Skessuhorn


Skessuhorn - 24.11.2010, Síða 51

Skessuhorn - 24.11.2010, Síða 51
UPPHE IMAFRÉTT IR 2010 | 5 Ný glæpasaga eftir Ævar Örn Jósepsson Önnur líf er sjötta bókin um löggugengið Katrínu, Stefán, Árna og Guðna Ævar í útrás Ævar Örn Jósepsson er orðinn þekkt ur glæpasagnahöfundur, og ekki bara á Íslandi því bækur hans hafa verið gefnar út í Danmörku, Svíþjóð, Hollandi og Þýskalandi. Ný verið tókust svo samningar við útgáfurisann Gallimard um útgáfu á verkum Ævars Arnar í Frakklandi. Franska forlagið ætlar að byrja á Svörtum englum en samnefndir sjónvarpsþættir nutu hér mikilla vinsælda. Sjötta glæpasagan Ævar Örn er mættur til leiks þetta haustið með skáldsöguna Önn ur líf sem er sjötta verkið um löggugeng­ ið Árna, Katrínu, Stefán og Guðna. Rétt einsog í hinum fyrri er sögu­ sviðið sótt beint í íslenskan raun­ veru leika og samfélag og skrif ar höf und ur inn sig svo nærri sam ­ tímanum að lesandinn furðar sig á því að tekist hafi að búa verk ið til prentunar. Hörkuspennandi bók Sakamálið sem lögreglan þarf að glíma við að þessu sinni er óvenju hrottafengið. Erla Líf Bóasdóttir finnst liggjandi í blóði sínu undir kirkjuvegg í Reykja vík, vafin í hvítt lín, með ellefu stungusár. Ári áður hafði hún orðið fyrir grimmilegri árás þriggja grímu klæddra manna eftir að hafa dansað við eldana á Austurvelli. Lögreglumenn í vanda Katrín leiðir rannsóknina og hún á afar bágt með að trúa því að engin tengsl séu á milli þessara atburða. Rann sóknar deildin er á sama tíma í hálfgerðri upplausn, Stefán er fjarver andi, sem ekki kemur til af góðu, og Árni er í feðraorlofi. Guðni er í vondum málum því hann verður miðpunktur rannsóknar á sóða legu morði í innsta hring undir heima Reykjavíkur. Búsáhaldabyltingin gekk sinn heimilislega gang þennan miðviku­ dag og fyrsta bál dagsins var kveikt á stéttinni milli Jóns og Alþing is löngu áður en birtu tók að bregða. Það varð aldrei nema örlít ill varðeldur sem dó fljótlega úr nær ingarskorti. Byrjað var að kynda alvörubál eftir að rökkva tók og sjálfsprottin trommusveitin var mætt þegar Erla Líf og besta vinkon an, Oddrún Gyða, komu aft ur úr kaffipásunni. Þær settu upp skíðagrímurnar í ná­ lægu húsaskoti og stigu inní bjarm­ ann af eldinum þar sem þriðji dansarinn var fyrir. Hvorki Erla né Oddrún kunnu á henni nokk­ ur deili og höfðu aldrei séð framaní hana. Marteinn varð eftir á kaffi­ húsinu og lét bíða lengi eftir sér en Erla sá báðum bræðrum sínum bregða fyrir öðru hvoru, berandi eld in um mat ásamt Nönnu og Hauki og ótalmörgum öðrum. Lögg an beið átekta sem fyrr. Þegar Marteinn loksins dúkkaði upp á ný undir kvöldmat kom hann færandi hendi, með kaffi, sam lok ur og fréttir af yfirvofandi fund ar höldum Samfylkingarinnar í Þjóð leikhúskjallaranum. Þær fréttir ferðuð ust hratt og víða og byltingin rölti glamrandi af stað í gegnum bæinn, liðaðist einsog flísklædd amaba norður Pósthússtrætið og kvísl aðist þaðan í nokkrum ið andi tungum uppá Hverfisgötu, þar sem allt rann aftur í eina kös um hverf­ is nýjan köst framanvið Þjóðleik­ húsið. „Þarna er mamma,“ sagði Marteinn og benti á virðulega, miðaldra og pelsklædda frú sem tróðst með erfiðis munum gegnum þvöguna og skaust inní Þjóðleikhúskjallarann. „Hún er í einhverju svona batteríi, mið stjórn eða flokksstjórn eða flokks ráði eða einhverju hjá kröt­ un um. Ég held þau ætli að sprengja ríkis stjórnina í kvöld. Eða þú veist, heimta að kratarnir skilji við íhald­ ið.“ „Einsog það skipti einhverju máli,“ sagði Erla Líf og kláraði kaffið. „Búin að slóra nóg, nú ætla ég að hjálpa Oddrúnu að dansa.“ * * * „Hvað var að gerast?“ spurði Katrín, ofurlítið andstutt. Hún hafði verið í skjóli bakvið Þjóð menn ingar­ húsið að kanna ástandið á heima­ vígstöðvunum í gegnum símann þegar heilmikil fagnaðarlæti brut­ ust út. „Ekkert sem skiptir máli,“ urraði Guðni, sem gekk byltingarvaktina með henni þetta kvöldið því Una litla Árnadóttir var með magakveisu og pabbi hennar á bleyjuvaktinni. „Krataræflarnir að samþykkja ein­ hvern ályktunarsnepil og presentera einsog eitthvað guðspjall.