Skessuhorn


Skessuhorn - 05.06.2013, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 05.06.2013, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2013 Minnum allar konur á kvenna- hlaupið á laugardaginn. Það fer fram víða um Vesturland og byrj- ar á flestum stöðum klukkan 11, en á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit kl. 10,30 og í Kjós kl. 14. Sjá nánar auglýsingu í Skessuhorni í dag. Suðlægar áttir eru í kortunum næstu dagana með fremur vætu- sömu veðri um vestanvert land- ið. Hitinn verði í kringum tíu stig- in sunnan- og vestan til en hlýrra fyrir norðan og austan. Á mánu- dag er áfram gert ráð fyrir suð- lægri átt, skýjuðu með köflum en úrkomulitlu. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns í aðdraganda sjó- mannadags: „Verður þú sjóveik/ ur?“ Margir virðast viðkvæmd- ir fyrir vaggi fleytunnar sem ald- an skapar. „Já alltaf“ sögðu 18,9% og „já stundum“ 39,8%. „Nei aldrei“ sögðu 36,9% en 4,4% gera sér ekki grein fyrir því eða hafa ekki látið á það reyna. Í þessari viku er spurt: Ætlar þú í stangveiði í sumar? Hjónin á Eiði í Kolgrafafirði, Guð- rún og Bjarni, gera upp reynslu sína í viðtali við Skessuhorn í dag. Þau hafa tekið af æðruleysi þessu óvænta umhverfisslysi sem síldar- dauðinn olli síðasta vetur og eru Vestlendingar vikunnar að mati ritstjórnar Skessuhorns. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Böðlaðist á hesti inn í félagsheimilið LBD: Ölvaður hestamaður var með dólgshátt og ógn- anir í garð stúlkna sem héldu upp á afmæli í félagsheimili hestamanna í Borgarnesi um helgina. Böðlaðist maðurinn meðal annars á hrossinu inn í félagsheimilið og við það skemmdust innanstokks- munir og parket. Nokk- ur hræðsla greip um sig hjá afmælisgestum á meðan á þessu stóð. Lögreglan var kölluð til og hafði afskipti af manninum. Mun hann eiga von á að verða sektaður fyr- ir athæfið. Ekki er ljóst hvort að stúlkurnar kæra viðkom- andi fyrir hótanir sem hann viðhafði í þeirra garð á með- an á þessu stóð. -þá Þrír óökuhæfir og bílvelta SNÆFELLSNES: Lög- reglan á Snæfellsnesi stöðv- aði þrjá ökumenn í vik- unni sem leið vegna gruns um að þeir væru í óökuhæfu ástandi, einn vegna ölvunar á miðvikudegi og tvo vegna fíkniefnaneyslu á föstudag- inn. Á miðnætti aðfararnótt laugardags valt bíll út af vegi og lenti á toppnum við Bug, skammt frá golfvellinum í Ólafsvík. Ökumaður, sem var einn í bílnum, varð fyr- ir minniháttar meiðslum og er talinn hafa sloppið vel úr óhappinu. Bíllinn er mikið skemmdur. –þá Söfnuðu 200 milljónum króna LANDIÐ: Söfnunarátak Slysavarnarfélagsins Lands- bjargar sem hrundið var af stað á RUV í síðustu viku skilaði um 200 milljónum króna. Einnig var safnað svo- kölluðum bakvörðum, ein- staklingum sem heita mán- aðarlegri upphæð til Lands- bjargar, og gerðust hátt í 3.000 manns bakverðir. Mik- ið hefur mætt á Landsbjörgu í vetur og hefur verið mik- ið um útköll af ýmsum toga. Þar að auki hefur félagið orðið fyrir tekjuskerðingu frá árinu 2008 og upplifað kostnaðaraukningu í rekstri, ekki síst í eldsneytiskostnaði. Söfnunarféð mun því koma rekstri Landsbjargar veru- lega til góða. Björgunarsveit- armenn Landsbjargar eru í dag um 18 þúsund talsins og starfa í um 100 björgunar- sveitum, 33 kvennadeildum og 30 unglingadeildum um land allt. –hlh www.skessuhorn.is Á þriðja þúsund síður af efni á ári – um 160.000 fréttir, tilkynningar, greinar og annað efni af Vesturlandi Þetta allt færðu í Skessuhorni – hvergi annars staðar Ertu nokkuð að missa af? Ertu áskrifandi? Áskriftarsíminn er 433-5500 og á heimasiðunni: www.skessuhorn.is Starfsmenn Loftorku í Borgarnesi hófust handa á mánudaginn við að undirbúa flutning á allskyns hlut- um og verkfærum í eigu