Skessuhorn - 05.06.2013, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2013
Kvennahlaupið á
laugardaginn
VESTURLAND: Kvenna-
hlaup ÍSÍ fer fram laugardag-
inn 8. júní um allt land. Þetta er
í 24. sinn sem hlaupið er hald-
ið og í ár er það styrkt af Sjóvá.
Slagorð hlaupsins að þessu
sinni er „Hreyfum okkur sam-
an“ í tilefni samstarfs Íþrótta-
og Ólympíusamband Íslands og
styrktarfélagsins Göngum Sam-
an. Á Vesturlandi er kvenna-
hlaupið haldið á flestum þétt-
býlisstöðum. Á Akranesi verð-
ur hlaupið frá Íþróttamiðstöð-
inni Jaðarsbökkum, Þyrlupall-
inum, kl. 10.30. Ávaxtaveisla í
boði að loknu hlaupi. Í Hval-
fjarðarsveit verður hlaupið frá
Stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
kl. 10.30, en á eftirtöldum stöð-
um byrjar hlaupið klukkan 11:
Í Borgarnesi verður hlaupið frá
Íþróttamiðstöðinni, á Hvann-
eyri frá Sverrisvelli, í Reyk-
holt frá Fosshótelinu, í Stykk-
ishólmi frá Íþróttamiðstöðinni,
í Grundarfirði frá íþróttahús-
inu og í Ólafsvík frá Sjómanna-
garðinum. Í Kjósinni verður
svo hlaupið frá Kaffi Kjós við
Meðalfellsvatn kl. 14. Kvenna-
hlaupskonur um allt land eru
hvattir til að mæta í hlaupið til
að skokka eða ganga, en boð-
ið er upp á ýmsar vegalengdir í
hlaupinu og að vali þátttakenda.
-þá
Ölæði í
bústaðahverfi
LBD: Lögregla og sjúkraflutn-
ingslið voru ræst út vegna manns
sem sagður var ölóður í sumar-
bústað í landi Svignaskarðs um
liðna helgi. Félagar mannsins
réðu ekkert við hann og réðist
maðurinn að lögreglunni þeg-
ar að var komið með höggum
og spörkum. Var hann handtek-
inn og færður í fangageymslur.
Engin teljandi meiðsli urðu á
mönnum í þessum atgangi en
nokkrar skemmdir hafði mað-
urinn unnið á innanstokksmun-
um í bústaðnum áður en tókst
að hemja hann. Daginn eftir
mundi viðkomandi ekki nokk-
urn skapaðan hlut eftir að hafa
verið til vandræða og skildi ekk-
ert í því að hann væri kominn í
fangaklefa. Nokkur erill var hjá
lögreglumönnum í umdæminu
um helgina, að sögn yfirlög-
regluþjóns. Hvort að mánaðar-
mótin spiluðu þar mest inn í eða
sjávarstaða og afstaða himin-
tunglanna réð þar einhverju um
vissi hann ekki, en sagði að svip-
að hafi verið uppi á teningnum
hjá lögreglunni víða um land
þessa helgi, óvenjumikil ölvun,
ólæti og óstöðugleiki. –þá
Víðtæk leit að
konu
VESTF: Víðtæk leit var gerð
að franskri konu sl. laugardag
á Vestfjörðum en hennar hafði
verið saknað frá því kvöldið
áður. Björgunarsveitir af Vest-
fjörðum, Vesturlandi og höfuð-
borgarsvæðinu tóku þátt í leit-
inni, samtals á annað hundrað
manns og mikill tækjabúnað-
ur. Þyrla Landhelgisgæslunn-
ar fann konuna loks um klukk-
an 23:30 á laugardagskvöldinu
milli Vatnsdals og Dumbudals
sem er austur af botni Skötu-
fjarðar. „Konan var vel áttuð,
köld en blaut, en annars þokka-
lega á sig komin og reyndist ós-
lösuð við læknisskoðun,“ segir í
tilkynningu frá Landsbjörg.
Stal barnahjóli
og lakkbrúsa
AKRANES: Til lögreglunn-
ar á Akranesi var tilkynnt um
þjófnað á barnareiðhjóli í vik-
unni sem leið. Fannst það við
heimahús þess sem grunaður
var um þjófnaðinn. Var hjólið
nokkuð skemmt og hafði ver-
ið gerð tilraun til að má rað-
númerið af því en það var þó
enn greinanlegt. Sá hinn sami
hafði sama dag verið staðinn
að þjófnaði úr verslun Húsa-
smiðjunnar þar sem hann stal
lakkbrúsa, sem hann hefur lík-
lega ætlað að mála hjólið með.
