Skessuhorn


Skessuhorn - 30.03.2011, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 30.03.2011, Blaðsíða 25
25MIÐVIKUDAGUR 30. MARS Framlagning kjörskrár vegna þjóðaratkvæðagreiðslu Kjörskrá vegna þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram á að fara þann 9. apríl 2011, verður lögð fram skv. ákv. 26. gr. laga nr. 24/2000 með síðari breytingum þann 30. mars 2011. Kjörskráin mun liggja frammi til skoðunar á Bæjarskrifstofu Grundarfjarðar á opnunartíma skrifstofunnar. Sveitarstjórn er heimilt að taka mál vegna kjörskrár til meðferðar allt fram á kjördag. Grundarfirði, 28. mars 2011, Bæjarstjórinn í Grundarfirði. MÓTTÖKUSTÖÐVAR Akranesi Höfðaseli 16 • 431-5555 • 840-5881 Opið Mánud. – föstud. Kl. 8.00 – 18.00 Lokað í hádeginu Kl. 12.00 – 13.00 Laugard. Kl. 10.00 – 14.00 Borgarnesi Sólbakka 12 • 431-5558 • 840-5882 Opið Mánud. – laugard. Kl. 14.00 – 18.00 Við breytum gráu í grænt Kjörskrá vegna þjóðaratkvæðagreiðslu á Akranesi Kjörskrá vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíðargildi laga nr. 13/2011 9. apríl 2011, á Akranesi liggur frammi í þjónustuveri Akraneskaupstaðar Stillholti 16-18, 1. hæð, frá og með miðvikudeginum 30. mars n.k. á opnunartíma þjónustuversins, fram að kjördegi. Athugasemdir við framlagða kjörskrá skulu berast bæjarritara fyrir 9. apríl 2011. Bæjarritari Fermingarúr Framtíðargjöf Úrval af stálkrossum og armböndum fyrir dömur og herra Galen Cranz, pró fess or við Berkel ey há skól ann í Kali forn­ íu, heim sótti Háls­ og bak deild ina við St.Franciskusspítala í Stykk is­ hólmi síð ast lið inn föstu dag. Auk þess að vera pró fess or í arki tektúr við þenn an virta háskóla,er Galen Cranz mennt uð í stell inga fræð um F. Matthias Al ex and er, svo kall aðri Al ex and er­ tækni ,sem kennd er víða um heim og nýt ur við ur kenn ing­ ar vís inda sam fé lags ins. Hún hef ur sett fram skarpa gagn rýni á hönn­ un hús gagna, eink um stóla, og gaf árið 1998 út bók, sem heit ir „The Chair: Ret hink ing Cult ure, Body and Design.“ Blaða mað ur sett­ ist nið ur með þess ari merku konu, á samt Jós epi Blön dal lækni í Stykk­ is hólmi, og ræddi á stæð ur heim­ sókn ar henn ar og við horf henn ar til hús gagna hönn un ar í dag. Styðst við lækn is­ og fé­ lags fræði leg ar rann sókn ir „Við lest ur bók ar inn ar verð ur manni ljóst, að við hönn un stóla eru ýmis við horf ríkj andi, eink um hin list rænu, en einnig praktísk at­ riði, eins og mögu leik ar á að stafla stól un um. Heilsu far þeirra, sem á stól un um eiga að sitja, kem ur sjald an við sögu. Galen styðst við lækn is fræði leg ar og fé lags fræði­ leg ar rann sókn ir í bók inni og set­ ur gagn rýni sína fram á rök vís an og heild stæð an hátt,“ seg ir Jós ep sem hitti Galen fyrst í heim sókn sinni til Berkel ey árið 1999 og hafa þau hald ið sam bandi síð an. Galen hélt fyr ir lest ur á veg um Verkja fræða fé lags Ís lands þriðju­ dag inn í síð ustu viku sem nefnd­ ist „Body­consci ous Design,“ og á mið viku dag inn hélt hún fyr ir­ lest ur inn „Susta ina ble Parks“ í Þjóð minja safn inu á veg um HÍ, en al menn ings garð ar eru sér grein henn ar á sviði arki tekt úrs. „ Galen var leið bein andi Trausta Vals son­ ar, pró fess ors í skipu lags fræð um við Há skóla Ís lands fyr ir nokkrum árum. Við Trausti tók um hönd um sam an um að fá hana til lands ins,“ sagði Jós ep. Galen Cranz á sjálf við erfitt bak­ vanda mál að stríða, en hef ur tek­ ist á við það, með al ann ars með að­ ferð um Al ex and er ­ stell inga fræð­ anna. Rétt er að geta þess, að Al­ ex and ers tækn in er ekki hluti af prógrammi Háls­ og bak deild­ ar St.Franciskusspítala, en þó er tals vert stuð st við hug mynd ir F.Matthias Al ex and er. Átak heill ar þjóð ar „Það sem ég hef