Skessuhorn


Skessuhorn - 24.11.2010, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 24.11.2010, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER Goð sögn in um tár Litla hests ins Framhaldssaga eft ir Mary Maden Mynd skreyt ing ar: Vicky Wallace Sagan fram að þessu... Hermenn hafa rekið Litla­Úlf og fólkið hans frá heimilum þeirra og eru að fara með þau vestur. Litli hesturinn fer að leita að Litla­Úlfi og kemst að því að hann er farinn. Á leiðinni vestur verður móðir Litla­Úlfs veik og örmagnast. Lokakafli ­ Tár Litla hestsins Litli­Úlfur hélt fast um móður sína. Hún var farin. Aldrei aftur myndi hann finna hana vefja hann örmum eða sjá fallega brosmilda andlitið hennar. Aldrei myndi hann heyra hana segja: „Litli­Úlfur, sonur minn.“ Litli­Úlfur var aleinn. Móðir Litla­Úlfs var grafin í grunna gröf rétt hjá vegslóðanum. Litli­Úlfur var neyddur til að halda áfram. Þar sem drengurinn gekk eftir slóðanum ákvað hann hvað til bragðs skyldi taka. Jafnvel þótt frænka hans og frændi myndu taka hann að sér, ætlaði Litli­Úlfur ekki að fara með þeim vestur. Hann ætlaði heim! Litli­Úlfur ákvað að snúa aftur til fjallanna og bróður síns, Litla hestsins. Þá nótt, þegar allir voru í fastasvefni, flúði Litli­Úlfur. Hann læddist hljóðlega eins og mús í gegnum búðirnar. Litli­ Úlfur hélt sig í skugganum. Hann stefndi áleiðis að fjarlægari enda búðanna. Litli­Úlfur heyrði raddir. Drengurinn skýldi sér hjá vagni. Hjarta hans sló svo hratt í brjósti hans að hann hélt að það myndi springa! „Það er kalt í nótt,“ sagði einn hermaður. „Það segirðu satt,“ samþykkti annar hermaður. „Áttu tóbak sem þú mátt missa?“ Litli­Úlfur sá logann af eldspýtu. Litli­Úlfur beið í myrkrinu þar til hann heyrði raddirnar fjara út. Um leið og drengurinn taldi sér óhætt að verða ekki á vegi hermannanna sem voru á eftirlitsgöngu, hélt hann að útjaðri búðanna. Litli­Úlfur læddist hljóðlaust að skóglendi aftan við búðirnar. Um leið og hann komst á milli trjánna, fór hann að hlaupa. Drengurinn hljóp og hljóp. Fætur hans flugu hratt yfir frosna jörðina. Litli­Úlfur hljóp hraðar og hraðar. Allt í einu festist fótur Litla­ Úlfs í rót á stóru tré. Drengurinn datt kylliflatur og höfuðið rakst í stein. Litla­Úlf svimaði en hann stóð upp. Hann fann blóð renna í augun á sér. Þrátt fyrir meiðslin hélt drengurinn áfram að hlaupa. Hann hugsaði um fjöllin sín og Litla hestinn. Hugsanir hans gáfu honum styrk til að halda áfram. Litli­Úlfur hljóp alla nóttina. Morguninn eftir kom Litli­Úlfur að læk. Hann myndaði skál með höndunum og drakk með áfergju. Mikið bragðaðist vatnið vel! Litli­ Úlfur þvoði andlit sitt í læknum. „Æ!“ Litli­Úlfur æpti af sársauka þegar hann snerti sárið á enninu. Litli­Úlfur hljóp í sex daga og sex nætur. Á sjöunda degi var hann orðinn villtur. Hann var kominn með hita og var ráðvilltur og vissi ekki í hvaða átt skyldi stefna. Litli­Úlfur settist niður til að hvílast. Hann ætlaði að loka augunum aðeins eitt augnablik. Þegar hann opnaði aftur augun sá hann Litla fólkið standa hjá sér! Litli­Úlfur vissi ekki hvort þetta var draumur eða veruleiki. „Við erum komin til að hjálpa þér, drengur litli,“ sagði litla konan mjúkum rómi. „Þú þarft að standa upp, Litli­ Úlfur,“ sagði litli maðurinn. „Stattu upp núna,“ sagði litli maðurinn sem var eldri. Litli­Úlfur reis á fætur. Litla fólkið sýndi honum slóð sem hann átti að ganga eftir. „Fylgdu slóðinni,“ sagði fólkið. „Hún mun vísa þér leiðina heim.