Fréttir - Eyjafréttir - 16.12.1993, Side 18
Fimmtudagurinn 16. desember 1993
Brynjar Krist júnsson skrifar:
Frjálshyggja, félags-
HYGGJA, SJÁLFSTÆÐl!
Kaupmannahöfn, 3. des. 1993
í Fréttum þann 18. nóv. sl. birtist
grein undir nafninu „Hvar er
kjarkurinn og getan?“ Greinin er rituð
af ungum manni að nafni Róbert
Marshall, sem er talsmaöur Fylkingar
(nýtt stjómmálafélag). Fylking hefur
væntanlega aðsetur í Kreml, húsi
Alþýöubandalagsins í Vestmanna-
eyjum, ætti reyndar aö vera Peking
eöa Havana því þar em aðsetur
síðustu leifa hinnar miklu stefnu úr
austri.
A árinu 1989 áttu Eyverjar 60 ára
afmæli. Ekki var hægt að hugsa sér
betri afmælisgjöf en fall Berlínar-
múrsins, sem leiddi til hmns
kommúnismans. Og skemmst er aö
minnast landsfundar Alþýðubanda-
lagsins, sem haldinn var á Akureyri.
Þar var stefna flokksins tekin, vöðlað
saman og hent í ruslið, því enginn
vildi vera kenndur við stóra bróður í
austri (og undrar engan). Þó voru
13,3% þjóðarinnar búinn að kjósa
þessa stefnu. Við Islendingar fengum
fljótt að sjá og heyra í fjölmiðlum um
þá spillingu og misrétti sem fólk var
beitt í austantjaldslöndunum. Má þar
nefna myndir í sjónvarpinu um mis-
„Vonandi hafa
þessi svör veitt
Fylkingu ein-
hvern skilning á
störfum Eyverja,
einhver verður
að kenna
hvolpunum!“
rétti fólks í landi Caucesco, sem síðar
var skreytt með gömlum frétta-
myndum um komu hans til íslands.
En þá héldu forvcrar Alþýðubanda-
lagsins honum að sjálfsögðu veislu,
hvað annað? Það er Ijótt og leiðinlegt
að berá þetta á borð núna, en er
sannleikur engu að síður og og það
sem meira máli skiptir, þetta kemur
okkur við.
Skemmtilegur möguleiki að starfa
með foreldrum. Er hægt að hugsa sér
málefnalegri umræóu en milli tveggja
kynslóða? I Eyverjum er enginn
látinn gjalda fyrir aldur sinn. Á 26.
afmælisdegi félagsmanns Fylkingar
verður honum örugglega afhent bréf,
sem á stendur: „Því miður ert þú
oröinn gamall, takk fyrir ágæt störf.“
Félagsmaður skikkaður í Sjálf-
stæðisflokkinn. Eins og þú sjálfur
skrifar „Eyverjar félag ungra sjálf-
stæðismanna", segir það sem segja
þarf.
Eru Eyverjar hundsaðir af
flokknum? Eyverjar hafa sæti í
mörgum nefndum bæjarins!
Billjardmót, borðtennismót og
Þórsmerkurferðir. Öllum er frjálst að
taka þátt í öllum opnum keppnum
Ey verja. Þórsmcrkurferðir eru félags-
ferðir Eyverja. Eg hefði haldið aó
félagshyggjufólk virti rétt félaga!
Þá er komið að því sem virðist
vera þymir í augum
Fylkingar/Róberts, Upplýsingaritið.
Aulabrandarar, því ntiður hef ég ekki
haft tækifæri til að skoða Upplýsinga-
ritið, sökum búsetu minnar. Vera má
*
Steinar Agústsson skrifar:
Hvað er framundan?
Ég má bara vera hreykinn yfir
þeim jákvæðu ummælum fólks og
hvatningarorðum við greinum
mínum í Fréttum.
Eitt dæmi af mörgum eru skrif
mín um slysahættuna í umferðinni,
og sér í lagi á mótum Heiðarvegar
og Strandvegar. Þar þarf svo sann-
arlega að koma upp umferðarljósum
sem allra fyrst. Allt kostar þetta
peninga en cru mannslífin ekki
peningavirði, eða hvað?
Ég vil taka það fram að ég efast
ekki um vilja bæjaryfirvalda, en er
sjálfsagt spurning um forgangsröð
verkefna.