ver ið að skoða er hvern ig við gæt um hann að um­ hverf ið okk ar svo það geti stutt við lík am leg ar stöð ur okk ar með heilsu fars leg um leið um,“ sagði Galen. „Ég legg á herslu á fleir töl­ una því það er ekki til nein full kom­ in lík am leg staða, lík am ar okk ar eru hann að ir til þess að vera á stöðugri hreyf ingu og skipta um stöð ur all an dag inn. Ég fékk fyrst á huga á þessu þeg ar ég fór að kanna sögu stóls ins. Hvað an kom hann? Af hverju sitj­ um við með þessum á kveðna hætti? Er það gott fyr ir okk ur? Svar ið er nei! Og ef það er ekki gott fyr­ ir okk ur að sitja svona, hvað get um við þá gert til að breyta því?“ Galen seg ist lengi hafa dreymt um að finna litla þjóð sem gæti tek ið upp Al ex and ers­tækn ina sem hluta af heilsu vit und al menn ings. „Fólk myndi læra að sitja og hreyfa sig á á kjós an legri máta sem ég tel vera góða leið til að bæta heilsu heill­ ar þjóð ar og draga úr heilsu fars leg­ um vanda mál um. Jós ep er nú þeg­ ar kom inn vel á veg með þeim að­ ferð um sem hann beit ir við Háls­ og bak deild ina. Heilsa hryggj ar ins snýst um lífs stíl og með Al ex and ers tækn inni lær um við að bæta lík ams­ stöðu okk ar og hreyf ing ar og nota vöðva á á kjós an legri hátt.“ Þurf um hærri stóla Galen seg ir hefð bundna stóla vera of lága og í þess ari lík ams stöðu miss um við nátt úru lega S­lög un hryggj ar ins sem verð ur þess í stað C­laga. „Stóll inn er í raun menn­ ing ar legt, vest rænt vanda mál. En ef við ætl um að hækka stól ana þurf­ um við að hækka borð in líka og mark að ur inn er ekki til bú inn í svo harka leg ar breyt ing ar. Samt hefði ég hald ið að hús gagna hönn uð­ ir myndu fagna þess ari hug mynd sem þýð ir meiri við skipti fyr ir þá. Sú goð sögn að við þurf um stuðn ing fyr ir mjó hrygg inn þeg ar við sitj um er röng. Ef við sitj um rétt, sem er í raun lík ams stað an á milli þess að Stól ar eru menn ing ar legt, vest rænt vanda mál sitja og standa, kem ur stuðn ing­ ur inn að sjálfu sér. Stól bak ið var í raun fund ið upp til þess að bæta upp þenn an nátt úru lega stuðn ing sem við töp uð um á því að sitja vit­ laust.“ Spít al inn ynd is leg ur Galen sagði eft ir heim sókn ina að St. Franciskusspítalinn í Stykk is­ hólmi væri al veg ynd is leg ur og alls ekki eins nið ur drep andi og spít­ al ar eru jafn an í Banda ríkj un um. „Ég verð alls ekk ert sorg mædd við að koma hing að inn og mér finnst ég ekki veik eða „ skítug“. Spít al ar eru einn helsti sjúk dóma vald ur inn í Banda ríkj un um, þar færðu sýk ing ar og veir ur enda eru sjúkra hús in þar al ræmd og hættu leg. Ég finn hversu góð ir eig in leik ar vatns ins og lofts­ ins hér eru og þá er bygg ing in öll björt og hrein. Háls­ og bak deild­ in er mjög há þró uð. Hér eru not­ uð mörg kerfi við með ferð ir og ein að ferð er ekki æðri annarri,“ sagði Galen að lok um en eft ir heim sókn henn ar á spít al ann var stefn an tek­ in í skoð un ar ferð um Eld fjalla safn­ ið og Vatna safn ið í Stykk is hólmi. ákj Á mynd inni er hluti af fagteymi Háls- og bak deild ar. Talið frá hægri: Mo han Anga mut hu sjúkra þjálf ari, próf. Galen Cranz, Lucia de Kor te sjúkra þjálf ari, Ann Linda Denn er sett ur yf ir sjúkra þjálf ari, Halla Dís Hall freðs dótt ir deild ar hjúkr un ar fræð ing- ur, Birna Sæv ars dótt ir starfs mað ur á deild, Iben Leth Riis huus sjúkra þjálf ari og Jós ep Ó. Blön dal lækn ir. Á mynd ina vant ar El ínu Hall freðs dótt ur sjúkra þjálf ara og Hrefnu Frí manns dótt ur yf ir sjúkra þjálf ara en hún er í barns burð ar leyfi. Einnig vantar Hildigunni Jóhannesdóttur hjúkrunarfræðing og Sigurborgu Leifsdóttur sjúkraliða en þær eru til aðstoðar á skurðstofu. Galen Cranz.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.