Skessuhorn


Skessuhorn - 29.05.2013, Síða 47

Skessuhorn - 29.05.2013, Síða 47
47MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2013 Bestu kveðjur í tilefni af sjómannadeginum Ljósmynd: Friðþjófur Helgason S K E S S U H O R N 2 01 3 Högni seg ir tím ann um borð í Akra borg inni hafa ver ið góð­ an. „ Þetta var sjó mennska en samt lík land vinnu vegna þess að mað­ ur mætti bara í vinn una á morgn­ ana og fór heim á kvöld in. Áður voru svodd an úti leg ur á mér. Erf ið­ asti og um leið leið in leg asti tím inn var kannski þeg ar út gerð ina vant aði pen inga eft ir að fyrsta bíl ferj an kom þarna í júní 1974. Þá voru hald in böll um borð og svo var skip ið líka leigt fyr ir ýms ar veisl ur og fagn aði eins og starfs manna hópa og brúð­ kaup. Það var yf ir leitt allt í lagi með starfs manna hópana og brúð kaup­ in en böll in fóru út í al gera vit leysu og fyllirí. Þarna kom alls kon ar lið sem ekk ert var hægt að tjónka við þannig að þá var þessu hætt, sem bet ur fer. Það voru hljóm sveit ir á bíla dekk inu og siglt inn á sund in eða Hval fjörð. Þetta var gert vegna þess að bíla brýrn ar voru ekki til bún­ ar svo hægt væri að keyra bíl um um borð svo við gát um bara híft nokkra bíla um borð eins og við gerð um á fyrstu Akra borg inni. Þessu var hætt þeg ar bíla brýrn ar komu og eft ir það var þetta bara fínt." Högni seg­ ir vinn una um borð í Akra borg hafa breyst mik ið eft ir að mun stærri og betri bíl ferj ur komu. Áður var ver­ ið að hífa bíla á dekk ið á Akra borg­ inni fyrstu sem var 340 tonna skip og þang að komust fimm fólks bíl ar. Síð an komu tvær öfl ug ar bíl ferj ur, sú fyrri um 1.000 tonn og sú síð asta um 2.000 tonn. „ Þetta var auð vit að allt önn ur vinna en um borð í Akra­ borg var alltaf sam hent og skemmti­ leg á höfn, ekki mikl ar manna breyt­ ing ar á dekk inu þannig að við vor­ um orðn ir sam hent ir í öll um okk­ ar gerð um." Högni fór síð an til Kanarí eyja að sækja síð ustu Akra­ borg ina sem hafði ver ið í sigl ing­ um þar fyr ir norsku út gerð ina sem átti hana. Það skip var gott og full­ kom ið og eft ir komu þess voru ferð­ ir Akra borg ar svo vin sæl ar að bæði nýja skip ið og hitt sem kom á und­ an sinntu á ætl un ar ferð um sam an um tíma, þannig að örar ferð ir voru milli Akra ness og Reykja vík ur, áður en eldri bíl ferj an var seld úr landi. Á Arn ar stapa á sumr in Þeg ar Högna bauðst að róa á litl­ um báti á Arn ar stapa fyr ir góð an vin sinn þar, Trausta heit inn Jóns­ son frá Stapa, þá bað hann Þor­ vald skip stjóra um frí yfir sum ar ið á Akra borg inni. „Þor vald ur er svodd­ an öðling ur og hef ur alltaf ver ið að hann gaf mér frí og í mörg sum ur eft ir það. Ég byggði svo sum ar bú­ stað þarna á Arn ar stapa og var þar öll sum ur að róa og Stína kom vest­ ur í heim sókn með krakk ana. Ég verð Þor valdi æv in lega þakk lát­ ur fyr ir þetta. Sum ar bú stað ur inn á Arn ar stap an um var byggð ur 1995. Hann varð auð vit að bara eins og vinnu búð ir á sumr in. Ég reri það­ an ein sext án sum ur sam fellt til 2009. Þá var kon an hætt að nenna að koma vest ur og krakk arn ir all ir orðn ir upp komn ir þannig að ég fór að róa héð an á Þern unni, báti sem ég keypti og á enn. Við seld um bú­ stað inn en hins veg ar var ég svo lít­ ið að róa frá Stap an um líka og bjó þá hjá Frey bróð ur, sem á bú stað þar. Ég keypti bát inn hans Trausta og Þröst ur bróð ir á hann núna og er með hann hérna á Skag an um, hann heit ir Snar fari, fínn bát ur." Eft ir að Akra borg