Skessuhorn


Skessuhorn - 30.03.2011, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 30.03.2011, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 30. MARS Bald ur Orri Rafns son er stjórn­ andi lúðra sveit ar Tón list ar skóla Grund ar fjarð ar en lúðra sveit in hélt sína ár legu stór tón leika síð ast lið­ inn fimmtu dag. Sveit in var stofn uð í jan ú ar 2008 og hef ur síð an hald ið þematón leika á hverju ári; fyrst var þem að suð ræn sveifla, í fyrra kvik­ mynda tón list og í ár voru það rokk og lúðr ar sem réðu ríkj um. „Krakk­ arn ir hafa mjög gam an af þessu og við byrj uð um að æfa fyr ir tón­ leik ana strax í sept em ber. Þó tók­ um við okk ur smá hlé í des em ber rétt á með an á jó la und ir bún ingn­ um stóð,“ sagði Bald ur í sam tali við Skessu horn. Fé lags leg ur þátt ur í tón list ar lífi Í dag eru starf andi tvær lúðra­ sveit ir í Grund ar firði. Eldri sveit in sam anstend ur af krökk um á aldr in­ um 12 til 16 ára en þeir eru alls 23 í sveit inni. Yngri sveit in var stofn­ uð í jan ú ar á þessu ári og sam­ anstend ur af 14 krökk um á aldr in­ um 8 til 12 ára. „Með stofn un yngri sveit ar inn ar erum við að búa til hjól sem held ur lúðra sveit ar starf­ inu gang andi. Það er alltaf stöðug end ur nýj un í tón list inni og að hafa tvær sveit ir er mik il væg ur hlekk­ ur í að halda starf inu gang andi um ó komna fram tíð,“ sagði Bald ur er hann sett ist nið ur með blaða manni í síð ustu viku. „Við æfum tvisvar í viku en það er mik il vægt að hafa stöðug ar æf ing ar bæði til að halda krökk un um við efn ið og til þess að þau nái betri ár angri. Svo eru þau öll einnig í einka tím um og jafn vel í öðru sam spili þannig að þau eru að fá um fjóra til sex tíma af tím­ um í viku.“ Bald ur flutti til Grund ar fjarð­ ar haust ið 2005 og kenndi fyrst um sinn að eins á slag verk. Smátt og smátt fóru fleiri nem end ur að fá á huga á blást urs hljóð fær um og þannig varð til vís ir að lúðra sveit. „Það var í raun inni alltaf mark­ mið mitt að stofna lúðra sveit, enda er það svo stór þátt ur í fé lags legu tón list ar lífi þess ara krakka,“ sagði Bald ur. Lít ill upp hafs kostn að ur Sjálf ur ólst Bald ur upp í lúðra­ sveit inni í Mos fells bæ. Tón list ar­ fer il inn hóf hann með að leika á horn átta ára gam all en síð ar bætt ist slag verk ið við. „Ég var í lúðra sveit til tutt ugu ára ald urs. Það mynd­ að ist góð ur, tutt ugu manna kjarni í sveit inni og vor um við öll mjög nán ir vin ir. Við fór um og spil uð­ um fyr ir Mos fell inga hér og þar við hin ýmsu tæki færi. Ef það var ein­ hver mann fögn uð ur, sjó manna dag­ ur inn, 17. júní eða að ventu há tíð, þá var lúðra sveit in beð in að koma og spila.“ Bald ur seg ist hafa feng ið mik inn stuðn ing al veg frá upp hafi þeg ar hann stofn aði lúðra sveit ina í Grund ar firði. Bæj ar stjórn og sam­ kenn ar ar hafi sýnt sveit inni mik inn á huga og for eldr ar hafi alltaf ver ið í stakk bún ir að hjálpa til, hvort sem það var að baka til fjár öfl un ar eða stilla upp hljóð fær um. „Upp hafs­ kostn að ur inn var alls ekki mik ill. Flest hljóð færi voru þeg ar til þeg ar við byrj uð um og þá höf um við sjálf safn að fyr ir nýj um hljóð fær um þeg­ ar þess þurfti. Lúðra sveit inni hef ur alltaf ver ið sýnd ur mik ill á hugi og ég er mik ið spurð ur á förn um vegi hvað sé framund an hjá okk ur. Mik­ ill á hugi er á með al krakk anna og tel ég það já kvætt. Biðlisti er eft ir því að kom ast í sveit irn ar og stefni ég að því að stækka þá yngri í haust. Kjör stærð á lúðra sveit í svona litlu sam fé lagi er 25 til 30 manns. Ég hef reynt að gera þetta spenn andi fyr­ ir krakk ana bæði með svona stór um tón leik um og ferða lög um.