Skessuhorn - 24.11.2010, Blaðsíða 46
4 | UPPHE IMAFRÉTT IR 2010
Fimm titlar frá Nirði P. Njarðvík á þessu ári
Smásögur, endurútgefin og þýdd barnabók, ljóðaþýðingar og vangaveltur um íslenskt samfélag
Bjarni Gunnarsson sendir frá sér nýja ljóðabók
Moldarauki er óvenjulegur ljóðabálkur um ferðalag sem vekur okkur af dvalanum
Njörður P. Njarðvík rithöfundur er
vart einhamur um þessar mund ir.
Á þessu ári hafa Uppheimar gefið
út hvorki meira né minna en fimm
titla bóka, ýmist eftir Njörð eða í
þýðingu hans.
Smásagnasafn
Í júní kom út smásagnasafnið Hver
ert þú? Í tíu tengdum smásögum
segir Njörður af fólki sem á það
sameiginlegt að hafa hitt Jesú frá
Nasaret meðan hann var uppi.
Atburðirnir birtast lesand anum í
nýju ljósi – í gegnum skáld skapinn
er leitað svara við spurn ingunni um
hver Jesús var. Og það eru ekki síst
þeir sem spyrja sem vekja áhuga.
Sígild barnabók
Snemma í haust var svo barnabókin
ástsæla, Helgi skoðar heiminn eftir
Njörð og Halldór Pétursson mynd
listarmann gefin út á íslensku í
sjötta sinn og samtímis í fyrsta
sinn á ensku í þýðingu John Porter
undir titlinum Helgi Explores the
World. Bókin um Helga er löngu
komin í tölu sígildra barna bók
mennta íslenskra, enda samstarf
höf und anna einkar farsælt.
Ljóðaþýðingar
Skömmu síðar kom út ljóðabókin
Vetrar braut eftir sænska skáldið
Kjell Espmark í þýðingu Njarðar.
Þessi magnaða ljóðabók hefur hlot
ið mikið og einróma lof gagn rýn
enda svo eftir hefur verið tekið.
Samfélagsrýni
Nú í byrjun nóvember kom svo
út bók Njarðar, Spegill þjóðar. Sú
bók, sem skrifuð var í sumar og
haust hefur að geyma persónulegar
hugleiðingar höfundar um íslenskt
samfélag og hefur þegar vakið
mikla eftirtekt og setið í efstu sæt
um metsölulista. Því Njörður P.
Njarðvík er ekki einasta virt skáld,
rit höfundur, þýðandi og fræði
mað ur, heldur nýtur hann einnig
virð ingar sem ábyrgur og glögg ur
sam félagsrýnir sem tjáir sig tæpi
tungu laust á skiljanlegu máli.
Hver er kveikjan að þessari
nýju ljóðabók, Moldarauka?
Það má segja að kveikjan sem slík
sé lína úr ævagömlu rúnakvæði,
nokkurs konar þulu þar sem
rúnirnar eru þuldar upp og skýrðar
í stuttu máli – þó nútímamaðurinn
verði nú kannski litlu nær að velta
sér upp úr þeim útskýringum. En
línan er svona: Maður er moldar
auki / mikil er greip á hauki. Ég setti
hana fremst í bókina sem til eink
un, því ég er að fjalla um mann inn
í þessari bók. Hvernig hann getur
aukið við moldina með tvenn um
hætti, annars vegar með því ein
fald lega að lifa og deyja og verða
að lokum að mold, en hins vegar
með því að hlúa að um hverfi sínu
og hafa ræktarlegt í kring um sig,
jafnt í bókstaflegri sem óeiginlegri
merkingu.
Út frá gömlu rúnunum þá?
Þær eru þarna undir niðri þó
ekki sé fjallað um þær með
bein um hætti, ég skoðaði þær
talsvert þegar ég var að skrifa
bókina. Hugmynda grunn
urinn er þessi gamla heims
mynd táknsæis og töfra þar
sem farið er hindrunarlítið
frá einu merkingar sviði yfir
á annað, milli heima og til
vistar sviða, lífs og dauða.
Í þeim ferðalögum hefur
svo lýríkin í verkinu orðið
til. Ljóðrænan. Og að
sjálf sögðu tengist þetta
nú tím anum þar sem
ljóð mælandinn – aðal
persón an mætti jafnvel
segja því þetta er heild
stætt verk og segir nokkurs konar
sögu – er nútímamaður sem glímir
við vanheilsu og óttast dauð ann. Á
einhverjum tímapunkti hefur það
gerst að líf hans hefur orðið svo
gegnsýrt af þessum ótta að hann
býr ekki við nokkur lífsgæði lengur.
