Skessuhorn


Skessuhorn - 17.04.2013, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 17.04.2013, Blaðsíða 27
27MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2013 www.skessuhorn.is Fylgist þú með? Þór dís ham ingju­ sam lega gift, tveggja barna móð ir, bú sett í Graf ar holt inu. Hún á von á þriðja barn inu og þau hjón eru him in lif andi. Um miðja með göngu kem ur í ljós að það er ekki allt með felldu og flokk ast því með ganga Þór dís ar sem „á hættu með ganga." Lækn ar sann færðu þau hjón um að þetta væri þó ekk ert á hyggju efni, það væri í raun eng in hætta á ferð­ um ef rétt væri á spil un um hald­ ið. Þór dís þyrfti bara að vera und­ ir miklu eft ir liti og fæð ing in, þeg ar þar að kæmi, yrði að vera vel und ir­ bú in. „Ver ið ó hrædd, fær ustu lækn­ ar lands ins munu að stoða ykk ur og þið mun ið njóta um hyggju sér staks teym is sem er þaul vant í að stæð um sem þess um," sagði heim il is lækn ir­ inn vina lega. Vit an lega var það stór létt ir. Erf ið ir dag ar framund an Þeg ar mesta sjokk ið var yf ir stað ið og hjón in fóru að skoða hvað nán­ asta fram tíð bæri í skauti sér, fengu þau ann að sjokk. Þór dís þurfti að dvelja síð ustu sex vik ur með göng­ unn ar á Bíldu dal. Það kom til vegna þess að þar voru all ir fæð ing ar lækn­ ar lands ins sam an komn ir og full­ kom in, sér hæfð skurð deild, vöku­ deild og frá bært hjúkr un ar fólk. Það er árið 2013 og lækna vís ind un­ um hef ur, eins og við vit um, fleygt á fram und an farna ára tugi. Með­ göngu og fæð inga kvill ar, sem áður þýddu jafn vel dauða móð ur og barns, heyra nú sem bet ur fer, yf­ ir leitt sög unni til. Vissu lega voru Þór dís og eig in mað ur henn ar þakk­ lát yfir því að hægt væri að bregð­ ast við að stæð um en þau vissu ekki al veg hvern ig þau ættu að klóra sig fram úr þessu. Að vera fjarri ást vin um Þar sem þau höfðu ekki að gang að ömm um eða öfum sem gátu séð um börn in tvö sem fyr ir voru, varð það úr að Þór dís fór ein á Bíldu dal og eig in mað ur inn varð eft ir heima með börn in og sinnti vinnu sinni. Þau áttu ekki ætt ingja á Bíldu dal en eft ir eft ir grennsl an, fundu þau eldri konu sem leigði út her bergi með morg un verði. Sex vik um fyr­ ir á ætl aða fæð ingu, kvaddi Þór dís börn in sín og eig in mann inn og fór til Bíldu dals. Þar bjó hún hjá kon­ unni sem var ó sköp in dæl, las bæk­ ur, horfði á sjón varp og rölti yfir á sjúkra hús í mónitór og at hug an­ ir, reglu lega, þang að til að það kom að því að hún lagð ist inn. Þá voru þrjár vik ur í fæð ingu. Eig in mað ur­ inn og börn in komu að heim sækja hana einu sinni áður en það varð og gistu á dýn um á gólf inu á gisti­ heim ili gömlu kon unn ar. Það var vet ur og ó venju leið in leg tíð og ill­ fært milli lands hlut anna, enda ekki greið færasta leið lands ins, leið in til Vest fjarða, á þeim árs tíma. Þór­ dísi og eig in manni henn ar var illa við að hann væri á ferli með börn­ in þeg ar eitt hvað var að veðri svo að heim sókn um var still í hóf. Að auki fannst börn un um erfitt að kveðja