Skessuhorn


Skessuhorn - 30.03.2011, Side 13

Skessuhorn - 30.03.2011, Side 13
13MIÐVIKUDAGUR 30. MARS EYFI 50 – TÓNLEIKAFERÐ – 2011 Í tilefni fimmtugsafmælis síns 17. apríl n.k. heldur Eyjólfur Kristjánsson „Eyfi“ í mikla tónleikaferð um Ísland og heldur hann á Vesturland 28. mars n.k. Eyfi mun spjalla á léttum nótum við tónleikagesti og flytja öll sín þekktustu lög í bland við ýmislegt annað. „Draumur um Nínu“, „Álfheiður Björk“, „Dagar“, „Ástarævintýri ( á Vetrarbraut )“, „Ég lifi í draumi“, „Góða ferð“, „Danska lagið“, „Fiðrildi“ o.m.fl. Miðvikudagur 30. mars – Grundarfjarðarkirkja kl. 20.30 Fimmtudagur 31. mars – Gamla Kaupfélagið, Akranesi kl. 20.30 Aðgangseyrir er kr. 2.000 og fer miðasala fram við inngang. Óskum eftir að ráða jákvætt og hæfileikaríkt starfsfólk í sumarstörf, tímabilið maí til ágúst. Ferstikla er veitingastaður og verslun í Hvalfirði þar sem góð þjónusta verður í öndvegi. Áhugasamir sendi tölvupóst á verkamenn@simnet.is með upplýsingum um aldur og fyrri störf fyrir 6. apríl n.k. Atvinna Vidgís Bragadóttir Stefanía Bragadóttir Gunnar O Sigurðsson Sigríður Bragadóttir Duane Casavecchia Helga Bragadóttir Erla Bragadóttir Hallgrímur Þorsteinsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, afi og langafi Bragi Guðráðsson frá Nesi í Reykholtsdal lést laugardaginn 26. mars. Útför hans fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði þriðjudaginn 5. apríl klukkan 13.00. „Það hefur ekki veiðst jafn mikið í þorskanetin í mörg ár, ég man varla eftir öðru eins,“ sagði Hafsteinn Garðarsson hafnarvörður í Grundarfirði í samtali við Skessuhorn. „Í fyrsta sinn eru menn að klára kvótann sinn hérna í firðinum sjálfum, þurfa ekki að fara neitt lengra.“ Afar vel hefur fiskast í net á Breiðafirði síðustu daga og hafa bátar verið að koma með fullfermi að landi. Sömu sögu er reyndar ekki að segja af línubátunum, sem margir hverjir hafa flutt sig annað meðan ætið er svo mikið sem raun ber vitni í firðinum. Í Grundarfirði lönduðu tveir netabátar síðastliðið mánudagskvöld. Arnar SH 157 frá Stykkishólmi kom með 23 tonn eftir róðurinn, en skipstjóri á honum er Guðbjartur Björgvinsson. Halldór NS 302 kom að landi tvisvar sinnum á mánudaginn með alls 17 tonn. Úr fyrri ferðinni var landað níu tonnum og þeirri síðari átta tonnum, en báturinn er um tólf tonn og þurfti því að fara í tvígang út til að losa úr netunum. Hafsteinn segir enn mikið líf vera í firðinum, allt sé allt fullt af síld, loðnu og háhyrningum. „Ég held að Umhverfisstofnun ætti að koma og rannsaka fjörðinn. Sjálfur er ég dauðhræddur um að síldin drepist þegar sjórinn fer að hlýna með tilheyrandi ólykt,“ sagði Hafsteinn að lokum. Gunnlaugur Árnason hjá Sæfelli í Stykkishólmi segir að svo virðist sem óvenjulega mikið sé af loðnu á Breiðafirði, líklega meira en síðustu fimm ár að minnsta kosti. Þetta geri það að verkum að línubátar hafa lítið sem ekkert verið að veiða að undanförnu og hafa fært sig annað. Þannig hefur Sæfell fært línubát sinn, Bíldsey SH­65, til Suðurnesja og gera þeir nú út frá Sandgerði. „Að sjálfsögðu er gott fyrir lífríkið í Breiðafirði að fá alla þessa loðnu og mun það vonandi koma sér vel síðar að fá þessa miklu innspýtingu inn í lífríkið hér. En á meðan allt er fullt af æti tekur þorskurinn ekki beitu þó hann fylli öll net sem lögð eru,“ segir Gunnlaugur. ákj Netabáturinn Halldór NS kom að landi í Grundarfirði sl. mánudagskvöld með fullfermi úr síðari túrnum þann daginn. Ljósm. sk. Mokveiði í netin á Breiðafirði

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.