Skessuhorn


Skessuhorn - 05.06.2013, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 05.06.2013, Blaðsíða 21
21MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2013 Íslandsmót í mótokrossi fer fram á Akrabraut á Akranesi laugardag- inn 29. júní næstkomandi en þetta er í annað sinn sem mótið er haldið. Það er Vélhjólaíþróttafélag Akra- ness sem stendur að mótinu en for- maður þess, Jóhann Pétur Hilm- arsson, segir undirbúning ganga vel. „Mótið var haldið á Írskum dögum í fyrra en við ákváðum að hafa þetta helgina fyrir þá að þessu sinni. Okkur reyndist erfitt að manna mótið og eins vildu marg- ir koma og fylgjast með mótinu en það var svo mikið um að vera í bæn- um að þeir fundu ekki tíma,“ segir Jóhann Pétur og brosir. Blaðamað- ur settist niður með Jóhanni Pétri í síðustu viku og spurði hann nánar um starf VÍFA, mótokrossið, boot camp og einkaþjálfunina, en þessar íþróttir hafa átt hug hans allan frá því hann sagði skilið við matseldina fyrir nokkrum árum. Boot campið gríðarlega vinsælt Jóhann Pétur er fæddur og uppal- inn á Akranesi og hefur lengst af unnið við matreiðslu, eða í tuttugu ár. „Ég lærði matreiðslu á Holiday Inn í Reykjavík en starfaði lengst af á veitingastaðnum Barbró sem ég átti ásamt foreldrum mínum. Þar byrjaði ég að vinna stuttu eft- ir fermingu og var þar til við seld- um staðinn árið 2005. Síðustu fjög- ur árin áður en ég hætti í matreiðsl- unni vann ég síðan í Hyrnunni í Borgarnesi,“ rifjar hann upp, en nokkrum árum áður hafði áhuginn á fitness kviknað fyrir alvöru. „Ég hafði alltaf verið mikið í ræktinni eftir að ég hætti í sundinu um tví- tugt og keppti í fyrsta skipti í fit- ness árið 2003. Þá var fitnessið í raun blanda af fitness og vaxtarrækt þar sem bæði var keppt í þrautum og samanburði. Í dag er þetta ein- ungis samanburðurinn. Ég hef sagt skilið við fitnessið í dag en keppi þess í stað í þrekmótaröðinni sem reynir helst á úthald og kraft.“ Jó- hann Pétur segir þá sem gagnrýna vaxtarrækt fyrir yfirborðsmennsku og útlitsdýrkun ekki gera sér grein fyrir því hversu mikil vinna ligg- ur að baki. „Það er mikil harka og sjálfsagi sem fer í þetta, sérstaklega á meðan keppnin var svona blönd- uð,“ segir hann en þess má geta að Jóhann Pétur varð Íslandsmeistari í fitness árið 2006. Hann hefur hins vegar starfað sem einkaþjálfari frá árinu 2008 og segist alltaf hafa ver- ið á fullu í íþróttum. „Ég var í sundi sem krakki og fór síðan að keppa í fitness. Síðan kynntist ég Boot camp og hef verið með námskeið í því samhliða einkaþjálfuninni hér á Akranesi frá 2008.“ Boot camp hefur náð gríðarleg- um vinsældum hér á landi frá því tveir íslenskir frumkvöðlar fóru af stað með námskeiðin í septem- ber 2004. „Þetta er alltaf að stækka, bæði hér á Akranesi og þá hef- ur þetta verið á sérstaklega hraðri uppleið í Reykjavík eftir að starf- semin flutti í Elliðaárdalinn. Ég hef verið með um áttatíu iðkendur hér að meðaltali en námskeiðin eru klukkan sex á morgnanna alla virka daga.“ Fjölskylduvæn starfsemi Líkt og með vaxtarræktina er móto- krossið töluvert erfiðara en það virðist í fyrstu. „Mótokross er tal- in ein erfiðasta íþrótt í heimi. Box- ið er í öðru sæti,“ segir Jóhann Pét- ur en hann segir undirbúning fyr- ir Íslandsmótið ganga mjög vel hjá félaginu. Fjórir vinnuskólakrakk- ar munu sjá um að halda Akra- brautinni við í sumar og þá mæta um þrjátíu virkir félagsmenn reglu- lega á svokölluð vinnukvöld. „Að undanförnu höfum við til dæm- is verið að koma á sjálfvirku vökv- unarkerfi á brautinni,“ segir Jó- hann Pétur aðspurður um verkefni félagsmanna á þessum vinnukvöld- um. „Þá höfum við einnig komið okkur uppi húsnæði með vatni og rafmagni ásamt sólpalli og um tvö hundruð fermetra garði með ról- um og annarri aðstöðu fyrir börn. Markmiðið er að hafa þetta eins fjölskylduvænt og hægt er.“ Auk al- mennu brautarinnar er félagið ein- mitt með barnamótokrossbraut og þar hafa verið haldin námskeið fyr- ir börn. „Sá yngsti sem kom á nám- skeið hjá okkur í fyrra var sex ára og sá elsti var að verða fimmtugur. Svo þetta er ansi breiður hópur.