Fréttablaðið - 12.03.2015, Page 16

Fréttablaðið - 12.03.2015, Page 16
12. mars 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR ALÞINGI | 16 SÆTASKIPAN Á HÁTTVIRTU ALÞINGI ÍSLENDINGA Haraldur Benediktss. Oddný G. Harðardóttir Guðmundur Steingrímss. Willum Þór Þórsson Kristján L. Möller Brynhildur Pétursdóttir Helgi Hrafn Gunnarsson Róbert Marshall Bjarni Benediktsson Ólöf Nordal Lilja Rafney Magnúsd. Einar K. Guðfinnsson Sigurður Ingi Jóhannesson Páll Valur Björnsson Sigmundur D. Gunnlaugsson Ragnheiður E. Árnadóttir Varamaður Gunnar Bragi Sveinsson Kristján Þór Júlíusson Katrín Júlíusdóttir Illugi Gunnarsson Jóhanna M. Sigmundsd. Eygló Harðardóttir Bjarkey O. Gunnarsdóttir Sigrún Magnúsdóttir Unnur Brá Konráðsdóttir Birgir Ármannsson Óttarr Proppé Vigdís Hauksdóttir Silja Dögg Gunnarsdóttir Steingrímur J. Sigfússon Birgitta Jónsdóttir Jón Gunnarsson Ásmundur E. Daðason Þórunn Egilsdóttir Pétur H. Blöndal Jón Þór Ólafsson Guðlaugur Þ. Þórðarson Katrín Jakobsdóttir Ragnheiður Ríkharðsdóttir Árni Páll Árnason Elsa Lára Arnardóttir Svandís Svavarsdóttir Þorsteinn Sæmundss. Guðbjartur Hannesson Brynjar Níelsson Líneik Anna Sævarsdóttir Frosti Sigurjónsson Haraldur Einarsson Steinunn Þ. Árnadóttir Sigríður Ingadóttir Valgerður Gunnarsdóttir Páll Jóhann Pálsson Björt Ólafsdóttir Karl Garðarsson Valgerður Bjarnadóttir Helgi Hjörvar Vilhjálmur Árnason Ögmundur Jónasson Össur Skarp- héðinsson Einar K. Guðfinnsson Ásmundur Friðriksson Elín Hirst Vilhjálmur Bjarnason Höskuldur Þórhallsson Hanna B. Kristjánsdóttir Varamaður Innanríkis- ráðherra Sjútv.- og landbrh. Sjútv.- og landbrh. Iðn.- og viðskrh. Fjm.- og efnhrh. Forsætis- ráðherra Utanríkis- ráðherra Mennt.- og mennmrh. Fél.- og húsnrh. Umhv.- og auðlrh. Forseti Alþingis ? ? Alþingi Íslendinga er eina þjóðþing heimsins þar sem þingmenn draga um sæti. Aldrei þessu vant er því innistæða fyrir því þegar Íslend- ingar segjast vera einstakir í ein- hverjum efnum, þótt deila megi um það hve merkilegt það er. Þar sem engir þingfundir eru þessa vikuna beinir Fréttablaðið nú þingsjánni að sætaskipan þingmanna. Þorsteinn Magnússon, aðstoðar- skrifstofustjóri Alþingis, skrif- aði grein í tímaritið Stjórnmál og stjórnsýslu í desember þar sem hann rekur sögu sætisdráttarins. Á fyrstu árum endurreists Alþing- is giltu engar sérstakar reglur um sætaskipan, en árið 1915 er dregið í sæti. Það liðu þó 40 ár þar til sá siður festi sig í sessi. Líklegast er það tekið upp frá fulltrúadeild Bandaríkjanna, þar var dregið um sæti fram til ársins 1913. Í öðrum þjóðþingum er venjan hins vegar sú að setið sé eftir flokkadráttum. „Það má segja að það felist ákveðin þversögn í því að á Alþingi, sem er samkoma fulltrúa sem kjörnir eru af flokkslistum en ekki sem einstaklingar, skuli mönnum skipað til sætis í þingsal út frá einstaklingum en ekki flokk- um,“ segir Þorsteinn í grein sinni. Í gegnum tíðina hafa menn tekið ástfóstri við ákveðin sæti. Eysteinn Jónsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, skipti til að mynda alltaf við þá sem drógust í hans uppáhaldssæti og vermdi það í rúman áratug. Þingmenn eru þó ánægðir með þetta fyrirkomulag, að mati Þorsteins. Einnig eru til dæmi um að þing- menn hafi ekki viljað sitja við hliðina á kollegum sínum. Ingi- björg Sólrún Gísladóttir skipti til að mynda um sæti við flokkssystur sína úr Kvennalistanum, Jónu Val- gerði Kristjánsdóttur, árið 1993. Með því losnaði hún við að sitja við hliðina á Hjörleifi Guttormssyni, en þau höfðu eldað grátt silfur saman varðandi aðild að EES. kolbeinn@frettabladid.is Eina þingið sem dregur um sæti Alþingismenn draga um sæti í upphafi hvers þings. Þeir vita því ekki hver kemur til með að verða sessunautur þeirra næsta árið. Tíðkast hvergi í öðrum þjóðþingum. Almenn ánægja ríkir með fyrirkomulagið á meðal þingmanna sem skiptast á tískuráðum og almennu gríni. „Það er náttúrulega frábært að sitja við hliðina á Óttari og við göntumst stundum með það að við ljóskurnar sitjum saman í þinginu,“ segir Vigdís. „Það er gaman að sjá myndir af okkur því það má oft vart á milli sjá hvort er með síðara hár. Ég er stundum í vafa um það hvort það er ég eða hann sem er á myndum sem teknar eru af okkur aftan frá. Nú er hann búinn að stytta hárið þannig að ég er farin að þekkja okkur í sundur. En Óttarr Proppé er nátt- úrulega bara mikill öðlingur. Hann er víðsýnn og mikill pælari og ég er virkilega ánægð með að hafa hann fyrir sessunaut.