“ „Ef þeir vilja slíta stjórninni og fá kosn ingar, þá skiptir það auðvitað máli, Guðni,“ maldaði Katrín í mó­ inn gegn betri vitund. Að rökræða við Guðna, hvað þá að ætla að fá hann til að skipta um skoðun, var jafnlíklegt til árangurs og að biðja börnin að skilja skóna ekki eftir akkúrat í gangveginum. „Kosningar og ný stjórn?“ fussaði Guðni. „Til hvers? Þekkirðu ekki spakmælið, held það sé örugglega frá Konfúsíusi. Eða honum þarna, gríska hommanum, Sókratesi: Njú asshóls, seim óld sjitt.“ „Takk fyrir það,“ tautaði Katrín. Skömmu síðar flutti byltingin sig enn um set, Hverfisgatan tæmdist og var opnuð fyrir umferð að nýju en eldarnir lifnuðu aftur á Austur­ velli hvar bjöllurnar glumdu langt inní heiðskíra janúarnótt. Nokkru eftir miðnætti fannst Guðna nóg komið og kvaddi, enda bæði farið að fækka mjög í hópi mót mælenda og lækka í þeim rost­ inn þótt enn væru barðar allnokkrar bumbur af talsverðri íþrótt. Katrín rölti nokkra hringi kringum Jón forseta uns hún gekk í flasið á ungum manni sem hún kannaðist við. Sá var með rauðan og hvítan palestínuklút um hálsinn og vel dúð aða, dökkhærða stúlku með skær bleikar strípur uppá arminn. Hann hrökk aðeins til baka þegar hann þekkti Katrínu, enda vel kunn ugt hvað hún starfaði. „Sæll Flóki minn,“ sagði Kata og brosti. „Hvernig hefur mamma þín það?“ „Fínt,“ sagði Flóki feiminn og krafs aði hélu af gangstéttarhellu með tánni. „Bara fínt, sko.“ „Sá ég hana ekki hérna í gærkvöldi, hún hefur ekki mætt í kvöld líka?“ Flóki hætti að krafsa, leit upp og rétti úr bakinu. Bar sig mannalega. „Nei, hún þóttist hafa eitthvað mikil vægara að gera. Þetta er Nanna, kærastan mín,“ sagði hann svo, „og Nanna, þetta er Katrín. Hún er lögga og passaði mig þegar ég var smákrakki.“ „Sæl Nanna,“ brosti Katrín. „Ég pass aði Erlu nú meira en Flóka, ég var orðin álíka gömul og þið eruð núna þegar hann kom í heiminn.“ Hún horfði í kringum sig. „Sem minnir mig á það, er Erla heldur ekki hér í kvöld? Hún er nú búin að vera ansi öflug í vetur, stelpan ...“ Flóki kaus að láta þessu ósvarað. Katrín var kannski ágætis kelling og furðu næs af löggu að vera, en lögga engu að síður. Og löggan var búin að taka hann fastan einusinni í vetur, og Erlu allavega tvisvar. Ekki þarmeð sagt að það mætti ekki nota samböndin samt sem áður. „Hérna, ertu eitthvað á leiðinni uppí Hvassó bráðum?“ spurði hann. Katrín játti því. „Gætum við nokkuð, þú veist, fengið far? Og Ýmir líka, hann er hérna einhvers­ staðar.“ „Sjálfsagt mál,“ sagði Katrín, sem þekkti Ými talsvert betur en Flóka vegna vináttu hans við Írisi. „Er Haukur ekki með honum?“ „Nei, hann er farinn fyrir löngu. Pabbi hans sótti hann, alveg brjál­ aður. Afþví það er skóli á morgun eða eitthvað, sagði Ýmir. Klikkaður kall.“ Katrín skildi þennan klikkaða kall ágætlega. En hún var ekkert að segja Flóka það. * * * Marteinn var löngu farinn heim til sín þegar Erla Líf og Oddrún Gyða ákváðu að komið væri nóg. Þær voru með þeim síðustu til að yfirgefa Austurvöllinn þessa nótt ásamt þriðja dansaranum, sem þær höfðu enn ekki séð fram­ aní. Þær gengu saman yfir Völl­ inn, enn grímuklæddar allar þrjár, yfir Hallærisplanið og upp Fisch er sundið. Þar skildi leið ir. Sú ókunnuga gekk suður Garða­ stræt ið, Oddrún og Erla áfram upp Bárugötuna. Við Ægisgötuna kvödd ust vinkonurn ar, Oddrún hélt beint áfram en Erla færði sig niðrá Vesturgötuna, í áttina að nota legu risíbúðinni hans Marteins, með lykil uppá vasann. Hún heyrði fótatak bergmála að baki sér en gaf því ekki frekari gaum því borgin var enn á töluverðu iði þessa órólegu nótt. Hún greikkaði ekki einusinni sporið og leit ekki um öxl þótt auðheyrilega væru fleiri en einn á ferð aftanvið hana og nálguðust hraðar eftir því sem vestar dró. Hún var rétt í þann mund að rífa af sér skíðagrímuna þegar þeir réðust til atlögu. Ævar Örn Jósepsson glæpasagnahöfundur ber ávallt handjárn í jakkaboðungnum. Úr bókinni Útgefandi: Uppheimar Ábm.: Kristján Kristjánsson Umbrot: Uppheimar Textavinnsla: Uppheimar Ljósmyndun: Uppheimar o.fl. Prentun og dreifing: Skessuhorn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.