“ Vélhjólaíþróttafélag Akraness var stofnað í maí 2006 og þá var strax hafist handa við að gera braut- ina á gamla moldarpyttinum rétt utan við bæinn. Í dag eru yfir átta- tíu skráðir félagsmenn hjá VÍFA. „Við gerðum rekstrarsamning við Akraneskaupstað árið 2010 sem hefur hleypt góðu lífi í starfsem- ina. Það er nefnilega sama hvað þú hefur marga sjálfboðaliða þá gerist mjög lítið ef þú hefur enga peninga. Brautin er í dag ein sú flottasta á landinu, útbúin flottu starthliði og öllu öðru sem þarf til að gera braut góða,“ segir Jóhann Pétur. Sjálfur byrjaði hann í mótokross- inu árið 2008 en hafði þar áður að- eins prófað þetta sem ungling- ur. „Ég hélt ég gæti þetta ekki því ég er með brjósklos í baki. Síðan komst ég að því að vinur minn sem einnig er með brjósklos í baki var á fullu í þessu svo ég ákvað að prófa líka. Þetta hefur bara gengið ljóm- andi vel og er þetta nú annað árið í röð sem ég gegni formennsku í fé- laginu,“ sagði Jóhann Pétur Hilm- arsson að lokum. ákj Íslendingar áttu um tíma spjótkast- ara á heimsmælikvarða og þeirra kunnastir eru Einar Vilhjálmsson og Sigurður Einarsson sem áttu sinn feril á svipuðum tíma og Einar þá í fremstu röð íslenskra íþrótta- manna. Nú er einn spjótkastsmeist- arinn í viðbót kominn fram á sjónar- sviðið og geta Vestlendingar eignað sér talsvert í honum, þar sem hann er með lögheimili í Skorradal, son- ur Huldu Guðmundsdóttur á Fitj- um og Sverris heitins Einarsson- ar, en keppir fyrir ÍR í Reykjavík. Hann heitir Guðmundur Sverris- son og sigraði með glæsibrag á ný- afstöðnum Smáþjóðaleikum í Lúx- emborg. Guðmundur kastaði lengst 74,38 metra á leikjunum og var auk þess að bæta sinn fyrri árang- ur um 29 sentimetra með afburða- góða kastseríu, þar sem öll sex köst- in voru yfir 70 metrana. Byrjaði að æfa 14 ára „Það var blússandi mótvindur, þannig að ég var dálítið stressaður, en þetta heppnaðist svona rosalega vel,“ sagði Guðmundur í samtali við Skessuhorns. Aðspurður sagði hann að næsta stórverkefni væri að vinna sæti í liði Íslands sem fer til Evrópubikarkeppni í Slóvakíu í lok júní. „Síðan er það frekar draum- ur en takmark að komast á heims- meistaramót seinna í sumar. Það er allt í lagi að láta sig dreyma, því stundum verða draumar að veru- leika.“ Guðmundur segist hafa ver- ið 14 ára þegar hann byrjaði að æfa spjótkast. „Vinur minn dró mig á æfingu en fram að þessu hafði ég ekki æft neina íþrótt. Ég gat ekki hlaupið og ekki hoppað, en ég gat kastað spjóti. Síðan þá hefur þetta bara orðið skemmtilegra,“ seg- ir Guðmundur en hann æfir undir stjórn Einars Vilhjálmssonar mesta spjótkastara Íslands, sem kastaði lengst 86,80 metra. „Ég ætla að hafa gaman af spjótkastinu áfram og læt mig dreyma um að kasta ein- hvern tímann jafn langt og þjálfari minn gerði.“ Þekki hvern krók og kima Guðmundur er 23 ára gamall og nemur jarðfræði við Háskóla Ís- lands. „Það eru skemmtilegir krakk- ar með mér í náminu og jarðfræðin höfðar til mín.“ Aðspurður hvort sá áhugi tengist kannski dvöl hans á Fitjum í bernsku segir Guðmund- ur. „Kannski að einhverju leyti. Að minnsta kosti man ég vel að ég var að leika mér þarna úti um allt og spá í ýmsa hluti á gönguferðum um nágrennið. Ég þekki mig mjög vel til þarna fremst í Skorradalnum, þekki þar hvern krók og kima og finnst ennþá hvergi betra að vera,“ segir Guðmundur. þá Akrabrautin ein sú flottasta á landinu Rætt við Jóhann Pétur Hilmarsson formann VÍFA og einkaþjálfara Mótokrossið verður sífellt vinsælla á Akranesi. Ljósm. Friðþjófur Helgason. Jóhann Pétur Hilmarsson. Hér reynir Guðmundur sig við Stefánstak, 163 kg stein sem kenndur er við Stefán Guðmundsson langafi hans á Fitjum. Skorrdælingur spjótkastmeistari á Smáþjóðaleikum Guðmundur á verðlaunapalli í Lúxemborg. Ísland vann tvöfaldan sigur í spjótkastinu, Örn Davíðsson varð í öðru sæti með kast upp á tæpa 70 metra, eða þremur og hálfum metra styttra en Guðmundur Sverrisson. Ljósm. Einar Vilhjálmsson.Guðmundur á æfingu. Mynd úr myndsafni ÍR. Guðmundur stillir sér upp með spjótið milli kasta í keppni. Mynd úr myndasafni ÍR.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.