“ Vigdís er hrifin af þeirri hefð að draga um sæti. Það sé skemmtilegt að sjá þegar drætti við þingsetningu er lokið hverjir sitji saman. „Ég hef átt marga skemmti- lega sessunauta. Ég held líka að það sé betra að gera þetta einu sinni á ári, þannig að maður verði ekki fastur í fjögur ár í sæti við hliðina á einhverjum sem manni ekki líkar. Það væri bömmer.“ „Það getur verið mjög ánægjulegt að sitja við hliðina á Vigdísi. Við erum oft ósammála í pólitík en látum það ekki stoppa okkur í að vera sætavinir,“ segir Óttarr. „Ég á ákveðinn hauk í horni í Vigdísi þegar kemur að tískumálum. Við ræðum oft saman um klæðaburð og styðjum hvort annað í tísku- málum. Þó að við séum kannski ekki alveg í sama flokki berum við mikla virðingu fyrir tískuflokkum hvort annars. En síðan er ég með ljómandi góðan sessunaut hinum megin við mig sem er Birgir Ármannsson. Ég hef það á tilfinn- ingunni að Birgir búi yfir lúmskari húmor en margir aðrir í þingsal. Við höfum mjög gaman af því að ræða saman um það sem er til umræðu og tengja það sérviskulegum áhuga okkar beggja og komumst þá að skemmtilegum niðurstöðum og skemmtilegum fordæmum sem hafa yfirleitt ekkert gildi nema skemmtanagildi fyrir okkur,“ segir Óttarr. Hann segir þá Birgi þó ekki ræða tískumál mikið. RUGLAST HVORT Á ÖÐRU OG DEILA TÍSKURÁÐUM Vigdís Hauksdóttir og Óttarr Proppé eru sessunautar á yfirstandandi þingi. Fréttablaðinu lék forvitni á að vita hvernig þeim líkaði vistin hvoru við annars hlið, þar sem við fyrstu sýn virðast þau ekki eiga mikið sameiginlegt, hvorki í stjórnmálum né áhugamálum. Þau bera hvort öðru hins vegar vel söguna. Nú er hann búinn að stytta hárið þannig að ég er farin að þekkja okkur í sundur. Vigdís Hauksdóttir Við ræðum oft saman um klæðaburð og styðjum hvort annað í tískumálum. Óttarr Proppé Illugi Gunnarsson í umræðum um innheimtuaðgerðir LÍN Það er alveg rétt sem háttvirtur þingmaður Árni Páll Árnason] hefur sagt, það er búið að gera breytingar á ábyrgðarmannalögunum, en hér er um að ræða ábyrgðir sem sannarlega eru til staðar og voru samþykktar fyrir þau lög. Lánasjóðurinn og stjórn hans eru bara að uppfylla þá skyldu sem lög kveða á um. Lánasjóðsstjórnin hefur engar heimildir til að fella niður skuldir eða ábyrgðir. Lilja Rafney Magnúsdóttir í umræðum um stöðu veikra byggða „Það hefur ekki farið fram hjá neinum sá mikli vandi sem fjöldi minni sjávarbyggða hefur staðið frammi fyrir undanfarin ár þegar þær hafa misst frá sér aflaheimildir og óvissa og atvinnuleysi blasir við íbúum. Við getum farið hringinn í kringum landið og horft til staða eins og Raufarhafnar, Breiðdals- víkur, Djúpavogs, Bíldudals, Tálknafjarðar, Þingeyrar, Flateyrar, Suðureyrar og nú síðast bárust þær fréttir frá Hólmavík að hugsanlega yrði helmingur aflaheimilda Strandabyggðar seldur burtu.“ Árni Páll Árnason í umræðum um innheimtuaðgerðir LÍN „Hér heyrðum við varnarræðu fyrir hið gamla Ísland, regluna um að þriðja manns ábyrgðir séu alltaf skyn- samlegar og að fólk eigi endurkröfu á hendur aðal- skuldara. Þetta er gamla ræðan sem fór með okkur á hörmulegan stað og gróf undan ábyrgðarkennd í fjármálakerfinu. Það er hrikalegt að heyra að það skuli vera menntamálaráðherra landsins og ríkis- stjórnin sem núna gangi á undan og láti opinberar stofnanir ganga harðar fram en bankar voga sér að gera gagnvart þriðja manns ábyrgðum.“ ÞINGSJÁ Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is Kolbeinn Óttarsson Proppé kolbeinn@frettabladid.is GJ AL LA RH O RN IÐ Við ljóskurnar sitjum saman í þinginu Virðum tískuflokk hvort annars 1 1 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :0 5 F B 0 6 4 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 1 C -1 8 9 0 1 4 1 C -1 7 5 4 1 4 1 C -1 6 1 8 1 4 1 C -1 4 D C 2 8 0 X 4 0 0 1 A F B 0 6 4 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.