Skessuhorn


Skessuhorn - 24.11.2010, Blaðsíða 53

Skessuhorn - 24.11.2010, Blaðsíða 53
UPPHE IMAFRÉTT IR 2010 | 7 Kristín R. Thorlacius með nýja barnabók Skáldið Ari Trausti Guðmundsson Fyrir tveimur árum kom út barnabókin Saga um stelpu eftir Kristínu R. Thorlacius með myndskreytingum eftir Erlu Sigurðardóttur. Nú fylgja þær stöllur þeirri bók eftir með nýrri barnasögu, Var það bara svona? Sem fyrr leitar Kristín fanga í tilveru barna í sveit á fyrri hluta síðustu aldar og segir frá á sprelllifandi og gaman saman hátt. Erla Sig­ urðardóttir gefur sögunni líf og lit með gull­ fal legum myndskreytingum. Amma kann margar sögur sem gott er að hlusta á. Og muna. Sagan hennar um stelpuna í sveitinni sem var illa við geit­ hafrana er skemmtileg og fræðandi. Það er sagan af því þegar hrútarnir átu hafrana. Kristín R. Thorlacius, rithöfundur og þýðandi. Ari Trausti Guðmundsson hefur samið marga tugi bóka. Ara Trausta Gumundsson þekkja allir Íslend­ ingar. Sem jarðeðlisfræðingur hefur hann látið til sín taka síðan í upphafi níunda ára­ tugar síðustu aldar, verið áberandi í sjón­ varpi og skrifað og þýtt tugi fræðibóka, einkum um íslenska náttúru. Nú síðast bók­ ina Eyjafjallajökull – stórbrotin náttúra sem hann vann í samstarfi við Ragnar Th. Sig­ urðs son ljósmyndara og kom út snemma síð­ asta sumar. Eftir að 21. öldin gekk í garð hefur Ari Trausti í vaxandi mæli snúið sér að skáldskap og er líka afkastamikill á því sviði. Fyrsta skáldverk Ara, smásagnasafnið Vega línur, kom út 2002. Síðan hafa komið frá Ara þrjár skáldsögur, Leiðin að heiman 2005, Land þagnarinnar 2007 og Landið sem aldrei sefur 2009. Þá eru ótaldar ljóðabækurnar fjórar, Í leiðinni 2004, Krókaleiðir 2006, Borgarlínur 2008 og nú síðast Blindhæðir sem kom út á þessu hausti. Blindhæðir er ljóðabálkur í fjórum þáttum sem fylgir ljóðmælanda frá æsku og fram á miðjan aldur. Ari Trausti leggur áherslu á að sögumaður ljóðabálksins sé skálduð persóna, ekki hann sjálfur. Sterkur þráður bindur saman ljóðin í Blind­ hæðum. Við fylgjum skáldinu um slóðir bernsk unnar í borg og sveit. Ótal atvik á leið barns til þroska varða veginn uns dyr opn ast að unglingshausti – og þá er ekkert leng ur eins og það var. Í gegnum skýrar og meitl aðar ljóðmyndir byggist upp saga, úr borg bernskunnar rís ný borg sem verður stöðugt á vegi okkar, uppspretta minninga og innblástur þessara ljóða. UM SÍÐIR Í hægferð margra vordaga leggur salt fjöruloft inn um gáttina jafnan með þægilegri þaralykt höfugur bjarkarilmur ræður í votviðrum minnir á hamingju dýra og manna á stundum nálgast taktfast fótatak og hverfur raddir án orðaskila einn daginn þytur reiðhjóla annan urr bíla kvölds og morgna fuglatíst færist smám saman í aukana fær þig til að blístra jafnvel syngja sumarlangt verða útihljóðin að hljómkviðu án stjórnanda um síðir megnar tónlistin að opna dyr að unglingshausti úti verður þú varfærinn gestur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.