Hann er í einhvers konar klaka
böndum, lifandi dauður. Fræði lega
er hann vitanlega skil greind ur sem
þunglyndis sjúklingur og hafður í
lyfjamóki – en hann kemst að því
að það eru fleiri leiðir út úr vand
anum. Þar kemur m.a. bjarndýr við
sögu. Og veiðimaður með stóran
riffil og kíki. En um þetta fjallar
bók in og nú verð ég að passa mig
að segja ekki of mikið.
Hvernig er að vera skáld og
rit höfundur á Akranesi?
Það er rosalega gott að búa á
Akra nesi. Ef ég byggi í Reykjavík
yrði ég líklega að verja miklu af
tíma mínum lokaður inni í bíl
á umferðar ljósum, en í staðinn
nota ég þennan tíma til að skrifa.
Nei, án gríns, ef maður hugsar
þetta svona AkranesReykavík /
Reykja víklandsbyggðin þá verður
maður var við tvenns konar við
horf í listalífinu. Sumum finnst
Reykja vík vera nafli alheimsins
og allt þar fyrir utan hljóti að vera
gamal dags og púkalegt, meðan
aðrir halda að maður sé eitthvert
exótískt náttúrubarn. Mér finnst
þetta síðarnefnda alltaf jafnfyndið,
en annars spái ég lítið í þessa hluti.
Listin er bara ein aðferð af mörgum
til að vinna úr áreitum tilverunnar
og hver og einn hlýtur að gera það
á sínum eigin forsendum. Ég hef
aðgang að úrvalsfólki sem ég get
leitað til og fengið hreinskilið álit á
því sem ég skrifa og það hefur allra
minnst með búsetu að gera, miklu
fremur hjartalag. Nú og ef maður
vill sjá eitthvað menningarlegt í
höfuð borginni þá er stutt að fara.
Hefur þjóð félags ástandið
áhrif á höfundinn?
Þessi höfundur er kominn með svo
mikið ógeð á samtímanum og allri
þeirri einhæfu viðskiptaorðræðu
sem honum tilheyrir að hann lang
ar mest til að skríða inn í gamalt
handrit og láta varðveita sig í gler
kassa á Árnastofnun. En það er víst
ekki hægt, maður er óhjá kvæmi lega
hluti af samtím anum og ef maður
ætlar að láta til sín taka verður
maður að fjalla um hann. En áskor
unin felst þá væntan lega í að leita
frjórra leiða. Ég hef reyndar hugsað
mér að leita til fortíðar í næstu
bók, sem verður skáld saga, jafnvel
halda áfram með vissar pælingar úr
Moldar auka sem ég tengi svo inn í
nútímann. Það er svo langt í frá að
þessir tímar sem við lifum í dag séu
ein stakir. Mann kyns sagan snýst að
miklu leyti um fólk sem hefur haft
lífs afkom una af öðru fólki.
En hvernig er lífsafkomu
skálds og rithöfundar háttað?
Það er svipað og hjá öllum öðrum,
maður getur ekki bara gert það sem
manni þykir skemmtilegast eða
flottast að búa til. Smiðir geta ekki
bara smíðað í eigin húsi, þeir verða
að vinna fyrir sér líka. Ég vinn fyrir
mér með þýðingum og yfirlestri
fyrir aðra rithöfunda. Ég þýði
flottar glæpasögur eftir Jo Nesbø,
norsk an höfund sem verður sífellt
vin sælli, jafnt á Norðurlöndunum
sem á heimsvísu. Rauðbrystingur
kom út 2009 og Nemesis fyrr á
þessu ári. Sú þriðja, Djöflastjarnan,
er væntan leg fyrir páska 2011. Ég
er kominn á blaðsíðu 340 af 420.
Strit og puð, en alveg ágætt. Alls
ekki leiðinlegt.
Njörður P. Njarðvík er fimm bóka maður þetta árið. Geri aðrir betur!
Bjarni Gunnarsson er vaxandi ljóðskáld sem gaf
í haust út sína þriðju ljóðabók, Moldarauka.
Meðfram skáldskapnum starf ar Bjarni bæði sem
yfir les ari og þýðandi hjá Uppheimum. Vor ið 2010
hlaut Bjarni sérstaka viður kenningu fyrir ljóðið
Smíðar sem hann sendi inn í ljóða sam keppnina
um Ljóðastaf Jóns úr Vör.