8
8
1
4
1
C
-4
1
4
C
2
8
0
X
4
0
0
5
B
F
B
0
6
4
s
C
M
Y
K