fyrirtæk- isins til geymslu í húsinu Borgar- braut 57. Vegna flutninganna var einn útveggur hússins á austur- hlið þess rifinn. Borgarbraut 57 er í eigu Gests ehf. sem er í eigu feðganna Óla Jóns Gunnarsson- ar og Bergþórs Ólasonar, eigenda Loftorku. Gestur ehf. keypti hús- ið í ágúst á síðasta ári en félagið á einnig næstu aðliggjandi lóð, Borgarbraut 59. Borgarbraut 57 er samtals 948 fermetrar að stærð og er í húsinu tvær hæðir auk kjall- ara. Margs konar starfsemi var í húsinu á undanförnum áratug- um, m.a. verslanirnar JS Nesbæjar, Geirabakarí og Bónus. Síðast var þar rekinn skemmtistaðurinn B57. Loftorkufeðgar stefna á að byggja upp á lóðunum tveimur með tíð og tíma en þeir sjá fyrir sér að þar rísi þjónustu- og verslunarrými ásamt íbúðum í bland. hlh Norska húsið í Stykkishólmi var opnað fyrir sumarið laugardaginn 1. júní síðastliðinn og verður opið í allt sumar frá kl. 12 til 17. Um hundrað manns mætti á opnunina en í boði voru tvær nýjar sýningar í húsinu. Þetta er annars vegar sýn- ingin Sjónarspil um Steinþór Sig- urðsson sem fæddur er í Norska húsinu árið 1933 en fjölskylda hans bjó þar til ársins 1947. Stein- þór stundaði listnám við Konst- fackskolan í Stokkhólmi á árun- um 1950–1955 með leikmyndagerð sem hliðargrein og markaði síðar djúp spor í sögu Leikfélags Reykja- víkur sem leikmyndateiknari. Á sýningunni gefur að líta myndverk Útnesvegur fyrir sunnan Snæfells- jökul skemmdist mánudaginn 27. maí sl. þegar bundið slitlag fauk af í hvassviðri. Skemmdir eru samtals á um 100 metra kafla en mestar þó á 60 metrum. Mjög hvasst var á þess- um slóðum þennan dag og mæld- ist um tíma allt að 39 metra vind- ur á sekúndu í hviðum á veðurat- hugunarstöðinni á Bláfeldi. Búið er að bera ofan í veginn til bráða- birgða en það var gert strax morg- uninn eftir. þa Malbik fauk af Útnesvegi Borgarbraut 57 nýtt sem geymsla Einn útveggur á austurhlið Borgarbrautar 57 hefur verið rifin til að auðvelda flutninga í húsið. Hrím hönnunarhús opnað í Norska húsinu og módel sem unnin eru sem hug- myndir að leikmyndum. Steinþór vinnur á mörkum myndlistar og leiklistar og býr til ákveðið sjónar- spil á milli listgreina. Hins vegar er það sýningin Nýjar myndir – göm- ul tækni eftir Hörð Geirsson safn- vörð ljósmyndadeildar Minjasafns- ins á Akureyri en hann hefur und- anfarin tvö ár tileinkað sér og notað gamla ljósmyndaaðferð við mynda- tökur. Hann myndar á votarplötur en sú aðferð var ríkjandi í ljósmynd- un frá 1851 og fram yfir 1880. Úr- val þessara mynda Harðar var sýnt fyrsta sinni í Þjóðminjasafninu í byrjun árs. Þær sýna að nýjar bygg- ingar og nútíma fólk fær gamladags yfirbragð með þessari tækni. Þá hefur Norska húsið, sem jafn- framt er byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla, fengið hönnunar- húsið Hrím til liðs við sig í sum- ar. Krambúðin og Hrím snúa bök- um saman og bjóða upp á svokall- aða „búð í búð“. Eigandi verslun- arinnar og framkvæmdastjóri Hrím er Tinna Brá Baldvinsdóttir en hún hefur rekið verslun á Laugarvegin- um undanfarin ár. Að lokum má geta þess að Norska húsið hefur haft frumkvæði að því að efla samstarf á milli safna í Stykkishólmi, meðal annars með því að virkja samstarf við grunn- skóla bæjarins og söfnin. Nemend- um í myndlistarvali 8.-10. bekkjar var boðið að sýna í Norska húsinu eftir heils árs vinnu sem fólst í að heimsækja öll söfnin í bænum: Eld- fjallasafnið, Vatnasafnið og Norska húsið. Unnið var út frá hugtakinu veðrun. „Þá er í fyrsta sinn boð- ið upp á sameiginlegan aðgang að þessum þremur söfnum í sumar. Þetta er nýmæli og mikilvæg sam- vinna,“ segir Alma Dís Kristins- dóttir safnstjóri Norska hússins. ákj

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.