Skessuhorn


Skessuhorn - 05.06.2013, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 05.06.2013, Blaðsíða 27
27MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2013 Endurmenntun Landbúnaðarhá- skóla Íslands efnir til námskeiðs um gildi þjálfunaraðferða í með- ferð hrossa. Námskeiðið verður hald- ið í minn- ingu Reyn- is Aðalsteins- sonar tamn- i n g a m a n n s og reiðkenn- ara frá Sig- mundarstöð- um í Borgar- firði og fer það fram dagana 26. – 27. júlí í sumar. Námskeið- ið heitir „Í þágu hestsins – Þjálfun hestsins verður að taka mið af lík- amsbyggingu hans,“ og verður það haldið á Hvanneyri og í hestamið- stöð LbhÍ á Miðfossum. Fyrirlesari verður þýski hestafræðingurinn og dýralæknirinn Dr. Gerard Heusch- mann en hann hefur sérhæft sig í hreyfifræði hesta og afleiðingum rangrar þjálfunar á heilbrigði og velferð þeirra. Dr. Heuschmann er ötull talsmaður þess að þjálfun sé í fullri samvinnu við hestinn sjálf- an og hefur talað gegn hverskon- ar þvingunum við þjálfun í ræðu og riti. Inntak námskeiðsins er í sama anda og Reynir sjálfur lagði áherslu á í tamningaaðferðum sín- um, samvinnu og sanngirni við þjálfun hestsins og léttleika í taum- sambandi. Um er að ræða gott tækifæri fyr- ir dýralækna, dómara, járninga- menn, keppnisknapa og aðra hesta- menn sem hugsa um dýravelferð og árangursríkar þjálfunaraðferðir, til að hlýða á mál eins helsta sérfræð- ings á þessu sviði. Skráning er hafin á námskeiðið, en hægt er að skrá sig með því að hafa samband við End- urmenntun LbhÍ á netfangið end- urmenntun@lbhi.is. Nánari upp- lýsingar um dagskrá námskeiðsins, þátttökugjald og annað er hægt að nálgast á www.lbhi.is -fréttatilkynning Frá og með síðasta mánudegi verða öll ökuskírteini sem skráð verða hjá a f g r e i ð s l u - stöðum sýslu- manna um landið fram- leidd hjá ung- verska fyr- i r t æ k i n u ANY Secu- rity Print- ing Comp- any PLC í B ú d a p e s t . „Vegna aukinna krafna um öryggi og gæði ökuskírteina og upplýs- inga á þeim í tilskipun Evrópusam- bandsins og reglugerð um ökuskír- teini nr. 830/2011, mun ekki verða mögulegt að nýta þær passamyndir sem þegar er búið að skrá í öku- skírteinaskrána og verða allir sem sækja um nýtt ökuskírteini að skila nýrri p a s s a m y n d með umsókn- inni,“ segir í t i lkynningu frá lögreglu. Ökuskírteini verða pönt- uð einu sinni í viku og verð- ur skilað á afgreiðslustaðina sjö dögum síðar. Öryggismiðstöðin sem er samstarfsaðili ANY Security Printing Company PLC mun ann- ast dreifingu skírteinanna. mm Menntun Vestlendinga hefur auk- ist þegar bornar eru saman íbúa- kannanir Vesturlands árin 2007 og 2010. Íbúum sem hafa eingöngu grunnskólapróf fækkaði á milli ár- anna. Hlutfallslega fækkaði þeim um 40% á Akranesi og í Hval- firði, um 32% í Borgar- firði, 33% á Snæfellsnesi og 16% í Dölunum. At- hygli vekur að fækkun- in er mest á Akranesi og í Hvalfirði, um þriðjung- ur bæði í Borgarfirði og Snæfellsnesi en minnst í Dölunum. Þessi þróun gæti tengst námsframboði á hverj- um stað, en námsleið- irnar eru flestar bæði í iðnnámi og bóknámi við framhaldsskólann á Akranesi. Nán- ast eingöngu bóknámsbrautir eru í framhaldsskólum í Borgarfirði og á Snæfellsnesi og í Dölunum er eng- in framhaldsskóli. Þá kann atvinnu- leysi einnig að hafa þarna áhrif en það hefur verið mest á Akranesi, minna í Borgarfirði og minnst á Snæfellsnesi og í Dölum. Nú gefst Vestlendingum sem náð hafa 18 ára aldri kostur á að taka