in hætti á ætl un­ ar ferð um fór Högni al far ið að róa á bátn um sín um Þernu AK. Að al­ lega rær hann frá Akra nesi en áður var hann meira á Arn ar stapa. Þessa dag ana hef ur Högni ver ið á strand­ veið um og afl að á gæt lega en helst er að veðr ið hafi trufl að. For eldr arn ir fluttu á Snæ fells nes Högni er fjórði í röð inni af tíu systk in um, sjö bræðr um og þrem ur systr um, börn um Reyn is Hall dórs­ son ar og Guð rún ar Jónu Jóns dótt­ ur. Þrjú systk in anna eru lát in núna og for eldr arn ir báð ir. „Við erum öll fædd á Akra nesi, fyrst á Hnaus­ um, sem stóðu við Kirkju braut­ ina nokkurn veg inn þar sem skrif­ stofa Skessu horns er núna í hús inu sem Skaga ver byggði. Þarna stóð líka fanga hús ið á Akra nesi á sín um tíma, sum systk in anna eru svo fædd á Skaga braut 25 þang að sem for­ eldr ar mín ir fluttu." Á Skaga braut­ inni fylgdu með úti hús og for eldr­ ar Högna voru með kýr og kind ur. Systk in in eru nú dreifð um land­ ið. „ Þetta var stór hóp ur og fjör­ ug ur og þetta er allt prýð is fólk sem mamma og pabbi voru stolt af. For­ eldr ar mín ir fluttu svo með yngstu systk ini mín vest ur á sunn an vert Snæ fells nes ið. Þau keyptu jörð ina Skjald ar tröð á Helln um árið 1964. Þar byrj aði pabbi að róa á trillu og þarna voru bestu tím arn ir hjá mömmu og pabba. Hann lét smíða fyr ir sig bát sem hann nefndi Snar­ fara og Össi mág ur fór að róa með hon um. Össi og Dídí keyptu aðra jörð þarna rétt hjá og byggðu upp með nýju húsi. Pabbi hafði nóg­ an mann skap í landi og allt sem hann veiddi var verk að á Skjald­ ar tröð í salt. Hann og Össi stækk­ uðu líka bryggj una á Helln um svo bát arn ir gætu lagst al menni lega að þar. Hann gat líka róið á sumr in því mamma og krakk arn ir sáu um hey­ skap inn. Þau bjuggu þarna þang að til pabbi dó árið 1977 að eins 52 ára gam all, en mamma flutti þá aft ur á Skag ann og vann í mötu neyti Járn­ blendi verk smiðj unn ar og síð an í mötu neyti Fjöl brauta skól ans." Fylgist af á huga með barna börn un um Kona Högna er Krist ín Al freðs­ dótt ir frá Stað á Akra nesi og eiga þau þrjú upp kom in börn. Elst er Ás björg fædd 1966, þá Al ex and­ er fædd ur 1968 og yngst er Guð­ rún fædd 1976. Barna börn þeirra eru sex tals ins. Högni fylgist vel með barna börn um og hef ur á huga á skóla göngu þeirra. „Ég verð að segja að mér finnst svo margt hafa breyst t.d. í kennsl unni, kennsl an er orð in svo miklu skemmti legra í dag en hún var þeg ar ég var að al ast upp. Við lærð um bara af bók un um og ekki voru þær nú skemmti leg ar, það voru varla mynd ir í þeim. Það var bara les ið og þetta voru stein­ dauð ar bæk ur. Nú vinna krakk arn­ ir skemmti leg verk efni og þetta er allt miklu skemmti legra hjá þeim." Hann seg ist oft fara nið ur á fót­ bolta völl og fylgj ast með yngstu krökk un um spila fót bolta, sér stak­ lega þeg ar mót eru hald in. „Það er svo gam an að fylgj ast með þess um krökk um, á hug inn og metn að ur inn er svo mik ill," sagði Högni Reyn­ is son sjó mað ur á Akra nesi að end­ ingu. hb Þriðja Akra borg in sem Högni lauk flóa sigl inga tíma bil inu á. Högni í Akra nes höfn á báti sín um, Þernu AK­11. Loðnu veið ar á Ósk ari Magn ús syni áður en byggt var yfir dekk báts ins. Hásetarnir á síðustu Akraborginni. Frá vinstri: Guðmundur Skarphéðinsson, Ómar Elísson, Þórir Sigurðsson, Ársæll Eyleifsson, Björn Tryggvason, Högni Reynisson, Guðjón Jónsson, og Sverrir Jónsson. Sjómannadagurinn

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.