“ Áður en Litli­Úlfur gat þakkað Litla fólkinu var það horfið. Drengurinn fylgdi slóðinni sem Litla fólkið hafði sýnt honum. Drengnum reyndist erfitt að halda hlaupunum áfram. Allt í einu svimaði Litla­Úlf. Hann var kominn með háan hita. Litli­Úlfur lagðist á hnén. Hann gat ekki haldið áfram. Hugsanir Litla­Úlfs beindust að bróður hans, Litla hestinum. Litli­ Úlfur lagði fingurna við munn sér og blístraði veiklulega. Síðan lokaði hann augunum og féll til jarðar. Vindurinn bar blísturhljóð Litla­ Úlfs upp til fjallanna. Litli hesturinn sperrti eyrun. Hesturinn heyrði blístur Litla­Úlfs og hann vissi að bróðir hans lá fyrir dauðanum. Hjarta hans brast. Litli hesturinn gerði það sem enginn lítill hestur hafði gert fyrr né síðar. Hann grét. Tár Litla hestsins féllu á jörðina og vættu hana. Sólin skein og þurrkaði jörðina, tók upp tár Litla hestsins. Regnský myndaðist á himnum yfir grátandi hestinum. Það tók að gola. Vindurinn blés regnskýinu þar sem Litli­Úlfur lá. Svo fór að rigna. Regnið steyptist á Litla­Úlf. Regnið kældi sótthitað enni Litla­Úlfs. Allt í einu hætti að rigna. Í staðinn birtist fallegur regnbogi. Við endann á regnboganum stóð Litli hesturinn. Litli­Úlfur stökk á fætur og blístraði hátt. Litli hesturinn hljóp til Litla­Úlfs. Drengurinn stökk á bak hestinum og saman riðu þeir á brott. Jafnvel enn í dag er sagt að heyra megi í fjöllunum hófahljóð lítils hests og hlátur indíánadrengs. Höfundur þessarar sögu, Mary Maden, býr með eiginmanni sínum Eric í Kitty Hawk í Norður­ Karólínu. Hún skrifar bækur fyrir börn og framhaldsögur fyrir dagblöð. Þegar Mary Maden er ekki að skrifa hefur hún gaman af að heimsækja skóla og bókasöfn. Þýðing er í boði starfsmanna Háskólans á Akureyri og Amtsbókasafnsins. Tveir botnar hafa mér borist til viðbótar við fyrripartinn; „Mikið er um þá maðurinn býr“ og munar þó ekki nema hálfri hendingu á þeim. En þeir eru á þessa leið: ,,Þarf hann hey fyrir“ eða „Þegar hann hefur“ þrettán kýr, þrjátíu lömb og uxa. En endilega hafið samband við mig ef rifjast upp fyrir ykkur fleiri botnar því vel gætu þeir verið til. Því miður virðist nú enn sem áður að þjóðarauðnum sé nokkuð misskipt og sumir hafi ekki of mikið fyrir sig að leggja til jólanna eða reyndar til að næra sig á yfirleitt. Einar Árnason frá Finnsstöðum ávarpaði einhvern tímann afgreiðslumann í kjötbúð KEA á Akureyri: Vigtaðu ketið vinurinn vel til sunnudagsins. Hugsaðu meira um hagnað minn heldur en Kaupfélagsins. Æði miklar breytingar hafa orðið á verslunarháttum þjóðarinnar á síðustu áratugum og ekki gott að benda á einhvern einn þátt sem aðalorsök í því sambandi. Á tímabili virtist sem sumir hefðu tekið Jóhannes í Bónus nánast í dýrlingatölu enda orti Jakob á Varmalæk: Um heilög jól menn hugleiða þá vist sem handan grafar allra að lokum bíður. Menn játa trú á Jesúm heitinn Krist ­ og Jóhannes í Bónus ekki síður. Og undir auglýsingalestrinum á jólaföstunni 1995 kvað Guðmundur á Skálpastöðum: Hugsjón og takmark hins neytandi nútímamanns er að ná til sín annarra hlutdeild í veraldar auði og kýla svo vömb sína í margfrægri minningu hans sem mettaði þúsundir tveimur fiskum og brauði. Þetta eilífa flóð auglýsinga um hver jól getur að vísu orðið svolítið þreytandi þó við fáum nú kannske tæpa 10 mánuði á milli til að jafna okkur. Einhvern tímann var rætt um það af kirkjunnar mönnum að verðlauna kristilegustu jólaauglýsinguna og varð það til þess að menn rifjuðu upp hálfgleymdar ritningargreinar eins og ,,Mitt hús á að vera bænahús ­ o.s.fv.