móð ur sína og henni að kveðja þau, þeg ar helg inni lauk og voru all ir eig in lega hálf mið ur sín eft ir á. Hætt an knýr dyra Þeg ar Þór dís hafði ver ið tæp­ ar tvær vik ur á sjúkra hús inu og sá fram á langa, langa viku í við bót, ein og hund leið með bólgna fæt ur, svo ekki sé nú tal að um geð bólg­ urn ar sem fylgdu fjar veru frá fjöl­ skyld unni og vin un um, enda lausri rúm legu og á hyggj um af því hvort ó fædda barn ið myndi nú plumma sig, kom í ljós að á stand henn ar hafði versn að til muna og það yrði strax að koma af stað fæð ingu. Þór­ dís hringdi í eig in mann sinn sem brást snöggt við, fékk pöss un hjá frænku sinni fyr ir litlu börn in og brun aði af stað, þrátt fyr ir ó tryggt veð ur út lit. Allt fór vel, í þetta skipt ið Þeg ar Þór dís fæddi fal leg an dreng, sex tím um síð ar, var eig in mað ur henn ar veð ur teppt ur í Bjark ar lundi. Barn ið fór um svifa laust á vöku deild og Þór dísi var sagt að hún þyrfti að fara í að gerð, vegna blæð inga og yrði svæfð. Hún vissi ekki hvern ig barn inu myndi reiða af, hún var ein, hún var hrædd og mað ur inn henn­ ar var ekki kom inn. Hún vissi ekki hvar hann væri nið ur kom inn því að GSM sam band er stop ult á þess um slóð um. Rétt áður en hún er svæfð, kem ur einn af ynd is legu hjúkr un­ ar fræð ing un um og seg ir henni að mað ur inn henn ar sé heill á húfi en verði að láta fyr ir ber ast í Bjark ar­ lundi vegna ó veð urs sem ekki sé víst, hvenær gangi yfir. Að gerð in gekk vel, Þór dísi og barn ið bragg­ að ist og eft ir ein ung is einn mán uð máttu þau fara suð ur. Hún hafði þá ver ið að heim an í rúma tvo mán­ uði. Börn in sem heima voru höfðu stækk að, það eldra hafði misst tvær tenn ur og það yngra lært að segja hell ing af nýj um orð um. Við get um sagt, að allt hafi far­ ið eins og best verð ur á kos ið, mið­ að við að stæð ur. Eða er ekki svo? Veru leiki margra. Kæri les andi! Það sem ég er búin að skrifa hér á und an má í raun kalla tóm an skáld skap. Ef laust verða ein­ hverj ir sem saka mig um til finn­ inga klám. Það sem þú þarft að vita er, að svona sög ur eru sann ar. En það er kon an á Bíldu dal sem upp­ lif ir þenn an veru leika. Líka kon­ an á Pat reks firði, Skaga strönd og Hólma vík. Á sunn an verð um Vest­ fjörð um er ekki einu sinni ljós móð­ ir. Ég held að þú skilj ir al veg hvað ég er að fara All ir hér borga sinn skatt. Líka á lands byggð inni. Líka Pat reks firð­ ing ar, Bíld dæl ing ar og ann að fólk á lands byggð inni. En svo sann ar lega sitj um við ekki öll við sama borð, þeg ar kem ur að ör yggi heilsu okk­ ar og vel ferð ar. Ylfa Mist Helga dótt ir. Höf und ur skip ar 1. sæti á lista Lands byggð ar flokks ins. Jafnaðarhugsjónin er auðlind ­ það sjáum við þegar við lítum til öflugustu velferðarsamfélaga heims, eins og Norðurlanda. Krafan um jöfnuð er lifandi stefna að verki. Hún miðar að því að byggja upp samfélag af sömu umhyggju og við byggjum upp heimili. Því er ætlað að veita öryggi og vera skjól. Þess vegna hefur það haft ótvíræða þýðingu fyrir íslenskt samfélag