Ég er undrandi á þeim sofanda-
hætti almennings í þessum bæ að
láta ekki í sér heyra um þessi brýnu
mál sem varða alla bæjarbúa og ekki
síst blessuð bömin. Atvinnuleysi er
böl sem því miður er til staðar bæði
hér í okkar bæjarfélagi og víða um
land. Launafólk þarf að sýna stéttar-
vitund í verki með því að standa þétt
saman í sínum verkalýðsfélögum og
vera vel meðvitað um rétt sinn og
skyldur. Við eigum hér í bæ að fara
fram á þá siðferðiskröfu að heima-
fólk gangi fyrir í vinnu.
Innflutningur á fólki á ekki að eiga
sér stað þegar bamafólk gengur um
atvinnulaust. Það á heldur ekki að
líðast að fluttur sé út ferskur fiskur
þegar verkefnaskortur er í
vinnslunni.
Miklir erfiðleikar
fólks
Erfiðleikar fólks eru miklir í dag.
Borga þarf af íbúðum og standa í
skilum með aðrar skuldir. Þess
vegna er það lágmarks krafa að allir
hafi vinnu og j)að cr ósk mín og von
að öllum aðilum vinnumarkaðarins
hér í bæ bcri gæfu til að tryggja
öllum vinnu á næsta ári. Það er vá
fyrir dyrum cf til vcrkfalls kemur
um áramót hjá sjómönnum.
Auðvitað gengur þetta kvótabrask
ekki lcngur með fiskinn í sjónum.
Ég kemst ekki hjá því í síðustu
grein minni á þessu ári að ræða
samninga ASÍ aðalsins. Ég held að
þessi aðall hafi gleymt láglaunafólki
sem hefur ekki fengið eina krónu
kauphækkun á þriðja ár. Allt í nafni
þjóðarsáttar og er það gott svo langt
sem það nær. Staðreyndin er nefni-
lega sú að í dag lifir enginn á
þessum smánarlaunum þó bónus og
aukaálag komi til. Húsmæðurnar
þurfa að kaupa í matinn til heimil-
isins þótt skórinn kreppi, það kostar
sitt, sérstaklega landbúnaðar-
vörumar. Það er nefnilega
landbúnaðarófreskjan og báknið
sem er að drepa bændastéttina með
óheyrilegu verði á landbúnaðar-
vörum. Einokunarstefnu úrelts
landbúnaðarkerfis verður verður að
linna.
Úrelt
einangrunarkerfi
Ég kemst ekki hjá því að minna
fólk á að aðeins einn flokkur berst
gegn þessu úrelta einangrunarkerfi,
Alþýðuflokkurinn. íhald, Framsókn
Steinar Ágústsson.
og Alþýðubandalag vilja viðhalda
þessu útbrennda kerfi. Þetta ætti
launafólk að muna í umræðunni.
Við höfum ekki efni á því kæra
launafólk að kjósa kerfislið sem
engu hefur gleymt og ekkert lært. Er
það sæmandi í íslensku þjóðfélagi
að henda matvælum á haugana eða
brenna það á sama tíma og fjöldi
fólks á varla til hnífs og skeiðar?
Þetta er siðlaust og við eigum að
koma ókkur út úr moldarkofa-
hugsunarhættinum og fara að lifa í
alvöru velferðarþjóðfélagi og vera
jákvæð og hugsa til framtíðar, en
hafna úrtökuliðinu, aðlinum og
væjinu.
Ég óska öllum Vestmanna-
eyingum gleðilegra jóla og
farsældar á komandi ár. Þakka liðið.
Steinar Ágústsson
Brynjar Kristjánsson.
að þar sé „húmor“, sem ekki allir
kunna að meta. En, ég held að
þyngsta ásökunin liggi í þínum eigin
orðum, því þú hefur „vió nánari
athugun ákveðið að draga til baka ó-
verðskuldað hrós um bleðil er þjáist
af óhjákvæmilega málefnalegri
fátækt."
Upplýsingaritið er ekki málgagn
Eyverja. Eyverjar telja hjálp í við-
lögum og símanúmer öryggisstofn-
ana málefnaleg og dýrmæt! Staf-
setningavillur veróa því miður oft til
hjá setjurum, en ekki Eyverjum.
Auðvitað má vera að einhverjar villur
séu á kostnað Eyverja. Ragnar
„gamli“ Óskarsson, ágætur íslensku-
kennari minn, fór eitt sinn með okkur
(‘68 módelið) í ritmál Halldórs K.
Laxness. Við komumst t.d. að því að
Laxnes skrifar „saungur", sem er
hans frelsi og bcr að viróa það. í grein
þinni er Sjálfstæðisflokkurinn með
litlu „s“, en Alþýðubandalagið með
stóru „A“. Ekki ætla ég að sakast við
þig eða Fylkingu um uppsetningu og
stafsetningu greinar þinnar, en það er
gaman að sjá félagshyggjumann not-
færa sér frelsi og frjálshyggju í
ritmáli.