“ en Hjálmar Freysteinsson hafði þetta um málið að segja: Svo kaupæðið verði sem kristilegast kirkjan samþykkti einróma að verðlauna þann sem listilegast leggur nafn guðs við hégóma. Gísli Jónsson hélt lengi úti afbragðsgóðum þáttum um íslenskt mál í Morgunblaðinu og birti í þeim töluvert af limrum eftir hina ýmsustu höfunda. Einn af þeim sem lagði þar hönd á plóg nefndi sig Yngling utan og hefur greinilega verið búinn að gera sér grein fyrir því að ef skyndilega brysti á alheimsfriður myndu svo margir missa vinnuna við hergagnaframleiðslu að sú kreppa myndi slá öllum hinum fyrri við enda kvað hann um jólahátíðina: Við myndkassann bregst ekki mæting. Marktæk áglápsbæting, á spilakassa og svínakjötsmassa. Af því að við viljum fæting. (En engan frið á jörð). Flestir reyna að gera sér einhvern dagamun í mat og drykk um jólahátíðina þó jólasiðirnir séu með ýmsum hætti. Á tímum þorskastríðanna var ort um þau heiðurshjón í Bretlandi, Betu drottningu og Pusa prins: Kræsingar á hvers manns disk komið um jólin geta. en þau kváðu ætla að fá sér fisk Filipus og Beta. Lengi hefur tilhugalíf kóngafólksins verið fjölmiðlunum áhugamál enda voru þau engin undantekning þó æsiblaðamennskan væri ekki orðin með sama hætti þá og nú. Um eða stuttu eftir brúðkaup þeirra var kveðið hér uppi á Íslandi: Tuk ­ ég varla tel það ­ gus­ tölu ­ þó mig langi ­ vert Fili ­ um að yrkja ­ pus ó ­ því læt ég þetta ­ gert. Í mínum æskuminningum voru eplin órjúfanlega tengd jólunum enda fannst mér það ganga guðlasti næst þegar farið var að selja þau á öðrum árstímum og sem 8 eða 10 ára gutta fannst mér þetta hrein hryðjuverkastarfsemi gagnvart jólahátíðinni. Á þessum tímum var ort um jólaundirbúninginn: Fyrir jólin fólki hjá þarf flest í gegn að taka. Kynstrin öll af kökum þá kerlingarnar baka. Sveinn og pía sig á ný svo með hraði baða; Delisíus eplum í allir glaðir vaða. Þó jólin séu oft notuð sem tímasetning fyrir ýmsa stórviðburði á mannsævinni er það nú svo að menn ráða því ekki ennþá hvenær þeir fæðast. Um miðja síðustu öld var Torfi Bjarnason, frá Ásgarði í Dölum, héraðslæknir á Sauðárkróki og naut mikilla vinsælda. Hann átti afmæli á annan í jólum og á fimmtugsafmæli hans árið 1949 sendi kona nokkur honum eftirfarandi vísu og vildi þar með votta honum virðingu sína og þakkir: Jesúbarn í jötu lá, jólin þessu greina frá. Fimmtíu ára afmæli á elsku Torfi læknir þá. Einhvern tímann var eftirfarandi gáta ort og minnir mig helst að höfundur hafi verið talinn Sveinn Bergsveinsson: Hvað er líkt með hrút og presti heims á mörgu bólunum? Og svarið var náttúrlega: Annatíminn allra mesti er hjá þeim á jólunum. Það er heldur ekki það sama sem kemur öllum í jólaskap enda ekki allir sem upplifa sömu hughrifin en fjárbóndi nokkur orti þessa jólahugleiðingu fyrir stuttu: Kirkjur fyllir kristin þjóð, kyrrist hugur sumra. Úti í í húsum ástarljóð allir hrútar kumra. Sami fjárbóndi sat fyrir nokkrum árum með hrútaskrá sæðingastöðvanna sem er án efa mest lesna bókin í aðdraganda jólanna á flestum þeim sveitaheimilum þar sem sauðfjárrækt er stunduð. Oft eru líka fleiri gæðagripir í boði en þörf er fyrir og vandi að velja milli þeirra. Varð bónda þá að orði: Eflaust má hjá flestum finna í fari gallavott og það er alltaf vandavinna að velja eitthvað gott. Sumum finnst reyndar að lýsingarnar í hrútaskránni séu svolítið hver annarri líkar eða eitthvað svipaðar og Helgi Kristjánsson frá Ferjubakka orti: Stuttir fætur, staðan gleið, stinnur eins og klettur. Hálsinn digur, bringan breið, bolur jafn og þéttur. Þorbergur Þorsteinsson frá Sauðá, hálfbróðir Indriða G. var um tíma með smábúskap á Sauðárkróki og einn morgun um fengitímann ávarpaði hann kynbótahrút sinn með þessum orðum: Lof sé þér hrútur sem lembir mínar ær. Leitt er þó að vita hve þú daufur varst í gær. Það var kannske heldur mikið ­ tuttugu og tvær. Taktu þessu rólega ­ þér var djöfuls nær! Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Vísnahorn Stuttir fætur, staðan gleið - stinnur eins og klettur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.