að það skuli hafa verið jafnaðarmenn sem haldið hafa um stjórnartauma hin erfiðu ár eftir hrun. Á síðustu fjórum árum hafa jafnaðarmenn á Íslandi náð að jafna lífskjör í landinu. Við breyttum skattkerfinu ­ og já, við hækkuðum skatta á þá hæst launuðu, en um leið hlífðum við láglaunahópunum og vörðum millitekjuhópinn. Við jukum stuðning við ungar barnafjölskyldur, hækkuðum barnabætur, hækkuðum húsaleigubætur og drógum úr skerðingum. Við stórhækkuðum vaxtabætur og greiddum samtals hundrað milljarða í þær og barnabætur á kjörtímabilinu ­ meira en nokkur önnur ríkisstjórn hefur nokkru sinni komist nálægt. Kaupmáttur lægstu launa er hærri nú en hann var í góðærinu. Skattbyrðin er lægri. Ójöfnuður ráðstöfunartekna í landinu er nú helmingi minni en árið 2007 þegar hann varð mestur. Það skiptir máli hverjir stjórna. Okkur tókst það sem engri annarri þjóð hefur tekist, sem hefur lent í kreppu: Að verja kjör hinna lægst launuðu. Samhliða því að náðist að minnka halla ríkissjóðs úr 230 milljörðum í 3,6 milljarða á fjórum árum, lækka verðbólgu úr 18% í 4,5%, minnka atvinnuleysi um helming og ... verja velferðarkerfið. Nei, krafan um jöfnuð er ekki klisja ­ hún er lifandi stefna. Félagslegar rannsóknir hafa sýnt fram á að í samfélögum þar sem jöfnuður er í hávegum hafður er minna um öfga og glæpi. Jafnaðar­ stefnan vinnur gegn félagslegum vanda og andlegri vanlíðan. Hún vinnur gegn kynjamismunun og menntunarskorti. Jafnaðarstefnan stuðlar að almennri vel megun, sjálfbærni og minni sóun. Hún stuðlar að samheldni, gagn­ kvæmu trausti og mannvirðingu. Þannig samfélag vil ég. Ólína Þorvarðardóttir, alþingismaður Eft ir dóm EFTA dóm stóls ins í Ices­ a ve mál inu þá er kom in upp al veg ný staða. Þess vegna ber að end ur­ skoða þær greiðsl ur, um 500 millj­ arða, sem fyr ir hug að er að greiða úr þrota búi Lands bank ans til Breta og Hol lend inga. Neyð ar lög in voru sett m.a. til að tryggja all ar inni stæð­ ur að fullu. Gjörn ing ur sem er langt um fram öll lög og regl ur. Kröf ur Breta og Hol lend inga fyr ir EFTA dóm stóln um snér ust um lág marks inni stæð urn ar, 20.887 erv ur per reikn ing, alls að fjár hæð 700 millj­ arða. Aldrei var rætt um neitt um­ fram þess ar lág marks inni stæð ur fyr­ ir dómn um. Neyð ar lög in verða þess hins veg ar vald andi að við mun um þeg ar upp er stað ið greiða Bret um og Hol lend ing um um 1.200 millj­ arða vegna Ices a ve. Af þess um 1.200 millj örð um standa eft ir í dag um 500 millj arð ar. Þessa 500 millj arða á að greiða á næstu mán uð um og árum, greiða með gjald eyr ir sem þjóð in á mjög tak mark að af. Í tveim ur þjóð ar at kvæða greiðsl­ um hafn aði þjóð in Ices a ve samn­ ing un um. Í síð ari þjóð ar at kvæða­ greiðsl unni um Bucheit samn ing­ inn var vilji þjóð ar inn ar al veg skýr. Þjóð in vildi fara dóm stóla leið ina og fá úr því skor ið fyr ir dóm stól um hvort hún væri í á byrgð fyr ir þess um Ices a ve reikn ing um eða ekki. • Nið ur stað an í þjóð ar at­ kvæða greiðsl unni um Bucheit samn ing inn var skýr: Þjóð