Skessuhorn


Skessuhorn - 24.11.2010, Blaðsíða 52

Skessuhorn - 24.11.2010, Blaðsíða 52
6 | UPPHE IMAFRÉTT IR 2010 Fjórar bækur nýrra höfunda hjá Uppheimum Megas og Þórunn Erlu Valdimarsdóttir Dagur kvennanna – ástarsaga „Það er bara dagur í haustkvosinni, sem á sér einskis ills von. Í blænum er mildur mannaþefur, og blíða en ekki stríða í andblænum. Eins og lög gera ráð fyrir er dagurinn mannaður góðu hlutfalli bordýra og skor dýra, karla og kvenna.“ Dagurinn í haustkvosinni er Kvennafrídagurinn 24. október 1975. Clint Himin­ hrjóður Eastwood gengur sinn keika vanagang út úr Mogga höllinni og kinkar graðlega kolli til hverrar vanadísu er á vegi hans verður. Hann fylgist með 40.000 fótum og jafnmörgum brjóstum hóp ast angandi á Lækjartorg, ætlar inn á Hótel Borg og hittir dísina Máneyju í hring dyrunum, sem varðar eru af froski í einkennis­ klæðum: „Hér er kvenna fundur.“ Hand ritið að þess ari makalausu nóvellu hefur legið óútgefið í átján ár en lítur nú loks dagsins ljós. Eftir að kynjastríðið kom konum á topp inn var loks hægt að ljúka sögunni. Unnendur safaríkra og gróteskra karni val bók mennta fagna. Ragnar Arnalds Drottning rís upp frá dauðum Seint á 13. öld lagði Margrét konungsdóttir í Noregi upp í örlagaríka ferð. Átta ára gömul varð hún drottning Skot lands og hélt á fund væntanlegs brúðguma síns og jafn­ aldra, Játvarðar, krón prins Englands. Skotar og Englend ingar biðu henn ar þús und um saman án árangurs – drottningin unga kom ekki í eigið brúðkaup. Rúmum áratug síðar sigldi þýskur kaupmaður til Íslands ásamt konu sinni, Bláklukku. Þar hittu þau fyrir klerk sem verið hafði hirðprestur í Noregi og kenn ari Margrétar fyrir hina afdrifaríku för. Saman sviptu þau hulunni af leyndarmálinu um hvarf drottn ­ ingarinnar . . . Drottning rís upp frá dauðum er ævintýralegt ferðalag til fortíðar og ber lesandann víða – frá Skotlandi til Orkneyja, Íslands, Eng lands, Þýska lands og Noregs. Ragnar Arnalds bregður upp ljós lifandi og hrífandi myndum af Evrópu miðalda í spennandi frásögn af miklum örlögum. Drottning rís upp frá dauðum er þriðja sögulega skáldsaga Ragnars Arnalds, sem einnig hefur getið sér gott orð sem leik skáld. Örlygur Kristfinnsson Svipmyndir úr síldarbæ Svipmyndir úr síldarbæ er safn svipmynda og frásagna af fólki sem setti mark sitt á síldar bæinn Siglufjörð fram eftir síðustu öld. Hér eru nefndir til sögunnar kallar eins og Sveini sífulli, Daníel Þórhalls, Gústi guðsmaðurw, Fúsi Friðjóns, Vaggi í Bakka, Maggi á Ásnum, Nörgor, Tóri, Óli Tór, Bjössi Frímanns, Vignir hringjari, Guðmundur góði, Jón Þor steins, Hannes Beggólín, Jói bö og Schiöth. Örlygur Kristfinnsson, myndlistarmaður og safnstjóri Síldarminjasafnsins á Siglufirði, dreg ur hér upp ein stak lega lifandi og skemmtilegar myndir af eftir minni legu fólki. Með þess ari fyrstu bók sinni hefur hann bjargað fjölda sagna af lífinu á Siglufirði frá því að verða gleymskunni að bráð. Þær eru færðar í letur af spriklandi fjöri og einlægri virðingu fyrir við fangs efninu. Svipmyndir úr síldarbæ er heillandi bók sem ætti að höfða til allra þeirra sem njóta þess að velta fyrir sér fjölbreytni mannlífsins og kunna að meta skemmtilegar sögur – hvort sem lesandinn er kunnugur á Siglufirði eða ekki. Sigríður Pétursdóttir Geislaþræðir Þótt ýmislegt hafi breyst í samskiptum fólks á nýrri öld slá hjörtu mannanna alltaf eins. Í Geislaþráðum liggja leiðir fólks saman á Netinu – tölvupóstar skjótast á örskotsstund heimshorna á milli, eða bara yfir í næsta hverfi. Ástæðurnar fyrir því að fólkið sem við kynnumst í þessari bók byrjar að skrifast á eru mismunandi: Hulda, ófrísk táningsstúlka, kynnist aldraðri ástralskri konu og þær komast að því að þær eiga sitthvað sameiginlegt. Kveikjan að skrifum Alison og Höllu er karlmaður sem virðist ekki við eina fjölina felldur. Berglind býr yfir leyndarmáli og sendir Halldóri póst. Feðgarnir Gunnar og Árni Þorkell skrifast á yfir hafið. Geislaþræðir er nýstárleg bók. Sigríður Pétursdóttir kveður sér hljóðs sem þroskaður og áhugaverður rithöfundur með sínu fyrsta skáldverki. Fyrir þekkjum við Sigríði vel úr útvarpi en hér eru það persónur og leikendur sagnanna sem öðlast skýrar raddir. Við hlustum og við látum okkur örlög þeirra varða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.