“ Spennu fall að tón leik um lokn um Að spurð ur hvað það gefi þess um krökk um að vera í lúðra sveit, nefn ir Bald ur þrjá þætti. Í fyrsta lagi veit­ ir þetta þeim aga, í öðru lagi spili fé lags legi þátt ur inn stórt hlut verk og í þriðja lagi eykst færni og skiln­ ing ur þeirra á tón list til muna með slíku sam spili. „En fyrst og fremst held ég að þau hafi bara gam an af þessu,“ bæt ir hann við. Tón leik arn ir sem haldn ir voru síð ast lið ið fimmtu dags kvöld voru þeir þriðju sinn ar teg und ar hjá lúðra sveit inni. Að sögn Bald urs krefst slíkt tón leika hald mik ill ar skipu lagn ing ar og þá sé nauð syn­ legt að hafa gott sam starfs fólk í liði með sér. „Það er aldrei að eins einn mað ur á bak við svona stór an við­ burð. Ég legg mikla á herslu á að bæði það sem þú sérð og heyr ir sé mjög flott. Stuðn ing ur fyr ir tækja er einnig stór þátt ur því það kost­ ar pen inga að halda svona tón leika. Fyr ir tæki hér í bæ hafa alltaf ver­ ið mjög vel vilj uð og kann ég þeim bestu þakk ir fyr ir. Það þarf að vera sam helt átak í sam fé lag inu í kring­ um svona við burð svo all ir geti not­ ið.“ Tek ið skal fram að þetta við tal fór fram að eins nokkrum klukku­ tím um fyr ir tón leik ana og var Bald­ ur að eig in sögn bú inn að vera með fiðr ing í mag an um í viku. „Það er gríð ar lega gam an að geta skil að svona af sér til bæj ar búa en af rakst­ ur mik ill ar vinnu skil ar sér á að­ eins einu kvöldi. Ó neit an lega fylg ir alltaf mik ið spennu fall á eft ir,“ seg­ ir hann. Féll fyr ir sam fé lag inu Bald ur er slag verks leik ari að mennt, bæði frá Tón list ar skól an­ um í Mos fells bæ og FÍH, og þá er hann einnig með kennslu rétt indi. Horn ið hafði hann alltaf sem ann­ að hljóð færi. „Ég ætl aði aldrei að stoppa í Grund ar firði svona lengi. Stefn an var sett á há skóla nám í Nor egi en síð an kom eitt hvað sem heit ir banka hrun og þá varð há­ skóla nám ið að bíða. Þeg ar Þórð ur tón list ar skóla stjóri hafði sam band við mig árið 2005 hafði ég aldrei áður kom ið til Grund ar fjarð ar, vissi ekki einu sinni hvar á land inu hann væri, og fyrsta árið mitt keyrði ég á milli frá Mos fells bæ. Ég féll hins veg ar fyr ir sam fé lag inu. Það er svo opið og all ir „ný bú ar“ er boðn ir mjög vel komn ir. Þess vegna á kvað ég að flytja hing að og keypti mér síð an hús árið 2008 sem ég ætla að eiga á fram jafn vel þótt ég skipti um starfs vett vang ein hvern tím­ ann. Ég mun alltaf halda í tengsl in við Grund ar fjörð og er nán ast far­ inn að líta á mig sem Grund firð ing í dag.“ Bæj ar há tíð in engu lík Til marks um þátt töku Bald­ urs í grund firsku sam fé lagi þá hef­ ur hann tvisvar sinn um stýrt bæj ar­ há tíð inni Á góðri stund í Grund­ ar firði, syng ur í kirkjukórn um, er í Lions klúbbi Grund ar fjarð ar og gekk ný lega til liðs við björg un­ ar sveit ina. „Já, það má segja að ég sé virk ur íbúi. Við Þórð ur gáf­ um einnig út há tíð ar geisla disk árið 2007 í tengsl um við bæj ar há tíð ina og sömd um há tíð ar lag sem varð mjög vin sælt. Um hund rað manns komu að diskn um, sem var gef inn út til styrkt ar Krabba meins fé lags ins á Snæ fells nesi, og ég hugsa að hann sé til á hverju heim ili í Grund ar firði í dag. Stemn ing in í kring um þessa Grund ar fjarð ar daga er bil un. All­ ir bæj ar bú ar fara út og skreyta bæ­ inn á fimmtu dags kvöldi og eft ir það magn ast upp gleð in sem smit­ ast hratt á milli manna. Þessi há tíð er engri lík, ég hef bæði spil að og ver ið gest ur á mörg um bæj ar há tíð­ um á land inu en það jafn ast ekk ert á við þessa. Ég veit líka að margt sem gert er á öðr um bæj ar há tíð um, til dæm is bæj ar há tíð inni í Mos fells­ bæ, er feng ið af grund fir skri fyr ir­ mynd. Besta orð ið til að lýsa þess­ ari há tíð er gleði,“ seg ir Bald ur sem minn ist einnig á aðra grund firska há tíð, Rökk ur daga. „Í vet ur á kvað tón list ar skól inn að taka meiri þátt í þeirri há tíð og vor um við með stóra tón leika í Sam komu hús inu sem var eins kon ar kynn ing á því sem lúðra­ sveit in var búin að æfa fram að því, sem og öðru starfi í Tón list ar skól­ an um. Við mun um halda á fram að taka þátt í Rökk ur dög um sem er skemmti leg há tíð yfir dimm ustu dag ana á með an vet ur kon ung ur ræð ur enn ríkj um.