in vildi ekki borga krónu nema vera dæmd til þess. • Nið ur stað an í dóms mál inu fyr ir EFTA dóm stóln um er skýr: Þjóð inni ber ekki að borga krónu vegna Ices a ve og ís lenska rík inu ber ekki að tryggja inni stæð ur á Ices a ve. Við eig um að fara að vilja þjóð ar­ inn ar, vilja sem fram kom í tveim ur þjóð ar at kvæða greiðsl um og við eig­ um að grípa til eft ir far andi að gerða: Nr. 1 Stöðva strax all ar greiðsl ur til Breta og Hol lend inga. Nr. 2 Stofna rann sókn ar nefnd á veg um Al þing is sem rann sak ar hvers vegna greidd ir voru 700 millj arð­ ar í gjald eyr ir út úr þrota búi Lands­ bank ans þó svo þjóð in hafi í þjóð­ ar at kvæða greiðsl um ít rek að neit að að greiða neitt vegna Ices a ve nema að und an gengn um dómi. Af hverju virti Al þingi og stjórn sýsl an þess ar þjóð ar at kvæða greiðsl ur að vettugi og hóf greiðsl ur áður en dóm ur féll og borg aði út 700 millj arða í gjald­ eyri þvert á skýr an vilja þjóð ar inn­ ar? Nr. 3 Leit að verði allra leiða til að fá til baka það fé sem þeg ar hef­ ur ver ið greitt til Breta og Hol­ lend inga. Ís lensk ir líf eyr is sjóð ir og Seðla banki Ís lands eru stór ir kröfu­ haf ar í þrota búi Lands bank ans og vænt an lega í hópi fá mennra kröfu­ hafa sem enn eiga sín ar upp haf legu kröf ur í þrota bú inu. Hitt eru vog­ un ar sjóð ir sem keyptu sín ar kröf ur á hrakvirði og eru að horfa til ann arra hluta. Ef sækja á þetta fé til Breta og Hol lend inga þá er það Seðla bank­ inn og líf eyr is sjóð irn ir sem vænt an­ lega þurfa að gera það. Nr. 4 Gerð verði út tekt á því hve mik ið tjón þjóð ar inn ar er vegna hryðju verka lag anna sem Bret ar settu í októ ber 2008 á Lands bank­ ann, Kaup þing, Seðla banka Ís lands og rík is sjóð á samt því að kyrr setja gull­ og gjald eyr is vara sjóð lands ins sem geymd ur var í Morg an Stanley bank an um í London. Sam hliða því að for sæt is­ og fjár mála ráð herra Breta kynntu það fyr ir fjöl miðl­ um heims ins að Ís land væri gjald­ þrota. Eins það tjón sem Bret ar og Hol lend ing ar ollu þjóð inni með því að tefja fyr ir af greiðslu lána frá Al­ þjóða gjald eyr is sjóðn um, AGS. Nr. 5 Enn er eft ir að greiða um 500 af þeim 1.200 millj örð um sem neyð ar lög in skuld binda þrota bú Lands bank ans að greiða til Breta og Hol lend inga vegna Ices a ve. Gera á þessa greiðslu, þessa 500 millj arða, upp tæka og nota þetta fé sem bæt ur fyr ir það tjón sem hryðju verka lög in ollu þjóð inni og það tjón sem varð vegna drátt ar á lán um frá AGS. Er ekki löngu tíma bært að þjóð­ in gefi fjór flokkn um frí í eitt til tvö kjör tíma bil og kalli til nýja flokka og nýtt fólk? Frið rik Han sen Guð munds son. Höf. er verk fræð ing ur og fram bjóð- andi Lýð ræð is vakt ar inn ar. Pennagrein Pennagrein Pennagrein Lít il dæmi saga úr borg og sveit ­ Barn í vænd um At hug ið að hér er um skáld skap að ræða, og þó... kannski ekki? Greið um ekki krónu meira vegna Ices a ve Krafan um jöfnuð er ekki klisja Áskriftarsími: 433 5500

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.