Skessuhorn


Skessuhorn - 30.03.2011, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 30.03.2011, Blaðsíða 9
9MIÐVIKUDAGUR 30. MARS Auglýsing um starfsleyfi Samkvæmt ákvæðum 9. og 24. gr. reglugerðar nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun, er hér með lýst eftir athugasemdum við starfsleyfistillögu að endurnýjuðu starfsleyfi svínabús að Hýrumel, Borgarbyggð. Rekstraraðili er Stjörnugrís hf. Starfsleyfistillagan liggur frammi á skrifstofu Borgarbyggðar á skrifstofutíma, frá 31. mars til 26. maí 2011. Einnig er hægt að nálgast tillöguna hjá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands (heilbrigdiseftirlit@vesturland.is Athugasemdir skal senda á skrifstofu Heilbrigðiseftirlits Vesturlands að Innrimel 3, Hvalfjarðarsveit fyrir 31. maí 2011 og skulu þær vera skriflegar. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands Kjörskrá vegna þjóðaratkvæðagreiðslu Kjörskrá vegna þjóðaratkvæðagreiðslu þann 9. apríl 2011 verður lögð fram samþykkt af bæjarstjórn þann 30. mars n.k. Kjörskráin verður frá þeim degi til sýnis á bæjarskrifstofu Snæfellsbæjar að Snæfellsási 2, Hellissandi, á opnunartíma skrifstofunnar. Bæjarstjórinn í Snæfellsbæ Í lið inni viku voru Fjöl þjóða­ þema dag ar hjá nem end um 5.­10 bekkj ar í Grunn skóla Snæ fells bæj­ ar. Nem end ur höfðu unn ið fjöl­ breytt verk efni og kynnt sér ým is­ legt sem teng ist Pól landi, Ind landi, Bosn íu, Rúss landi, Suð ur Afr íku, Ítal íu, Þýska landi, Banda ríkj un um, Bret landi og Fil ipps eyj um. Í 5.­10. bekk eru nem end ur sem eiga ræt­ ur að rekja til þess ara landa, þ.e.a.s. ann að for eldri eða báð ir eru frá þess um lönd um. Á fimmtu deg in­ um var síð an opið hús í skól an um þang að sem for ráða mönn um og öðr um gest um var boð ið að skoða af rakst ur inn af vinnu nem enda. mm/ Ljósm. sig. Upp lýs inga mið stöð í Skagamoll ið Bæj ar stjórn Akra ness og Akra­ nes stofa hafa tek ið á leigu rými í Skagamoll inu við Kirkju braut 54 á Akra nesi fyr ir upp lýs inga mið stöð fyr ir ferða menn. Jafn framt hef­ ur ver ið aug lýst eft ir starfs manni. Að sögn Tómas ar Guð munds son­ ar verk efn is stjóra Akra nes stofu er upp lýs inga mið stöð in í Skagamoll­ inu hugs uð sem sex mán aða verk­ efni, en pen ing um hef ur ekki ver ið veitt til upp lýs inga mið stöðv ar frá því grip ið var til að halds að gerða hjá kaup staðn um í októ ber 2008. Tómas seg ir að frá því að sagt var upp samn ingi um upp lýs inga­ mið stöð ina við kaffi hús ið Skrúð­ garð inn hafi hún ver ið til húsa í rými í Safna skál an um, en án laun­ aðs starfs manns. Starfs hóp ur um ferða mál fékk í fjár hags á ætl un fyr ir þetta ár til ráð stöf un ar níu millj ón­ ir króna. Rekst ur upp lýs inga mið­ stöðv ar inn ar, sem á ætl að er að verði opn uð fljót lega eft ir páska, verð ur greidd ur með hluta af þeim pen ing­ um, en einnig er á döf inni út gáfa á kynn ing ar efni fyr ir Akra nes kaup­ stað. „Við von umst til að með þessu verði hægt að veita ferða mönn um til Akra ness betri þjón ustu og fjölga fólki sem heim sæk ir bæ inn,“ seg ir Tómas á Akra nes stofu. þá Kirkju braut 54-56 á Akra nesi þar sem upp lýs inga mið stöð in verð ur nú. Þema dag ar í GSNB Grásleppukarlar byrjaðir að leggja netin Grásleppusjómenn á Akranesi hafa síðustu daga verið í óða önn að gera sig klára til að leggja netin eftir að þrálátum vestanáttum með tilheyrandi brælu linnti. Þeir Magnús Magnússon og Skarphéðinn Pétursson á Lennon AK­18 voru í öða önn að leggja netin niður í bátinn á mánudagsmorgun. Þeir sögðu tvo báta þegar hafa lagt og flestir væru að gera klárt. Búist er við svipuðum bátafjölda á grásleppuveiðum frá Akranesi á þessari vertíð og í fyrra en vertíðin þá var ein sú besta í manna minnum, bæði hvað varðar aflabrögð og verð fyrir hrognin en Akranes varð þriðja hæsta löndunarhöfnin á grásleppuvertíð á eftir Brjánslæk og Stykkishólmi. Í fyrra mátti veiða í 62 daga en nú hefur verið gefið út að vertíðin verði 50 dagar. Hugsanlega verður þó bætt við þegar tekið hefur verið tillit til veiða og markaðshorfa. Grásleppukarlar og fleiri sem rætt var við á bryggjunni á Akranesi á mánudaginn voru nokkuð bjartsýnir á vertíðina en þó sögðu þeir nokkra óvissu vegna frétta af að meðafla væri hent og ummæla embættismanna um að vel kæmi til greina að stöðva grásleppuveiðar tímabundið ef mikils yrði vart af þorski. Þeir sögðu ekki mikið um að þorskur kæmi í grásleppunetin við Akranes enda eru þau stórriðin og veiða ekki nema stærsta fisk auk þess sem veiðarnar fara að mestu fram á grunnslóð. Það hafi þó komið fyrir á einstaka vertíð, sérstaklega snemma á vorin. Ef það gerðist benti það til mikillar göngu af stórþorski. Það væri þá fiskur sem fiskifræðingar teldu ekki til og þess vegna væri óhætt að úhluta þeim einhverjum kvóta fyrir honum sem meðafla. Hins vegar nefndu þeir að grásleppunet væru ekki dregin nema á þriggja til fjögurra daga fresti sem þýddi að þorskur sem kæmi í þau væri mestallur dauður og því lítils virði sem hráefni fyrir fiskvinnslu. Skötuselur sem kæmi í grásleppunet væri hins vegar sprelllifandi og góð markaðsvara. Grásleppa getur lifað í netum í viku eða jafnvel lengur. hb Þeir Magnús og Skarphéðinn á Lennon AK-18 voru að gera klárt fyrir grásleppuna. „Karlinn vitjaði nafns hjá mér,“ sagði Magnús og bætti við að þar um borð væru bara spiluð Bítlalög. „Við tökum Sgt. Pepper´s á landleiðinni.“

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.