Þá voru tveir menn handtekn-
ir grunaðir um ölvun við akst-
ur í vikunni. Báðir voru færð-
ir á lögreglustöð til blóðtöku,
tekin af þeim skýrsla og þeim
síðan sleppt. –þá
Ók á ljósastaur á
Brúartorgi
LBD: Ökumaður pallbif-
reiðar var handtekinn vegna
gruns um að hafa verið ölvað-
ur og undir áhrifum fíkniefna
og ekið bíl sínum á ljósastaur
á Brúartorgi í Borgarnesi að-
faranótt laugardags. Nokk-
uð af kannabisefnum fundust
á manninum. Var hann vist-
aður í fangaklefa þar til hann
var viðræðuhæfur og sleppt að
lokinni skýrslutöku. –þá
Varúð vegna
lausagöngu búfjár
VESTURLAND: Í tilkynn-
ingu frá lögreglunni á Akranesi
segir að nú sé kominn sá tími
að kindur og annar búfénaður
er kominn á sumarbeit. Alltaf
sé hætta á að skepnurnar brjóti
sér leið út úr beitarhólfum og
komi sér fyrir við þjóðvegi, því
það sé með skepnurnar eins
og mannfólkið, að grasið finn-
ist þeim oftast grænna hinum
megin girðingar. Hvetur lög-
regla ökumenn að vara sig á
lausagöngu búfjár á ferðum
sínum um sveitir landsins. -þá
Hæstiréttur staðfesti síðastlið-
inn fimmtudag úrskurð Héraðs-
dóms Vesturlands um að fullorð-
inn maður, sem grunaður er um
að hafa misnotað kynferðislega
þroskahamlaða stjúpdóttur sína
í um 40 ár, skuli sæta nálgunar-
banni. Í úrskurði Hæstaréttar segir
að manninum sé bannað að nálgast
konuna eða setja sig í samband við
hana með nokkrum hætti á með-
an málið er til rannsóknar, en þó
ekki lengur en sex mánuði. Í rök-
stuðningi segir meðal annars að
augljós hætta sé á því að maðurinn
framhaldi kynferðisbrotum gagn-
vart konunni ef hann hittir hana
til dæmis á heimili hennar. Hann
má því ekki nálgast heimili hennar
eða verndaðan vinnustað um sem
nemur 50 metra radíus frá miðju
hvors húss. Þá má hann ekki hafa
samband við hana í gegnum síma-,
bréfa- og rafpóstssamskipti. Mann-
inum var sleppt úr gæsluvarðhaldi
í byrjun apríl en rannsókn lögreglu
stendur enn yfir.
Líkt og Skessuhorn hefur áður
fjallað um er maðurinn, sem nú
er á níræðisaldri, grunaður um að
hafa misnotað stjúpdóttur sína frá
því hún var tíu ára gömul en þau
bjuggu á sveitabæ á Snæfellsnesi.
Þá segir konan tvo bræður manns-
ins einnig hafa brotið á sér á uml-
iðnum áratugum en þeir eru báð-
ir látnir. Málið komst upp þeg-
ar sambýlismaður dóttur konunn-
ar, og þannig tengdasonur fórnar-
lambsins, viðurkenndi að hafa mis-
notað tengdamóður sína í janú-
ar á þessu ári. Konan bjó þá ásamt
dóttur sinni og tengdasyni á um-
ræddum sveitabæ á Snæfellsnesi.
ákj
Dæmdur í nálgunarbann
vegna kynferðisbrota
Miklir heyflutningar norður í land
Víða eru ekki önnur úrræði en vinna nær öll tún upp til að freista þess að fá upp-
skeru af þeim fyrir haustið.
Forsvarsmenn Bændasamtakanna,
Bjargráðasjóðs og Ráðgjafarmið-
stöðvar landbúnaðarins fóru til
fundar við fulltrúa atvinnuvega-
og nýsköpunarráðuneytisins sl.
föstudag til að ræða stöðu mála
vegna ótíðar á Norður- og Aust-
urlandi síðastliðna mánuði. Ljóst
er að bændur á stórum lands-
svæðum standa frammi fyrir mikl-
um vanda vegna túnkals og kulda.
Mjög er farið að ganga á hey-
birgðir á ýmsum bæjum og hafa
menn flutt fóður um langan veg
til að mæta skorti. Úthagi er víða
grár og gróðurvana þó komið sé
fram í júní, sem er mjög óvenju-
legt. Á fundinum voru lagðar
fram upplýsingar sem varpa ljósi
á ástandið sem er dæmalaust að
mati ráðunauta. Heyflutningar
hafa undanfarnar vikur staðið yfir
og gengið vel. Að sögn ráðunauta
virðist vera nóg til af heyi sunnan-
og vestanlands. Viðbrögð sunn-
lenskra- og vestlenskra bænda við
heyskorti á Norðurlandi hafa ver-
ið mjög góð og hafa þeir boðið
hey til sölu.
Talið er að Bjargráðasjóður hafi
ekki burði til að mæta tjóni bænda
á Norðurlandi að óbreyttu og að
önnur úrræði þurfi því að koma
til. Sindri Sigurgeirsson formaður
Bændasamtakanna segir samtökin
muni vinna að úrlausn mála með
stjórnvöldum því miklir hags-
munir séu í húfi fyrir bændur og
byggðir á stórum landssvæðum.
Talið er að tjónið sé víða mjög
mikið og sums staðar sé allt að
90% kal í túnum. Víða eru tún
enn undir snjó þannig að ekki hef-
ur reynst unnt að meta tjónið til
fulls. mm