“ Harð ur stuðn ings mað ur Vals Bald ur er fædd ur og upp al inn Mos fell ing ur en er nú far inn að líta á sjálf an sig sem heima mann í Grund ar firði. En eins og glögg­ ir Grund firð ing ar hafa tek ið eft­ ir er Bald ur einnig harð ur Vals ari. Hvers vegna? „Í æsku fékk ég alltaf jóla pakka frá Val og stund um af­ mæli s pakka. Pabbi og afi eru harð­ ir að dá end ur Vals og má því segja að þetta sé í raun ætt geng ur sjúk­ dóm ur,“ svar ar hann. „Árið 2003 stofn aði ég síð an á samt vini mín um stuðn ings manna klúbb Vals og fór að mæta á leiki, með tromm urn ar að sjálf sögðu. Af því að ég kunni nú eitt hvað á tromm urn ar vakti þetta mikla at hygli. Við vor um mjög virk ir og einn vet ur inn mætti ég á yfir hund rað leiki, bæði í hand­ bolt an um og fót bolt an um, karla og kvenna, en samt bjó ég í Grund ar­ firði. Val ur er mjög merki legt fé­ lag. Það er mik ill stór veld is brag ur á því, það á sér langa sögu og þar er ekk ert gert af hálf káki. Ég hef lært mjög mik ið af þeim bæði varð andi um gjörð og skipu lagn ingu. Und an­ far in tvö ár hafa ferð ir mín ar á leiki minnk að tölu vert þó svo ég kíki auð vit að á einn og einn leik. Ég bý í Grund ar firði og vil að sjálf sögðu helst vera heima hjá mér.“ Lúðra sveit in á Valsleik Þrátt fyr ir að vera harð ur stuðn­ ings mað ur Vals er Bald ur einnig trúr sín um heima fé lög um enda seg­ ist hann sitja lengst uppi í stúku þeg­ ar Val ur og Aft ur eld ing mæt ast og von ast eft ir jafn tefli. Þá hef ur hann einnig ver ið með trommu sveit ir á blak leikj um Grund ar fjarð ar sem og fót bolta leikj um. „Ég er í meist­ ara flokks ráði og er bæði á tromm­ un um og kynn ir á leikj um Grund­ ar fjarð ar í fót bolt an um. Svo verð­ ur spenn andi að sjá hvort það verði ekki hægt að gera eitt hvað svip að með ný stofn uð um meist ara flokki kvenna á Snæ fells nesi. Ég hef feng­ ið nem end ur til að mæta með mér í stúk una og taka þátt í trommuslætt­ in um. Nokkr ir hafa meira að segja mætt á Valsleiki og ein hverj ir orðn­ ir Vals ar ar hugs an lega ein hverj um feðr um til ama. Þeg ar Val ur var að keppa í úr slit un um í hand bolta fyr­ ir ári bauð fé lag ið allri lúðra sveit­ inni að koma á leik inn. Þeir splæstu í fimm tíu manna rútu fyr ir okk ur og létu okk ur öll fá boli. Þetta var ó trú lega gam an og vilja Vals ar arn ir fá okk ur aft ur í ár, en við sjá um til,“ sagði Bald ur að lok um. ákj Lúðra sveit inni hef ur alltaf ver ið sýnd ur mik ill á hugi Rætt við stjórn anda lúðra sveit ar inn ar í Grund ar firði Bald ur Orri Rafns son stjórn andi lúðra sveit ar Tón list ar skóla Grund ar fjarð ar. Rokk og lúðr ar Lúðra sveit Tón list ar skóla Grund ar fjarð ar hélt sann kall aða stór tón leika í sal Fjöl brauta skóla Snæ fell inga síð ast lið inn fimmtu­ dag. Ýms ir gest ir léku og sungu með lúðra sveit inni og má þar til dæm is nefna stór stjörn una Jó hönnu Guð rúnu. Bald ur Orri Rafns son stjórn andi lúðra sveit ar inn ar sagði tón leik ana hafa heppn ast vel en alls mættu um 250 manns á þá. Þá voru tón leik arn ir einnig hljóð rit að ir í mjög góð um gæð um og er stefnt að því að gefa þá út á geisla diski. Með fylgj andi mynd ir tók Tómas Freyr Krist jáns son á tón leik un um. ákj

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.