þátt í Íbúakönnun Vesturlands 2013 og eru allir hvattir til að vera með. Þátttakendur skrá sig á heimasíðu Samtaka sveitarfélaga á Vestur- landi, http://ssv.is/ibuakonnun, þar sem skráð er nafn, netfang og póst- númer. Innan viku mun könnunin síðan berast í tölvupósti til þátttak- enda. Einnig er hægt að biðja um könnunina á pappírsformi í síma 433-2314. Þrátt fyrir að nafn sé gefið upp við skráningu er fyllsta trúnaðar gætt og ekki verður hægt að rekja svör til einstakra þátttakenda. Það er mögulegt þar sem nafn mun aldrei vera gefið upp í könnuninni sjálfri og sérstök dulkóðun aftengir svör og netföng þátttakenda. Könnun þessi, sem er á vegum Samtaka sveitarfélaga á Vestur- landi, hefur verið lögð fyrir íbúa á þriggja ára fresti frá árinu 2004 og er markmið hennar að kanna hug íbúa til hinna ýmsu þátta sem varða þjónustu og búsetuskil- yrði í þeirra sveitarfélagi. Niðurstöður hennar hafa til að mynda nýst sveitar- stjórnum til að fá heild- stæðari sýn yfir stöðu mála á sínum svæðum og öðrum þeim aðilum sem fara með byggða- og at- vinnuþróun á Vestur- landi. Mikilvægt er að sem flestir taki þátt til að útkoman verði sem mest til gagns. Nú í fyrsta skipti er könn- unin rafræn og þess vegna er net- fangasöfnun nauðsynleg í upphafi. Rafrænar kannanir eru mun ódýr- ari kostur en þær skriflegu en jafn- framt nákvæmari ef nægjanleg þátt- taka næst. Þátttaka allra skiptir því máli. Vífill Karlsson Handverkshópurinn Bolli í Döl- um opnaði verslun sína við Vestur- braut um fyrstu helgina í sumri þeg- ar Jörfagleði fór fram. „Það hef- ur verið frekar rólegt ennþá en það kom þó einn góður dagur, þar sem salan var yfir 200 þúsund krónur sem okkur þykir gott á þessum tíma. Þegar aðalferðamannatíminn hefst koma margir þannig dagar, enda kaupa útlendingarnir mikið af lopa- peysum og þær eru að seljast á tugir þúsunda, þannig að það telur fljótt,“ sagði Eyrún Guðmundsdóttir þeg- ar blaðamaður Skessuhorns leit inn í handverksverslunina Bolla á ferð sinni um Dalina í liðinni viku. Handverkshópurinn Bolli á hús- næðið sem verslunin er í við Vest- urbraut og er það rúmgott að sjá. Eyrún segir að samt veitti ekkert af því að það væri aðeins stærra, en all- ar hillur voru fullar af fjölbreyttum varningi og drjúgur hluti veggpláss- ins þéttskipaður. Eyrún telur fyrir blaðamann framleiðendurna á vör- unum og reynast þeir vera 68. Það er handverkshópurinn sjálfur sem skiptir vinnunni við afgreiðsluna í versluninni á milli sín. „Þetta eru svona þrír dagar sem hvert og eitt okkar verður að vinna á ári í versl- Pennagrein Þátttaka þín skiptir máli Dr. Gerard Heusch- mann Í þágu hestsins – námskeið til minningar um Reyni Aðalsteinsson Sumaropnun í handverksverslun Bolla Nýr framleiðandi ökuskírteina vegna hertra reglna Eyrún Guðmundsdóttir. Vörur í víkingaþema með vattarsaumi eru á einum veggnum í Bolla. uninni,“ segir Eyrún. Skilyrði fyrir því að fá að selja handverk hjá Bolla er að viðkomandi hafi lögheim- ili í Dölunum. „Eini ókosturinn sem ég sé við það er að fjölbreytn- in yrði ennþá meiri ef við tækjum við vörum frá fleirum, en hins vegar er það þannig að það er ómögulegt að setja mörkin ef við förum að veita einhverja undanþágu og skapa þar með fordæmi,“ segir Eyrún. Verslun Bolla verður opin í sumar frá mánu- degi til laugardags kl. 10-18 og á sunnudögum kl. 12-18. Þá Fjölbreytt handverk er til sölu hjá Bolla.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.