Fréttablaðið - 12.03.2015, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 12.03.2015, Blaðsíða 52
12. mars 2015 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 40 Jessica Walsh er grafískur hönn- uður, listrænn stjórnandi og með- eigandi hönnunarfyrirtækisins Sagmeister & Walsh í New York. Á DesignTalks í dag mun Walsh tala um mikilvægi þess að leyfa sér að taka áhættu, mistakast, gera til- raunir og uppgötva, en það er eitt- hvað sem hún sjálf hefur tileink- að sér þrátt fyrir að það hafi ekki alltaf verið auðvelt. Meðal ann- ars hafnaði hún starfstilboði frá Apple þegar hún var nýútskrifuð og ákvað að fylgja innri sannfær- ingu frekar. „Ég elska Apple og heimspeki þeirra og ég hef heyrt að það sé dásamlegur vinnustaður. Samt sem áður var eitthvað innra með mér sem sagði mér að ég yrði ham- ingjusamari og myndi finna fleiri áskoranir af því að vinna á vinnu- stofu þar sem þú þarft að takast á við ólíkar gerðir viðskiptavina og áskoranir á hverjum degi,“ segir Walsh en í kjölfarið fór hún í starfsnám hjá hönnuðinum Paula Scher hjá fyrirtækinu Pentag- ram. „Mér fannst vera mikið sem ég gæti lært þar og var tilbúin til þess að taka mikla launaskerðingu til að byrja með til þess að ég gæti unnið þá vinnu sem ég vil vinna til lengri tíma. Það var mikil áhætta en borgaði sig.“ Fór á stefnumót í 40 daga Í mars árið 2013 hófu Walsh og vinur hennar, Timothy Goodman, verkefnið 40 Days of Dating, int- ernet-verkefni þar sem þau fóru á stefnumót hvort með öðru í fjöru- tíu daga og gerðu stefnumótunum og tilfinningum sínum skil á sam- nefndri vefsíðu. Verkefnið sló í gegn og vakti mikla athygli. Í kjöl- farið var gefin út samnefnd bók og Warner Brothers keyptu réttinn á handritinu. Walsh og Goodman hafa fengið þúsundir tölvupósta víðs vegar að úr heiminum frá einstaklingum sem verkefnið snerti við á einn eða annan hátt. „Eitt af mínum aðalmarkmiðum er að snerta fólk á einhvern hátt í gegnum vinnuna mína, það að hljóta þessi viðbrögð hefur því verið ótrúlegt og gert mig auðmjúka,“ segir Walsh en líkt og áður kemur fram stendur til að gera sögu þeirra skil á hvíta tjaldinu. Lorene Scafaria skrifar handritið og leikstjórn er í hönd- um Michael Sucy. Hefur hannað frá barnsaldri 40 Days of Dating markaði þó ekki upphaf ferils Walsh, sem hefur kóðað og hannað vefsíður frá ell- efu ára aldri, þótt verkefnið hafi vissulega gert hana þekktari meðal almennings. „Fyrir fjórum árum stofnaði ég Sagmeister & Walsh ásamt Stefan Sagmeister. Verkefni okkar voru vel þekkt innan hönnunarheims- ins en ekki eins þekkt af almenn- ingi. 40 Days of Dating-verkefnið breytti því og gerði okkur kleift „Þetta er skemmtileg og litrík lesning, efnið snýst um allt frá fatahönnun yfir í keramik, og skart yfir í borgarskipulag,“ segir Arnar Fells, ritstjóri nýs tíma- rits sem heitir HA. Það fjallar um hönnun og arkitektúr og er gefið út af Hönnunarmiðstöðinni sem níu aðildarfélög standa að. Tímaritið er veglegt, 128 síður að stærð og prentað á mjúkan pappír, skrifað á tveimur tungu- málum, íslensku og ensku, og skreytt mörgum myndum úr hinum ýmsu kimum hönnunar, eins og Arnar ritstjóri bendir á. Æ fleiri skilja nú mikilvægi hönnunar því vitundarvakning hefur orðið á því sviði, eins og segir í formála ritsins. Þaðan er líka eftirfarandi setning: „Við vilj- um efla almennan áhuga á hönn- un og arkitektúr með því að sýna áhrif greinanna og mikilvægi þeirra. HA mun verða vettvangur gagnrýninnar hugsunar og stuðla að aukinni þekkingu á hönnun og arkitektúr. Hvað er meira viðeig- andi en að tengja nafn slíks tíma- rits við spurnarorðið ha? Hið sér- kennilega íslenska orð sem lýsir undrun og fróðleiksfýsn, sem eru einmitt dyggðir skapandi fólks.