Samstarf Eyverja og Sjálfstæðis-
félaganna í Vestmannaeyjum er mjög
gott, má þar nefna Ásgarð. Ef hvert
félag hefði setið í sínu homi væri
félagsheimilið ekki til. Samstarf
innan flokksins hefur einnig verið
nijög öfundsvcrð gáta, fyrir vinstri
sinnaða, því ekki hefur neinum fiokki
tekist að halda höndum saman um
þvílíkan fjölda fólks sem Sjálfstæðis-
flokkurinn er.
Getan liggur í því að árið 1929
stofnuðu ungir Sjálfstæðismenn í
Vestmannaeyjum með sér félag. Þetta
félag er enn starfandi og öflugra en
nokkru sinni fyrr, og ber nafnið Ey-
verjar.
Um óttann er eitt að segja: „Komið
fagnandi". Óskhyggjan, í fyrsta skipti
hittir þú naglann á höfuðið.
Vonandi hafa þessi svör veitt
Fylkingu einhvcm skilning á störfum
Eyverja, einhver verður að kenna
hvolpunum!
Fylking telur á fjórða tug félags-
manna, það væri gaman að sjá
skiptinguna milli flokksbundins
Alþýðubandalagsfólks og þeirra sem
eru óflokksbundnir, fyrr taldi
hópurinn skipar eflaust stjómina og
sá síðar taldi félagsmenn? Stjóm
Fylkingar er sérstæð, þar er ekki að
finna oddamann. Einn félagi gegnir
tveimur stöðum, er hinum ekki treyst-
andi? Þetta er skrýtin útfærsla á stjóm
félagshyggjufólks.
Fylking, nei takk. Af hverju að
ganga í félag, sem getur ekki einu
sinni myndað lýðræðislega stjóm?
Eyverjar, já takk. 64 ár segja sitt.
Með ósk um gleðilega jólahátíð og
friðsæls árs.
Brynjar Kristjánsson,
Eyverji
FRETTIR
1
Útgcfandi: Eyjaprent hf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Óntar Garðarsson. Blaðamaður: Þorsteinn Gunnarsson.
Ábyrgðarmenn: Óntar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent hf. Vestmannaeyjum. Aðsetur rit-
stjórnar: Strandvegi 47 II. haeð. Sími: 98-13310. Myndriti: 98-11293. FRÉTTIR konta út alla fimmtudaga.
Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu í Tuminunt, Kletti, Novu, Skýlinu, Tvistinum, Pinnanum, Kránni,
Búrinu, Betri Bónus, Vömval, Herjþlfi, Flugvallarversluninni, Eyjakaup, Eyjakjör og Söluskálanunt. FRÉTTIR
em prentaðar í 1750 eintökum. FRÉTTIR cm aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfrétlablaða.
Landakirkja
Jólafundur Kvenfélags Landakirkju
sem átti að vera í kvöld fellur niður.
Sunnudagur 19. desember
Kl. 11:00 Barna- og fjölskyl-
dusamvcra - Börn úr Hamarsskóla
flytja helgileik um jólaboðskapinn.
Kl. 20:30 Jólafundur KFUM & K
Landakirkju. - „Pálínukaffi“.
Betel
Fimmtudagur kl. 12:00 Súpufundur í
Samkomuhúsinu.
Fimmtudagur kl. 20:30 Biblíulestur,
Steingrímur A. Jónsson.
Föstudagur kl. 20:30 Unglingasamkoma (13
ára og eldri).
Laugardagur kl. 20:30 Brotning brauðsins.
(Beðið sérstaklega fyrir þeim sem þess óska).
Sunnudagur kl. 13:00 Sunnudagaskólinn
fyriröll brim og kl. 16:30 vakningarsamkoma.
Aðventkirkjan
Föstudagur:
kl. 20:00 Aóventukvöld
Laugardagur:
kl. 10:00 Biblíurannsókn
kl. 11:00 Guósþjónusta
Efni: Kristur kjarni allrar
tilveru.
Gestir helgarinnar eru:
Jón Hj. Jónsson og
Sólveig Jónsson
kl. 20:00 Spilað og
spjallaö
talar
S: 11585
Bahá'i sam-
félaqið
Opið hús að KirRjuvegi 72B,
fyrsta fimmtudag hvers
mánaðar kl. 20:30. Almennt
umræðuefni. Allir velkomnir.
Heitt á könnunni.
Minningarkort:
Eftirtaldar sjá um sölu á minn-
ingarkortum Krabbavarnar: Kristín s:
11872, Hólmfríður s: 11647, Guóný
sími 13084 og Anna s: 11678.