Skessuhorn


Skessuhorn - 11.06.2008, Side 7

Skessuhorn - 11.06.2008, Side 7
Þjóðhátíð á Akranesi 2008 Dagskrá hátíðarhalda á 17. júní á Akranesi Akraneskaupstaður óskar Skagamönnum og landsmönnum öllum gleðilegrar þjóðhátíðar! 10:00-12:00 Þjóðlegur morgun á Safnasvæðinu Byrjaðu þjóðhátíðardaginn með fjölskyldunni á Safnasvæðinu í léttri og þjóðlegri stemningu. Stundum er erfitt að bíða eftir því að allt fjörið hefjist á 17. júní og því tilvalið að taka forskot á skemmtilegan dag og mæta á Safnasvæðið! 13:00 Hátíðarguðsþjónusta í Akraneskirkju Sr. Björn Jónsson messar í fjarveru sóknarprests. Hátíðarræða: Steinunn Eik Egilsdóttir, nýstúdent 14:00 Hátíðardagskrá á Akratorgi Fánahylling á Akratorgi Ávarp bæjarstjóra, Gísla S. Einarssonar. Ávarp fjallkonu Hátíðarræða dagsins Kór Akraneskirkju syngur við athöfnina Skrúðganga að lokinni dagskrá í Akraneshöll 14:00 - 16:00 Safnasvæðið að Görðum Glæsilegt kökuhlaðborð í Garðakaffi að hætti hússins. 14:30 - 17:00 Kaffisala í safnaðarheimilinu Vinaminni Kaffisala í safnaðarheimilinu Vinaminni á vegum Kirkjunefndar Akraneskirkju. Glæsilegt kökuhlaðborð! 15:00-17:00 Barnaskemmtun í Akraneshöll Skrúðgangan sem fer frá Akratorgi endar í Akraneshöll þar sem boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá fyrir börn á öllum aldri, m.a.: Þrautabraut fyrir 2 - 5 ára Danssýning barna úr Brekkubæjarskóla Krakkar úr Grundaskóla sýna þætti úr Ávaxtakörfunni Leikbrúðusýningin Einar Áskell í flutningi Bernd Ogrodnik Ýmsar þrautir og leikir, glens og gaman á svæðinu - Hringekjur og hoppkastalar Listasetrið Kirkjuhvoll - Sumarsýning 2008. Sýning á úrvali verka í eigu Listasafns ASÍ. Sýning á nokkrum af helstu dýrgripum í eigu safnsins, m.a. verk eftir Jóhannes S. Kjarval, Jón Stefánsson o.fl. 20:30 - 22:30 Frábær fjölskylduskemmtun í Akraneshöll Þú mátt ekki missa af þessu! Þjóðhátíðardagurinn verður viðburðaríkur á Akranesi í ár. Hátíðin fer fram með hefðbundnu sniði en aðalhátíðin verður haldin í Akraneshöllinni. Kynntu þér dagskrána og taktu virkan þátt í þessum skemmtilegasta degi ársins! Dagskrá dagsins er sem hér segir: Ekki missa af frábærri dagskrá á 17. júní! Dagskráin á 17. júní miðar að því að fjöl- skyldan finni öll eitthvað við sitt hæfi, allt frá þjóðhátíðarmorgni á Safnasvæðinu, skemmtilegri barnaskemmtun í Akraneshöllinni til glæsilegrar fjölskyldu- hátíðar um kvöldið. Kynntu þér dagskrána vel og taktu virkan þátt í skemmtilegri þjóðhátíð! Sjáumst hress! 17. júní 2008 Nánari dagskrá hátíðarhalda á þjóðhátíðardaginn 17. júní 2008 verður dreift í öll hús á Akranesi um næstu helgi. Kynnið ykkur dagskrána og takið þátt í skemmtilegum degi!

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.