“ - gun TÍST VIKUNNAR STOLTIR Arnar Fells ritstjóri og Arnar Ingi Viðarsson efnisstjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Litríkri lesningu fagnað úti á Granda Útgáfuhóf HA, nýs tímarits um hönnun og arkitektúr á Íslandi, var haldið í gær á Mat og drykk á Granda. Það fj allar um allt frá skarti og keramiki til borgarskipulags. KJARNAKONUR Guðrún Margrét Ólafsdóttir húsgagnahönnuður og Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönn- unarmiðstöðvar. Árni Vilhjálmsson @Cottontopp Jafnrétti á að vera jafn normcore og ýsa og kart- öflur með smjöri á mánudegi. Bergur Ebbi @BergurEbbi Silfur er of líkt current macbook. Golden er of mikið eins og maður sé egypskur. Er ekki space grey málið? Berglind Festival @ergblind Ég hækka alltaf ógeðslega mikið í útvarpinu þegar það kemur Quarashi lag. Manuela Ósk @manuelaosk Hæ Anna Wintour– gaman að sjá þig. Ok. Núna get ég bara dáið or some … Unnur Eggertsdóttir @UnnurEggerts Mér finnst að #stelpuratwitter ættu að hitt- ast einu sinni í viku og faðmast og ákveða hvernig við eigum að bjarga landinu (og/eða heiminum). #STELPURATWITTER, TÍSKUVIKA OG JAFNRÉTTI Gott að taka áhættu og mistakast Internet-verkefnið 40 Days of Dating kom grafíska hönnuðinum Jessicu Walsh svo sannarlega á kortið. Samnefnd bók hefur verið gefi n út og Warner Brothers hafa keypt réttinn á handritinu. Jessica er stödd á Íslandi til að fl ytja erindi á DesignTalks á HönnunarMars. HÖNNUÐURINN Jessica Walsh hefur tileinkað sér að taka áhættu, mistakast, gera tilraunir og uppgötva. Það hefur komið henni ansi langt á ferli hennar. MYND/HENRY HARGREAVES 40 DAYS OF DATING Jessica Walsh og vinur hennar, Timothy Goodman, fóru á stefnumót hvort með öðru í fjörutíu daga og gerðu stefnumótunum og tilfinningum sínum skil á vefsíðunni Forty Days of Dating. Verkefnið sló í gegn og síðan það hófst hafa Walsh og Goodman fengið yfir tíu þúsund gesti á heimasíðuna og þeim hafa borist þúsundir tölvupósta alls staðar að úr heiminum. MYND/SAGMEISTERWALSH.COM að tala við áheyrendur utan hins skapandi samfélags. Það var mjög spennandi og við vonumst til þess að gera meira af því í framtíðinni,“ segir hún en á meðal viðskipta- vina þeirra eru Levis, Red Bull, Museum of Modern Art, The New York Times og Adobe. Karlaklúbbur hönnuða Hún segir hönnun að ákveðnu leyti hafa verið karlaklúbb í gegnum tíð- ina þar sem mest áberandi einstak- lingar innan geirans hafi í flestum tilfellum verið karlkyns. „Það getur haldið aftur af ungum konum, þú þarft fyrir- myndir og einstaklinga til þess að líta upp til á þínum vettvangi til þess að öðlast trú á það að þú getir skapað þér lifibrauð í hinum skapandi heimi. Ég lít upp til svo margra hæfileikaríkra kvenna, til dæmis Paulu Scher, Mairu Kal- man, Ray Eames, listinn heldur áfram og áfram.“ Walsh segir jafnframt að fleiri ungar og hæfileikaríkar konur séu að ryðja sér til rúms og skapa sér nafn. „Af minni kynslóð og á meðal þeirra sem eru yngri sé ég marga hæfileikaríka unga kven- kyns hönnuði sem eru að skapa sér nafn. Það er mjög spennandi.“ Erindi Walsh hefst klukkan þrjú í Hörpu, Silfurbergi. 1 1 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :0 5 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 4 1 C -3 1 4 0 1 4 1 C -3 0 0 4 1 4 1 C -2 E C 8 1 4 1 C -2 D 8 C 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 0 6 4 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.